Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 80. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Morgunblaðið/RAX Gleðilega páska SVERRIR Guðnason leikur ungan sósíal- demókrata á uppleið í sjónvarpsþáttaröðinni Konungsmorðinu, eða Kungsmordet, sem sænska ríkis- sjónvarpið sýnir um þessar mundir og gerð er eftir sögu spennusagnahöfund- arins Hanne-Vibeke Holst. Sjálfur hefur Sverrir verið á upp- leið á leiklistarbraut- inni í Svíþjóð í mörg ár en hann fluttist þangað með fjöl- skyldu sinni árið 1990, þegar hann var 12 ára. Fyrstu spor sín steig hann á leikhúsfjölunum sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur í Ljósi heimsins í Borgarleikhúsinu árið 1989. Hann kveðst æ síðan hafa haft Ljósvíkinginn svolítið „í sér“. Sverrir var í öðrum bekk í menntaskóla þegar hann tók þátt í vinnu með leikhópi sem ferðaðist um og ári síðar fór hann að vinna í leikhúsinu Replika hjá Pólverjanum Jurek Sawa sem hann telur læriföður sinn í leiklistinni. Eftir margra ára starf hjá Sawa fékk Sverrir hlutverk í bíómyndum og sjónvarpi. Fyrsta aðalhlutverkið var í sjónvarpsmynd hjá sænska sjónvarpinu, Jesus lever, eftir handriti Stigs Larssons. Þar lék Sverrir prestsson í uppreisn en hann segist jöfnum höndum fá hlutverk góða gæjans, dópistans eða unga mannsins á leið í ræsið. „En ég fæ alltaf ólík hlutverk sitt á hvað. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. Vegna vinnu við sjónvarp og bíómyndir hefur Sverrir ekki leikið í leikhúsi um hríð eða þar til nú að hann fer með hlutverk í Storstadsljus eftir Howard Corder í borg- arleikhúsinu í Gautaborg. Með Ljós- víkinginn í farteskinu Íslendingur í sænskum sjónvarpsþáttum, kvik- myndum og leikritum Góði gæinn Sverrir Guðnason í hlutverki sínu í Storstadsljus.  Góði gæinn | 26 Mikil hernaðaruppbygging er í Kína og fáum dylst að áherslan er á að efla varnir landsins hratt og örugglega og gera herinn í stakk búinn til að heyja hátæknistríð. Ú́tgjöld Kínverja til hermála aukast Átta umferðir eru óleiknar í ensku úrvalsdeildinni og munu toppliðin fjögur; Liverpool, Manchester Unit- ed, Arsenal og Chelsea kljást inn- byrðis á páskadag. Uppgjör fjögurra efstu liðanna Fyrirtæki hjónanna Martins Clunes og Philippu Braithwaite framleiðir þættina um skapstygga lækninn doktor Martin, sem kann lítið í mannlegum samskiptum. Martin læknir ekki hættur VIKUSPEGILL Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ÁSKRIFENDUM fjölgar enn að tölvuleiknum EVE Online, 230 þúsund eru fastir áskrifendur og 50 þúsund til viðbótar með prufuáskrift. Ekkert lát virðist því á vinsældum leiksins, sem stofnað var til fyrir fimm árum, og CCP er komið langt frá upphafinu á lítilli skrifstofu við Klapparstíg. „Þetta hefur breyst hratt á ótrúlega skömm- um tíma,“ segir Hilmar. „Samt hefur þetta ver- ið lengi að líða, svona þegar maður er með nefið ofan í þessu. En ef maður lítur aðeins upp, þá áttar maður sig á því að á síðustu þremur árum hefur starfsmönnum fjölgað um 300.“ Fyrirtækið er með skrif- stofur í þremur löndum og þar mætast því ólíkir menn- ingarheimar, ekkert síður en í leiknum EVE Online. „Þetta er endalaust ströggl,“ segir Hilmar að- spurður um menningar- árekstra innan CCP, „en við vorum meðvituð um það frá byrjun og styrkleiki okkar felst fyrst og fremst í sam- setningu ólíkra sérfræðinga frá mismunandi menningarheimum. Við viljum hafa þetta eins fjölbreytt og hægt er, enda skilar það vöru sem höfðar til breiðari hóps.“ Gengisþróun hefur verið hagstæð fyrir CCP undanfarið, en tekjur félagsins eru að mestu í evrum og dollurum. En Hilmar Veigar Pét- ursson, forstjóri CCP, er þó ekki ánægður með gjaldmiðilinn, sem hann segir ekki hægt að reiða sig á. „Ég hef haldið því fram að gengi krónunnar hafi verið fullhátt síðustu 18 mánuði í sögulegu samhengi. Fyrirtækið hefur verið gírað á móti því, en nú er allt annað upp á ten- ingnum og endurstilla þarf reksturinn á móti því. Auðvitað væri öllum fyrir bestu ef gengið væri stöðugt gagnvart helstu viðskiptamynt- um. Þegar það er hoppandi út um allar trissur fýkur verðskyn manna út í veður og vind.“ Styrkur í fjölbreytileika  Starfsmönnum fjölgað um 300 á þremur árum  Ólíkir menningarheimar  Gengisþróun hagstæð upp á síðkastið en skortir stöðugleika  Hinn heimurinn | 10 Hilmar Veigar Pétursson Leikhúsin í landinu La Traviata >> 56 Magnaðar stundir í leikhúsinu SUNNUDAGUR KVÖL KENNEDY SAGA KENNEDY- SYSTRANNA FIMM GÆFAN LANGT UNDAN >> 24 AÐ VEGA MANN FREYSTEINN FÓR Á MANNAVEIÐAR SJÓNVARPSKRIMMI >> 28 MARGIR foreldrar láta allt of mik- ið eftir börnum sínum og eiga mik- inn þátt í vaxandi agavandamálum í grunnskólum Bretlands, segir í nýrri skýrslu sem unnin var af Cambridge-háskóla. Grunnskólaaldur í Bretlandi er 5- 11 ár. Fram kemur á vefsíðu The Guardian að kennarar eigi í erf- iðleikum með „lítinn en áberandi hóp“ nemenda sem tryllist ef þeir fái ekki vilja sínum framgengt, mæti örþreyttir í skólann eftir að hafa vakað allt of lengi og æ al- gengara sé að foreldrar slíkra barna séu „árásargjarnir“ og standi undantekningalaust með barninu. Stundum grípi foreldr- arnir til ofbeldis gegn kennurum. Haft er eftir kennurum að sumir „sveigjanlegir“ foreldrar við- urkenni að þeir láti of mikið eftir börnunum, oft til að halda friðinn eða þá vegna þess að þeir hafa gef- ist upp á að finna nothæfa hvatn- ingu eða refsingu sem virkar. Foreldrar barnanna oft til vandræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.