Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 31

Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 31
sjónspegill MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 31 VISSIR ÞÚ … AÐ VILDARKORTSHAFAR VISA OG ICELANDAIR FÁ REGLULEGA SEND GLÆSILEG FERÐATILBOÐ? WW W.V ILDARKLUBBUR.IS Vildarklúbbur WWW.VILDARKLUBBU R.IS ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41526 03 /08 HJÁ VILDARFYRIRTÆKJUM VISA OG ICELANDAIR Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair safna Vildarpunktum hraðar með því að beina viðskiptum sínum til Vildarfyrirtækja Vildarklúbbsins. Frá 17. mars til 1. apríl fá þeir tvöfaldan afslátt í formi Vildarpunkta þegar þeir greiða með kortinu sínu. Meðal Vildarfyrirtækjanna eru: OLÍS, um allt land ÓB, um allt land SÓLNING, Smiðjuvegi 32—34 SÓLNING, Fitjabraut 12, Njarðvík SÓLNING, Austurvegi 58, Selfossi BARÐINN, Skútuvogi 2 TVÖFALDIR VILDAR- PUNKTAR TIL 1. APRÍL Þ að var vissulega hárrétt sem Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari í skák, lét hafa eftir sér í íslensk- um fjölmiðlum á dögunum, að tölvan væri að eyðileggja klass- ísku skákina. Þetta er nú einmitt það sem við gamlir skákmenn höfum verið að ræða um, andrúmið í kringum skákina gjörbreytt. Er- um þó á engan hátt að vega að tölvunni sem slíkri og hún hefur skapað nýja dægrastytt- ingu í taflmennsku sem jafnframt er nytsöm þjálfun fyrir alla skákmenn svo hér ber að fara varlega í sakirnar með allar fullyrðingar. En hitt er óumdeilt að tölvan stendur nú þeg- ar jafnfætis bestu skákmönnum, jafnvel heimsmeistaranum, og til hvers að keppa þegar hún sjálf verður eftir nokkur ár án nokkurs vafa ókrýndur heimsmeistari um ár og eilífð? Pakkar þeim bestu saman eins og að drekka vatn enda stöðugt verið að mata hana með nýjum leikjum og afbrigðum. Ein- hvers staðar hlýtur botninn að leynast en það er ekki á færi mannsheilans að ná svo langt, til þess er hann of takmarkaður. En það vita menn, að þegar ímyndunarafl mannsins finn- ur leik í afbrigði sem tölvan hefur ekki enn á skrá hrynur kerfið og þá verður eftirleik- urinn auðveldur. Svipað gerist þegar skák- manni verður á alvarlegur fingurbrjótur og tapar kolunni skák en allir slysast einhvern tíma í þá fúlu aðstöðu, jafnvel þeir bestu sbr. hraðskákina þegar sjálfur Kasparov lék af sér drottningu fyrir ekki neitt! Tölvan er nú þegar komin inn í skáksalina og aðstoðarmennirnir á fullu að nýta sér hana svo taflið er ekki lengur alfarið tveir mennsk- ir andar sem kljást og þetta gefur einnig meiri möguleika á svindli eins og fram hefur komið og deilur hafa vaknað. Það má þannig gera ráð fyrir að skákin eigi enn eftir að breytast í framtíðinni og best færi á því að keppendur mættu á skákmót án aðstoð- armanna úr röðum stórmeistara og fjöldi annarra til hliðar takmarkaður. Skákin er í sjálfu sér stórkostleg þjálfun heilans, temur bæði þolinmæði og skerpu iðkenda sinna en um leið geta hinir sömu orðið svo alteknir að hún verði ígildi vímuefna og er þá til viðbótar einstakur tímaþjófur. Útiloka þarf öll utanaðkomandi inngrip,dagskipan, svindl og kaupmennskuum einstakar skákir. Eitt mesta áfall sem dunið hefur yfir skák- heiminn eru nýjar upplýs- ingar sem herma að Sovétstjórnin hafi skipað Paul Ker- es at tapa sex sinnum fyrir Bootvinnik á heimsmeistaramóti. Keres var ekki hreinræktaður Rússi heldur Eistlend- ingur en það mun Bootvinnik hafa verið. Ker- es var að mínu mati engu síðri en Bootvinnik, og mun skemmtilegri skákmaður, þótt jafnan yrði hann að láta sér nægja annað sætið. Væntanlega muna einhverjir eftir fárinu í kringum Karpov og Kasparov þá ljóst var að sá síðarnefndi væri að snúa gæfunni sér í vil og gæti líkast til haft betur. Öll slík siðlaus íhlutun grefur undan trúverðugleika afreks- mennsku í andlegum átökum ekki síður en líkamlegum. Hér er við hæfi að minnast eins frægasta og sannasta íþróttamanns 20. ald- arinnar, þolhlauparans Paavo Nurmi, sem lét svo ummælt á efri árum að íþróttirnar væru á glapstigum fyrir svindl, plott og óheið- arleika … Ég dreg þetta fram vegna þess að þetta á allt eins við í sjónlistum, vegið hefur verið stíft að klassískum gildum á undanförnum áratugum, þau ómerkt til að lyfta undir hvers konar fár í listheiminum sprottið af athygl- isfíkn og í ábataskyni. Hinn mikli málari og brautryðjandi núviðhorfa Paul Cézanne, sagði eitt sinn að hann málaði fyrir listina en ekki idjóta og ekki hægt að orða það á hreinskiln- ari hátt. Aðallega hefur þetta bitnað á málverk-inu, ekki síst hinu óhlutlæga en þóhelst að það hefur þrengt að mennt- unargrunni ungra í listaskólum. Átakanleg