Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 69

Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 69 25 FEB 17:00 Mannaland 20:00 Sálumessa 22:00 Melónuleiðin SUN MÁN 24 FEB 15:00 Melónuleiðin 17:00 Joy Division 20:00 Yella 22:00 Melónuleiðin Allar upplýsingar er að finna á WWW.FJALAKOTTUR.IS / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára RAMBO kl. 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i. 16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 6 B.i. 12 ára ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl tali kl. 2 - 4 LEYFÐ MEET THE SPARTANS kl. 4 LEYFÐ ÁSTRÍKUR Á ÓL.. m/ísl tali kl. 1:30 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára JUMPER kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára BRÚÐGUMINN kl. 5:50 B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDERFUL.. kl. 1:40 - 3:50 LEYFÐ ALVIN OG ÍKORNARNIR kl. 1:40 LEYFÐ THE GAME PLAN kl. 3:40 LEYFÐ SÝND Á SELFOSSI eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 eeee - G. H., FBL eeeee -S.M.E., Mannlíf SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL STEP UP 2 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 2 - 4 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ MEET THE SPARTANS kl. 6 LEYFÐ TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 2 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK BÍÓUNUM ÁFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í KEFLAVÍK AUGLÝSINGAHERFERÐ Stökkvarans lofar einhvers konar samblöndu af Matrix- og Bourne- myndaröðunum en óhætt er að full- yrða að myndin stendur engan veg- inn undir slíkum samanburði. Tengslin við þessar vinsælu fram- haldsseríur eru heldur ekki skýr. Leikstjóri Stökkvarans, Doug Lim- an, leikstýrði að vísu fyrstu Bourne-myndinni (og þeirri sístu hingað til) og líkt og njósnara- myndin fjallar þessi nýi vísinda- tryllir um ungan mann sem á auð- velt með að láta sig hverfa. Hann eyðir líka stórum hluta myndarinnar á flótta undan dul- arfullum en valdamiklum sam- tökum en það kann að minna bæði á Bourne og gamla góða Neo úr Matrix-myndunum. En þar sleppir líka samanburðarmöguleikum myndanna. Stökkvarinn er byggður vísindaskáldsögu eftir Steven Gould frá árinu 1992 og ljóst er að aðstandendur kvikmyndarinnar hafa séð framhaldsmyndaröð í hill- ingum því flestum spurningum er látið ósvarað og stærstur hluti myndarinnar gengur í raun út á að leggja upp sögufléttur fyrir næstu mynd. Of sterkt er reyndar tekið til orða þegar talað er um „sögu- fléttur“, því frásögnin ræður varla við að skapa samfellu nægilega lengi til að kynna persónurnar til sögunnar, hvað þá að skapa sögu- þráð í eiginlegum skilningi orðsins. David, aðalsöguhetjan, er gæddur þeim sérstaka hæfileika að geta varpað sér á milli staða hvar sem er í heiminum á augabragði en hann er ekki einn um að búa yfir slíkri hæfni. Af einhverjum óút- skýrðum ástæðum eru til samtök sem eiga sér það að markmiði að útrýma slíkum „stökkvurum“ og í forsvari fyrir þau er Samuel L. Jackson. Myndin fjallar síðan um hvernig David lærir að njóta stökktækninnar og hvernig Jackson reynir að hafa uppi á honum. Sam- keppnin virðist hins vegar fljótlega fara að snúast um það hvort Hay- den Christensen eða Samuel L. Jackson tekst að framkalla lélegri leiktilþrif í rás myndarinnar, og í raun koma þeir út nokkuð jafnir. Jackson er hjakkar hér í því fari sem hann festist í fyrir margt löngu, þ.e. hann er orðinn skrípa- mynd af sjálfum sér, og Christen- sen staðfestir það endanlega að hann er eitt leikhæfileikasnauðasta ungstirni Hollywood um þessar mundir. Með tvo slíka dragbíta í farteskinu þyrfti myndin heldur betur að standa fyrir sínu á öðrum sviðum en það gerir hún engan veginn. Hasaratriði eru fremur ruglingsleg en spennandi, tækni- brellur eru flestar þunglamalegar og eini ljósi punkturinn er Jamie Bell (sem sumir kannast við sem Billy Elliot) í aukahlutverki, en hann stelur þeim senum sem hann kemur fram í. Hoppað um víða veröld KVIKMYND Smárabíó, Laugarásbíó, Regn- boginn, Borgarbíó, Sambíóin í Kringlunni og Keflavík Leikstjórn: Doug Liman. Aðalhlutverk: Hayden Christensen, Rachel Bilson, Samuel L. Jackson, Jamie Bell. Bandarík- in, 125 mín. Stökkvarinn (Jumper) bmnnn Misjafnir „Christensen staðfestir það endanlega að hann er eitt leik- hæfileikasnauðasta ungstirni Hollywood […] eini ljósi punkt- urinn er Jamie Bell,“ segir í dómi. Heiða Jóhannsdóttir UMBOÐSMAÐUR hljómsveit- arinnar Coldplay, Dave Holmes, segir væntanlega plötu sveit- arinnar vera þá bestu til þessa og hreint stórkostlega. Slík ummæli frá umboðsmanni ættu svo sem ekki að koma neinum á óvart þar sem það er honum í hag að sveitin geri sífellt betri plötur. Það sem er óvenjulegra eru um- mæli söngvarans Chris Martin um aðkomu dávalds. „Stundum þarf maður á dávaldi að halda til að öðl- ast þann kjark sem þarf til,“ sagði Martin um vinnuna við nýju plötuna á dögunum. Platan er sú fjórða frá sveitinni og hefur enn ekki verið nefnd. Martin nefnir einnig hljóm- sveitirnar Rammstein og Tin- ariwen sem áhrifavalda. Þeir sem þekkja til tónlistar Coldplay vita þó að hún á lítið sameiginlegt með Rammstein. Coldplay í dáleiðslu? Árvakur/Jim Smart Ný plata Chris Martin í Coldplay. Í frétt um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í blaðinu í gær stóð að hljómsveitin Hjaltalín hefði fengið fjórar tilnefningar. Þær eru hins vegar fimm og er beðist af- sökunar á þessum mistökum. Leiðrétting

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.