Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Helio Sequence er hug-arfóstur félaganna Brand-on Summers og Benjamin Weikel sem kynntust í plötubúð í heimabæ sínum, Beaverton í Ore- gon-fylki, fyrir áratug. Summers er gítarleikari og söngvari og Weikel spilar á hljómborð og trommur. Fyrstu tilraunir þeirra komu út 1999, stuttskífan Accelerated Slow- Motion Cinema, en á þeirri plötu var draumkennt gítarpopp þar sem gítarinn var í aðalhlutverki en röddin lágstemmd og víða nánast sem skraut. Á næstu skífu, Com Plex, sem kom út 2000, var tónlistin enn tilraunakennd, en smám saman var sveitin að slípast til. Young Effectuals kom út 2004 og í kjölfarið fengu þeir félagar út- gáfusamning við þá goðsagna- kenndu útgáfu Sub Pop. Fyrsta skífan sem Helio Se- quence gerði fyrir Sub Pop var Love and Distance, sem kom út 2004, en þá kom babb í bátinn. Á tónleikaferðalagi til að kynna plöt- una missti Summers röddina smám saman. Hann reyndi að þráast við, enda mikið í húfi, þeir félagar báðir hættir í dagvinnunni, búnir að sanka að sér búnaði, leigja bíl og bóka sig á tónleika um þver Banda- ríkin. Málið var bara að síðustu sex mánuði áður en ferðin byrjaði hafði sveitin verið á ferð og flugi í hálft ár að hita upp fyrir hinar og þessar hljómveitir, Blonde Redhead, Mo- dest Mouse, Kings of Leon og Sec- ret Machines, og Summers einfald- lega búinn að leggja of mikið á raddböndin. Þeir héldu þó ferðinni áfram en smám saman hættu þeir að talast við – Summers gat það ekki, svo tónleikaferðin varð þögul á daginn, vinirnir sátu í rútunni og lásu bæk- ur, en á kvöldin reyndi Summers að kreista fram einhver hljóð í hljóð- nemann með því að mýkja radd- böndin rækilega með viskíi. Þegar þeir komu svo heim leitaði Summers loks til læknis og sá bann- aði honum að syngja fyrst um sinn vildi hann ekki missa rödina fyrir fullt og allt – ekkert mátti reyna á raddböndin í að minnsta kosti tvo mánuði og helst lengur. Í framhald- inu fór Summer í raddæfingar og lærði að syngja, þ.e. lærði rétta raddbeitingu, tók sér tak í ræktinni og sveitin tók upp skipulögð vinnu- brögð; klukkan níu á morgnana voru menn mættir í hljóðver eða æfingapláss að vinna skipulega að lögum og upptökum. Afrakstur þess var svo platan sem er kveikja þessara skrifa, Keep Your Eyes Ahead. Fyrri plötur þeirra félaga hafa haft á sér talsvert svipmót tilrauna- mennsku, enda unnar að mestu heima í stofu þar sem menn gátu dundað sér við innfallakenndar uppákomur, en nú er allt með betri brag, lögin orðin hnitmiðaðri og styttri og um leið betur samin – He- lio Sequence fullorðnast. Sumpart er það vegna þess sem á undan gekk, þegar þeir félagar þurftu að horfast í augu við að hugsanlega væri sveitin bók- staflega búin að syngja sitt síðasta og sumpart vegna þess að þeir höfðu nú meiri tíma til að vinna upptökur en áður, ekkert lá á að fara í tónleikaferð þegar enginn var söngvarinn. Þeir segja svo sjálf- ir að einna mestan svip hafi það sett á plötuna að þeir unnu hana frá lagi til lags, tóku hvert lag fyrir sig og unnu það sjálfstætt, í stað þess að vera með breiðskífu í huga. Helio Sequence fullorðnast TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fullorðnir Minna er nú um tilraunamennsku en áður og lögin hnitmiðaðri. arnim@mbl.is Bandaríska rokksveitin Helio Sequence sendi á dögunum frá sér prýðilega rokkskífu sem er nokkuð frábrugðin fyrri verkum. Skýring á því er nærtæk – við lá að sveitin legði upp laupana. / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SWEENEY TODD kl. 10:30 B.i.12 ára UNTRACEABLE kl. 8 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 2 - 4 - 6 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 1:10 - 3:20 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1- 3 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP JOHNNY DEPP BESTI LEIKARI SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND SIGURVEGARI GOLDEN GLOBE® SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB STEP UP 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 5:15 - 8:30 - 10:10 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 2 - 5:15 - 8:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP NO COUNTRY FOR ... kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára MR. MAGORIUMS .... kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 4 - 6:10 - 8:20 - 10:30 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10 LEYFÐ JUMPER kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 2D - 3:30D LEYFÐ DIGITAL TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 1:30 LEYFÐ ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON eee - S.V, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB „Day-Lewis sýnir þvílíkan leiksigur í myndinni. Eins eftirminnileg og kyngimögnuð frammistaða hefur ekki sést í háa herrans tíð” eeeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee New York Times eeeee Timeout eeeee Guardian „Samtímaklassík, gallalaust meistaraverk” - telegraph „Myndin lifir með þér í marga daga á eftir“ 8 There Will be Blood Stórleikarinn Daniel Day Lewis leikur Daniel Plainview, athafnamann sem rambar á svarta gull. Saga um fjölskyldu, trú, græðgi og olíu. Myndir í þessum gæðaflokki koma aðeins nokkrum sinnum á áratug. SÝND Í ÁLFABAKKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.