Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 62
… bókstaflega rífur meðleikara sína með sér í stigvaxandi brjál- æðið … 66 » reykjavíkreykjavík „ÉG lærði tilraunasálfræði í Berke- ley. Lærði um heilastarfsemi, taugalækningar og rannsakaði drykkjuhegðun hjá rottum um tíma. Var heilaskurðlæknir um tíma og skrifaði greinar í fræði- tímarit,“ segir Berger um árin áður en hann hóf störf við kvikmynda- gerð en tekur þó fram að heila- skurðlækningarnar hafi takmarkast við rottur. „En á meðan var ég allt- af að gera útvarpsþætti, hljóp um og tók upp hljóð á skólasvæðinu. Tók upp klassíska tónlist og klippti spólur saman.“ Árið 1968 gerði hann svo út- varpsþátt til höfuðs Víetnam- stríðinu. Í kjölfarið var hann beð- inn um að sjá um hljóðið í heimild- armynd um mannréttindahreyf- ingar í Suðurríkjunum. „Ég hætti í skólanum og fór til New Orleans og Missisippi og vann við myndina – og þegar ég kom til baka hugsaði ég með mér að þetta væri miklu skemmtilegra en að vinna með rottur og skrifa vísindagreinar.“ Í kjölfarið fylgdu heimild- armyndir í Afríku, Alaska og ótal fylkjum Bandaríkjanna. Ein þess- ara mynda var svo sýnd í myndveri Francis Ford Coppola og eftir hana kom Walter Murch, hljóðmaður Coppola, og bauð Berger að vinna við næstu mynd Coppola, The Con- versation. Það gekk þó ekki upp því Berger þurfti að fara til Kúbu til að vinna að heimildarmynd um Fidel Castro. En Murch gleymdi honum ekki og hafði samband þeg- ar Berger kom aftur heim og sagði: „Þú ert nýkominn frá Kúbu, ertu ekki til í að sjá um hljóðið í Kúbu- atriðunum í Godfather II?“ Það var fyrsta leikna bíómynd Berger og síðan kom hvert verkefnið á fætur öðru. En heimildarmyndirnar höfðu þó verið góður skóli. „Í heimildar- myndum gerir maður allt. Þú ferð og tekur upp hljóðin, hljóðeffekt- ana, velur tónlistina og klippir allt saman. Þú skilur alla hluta ferlisins og hvernig eitt skref hefur áhrif á FRÁ KÚBU TIL GRUNDARFJARÐAR Árvakur/Frikki Hokinn af reynslu Mark Berger hefur átt viðburðaríka ævi. Hann hóf ferilinn sem vísindamaður en á nú í fórum sínum fern Óskarsverðlaun fyrir störf sín sem hljóðmaður. MARK BERGER ER HLJÓÐMAÐUR SEM HEFUR UNNIÐ VIÐ MYNDIR Á BORÐ VIÐ THE GODFATHER II, GAUKSHREIÐRIÐ, APOCALYPSE NOW!, AMA- DEUS, BLUE VELVET, THE ENGLISH PATIENT, THE ROYAL TENNENBAUMS OG MUNICH. HANN HEF- UR HLOTIÐ FERN ÓSKARSVERÐLAUN OG LEIKUR MILOS FORMAN LISTILEGA VEL. ÁSGEIR H. ING- ÓLFSSON RÆDDI VIÐ BERGER SEM ÆTLAÐI UPPHAFLEGA AÐ VERÐA SÁLFRÆÐINGUR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.