Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 72

Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 72
„Sláandi fyndin pólitísk mynd“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands valdi mynd Eggerts Jó- hannessonar, sem starfað hefur á Morgunblaðinu, mynd ársins. Árleg sýning félagsins var opnuð í gær í Gerðarsafni. Myndin sýnir Gunnar I. Birgisson bæj- arstjóra gleðjast á sextugsafmæli sínu í Glaðheimum, reiðhöll Gusts í Kópavogi. Í áliti dómnefndar segir að myndin skemmti ekki bara áhorfandanum heldur veki spurningar. „Fyndnar myndir eru ekki á hverju strái og sláandi pólitísk fyndin mynd er enn sjaldgæfari.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra opnaði sýninguna. Árvakur/Eggert Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands opnuð SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 0°C | Kaldast -6°C Norðan 8-13 metr- ar á sekúndu við norðvesturströndina en hægviðri og þurrt annars staðar. » 8 ÞETTA HELST» Lausn vandans?  Forsætisráðherra telur að stór- framkvæmdir gætu verið heppilegar fyrir þjóðarbúið. » Forsíða Mikill tekjumissir  Fjöldi sjómanna verður að end- urmeta stöðu sína vegna veiðibanns- ins. » 2 Kostnaður eykst  Sértekjur Landspítalans jukust um 15% á síðasta ári. Þátttaka sjúk- linga í kostnaði hefur aukist sam- hliða. » 4 Krefjast rannsóknar  Kumbaravogsbörn óttast að mál- um heimilisins verði sópað undir teppið. Bent er á að fyrir liggi játn- ing um kynferðisbrot. » 2 Endurskipulagning  Hugmyndir eru uppi um að á Kópavogstúni rísi um 1.000 íbúa byggð. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Valdatilfærsla Forystugreinar: Viðurkenning Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Ho ho ho, we say hello Serbia UMRÆÐAN» Kostnaðarauki vegna kjarasamninga Minni verðbólga í stað launahækkana Póstmenn semja Aflaverðmæti 75,3 milljarðar króna „Svo lengi lærir sem lifir“ Aðgangur að refsidómum Að sitja við sama borð Flugvallarkostir ATVINNA » FÓLK» Winehouse olli skemmd- um á hótelherbergi. » 64 Vefsíða áhuga- manna um Hayao Miyazaki, einn fremsta teikni- myndahöfund heims nú um stundir. » 65 VEFSÍÐA VIKUNNAR» List Hayao Miyazaki LEIKLIST» Vampíra drekkur blóð menntskælinga. » 67 KVIKMYNDIR» There Will Be Blood fær fjórar stjörnur. » 66 Hljómsveitin Helio Sequence hefur þroskast mikið, Brandon Summers og Benjamin Weikel hafa þroskast. » 68 Helio Sequence TÓNLIST Á SUNNUDEGI» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Örlagaríkur kakkalakki 2. Alsæl með stóru brjóstin 3. Flugmaðurinn 66 ára 4. Fleiri starfslokasamningar … MAGNÚS Sig- urðsson hefur tekið saman heimilda- og orðasafn um hesta og hesta- mennsku. Í samtali við Freystein Jó- hannsson segir Magnús, að þegar hann kom heim frá Þýzkalandi 1965, úr framhalds- námi í læknisfræði og starfi á sjúkrahúsi, hafi hann talað fyrir því að unnið yrði að orðasöfnun á sviði hestamennskunnar, en eng- inn tók við sér og því hófst Magn- ús sjálfur handa, þegar læknisár- um hans lauk við sjötugt. Og hann lagði stund á háskólanám til þess að vera betur í stakk búinn við orðasafnið. Hann byrjaði á því að orðtaka íslenzkar orðabækur, svo annað efni um íslenzka hestinn og loks útlenzkar bækur líka. Uppfletti- orðin hefur hann þýtt á sænsku, ensku og þýzku. Magnús segist ekki hafa tölu á uppflettiorðunum, en hann sjái fyrir sér bók upp á um 1.000 blað- síður, þegar af henni verður. Í safninu eru ekki einasta orð og orðaskýringar, heldur líka gátur, málshættir, vísur og stuttar frá- sagnir; allt tengt hestum og hesta- mennsku. Með þessu verki vill Magnús efla hestamennskuna í landinu og bíður þess því með óþreyju að fá útgefanda að verkinu. | 34 Orðfákur með öllum tygjum Orðasafn um hesta og hestamennsku BANDARÍSKI hljóðmaðurinn Mark Berger hefur unnið hljóð í kvikmynd- um á borð við The Godfather II, Gaukshreiðrið, Apocalypse Now!, Amadeus, Blue Velvet, The English Patient, The Royal Tennenbaums og Munich og hlotið fern Óskarsverð- laun á ferlinum. Berger sat í dóm- nefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðar- innar The Northern Wave Film festival sem fór fram í Grundarfirði um helgina og lýkur í dag. Berger segir frá því í viðtali í Morgunblaðinu í dag að hann hafi fengið boð frá Dögg Mósesdóttur, skipuleggjanda hátíðarinnar, sem er tengdadóttir góðrar vinkonu hans, um að vera í dómnefndinni og ákvað að slá til þegar hann áttaði sig á því hversu nálægt Snæfellsjökli Grund- arfjörður væri. Þegar boðið kom var Berger einmitt að vinna hljóð fyrir kvikmynd sem byggist á skáldsögu Jules Verne, Leyndardómar Snæ- fellsjökuls og heitir Journey to the Center of the Earth 3D. Íslenska leikkonan Anita Briem fer með eitt aðalhlutverka í þeirri mynd. Berger hefur komið víða við á löngum ferli, ætl- aði að verða sál- fræðingur en fór að vinna við heim- ildarmyndagerð, m.a. í Afríku, Alaska og víða um Bandaríkin. Þegar Berger sneri aft- ur frá Kúbu, þar sem hann hafði unn- ið hljóð við heimildarmynd um Fidel Castro, var honum boðið að sjá um hljóðsetningu atriða sem gerast á Kúbu í Godfather II, annarri mynd þríleiksins um Guðföðurinn. Berger líkir því við ævintýrið um Öskubusku að taka við Óskarsverðlaunum og segir mikilvægast að þakka eiginkonunni fyrir í þakkarræðu, annars hefði hann allt eins getað sleppt því að fara heim að athöfn lok- inni. | 62-63 Óskarsverðlaunahafi undir Jökli  Mark Berger hljóðmaður hefur hlotið fern Óskarsverðlaun Hann sat í dóm- nefnd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Grundarfirði um helgina og flutti erindi Mark Berger

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.