Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 57 NORDISK HØJSKOLE Fuldtidskurser på 5 - 9 måneder Halve fripladser tilbydes elever fra Island. • Journalistik • Nordisk Horisont • Teater • Viselinjen Adgangskrav: studenter-, HF-eksamen eller lign. NORDISKA FOLKHÖGSKOLAN Olof Palmes väg 1, 44231 Kungälv, Sverige +46 303 20 62 00 • info@nordiska.fhsk.se www.nordiska.fhsk.se Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í hjartalækningum og lyflækningum hefur opnað læknastofu í húsi Lækningar að Lágmúla 5, Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9-16 í síma 590 9200. Netfang: gisli.jonsson@laekning.is www. laekning.is FRUMRAUN Celestine lofar góðu fyrir íslenskt þungarokk og harð- kjarna því At The Borders Of Arcadia er kröftug, frjó og fanta- góð. Þó er platan ekki löng og best að flokka sem stuttskífu en á henni eru aðeins sex lög leikin á tuttugu og fimm mínútum. Lengd plötunnar kemur hins vegar ekki að sök held- ur þvert á móti eflir hana, þéttir og herðir. Hér eru engir útidúrar eða uppfyllingarlög heldur kjarn- orkukraftur og markviss festa, full af myrkri og skuggum sem ein- kennir gjarnan hljóma síðmálmsins. Celestine-menn eru villtir og trylltir og eflaust engin leið að hemja þá enda hið besta mál, hér er mottóið: Öfgar göfga! Áhrifavaldar og samferðamenn Celestine eru sveitir á borð við Isis og Mes- huggah sem hafa markað djúp spor í sögu síðþungarokksins. Tilrauna- kenndir sveimandi gítarkaflar laga sig að kröftugum hljómagangi og naumhyggjulegum stíganda lag- anna. Kraftur og kyrrð eru þau andstæðu öfl sem Celestine byggir tónlist sína á og gerir vel. Rymjandi öskur í ætt við hið klassískan harð- kjarna- og dauðarokk er lýsandi fyrir gríðarleganöflugan söng Axels sem er trúverðugur og ekta í allri sinni angist ogörvæntingu. Lögin sex sem prýða skífuna mynda ákveðna heild, eru samhangandi óð- ur eyðileggingar og vonleysis, enda mynda lagatitlarnir setninguna „Despair and Witness the Ruins of God and Me“ (næstsíðasta lagið er þó án titils). Þegar öllu er á botninn hvolft eru herlegheitin trúverðug og sönn. Ekkert er gefið eftir og hljómur plötunnar, kraftur og áræðni nær að koma þeim tilfinn- ingum og tónum sem á henni búa vel til skila. Ég staðfesti það hér með að Cel- estine hefur tekist að senda frá sér fábæra plötu sem aðdáendur fram- sækins þungamálms ættu ekki að láta framhjá sér fara. Kjarnorkukraftur TÓNLIST Geisladiskur Celestine – At The Borders Of Arcadia bbbbn Morgunblaðið/Golli Celestine Ein þyngsta dauðarokksveit sem fram hefur komið á Íslandi í langan tíma og afbragðsgóð að mati gagnrýnanda. Jóhann Ágúst Jóhannsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ORIT Greenberg hefur höfðað mál á hendur fyrirtækinu sem fram- leiðir spjallþætti Opruh Winfrey, Harpo, vegna meiðsla sem hún seg- ist hafa hlotið við það að reyna að fá sér sæti í sjónvarpssal fyrir upp- töku á einum þátta Winfrey árið 2006. Mikið óðagot mun hafa verið á gestum og þeir troðið hver öðrum um tær. Greenberg fer fram á 50.000 doll- ara skaðabætur og segir að sér hafi verið hrint niður tröppur í látunum. Harpo hafi átt að hafa hemil á gest- unum og koma í veg fyrir slys. Oprah Mikið gengur á fyrir tökur. Kært vegna óðagots NÝJASTA kvik- myndin um James Bond, Quantum of Sol- ace, verður frumsýnd fyrr en áætlað var eða 31. október. Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu í liðinni viku en myndin er sú 22. um njósn- ara hennar hátignar og önnur myndin með Daniel Craig í hlut- verki naglans. Fyrri frumsýning- ardagur var 7. nóvember en nú hef- ur frumsýningu verið flýtt um viku. Þetta hljóta að vera gleðifréttir fyr- ir Bond-aðdáendur og spurning hvort frumsýning myndarinnar hér á landi verður fyrr en ætlað var einnig. Handrit myndarinnar er unnið upp úr smásögu Ians Flem- ings sem ber sama nafn og myndin. Tökum á myndinni er lokið í Pan- ama og Bandaríkjunum en tökur hófust í janúar sl. Einnig verður tekið upp í Chile, Austurríki og á Ítalíu. Að þessu sinni leitar Bond mannsins sem bar ábyrgð á dauða unnustu hans í síðustu mynd. Frumsýnd í október Olga Kurylenko Bond-stúlka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.