Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRÍR karlar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Reykjavík eða til 28. mars næstkomandi, en þeir eru grunaðir um að hafa beitt sprautunálum við þrjú rán og eina ránstilraun í Breiðholti undanfarna daga. Ránin og ránstilraunin áttu sér stað frá miðvikudegi til föstudags og var sömu aðferð beitt í öllum tilvik- um. Sprautunál var veifað framan í fólk og því sagt að án samvinnu yrði það smitað lifrarbólgu C. Fyrsta ránið var í söluturni í Eddufelli á miðvikudagskvöld, en þá komst maður á brott með peninga úr kassa. Í hádeginu á fimmtudag var sölu- turn við Iðufell rændur og sama dag var reynt að ræna konu sem var að taka út peninga í hraðbanka í hverf- inu, en ræninginn varð frá að hverfa vegna viðbragða konunnar. Skömmu fyrir hádegi á föstudag var síðan rán í bensínstöð Skeljungs við Æsufell og tóku þrír menn þátt í því. Mennirnir voru handteknir á heimili eins þeirra í Breiðholti á föstudag og voru þeir í annarlegu ástandi. Við húsleit fannst ránsfeng- ur og að sögn lögreglu bendir margt til þess að mennirnir séu viðriðnir öll málin, en þeir eru á tvítugs-, þrítugs- og fertugsaldri. Þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir rán Grunaðir um rán og ránstilraun með sprautunálum Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðasti ránsstaðurinn Bensínstöð Skeljungs við Suðurfell í Breiðholti var viðkomustaður ræningja áður en þeir voru handteknir á föstudag. FIMM fíkniefnamál komu upp við eftirlit fíkniefnalögreglu á skemmti- stöðum í miðborg Reykjavíkur sl. miðvikudagskvöld og voru tveir karl- ar frá Litháen handteknir með óverulegt magn af fíkniefnum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðins er um sömu menn að ræða og voru ákærðir fyrir að ráðast á lög- reglu fyrr á árinu, en Héraðsdómur dæmdi annan þessara manna í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og sýknaði hinn sem og þriðja manninn. Að sögn lögreglu voru mennirnir eingöngu með neysluskammta og eru þeir ekki grunaðir um sölu efn- anna. 11. janúar voru fjórir óeinkennis- klæddir lögreglumenn við fíkniefna- eftirlit á Laugaveginum og höfðu af- skipti af tveimur körlum og einni konu. Í kjölfarið réðust fimm aðrir menn á lögreglumennina og voru þrír þeirra handteknir, en síðar var einn sakfelldur í Héraðsdómi. Litháarnir handtekn- ir enn á ný Nú með fíkniefni í miðborg Reykjavíkur KONAN sem lést í umferðarslysi í Hafnarfirði á þriðjudaginn hét Anna Guðrún Antonsdóttir, til heimilis á Álfaskeiði 64 í Hafn- arfirði. Hún var 72 ára gömul, fædd 17. júlí 1935. Anna Guðrún ók fólksbifreið sem lenti í árekstri við stóran jeppa á mótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauns í Hafnarfirði á öðr- um tímanum eftir hádegi sl. þriðju- dag. Lést í um- ferðarslysi ÓLÖF Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, lést 20. mars á Grensási, endur- hæfingardeild LSH. Ólöf slasaðist alvarlega og lamaðist frá hálsi í september 2006. Þrátt fyrir þennan alvarlega áverka náði hún undra- verðum árangri á Grensási. Hún fékk því komið til leiðar að Ísland varð fyrsta land í Evr- ópu sem reyndi banda- ríska aðferð við raf- örvun þindar í stað öndunarvélar. Þessi nýjung hefur nú hlotið viðurkenningu í öðrum Evr- ópulöndum. Ólöf tókst á við fötlun sína með mikilli reisn. Hún nýtti alla tækni sem í boði er og var óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hafði um ára- bil lært myndlist og málað í frístund- um. Á Grensási hélt hún því áfram og málaði nú með munnin- um og náði á skömmum tíma góðum tökum á þeirri aðferð. Ólöf fæddist í París 8. júlí 1948. Foreldrar hennar voru Marta Thors og Pétur Bene- diktsson, sendiherra og bankastjóri. Ólöf lauk embættisprófi í lög- fræði 