Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á sunnudaginn var brutust út geysi-leg fagnaðar-læti eftir að þingið í Kosovo sam-þykkti sjálf-stæði og að-skilnað frá Serbíu. „Þetta er ótrúlega góður dagur, ég get varla lýst því,“ segir Idriz Andrés Zogu, sem er frá Kosovo, en hefur búið á Íslandi í rúm 20 ár. Kosovo var hérað í Serbíu og segjast stjórn-völd í höfuð-borginni Belgrad aldrei munu viður-kenna sjálf-stæðið. Vojislav Kostunica, for-seti Serbíu, sagði að stofnað hefði verið „fals-ríki“ sem væri „brot á þjóða-rétti“. Rússar eru einnig á móti sjálf-stæði Kosovo, og vilja að öryggis-ráð Sam-einuðu þjóðanna ógildi sjálfstæðis-yfirlýsinguna. Bandaríkja-forseti hefur lýst yfir stuðningi við sjálfstæðis-yfirlýsinguna, líka hátt í sextíu múslíma-ríki og mörg fjöl-mennustu ESB-ríkjanna. Á fimmtu-dag kveiktu serbneskir mót-mælendur í Belgrad í banda-ríska sendi-ráðinu. Kosovo lýsir yfir sjálf-stæði REUTERS Kosovo Albanar fagna á götum Pristina, höfuð-borgarinnar. Fidel Castro til-kynnti á þriðju-daginn að hann léti af em-bætti for-seta Kúbu. Hann hefur verið við völd í 49 ár. Vegna veikinda Castros síðustu 19 mánuði, hefur bróðir hans Raúl Castro verið við völd til bráðabirgða. Lík-legt þykir að hann verði kosinn for-seti landsins á þinginu í dag. Hann hefur gefið til kynna að Kúba væri reiðu-búin til að undir-rita mannréttinda-yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, en það hefur bróðir hans aldrei viljað gera. Áfram verður einn flokkur við völd og Kúba verður kommúnista-ríki. Bandaríkja-stjórn ætlar ekki að afnema viðskipta-bannið við Kúbu þrátt fyrir ákvörðun Castros. Margir þjóðar-leið- togar gagn-rýndu feril leið-- togans eftir að hann sagði af sér. Castro lætur af völdum Fidel Castro J-Lo eignast tví-bura Söng- og leik-konan Jennifer Lopez og eigin-maður hennar, tónlistar-maðurinn Marc Anthony, eignuðust tví-bura, strák og stelpu, á föstudags-morgun. Þau hjón fá hæsta verð sem hefur verið greitt fyrir ljós-myndir af börnum fræga fólksins, eða um 400 milljónir króna. Gull-björn til Brasilíu Kvikmynda-hátíðinni í Berlín lauk á sunnu-daginn. Brasilíska kvik-myndin The Elite Squad hlaut Gull-björninn í gær. Sally Hawkins var valin besta leik-konan fyrir hlut-verk sitt í Happy-Go-Lucky og Íraninn Reza Naji var valinn besti leikarinn fyrir The Song of Sparrows. Paul Thomas Anderson var valinn besti leik-stjórinn fyrir There Will Be Blood, sem til-nefnd er til 8 Óskars-verðlauna. McCartney hlaut heiðurs-verðlaun. Brit Awards, bresku tónlistar-verðlaunin, voru veitt á miðviku-dag. Þrjár hljóm-veitir fengu tvenn verð-laun. Take That var valin besta tónleika-sveitin og fékk verðlaun fyrir besta lagið. Arctic Monkeys var valin besta breska sveitin og átti bestu plötuna, Favourite Worst Nightmare. Foo Fighters var valin besta alþjóð-lega sveitin og átti bestu alþjóð-legu plötuna, Echoes, Silence, Patience and Grace. Paul McCartney hlaut heiðurs-verðlaun. FólkHanna Birna Kristjánsdóttirhlaut mestan stuðning í könnun sem Capacent gerði um hver ætti að taka við embætti borgar-stjóra þegar Sjálfstæðis-flokkurinn tekur við því á næsta ári. Af þeim sem tóku af-stöðu sögðust tæp 44% vilja Hönnu Birnu, 17% vildu Gísla Martein Baldursson en 8,2% Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgar-fulltrúar flokksins fengu minna fylgi. „Þessi stuðningur skiptir mig auð-vitað máli og ég er þakk-lát fyrir hann,“ sagði Hanna Birna. „Hins vegar ber að minna á það að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ennþá odd-viti okkar og hann nýtur stuðn-ings okkar. Hanna Birna vin-sælust Á hádegi á fimmtu-dag stöðvaði sjávarútvegs-ráðherra loðnu-veiðar, sem mun hafa í för með sér milljarða tekju-tap fyrir sjávar-útveginn. Ákvörðunin var tekin sam-kvæmt til-lögu Hafrannsókna-stofnunar sem hefur ekki tekist að mæla nema 200-270 þúsund tonn af loðnu frá því snemma í janúar. Það þarf að minnsta kosti 400 þúsund tonn til að tryggja nægi-lega hrygningu, áður en veiðar eru leyfðar. Mælingarnar eru langt frá þeim væntingum. „Þetta er gífur-legt áfall fyrir þjóð-félagið í heild, fyrir-tækin, sjó-menn, fiskverka-fólk og byggðar-lögin sem mest eru háð loðnunni. Það varð hins vegar ekki hjá því komist að stöðva veiðarnar vegna þess hve lítið hefur mælst af loðnunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávar-útvegs-ráðherra. Líklega verður útflutnings-verðmæti loðnu-afurða ekki nema einn milljarður króna. Það eru 5% af því sem mest var árið 2002. Loðnu-veiðar stöðvaðar Morgunblaðið/Kristján Skip-verji á Guðmundi VE við loðnu-löndun. Troð-fullt var á tón-leikum gegn kynþátta-hatri sem Bubbi Morthens stóð fyrir á fimmtudags-kvöld í Austur-bæ. Fjöldi lands-þekktra tónlistar-manna kom fram, auk Geirs H. Haarde forsætis-ráðherra sem tók lagið „Lóa litla á Brú“ með Bubba „kóngi“ við mikinn fögnuð við-staddra. Tón-leikar gegn kynþátta-hatri Árvakur/Frikki Mínus fór á kostum á tón-leikunum. Fjórar vikur eru nú liðnar frá því að Alfreð Gíslason hætti sem þjálfari íslenska lands-liðsins í handknatt-leik. Nú hafa fjórir þjálfarar af-þakkað starfið; Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, Geir Sveinsson, Svíinn Magnus Andersson og Dagur Sigurðsson. Staðan þykir nú orðin erfið og eru líkur á að nú verði reynt að ráða út-lending í starfið. Hins vegar eru allir bestu þjálfararnir samnings-bundnir og því ekki um marga að velja. Forráða-menn Hand-knattleiks-sambands Íslands hafa víst haft sam-band við Wolfgang Gutschow sem er umboðs-maður margra hand-knattleiks-manna og þjálfara. Illa gengur að ráða lands-liðs-þjálfara Árvakur/Brynjar Gauti Aron Kristjánsson Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.