Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Á sunnudaginn var brutust út
geysi-leg fagnaðar-læti eftir
að þingið í Kosovo
sam-þykkti sjálf-stæði og
að-skilnað frá Serbíu.
„Þetta er ótrúlega góður
dagur, ég get varla lýst því,“
segir Idriz Andrés Zogu, sem
er frá Kosovo, en hefur búið á
Íslandi í rúm 20 ár.
Kosovo var hérað í Serbíu
og segjast stjórn-völd í
höfuð-borginni Belgrad aldrei
munu viður-kenna
sjálf-stæðið. Vojislav
Kostunica, for-seti Serbíu,
sagði að stofnað hefði verið
„fals-ríki“ sem væri „brot á
þjóða-rétti“.
Rússar eru einnig á móti
sjálf-stæði Kosovo, og vilja
að öryggis-ráð Sam-einuðu
þjóðanna ógildi
sjálfstæðis-yfirlýsinguna.
Bandaríkja-forseti hefur
lýst yfir stuðningi við
sjálfstæðis-yfirlýsinguna, líka
hátt í sextíu múslíma-ríki og
mörg fjöl-mennustu
ESB-ríkjanna. Á fimmtu-dag
kveiktu serbneskir
mót-mælendur í Belgrad í
banda-ríska sendi-ráðinu.
Kosovo lýsir yfir sjálf-stæði
REUTERS
Kosovo Albanar fagna á götum Pristina, höfuð-borgarinnar.
Fidel Castro
til-kynnti á
þriðju-daginn
að hann léti af
em-bætti
for-seta Kúbu.
Hann hefur
verið við völd í
49 ár. Vegna
veikinda Castros síðustu 19
mánuði, hefur bróðir hans
Raúl Castro verið við völd til
bráðabirgða. Lík-legt þykir að
hann verði kosinn for-seti
landsins á þinginu í dag. Hann
hefur gefið til kynna að Kúba
væri reiðu-búin til að undir-rita
mannréttinda-yfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna, en það
hefur bróðir hans aldrei viljað
gera. Áfram verður einn
flokkur við völd og Kúba verður
kommúnista-ríki.
Bandaríkja-stjórn ætlar ekki
að afnema viðskipta-bannið
við Kúbu þrátt fyrir ákvörðun
Castros. Margir þjóðar-leið-
togar gagn-rýndu feril leið--
togans eftir að hann sagði af
sér.
Castro lætur
af völdum
Fidel Castro
J-Lo eignast tví-bura
Söng- og leik-konan
Jennifer Lopez og eigin-maður
hennar, tónlistar-maðurinn
Marc Anthony, eignuðust
tví-bura, strák og stelpu, á
föstudags-morgun. Þau hjón
fá hæsta verð sem hefur verið
greitt fyrir ljós-myndir af
börnum fræga fólksins, eða
um 400 milljónir króna.
Gull-björn til Brasilíu
Kvikmynda-hátíðinni í Berlín
lauk á sunnu-daginn.
Brasilíska kvik-myndin The
Elite Squad hlaut Gull-björninn
í gær. Sally Hawkins var valin
besta leik-konan fyrir hlut-verk
sitt í Happy-Go-Lucky og
Íraninn Reza Naji var valinn
besti leikarinn fyrir The Song
of Sparrows. Paul Thomas
Anderson var valinn besti
leik-stjórinn fyrir There Will Be
Blood, sem til-nefnd er til 8
Óskars-verðlauna.
McCartney hlaut
heiðurs-verðlaun.
Brit Awards, bresku
tónlistar-verðlaunin, voru veitt
á miðviku-dag. Þrjár
hljóm-veitir fengu tvenn
verð-laun. Take That var valin
besta tónleika-sveitin og fékk
verðlaun fyrir besta lagið.