1975. Hún starf- aði um árabil í dóms- málaráðuneytinu, var fulltrúi sýslumanns í Kópavogi um skeið en síðar héraðsdómari og dómstjóri í Héraðsdómi Reykjaness til dánardags. Ólöf var virk í fé- lagsstörfum lögfræðinga og dómara og gegndi mörgum trúnaðarstörfum, ekki síst í þágu kvenna og barna. Ólöf giftist Friðriki Pálssyni fram- kvæmdastjóra. Dætur þeirra eru Marta María og Ingibjörg Guðný. JÓNÍNA Sigríður Gísladóttir, ekkja Pálma Jónssonar í Hagkaupum, andaðist á St. Jósefs-spítalanum í Hafnarfirði 18. mars síðastliðinn. Jónína fæddist í Reykjavík 8. desember 1921 og ólst upp á Hörðuvöllum í Hafnar- firði, dóttir Sigurðar Gísla Sigurðssonar sjó- manns, sem fórst með síðutogaranum Sviða árið 1941, og Lilju Guð- mundsdóttur, sem lést þegar Jónína var fimm ára gömul. Hún var elst þriggja alsystra og tveggja hálfsystra. Jónína stundaði verslunarstörf og dvaldist í París í eitt ár þar sem hún stundaði frönsku- og enskunám en helgaði fullorðinsár sín eigin- manni og börnum. Auk þess var hún mikill list- unnandi, stundaði garðrækt og hesta- mennsku ásamt því að láta heilbrigðismál sig miklu varða. Í gegnum Gjafa- og styrktarsjóð Jónínu S. Gísladóttur gerðist hún einn helsti velgjörðar- maður hjartadeildar Landspítalans og studdi deildina af myndarskap með peningagjöfum til tækjakaupa. Jónínu og Pálma varð fjögurra barna auðið, tólf barnabarna og tveggja barnabarnabarna. Andlát Jónína Sigríður Gísladóttir fjarðarganga haustið 2006, en áætl- að er að verkinu ljúki í desember 2009. Göngin eru í tvennu lagi, 3,7 km frá Siglufirði til Héðinsfjarðar og svo 6,9 km frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar. Þá verða steyptir veg- skálar við gangamunna, en alls verða göngin um 11 kílómetrar að lengd. „Siglufjarðargengið“ mun að loknum frágangi hefjast handa við að sprengja sig á móti vinnuflokkn- um sem er á leiðinni frá Ólafsfirði. um hvernig þetta fer svona í bláend- ann, það fer alveg eftir hvernig bergið er á þessum síðustu metr- um,“ sagði hann en það gekk síðan eins og í sögu. Hafist var handa við gerð Héðins- HÉÐINSFJÖRÐUR birtist tékk- nesku bormönnunum hjá verktaka- fyrirtækinu Metrostrav seint að kvöldi föstudagsins langa en þeir vinna að gerð ganganna frá Siglu- firði út í Héðinsfjörð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag- inn náðist sá merki áfangi á mið- vikudagskvöldið að boraðar voru tvær holur í gegnum bergið og til Héðinsfjarðar en á föstudaginn bættu Tékkarnir sem sagt um betur. Þá átti aðeins eftir að sprengja 22 metra. Gert var ráð fyrir því að það tæki nokkra daga en þeir komust alla leið á föstudagskvöldið og við þeim blasti þá fögur sjón eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Björn A. Harðarson, sem hefur umsjón og eftirlit með fram- kvæmdum fyrir hönd Vegagerð- arinnar í Héðinsfjarðargöngum, sagði á miðvikudagskvöldið að fara yrði varlega síðustu metrana. „Við höfum aldrei áður haft þennan hátt- inn á, við komum bara beint út í hlíð í eyðifirði. Áður hafa menn unnið verkið báðum megin frá og því kom- ið hver á móti öðrum og þannig haft eitthvað til að miða við,“ sagði Björn þá. „Það er nokkur óvissa ríkjandi Ekki dóna- leg sýn út í Héðinsfjörð Ljósmynd/Eduard Straka Ólöf Pétursdóttir ♦♦♦ FJÖLMENNI var í Hallgrímskirkju föstudaginn langa þegar Pass- íusálmar Hallgríms Péturssonar voru fluttir, en flutningur þeirra tók á sjöttu klukkustund. Þetta árið var flutningurinn í höndum félaga úr Mótettukórnum sem lásu og sungu sálmana. Í huga margra eru Passíusálmarnir órjúfanlegur hluti af páskahaldinu. Hallgrímur lauk við að semja sálmana 1659 og gaf þá Ragnheiði biskupsdóttur árið 1661. Morgunblaðið/Árni Sæberg Passíusálm- ar í Hall- grímskirkju ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.