á seinni tímum er fáfræði þeirra á því sem ger- ist utan menntastofnana, þar sem helst er verið að sækjast eftir gráðum, og á einnig við um almennar skólastofnanir og hausverkur víða um álfuna. Það er ekki leitast við að vekja áhuga á hlutunum allt um kring og hvetja til sjálfstæðrar skoðanamyndunar, nei hér skal miðstýrt hópefli ráða ásamt dag- skipan lærimeistaranna. Ráðist hefur verið að grunnmálum myndlistarinnar, sem þó eru fullkomlega saklaus um annað en að hafa ver- ið undirstaða allra framfara frá árdögum. Þetta er ekki alveg nýtt því fyrir hundrað ár- um þrumaði Matisse yfir nemendum sínum; að sá undirstöðulærdómur hafi aldrei skaðað nokkurn mann. Allir nemendur hans vildu feta í fótspor meistarans nema helst Jón Stefánsson sem var altekinn af byggingarlög- málum málverksins eins og Cézanne túlkaði þau. Sjálfur hafði hinn mikli nýskapari eft- irgert, þ.e. „kópierað“, Rafael, Chardin, Po- ussin og nokkra Hollendinga. Matisse hafði verið hafnað inn í Fagurlistaskólann í París en fékk inni í einkaskóla Gustave Moreau, eins af frumkvöðlum táknsæisins, sem vissi hvað hann söng um listupp- eldi. Athyglisvert og gef- ur augaleið, að Matisse, þessi mikil meistari litasambanda, var enginn sérstakur litafræð- ingur heldur fór eftir innsæinu hverju sinni en mjög þjálfuðu og skynrænu innsæi. Hann gafst upp og lokaði skóla sínum eftir fáein ár vegna þess að hann vildi ekki útunga hlið- stæðum sínum í stórum stíl en það er nú ein- mitt það sem menn eru að gera í dag, beina ungum á hina „einu og sönnu“ braut og fyrr- tast við ef einhver gagnrýnir störf þeirra og athafnir. Það er reynsla mín af kennslustörfum, að það eru helst hinir lakari sem vilja vinna sér hlutina létt og hafa allt á hornum sér, hlaupa í hvers konar hjálpartæki til hliðar ef þau eru fyrir hendi og láta vinna fyrir sig. Þetta tekst þeim síður í tónlistinni, um það er þátturinn Ameríkan Idol lifandi til vitnis. Hann er ein- stakt sjónspil um mannlega hegðun og atferli. Einkum er lifun að fylgjast með viðbrögðum dómara og samspili hinnar heillandi Paulu Abdul, sem lætur stjórnast af blóðheitum til- finningum og hins rökræna og miskunnarlitla Simons Covell. Abdul er mýktin en Covell harkan, félagi þeirra húmorinn og samanlagt er þetta kostulegur sjónleikur. Það eru ein- mitt ekki trúbadúrarnir, akrobatarnir né sprellið sem nýtur náðar þeirra, en gerendur af því tagi eiga það hins vegar sameiginlegt að vera hárvissir um að þeir séu næstu of- urstjörnur Bandaríkjanna. Hvorki hafa þeir raddir til þess né tónræna hæfileika, stökkva svo upp á nef sér er þeim er sagður sannleik- urinn – hinn fávísi veit alltaf betur! Það er svo allt annar handleggur að sjá þá bestu og hvernig þeir sætta sig við að falla út er líður á keppnina þótt það sé stórum meira mál og sárara. Óhjákvæmilega verður mér hugsað tilmyndlistarheimsins, hvar alls konarhliðarhopp eru orðin mikilvægari grunnmálunum, þau raunar troðin í svaðið og því miður með fulltingi þeirra sem síst skyldi. Hvers konar áhrifameðöl til hliðar tekin með í leikinn sem eiga ekkert skylt við hið upp- runalega hugtak sem formað var á end- urreisnartímabilinu og fagurfræðinni hafnað. Jafnvel þeirri fagurfræði sem felst í ljótleik- anum eins og Markús Árelíus keisari í Róm skilgreindi svo snilldarlega. Valtað er yfir handverkið en heimspeki og fyrirlestrar tekin við ásamt leikrænum tilburðum og hvers kon- ar hávaða, jafnvel ígildi þungarokks sem er ástmögur heyrnartækjaframleiðenda, svona líkt og dúnmjúkir sófar hnykklækna. Hollt að hugsa til þessa alls, nú þegar málverkið ferskt og sterkt er enn einu sinni risið úr öskustó. En málverkið í sjálfu sér dó aldrei þrátt fyrir harðar atlögur, ei heldur list Céz- annes eða Picassos, en sá var myrtur oftar nokkrum öðrum málara á síðustu öld en hef- ur aldrei verið meira lifandi né virtari en á seinni tímum og verk hans ár eftir ár meðal þeirra sem slegin eru hæsta verði á upp- boðum vestanhafs og austan. Þannig ekki alltaf mát, þótt sagt sé skák … Skák en þó ekki mát Faðir núlistar Paul Cézanne (Aix - en Pro- vense 1839, sama stað 1906) er iðulega nefnd- ur faðir núlista, enda varla meira en eitt skref frá honum til Picassos og kúbismans. Fleig var setning hans: „Af hverju mála fyrir ídjóta?“ Bragi Ásgeirsson Blómauppstilling meistarans Í tilefni páskanna er ekki úr vegi að ein yndisþokka- full ogfrábærilega vel máluð blómauppstill- ing meistarans fylgi þessum pistli. Sýning á verkum hans og myndhöggvarans Giacometti á Lousiana í Humlebæk um þessar mundir nýtur gífurlegrar aðsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.