Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 62

Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 62
… bókstaflega rífur meðleikara sína með sér í stigvaxandi brjál- æðið … 66 » reykjavíkreykjavík „ÉG lærði tilraunasálfræði í Berke- ley. Lærði um heilastarfsemi, taugalækningar og rannsakaði drykkjuhegðun hjá rottum um tíma. Var heilaskurðlæknir um tíma og skrifaði greinar í fræði- tímarit,“ segir Berger um árin áður en hann hóf störf við kvikmynda- gerð en tekur þó fram að heila- skurðlækningarnar hafi takmarkast við rottur. „En á meðan var ég allt- af að gera útvarpsþætti, hljóp um og tók upp hljóð á skólasvæðinu. Tók upp klassíska tónlist og klippti spólur saman.“ Árið 1968 gerði hann svo út- varpsþátt til höfuðs Víetnam- stríðinu. Í kjölfarið var hann beð- inn um að sjá um hljóðið í heimild- armynd um mannréttindahreyf- ingar í Suðurríkjunum. „Ég hætti í skólanum og fór til New Orleans og Missisippi og vann við myndina – og þegar ég kom til baka hugsaði ég með mér að þetta væri miklu skemmtilegra en að vinna með rottur og skrifa vísindagreinar.“ Í kjölfarið fylgdu heimild- armyndir í Afríku, Alaska og ótal fylkjum Bandaríkjanna. Ein þess- ara mynda var svo sýnd í myndveri Francis Ford Coppola og eftir hana kom Walter Murch, hljóðmaður Coppola, og bauð Berger að vinna við næstu mynd Coppola, The Con- versation. Það gekk þó ekki upp því Berger þurfti að fara til Kúbu til að vinna að heimildarmynd um Fidel Castro. En Murch gleymdi honum ekki og hafði samband þeg- ar Berger kom aftur heim og sagði: „Þú ert nýkominn frá Kúbu, ertu ekki til í að sjá um hljóðið í Kúbu- atriðunum í Godfather II?“ Það var fyrsta leikna bíómynd Berger og síðan kom hvert verkefnið á fætur öðru. En heimildarmyndirnar höfðu þó verið góður skóli. „Í heimildar- myndum gerir maður allt. Þú ferð og tekur upp hljóðin, hljóðeffekt- ana, velur tónlistina og klippir allt saman. Þú skilur alla hluta ferlisins og hvernig eitt skref hefur áhrif á FRÁ KÚBU TIL GRUNDARFJARÐAR Árvakur/Frikki Hokinn af reynslu Mark Berger hefur átt viðburðaríka ævi. Hann hóf ferilinn sem vísindamaður en á nú í fórum sínum fern Óskarsverðlaun fyrir störf sín sem hljóðmaður. MARK BERGER ER HLJÓÐMAÐUR SEM HEFUR UNNIÐ VIÐ MYNDIR Á BORÐ VIÐ THE GODFATHER II, GAUKSHREIÐRIÐ, APOCALYPSE NOW!, AMA- DEUS, BLUE VELVET, THE ENGLISH PATIENT, THE ROYAL TENNENBAUMS OG MUNICH. HANN HEF- UR HLOTIÐ FERN ÓSKARSVERÐLAUN OG LEIKUR MILOS FORMAN LISTILEGA VEL. ÁSGEIR H. ING- ÓLFSSON RÆDDI VIÐ BERGER SEM ÆTLAÐI UPPHAFLEGA AÐ VERÐA SÁLFRÆÐINGUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.