Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 69 25 FEB 17:00 Mannaland 20:00 Sálumessa 22:00 Melónuleiðin SUN MÁN 24 FEB 15:00 Melónuleiðin 17:00 Joy Division 20:00 Yella 22:00 Melónuleiðin Allar upplýsingar er að finna á WWW.FJALAKOTTUR.IS / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára RAMBO kl. 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i. 16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 6 B.i. 12 ára ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl tali kl. 2 - 4 LEYFÐ MEET THE SPARTANS kl. 4 LEYFÐ ÁSTRÍKUR Á ÓL.. m/ísl tali kl. 1:30 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára JUMPER kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára BRÚÐGUMINN kl. 5:50 B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDERFUL.. kl. 1:40 - 3:50 LEYFÐ ALVIN OG ÍKORNARNIR kl. 1:40 LEYFÐ THE GAME PLAN kl. 3:40 LEYFÐ SÝND Á SELFOSSI eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 eeee - G. H., FBL eeeee -S.M.E., Mannlíf SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL STEP UP 2 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 2 - 4 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ MEET THE SPARTANS kl. 6 LEYFÐ TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 2 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK BÍÓUNUM ÁFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í KEFLAVÍK AUGLÝSINGAHERFERÐ Stökkvarans lofar einhvers konar samblöndu af Matrix- og Bourne- myndaröðunum en óhætt er að full- yrða að myndin stendur engan veg- inn undir slíkum samanburði. Tengslin við þessar vinsælu fram- haldsseríur eru heldur ekki skýr. Leikstjóri Stökkvarans, Doug Lim- an, leikstýrði að vísu fyrstu Bourne-myndinni (og þeirri sístu hingað til) og líkt og njósnara- myndin fjallar þessi nýi vísinda- tryllir um ungan mann sem á auð- velt með að láta sig hverfa. Hann eyðir líka stórum hluta myndarinnar á flótta undan dul- arfullum en valdamiklum sam- tökum en það kann að minna bæði á Bourne og gamla góða Neo úr Matrix-myndunum. En þar sleppir líka samanburðarmöguleikum myndanna. Stökkvarinn er byggður vísindaskáldsögu eftir Steven Gould frá árinu 1992 og ljóst er að aðstandendur kvikmyndarinnar hafa séð framhaldsmyndaröð í hill- ingum því flestum spurningum er látið ósvarað og stærstur hluti myndarinnar gengur í raun út á að leggja upp sögufléttur fyrir næstu mynd. Of sterkt er reyndar tekið til orða þegar talað er um „sögu- fléttur“, því frásögnin ræður varla við að skapa samfellu nægilega lengi til að kynna persónurnar til sögunnar, hvað þá að skapa sögu- þráð í eiginlegum skilningi orðsins. David, aðalsöguhetjan, er gæddur þeim sérstaka hæfileika að geta varpað sér á milli staða hvar sem er í heiminum á augabragði en hann er ekki einn um að búa yfir slíkri hæfni. Af einhverjum óút- skýrðum ástæðum eru til samtök sem eiga sér það að markmiði að útrýma slíkum „stökkvurum“ og í forsvari fyrir þau er Samuel L. Jackson. Myndin fjallar síðan um hvernig David lærir að njóta stökktækninnar og hvernig Jackson reynir að hafa uppi á honum. Sam- keppnin virðist hins vegar fljótlega fara að snúast um það hvort Hay- den Christensen eða Samuel L. Jackson tekst að framkalla lélegri leiktilþrif í rás myndarinnar, og í raun koma þeir út nokkuð jafnir. Jackson er hjakkar hér í því fari sem hann festist í fyrir margt löngu, þ.e. hann er orðinn skrípa- mynd af sjálfum sér, og Christen- sen staðfestir það endanlega að hann er eitt leikhæfileikasnauðasta ungstirni Hollywood um þessar mundir. Með tvo slíka dragbíta í farteskinu þyrfti myndin heldur betur að standa fyrir sínu á öðrum sviðum en það gerir hún engan veginn. Hasaratriði eru fremur ruglingsleg en spennandi, tækni- brellur eru flestar þunglamalegar og eini ljósi punkturinn er Jamie Bell (sem sumir kannast við sem Billy Elliot) í aukahlutverki, en hann stelur þeim senum sem hann kemur fram í. Hoppað um víða veröld KVIKMYND Smárabíó, Laugarásbíó, Regn- boginn, Borgarbíó, Sambíóin í Kringlunni og Keflavík Leikstjórn: Doug Liman. Aðalhlutverk: Hayden Christensen, Rachel Bilson, Samuel L. Jackson, Jamie Bell. Bandarík- in, 125 mín. Stökkvarinn (Jumper) bmnnn Misjafnir „Christensen staðfestir það endanlega að hann er eitt leik- hæfileikasnauðasta ungstirni Hollywood […] eini ljósi punkt- urinn er Jamie Bell,“ segir í dómi. Heiða Jóhannsdóttir UMBOÐSMAÐUR hljómsveit- arinnar Coldplay, Dave Holmes, segir væntanlega plötu sveit- arinnar vera þá bestu til þessa og hreint stórkostlega. Slík ummæli frá umboðsmanni ættu svo sem ekki að koma neinum á óvart þar sem það er honum í hag að sveitin geri sífellt betri plötur. Það sem er óvenjulegra eru um- mæli söngvarans Chris Martin um aðkomu dávalds. „Stundum þarf maður á dávaldi að halda til að öðl- ast þann kjark sem þarf til,“ sagði Martin um vinnuna við nýju plötuna á dögunum. Platan er sú fjórða frá sveitinni og hefur enn ekki verið nefnd. Martin nefnir einnig hljóm- sveitirnar Rammstein og Tin- ariwen sem áhrifavalda. Þeir sem þekkja til tónlistar Coldplay vita þó að hún á lítið sameiginlegt með Rammstein. Coldplay í dáleiðslu? Árvakur/Jim Smart Ný plata Chris Martin í Coldplay. Í frétt um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í blaðinu í gær stóð að hljómsveitin Hjaltalín hefði fengið fjórar tilnefningar. Þær eru hins vegar fimm og er beðist af- sökunar á þessum mistökum. Leiðrétting
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.