Arctic Monkeys var valin besta
breska sveitin og átti bestu
plötuna, Favourite Worst
Nightmare. Foo Fighters var
valin besta alþjóð-lega sveitin
og átti bestu alþjóð-legu
plötuna, Echoes, Silence,
Patience and Grace. Paul
McCartney hlaut
heiðurs-verðlaun.
FólkHanna Birna Kristjánsdóttirhlaut mestan stuðning í
könnun sem Capacent gerði
um hver ætti að taka við
embætti borgar-stjóra þegar
Sjálfstæðis-flokkurinn tekur
við því á næsta ári.
Af þeim sem tóku af-stöðu
sögðust tæp 44% vilja Hönnu
Birnu, 17% vildu Gísla
Martein Baldursson en 8,2%
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.
Aðrir borgar-fulltrúar
flokksins fengu minna fylgi.
„Þessi stuðningur skiptir
mig auð-vitað máli og ég er
þakk-lát fyrir hann,“ sagði
Hanna Birna. „Hins vegar ber
að minna á það að Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson er ennþá
odd-viti okkar og hann nýtur
stuðn-ings okkar.
Hanna Birna
vin-sælust
Á hádegi á fimmtu-dag stöðvaði
sjávarútvegs-ráðherra loðnu-veiðar, sem mun
hafa í för með sér milljarða tekju-tap fyrir
sjávar-útveginn. Ákvörðunin var tekin
sam-kvæmt til-lögu Hafrannsókna-stofnunar
sem hefur ekki tekist að mæla nema
200-270 þúsund tonn af loðnu frá því
snemma í janúar. Það þarf að minnsta kosti
400 þúsund tonn til að tryggja nægi-lega
hrygningu, áður en veiðar eru leyfðar.
Mælingarnar eru langt frá þeim væntingum.
„Þetta er gífur-legt áfall fyrir þjóð-félagið í
heild, fyrir-tækin, sjó-menn, fiskverka-fólk og
byggðar-lögin sem mest eru háð loðnunni.
Það varð hins vegar ekki hjá því komist að
stöðva veiðarnar vegna þess hve lítið hefur
mælst af loðnunni,“ segir Einar K.
Guðfinnsson sjávar-útvegs-ráðherra.
Líklega verður útflutnings-verðmæti
loðnu-afurða ekki nema einn milljarður króna.
Það eru 5% af því sem mest var árið 2002.
Loðnu-veiðar
stöðvaðar
Morgunblaðið/Kristján
Skip-verji á Guðmundi VE við loðnu-löndun.
Troð-fullt var á tón-leikum
gegn kynþátta-hatri sem
Bubbi Morthens stóð fyrir á
fimmtudags-kvöld í
Austur-bæ. Fjöldi
lands-þekktra
tónlistar-manna kom fram,
auk Geirs H. Haarde
forsætis-ráðherra sem tók
lagið „Lóa litla á Brú“ með
Bubba „kóngi“ við mikinn
fögnuð við-staddra.
Tón-leikar gegn
kynþátta-hatri
Árvakur/Frikki
Mínus fór á kostum á tón-leikunum.
Fjórar vikur eru nú liðnar frá
því að Alfreð Gíslason hætti
sem þjálfari íslenska
lands-liðsins í handknatt-leik.
Nú hafa fjórir þjálfarar
af-þakkað starfið; Aron
Kristjánsson, þjálfari Hauka,
Geir Sveinsson, Svíinn
Magnus Andersson og Dagur
Sigurðsson.
Staðan þykir nú orðin erfið
og eru líkur á að nú verði
reynt að ráða út-lending í
starfið. Hins vegar eru allir
bestu þjálfararnir
samnings-bundnir og því ekki
um marga að velja.
Forráða-menn
Hand-knattleiks-sambands
Íslands hafa víst haft
sam-band við Wolfgang
Gutschow sem er
umboðs-maður margra
hand-knattleiks-manna og
þjálfara.
Illa gengur að ráða
lands-liðs-þjálfara
Árvakur/Brynjar Gauti
Aron Kristjánsson
Netfang: auefni@mbl.is