Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 68

Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 68
68 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Helio Sequence er hug-arfóstur félaganna Brand-on Summers og Benjamin Weikel sem kynntust í plötubúð í heimabæ sínum, Beaverton í Ore- gon-fylki, fyrir áratug. Summers er gítarleikari og söngvari og Weikel spilar á hljómborð og trommur. Fyrstu tilraunir þeirra komu út 1999, stuttskífan Accelerated Slow- Motion Cinema, en á þeirri plötu var draumkennt gítarpopp þar sem gítarinn var í aðalhlutverki en röddin lágstemmd og víða nánast sem skraut. Á næstu skífu, Com Plex, sem kom út 2000, var tónlistin enn tilraunakennd, en smám saman var sveitin að slípast til. Young Effectuals kom út 2004 og í kjölfarið fengu þeir félagar út- gáfusamning við þá goðsagna- kenndu útgáfu Sub Pop. Fyrsta skífan sem Helio Se- quence gerði fyrir Sub Pop var Love and Distance, sem kom út 2004, en þá kom babb í bátinn. Á tónleikaferðalagi til að kynna plöt- una missti Summers röddina smám saman. Hann reyndi að þráast við, enda mikið í húfi, þeir félagar báðir hættir í dagvinnunni, búnir að sanka að sér búnaði, leigja bíl og bóka sig á tónleika um þver Banda- ríkin. Málið var bara að síðustu sex mánuði áður en ferðin byrjaði hafði sveitin verið á ferð og flugi í hálft ár að hita upp fyrir hinar og þessar hljómveitir, Blonde Redhead, Mo- dest Mouse, Kings of Leon og Sec- ret Machines, og Summers einfald- lega búinn að leggja of mikið á raddböndin. Þeir héldu þó ferðinni áfram en smám saman hættu þeir að talast við – Summers gat það ekki, svo tónleikaferðin varð þögul á daginn, vinirnir sátu í rútunni og lásu bæk- ur, en á kvöldin reyndi Summers að kreista fram einhver hljóð í hljóð- nemann með því að mýkja radd- böndin rækilega með viskíi. Þegar þeir komu svo heim leitaði Summers loks til læknis og sá bann- aði honum að syngja fyrst um sinn vildi hann ekki missa rödina fyrir fullt og allt – ekkert mátti reyna á raddböndin í að minnsta kosti tvo mánuði og helst lengur. Í framhald- inu fór Summer í raddæfingar og lærði að syngja, þ.e. lærði rétta raddbeitingu, tók sér tak í ræktinni og sveitin tók upp skipulögð vinnu- brögð; klukkan níu á morgnana voru menn mættir í hljóðver eða æfingapláss að vinna skipulega að lögum og upptökum. Afrakstur þess var svo platan sem er kveikja þessara skrifa, Keep Your Eyes Ahead. Fyrri plötur þeirra félaga hafa haft á sér talsvert svipmót tilrauna- mennsku, enda unnar að mestu heima í stofu þar sem menn gátu dundað sér við innfallakenndar uppákomur, en nú er allt með betri brag, lögin orðin hnitmiðaðri og styttri og um leið betur samin – He- lio Sequence fullorðnast. Sumpart er það vegna þess sem á undan gekk, þegar þeir félagar þurftu að horfast í augu við að hugsanlega væri sveitin bók- staflega búin að syngja sitt síðasta og sumpart vegna þess að þeir höfðu nú meiri tíma til að vinna upptökur en áður, ekkert lá á að fara í tónleikaferð þegar enginn var söngvarinn. Þeir segja svo sjálf- ir að einna mestan svip hafi það sett á plötuna að þeir unnu hana frá lagi til lags, tóku hvert lag fyrir sig og unnu það sjálfstætt, í stað þess að vera með breiðskífu í huga. Helio Sequence fullorðnast TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fullorðnir Minna er nú um tilraunamennsku en áður og lögin hnitmiðaðri. arnim@mbl.is Bandaríska rokksveitin Helio Sequence sendi á dögunum frá sér prýðilega rokkskífu sem er nokkuð frábrugðin fyrri verkum. Skýring á því er nærtæk – við lá að sveitin legði upp laupana. / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SWEENEY TODD kl. 10:30 B.i.12 ára UNTRACEABLE kl. 8 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 2 - 4 - 6 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 1:10 - 3:20 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1- 3 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP JOHNNY DEPP BESTI LEIKARI SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND SIGURVEGARI GOLDEN GLOBE® SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB STEP UP 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 5:15 - 8:30 - 10:10 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 2 - 5:15 - 8:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP NO COUNTRY FOR ... kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára MR. MAGORIUMS .... kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 4 - 6:10 - 8:20 - 10:30 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10 LEYFÐ JUMPER kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 2D - 3:30D LEYFÐ DIGITAL TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 1:30 LEYFÐ ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON eee - S.V, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB „Day-Lewis sýnir þvílíkan leiksigur í myndinni. Eins eftirminnileg og kyngimögnuð frammistaða hefur ekki sést í háa herrans tíð” eeeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee New York Times eeeee Timeout eeeee Guardian „Samtímaklassík, gallalaust meistaraverk” - telegraph „Myndin lifir með þér í marga daga á eftir“ 8 There Will be Blood Stórleikarinn Daniel Day Lewis leikur Daniel Plainview, athafnamann sem rambar á svarta gull. Saga um fjölskyldu, trú, græðgi og olíu. Myndir í þessum gæðaflokki koma aðeins nokkrum sinnum á áratug. SÝND Í ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.