Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 23 verkin verði enn ólíkari í framtíð- inni.“ Sverrir hefur ekki leikið í leik- húsi um hríð vegna verkefna í sjónvarpi og kvikmyndum. En núna leikur hann í borgarleikhús- inu í Gautaborg, í bandarísku nú- tímaverki, Lights eftir Howard Corder, sem gerist á Manhattan. Sverrir segir notalegt að ganga aftur inn í leikhúsheiminn eftir nokkurt hlé. „Það er mjög góð stemning í leikhúsinu í Gautaborg. Það er svo gott að koma inn á stofnun þar sem allir taka svo vel á móti manni og fer vel um mann. Maður kynnist líka öllum. Í kvikmynda- tökum koma leikarar oft bara á staðinn í 2-3 daga og eru kannski óöruggir svo það er erfiðara að kynnast fólki við þær aðstæður.“ Og hvað leikurðu í þessu verki í Gautaborg? „Ég er svona ungur drengur á leið í ræsið,“ segir Sverrir og hlær. Lærdómsríkur samanburður Sverrir hefur leikið í fjölda kvik- mynda og sjónvarpsmynda til þessa. En það verk sem hann kveðst hvað ánægðastur með hing- að til er sjónvarpsserían Upp til kamp. Hún var byggð á sögu- legum heimildum um þjóðfélags- hræringar og tíðaranda í Gauta- borg á árunum 1966-76. „Þar var ég að vinna með besta fólkinu í Svíþjóð,“ segir Sverrir. „Leikstjórinn, Mikael Marcimain, er ótrúlega klár og tökumaðurinn á heimsmælikvarða. Þeir vinna alltaf saman og eru mjög flinkir. Þessir þættir byggðu á ýmsum sögulegum atburðum í Gautaborg á þessum árum. Svo var vafið inn í söguna efni úr heimildarmyndum. Þarna var verið að loka slippnum í höfninni og vinsælum klúbbi og brutust út óeirðir vegna þess. Við hittum fullt af fólki sem sagði okk- ur frá þessum tíma og það var unnin mikil heimildavinna. Ég vona að þessir þættir verði ein- hvern tíma sýndir á Íslandi, þeir eru mjög góðir.“ En þarna settirðu þig inn í póli- tíska ólgu þess tíma, mótmæli og verkalýðsbaráttu. Hvernig er að bera þann tíma saman við tíð- arandann í dag og það unga fólk sem þú umgengst núna? „Það er mjög athyglisverður samanburður. Þetta var bara allt annar tími. Það er svo sem ým- islegt að gerast núna en allt í minni hópum. Það voru stærri hópar á þeim tíma sem voru að vinna að sama markmiði. Núna eru kannski miklu fleiri litlir hópar að vinna að alls kyns hlut- um en það er ekki sami stormur eins og var þegar rokkið kom og verið var að mótmæla alls kyns hlutum ’68-’70. Ég held að marga dreymi um að fá það aftur.“ Að fólk sé með sterkari mein- ingar, láti meira í sér heyra? „Einmitt.“ En ertu þá ekki búinn að læra og temja þér annars konar hluti en jafnaldrarnir sem þú um- gengst dags daglega? „Jú, jú. Í þessum þáttum þurfti ég til dæmis að temja mér að tala hægar. Fólk talaði hægar á þessum tíma, ég veit ekki af hverju. Þú sérð það bara á heim- ildarmyndum frá þeim tíma. Svo reykti það miklu meira. Maður þarf að kynna sér hvernig allt var hverju sinni og nýta sér það.“ Sverrir kveðst hafa verið van- ur að vinna meira út frá eðl- isávísun sem leikari fram að gerð þessara þátta. Við gerð þeirra hafi hann hins vegar þurft að temja sér önnur vinnubrögð. „Þá þurfti ég meira að vera með karakterinn á hreinu áður en tökur byrjuðu svo að hann væri réttur í hverri senu þar sem serían spannar 10 ár. Ég lék söngvara í rokkhljómsveit og þurfti að vita hvað var að gerast hjá honum hverju sinni.“ „Íslendingar eru brjálaðir!“ En þú hefur líka verið að vinna með þekktum sænskum leikurum af eldri kynslóðinni. Er það ekki athyglisverður kúltúr að kynnast? „Maður kynnist auðvitað voða mörgum leikurum og sífellt í nýju umhverfi. Ég hef til dæmis unnið mikið með Börje Alstedt sem var í Fanny og Alexander. Og Harriet Anderson og svo Reine Brynjolfsson.“ Hvernig hafa þessir eldri jaxl- ar tekið ungum kollega frá Ís- landi? „Mjög vel. Oft þegar maður vinnur með þessum eldri þá taka þeir mann að sér og hjálpa manni. Stundum þegar ég var yngri kom reyndar fyrir ef ég lék á móti eldri leikara að þegar hann var búinn að taka sitt skot í senu þá bara fór hann. Og ég þurfti kannski að leika á móti límbandi. Þá lærði ég að maður verður að setja kröfur. Ekki bara að taka svona hlutum brosandi. Maður lærir smám saman að segja já og nei. Án þess að vera með frekju.“ Nú eiga Svíar mun meiri og lengri hefð fyrir bæði kvik- myndagerð og gerð leikins sjón- varpsefnis en við. Hvernig er að komast í návígi við þessa hefð fyrir strák frá Íslandi eins og þig? „Það er bæði gott og vont. Stundum er allt gert í gamalli rútínu. Ég hef rekið áróður fyrir meiri æfingum fyrir kvikmynda- tökur í Svíþjóð. Enda oft miklu fleiri sem sjá sjónvarpsmyndir eða kvikmyndir en leiksýningar, áhorfendur geta hæglega verið 500 þúsund eða milljón. Samt er ekkert sérstaklega mikið æft áð- ur en tökur byrja. Ég held að tökur þurfi meiri undirbúnings- tíma. Það myndi hjálpa sænskum kvikmyndum mikið.“ En hefurðu lent í slíku? „Í Upp til kamp fengum við ágætis undirbúningstíma en síðan hittumst við þremur vikum fyrir tökur enda vildum við það. Okkur fannst það mikilvægt. Þetta varð líka á endanum meira en bara sjónvarpsmyndatökur, þetta varð meira eins og lífsstíll í fjóra mán- uði. Það var mjög sérstakt. En það borgaði sig. Þetta ætti að vera innbyggt í starf leikarans.“ Sverrir kveðst annars oft hafa lent í því, sér í lagi í leikhúsinu, að vera lengi að komast „inn í persónu“ sem hann eigi að leika. „Maður er alltaf að undirbúa sig og undirbúa en svo smellur persónan ekki saman fyrr en í lokin. Mér hefur stundum ekki staðið á sama. En svo kemur það allt saman á endanum. Kannski er þetta bara mín aðferð við að ná tökum á viðkomandi persónu.“ Nú hafa Íslendingar gaman af að rækta með sér fordóma um Svía. Hefurðu kynnst einhverju viðlíka hjá Svíum um Íslendinga? „Nei, alls ekki. Svíar virðast halda mikið upp á Íslendinga og Ísland. Ef þú segist vera Íslend- ingur í Svíþjóð finnst öllum það bara gaman og spennandi og þeir segjast ætla að koma til Íslands.“ En þú hefur unnið með nokkr- um sænskum leikurum sem hafa komið til Íslands og leikið í ís- lenskum kvikmyndum, fólki eins og Reine Brynjolfsson og líka Alexöndru Rapaport. Hvernig láta þau af þeirri reynslu? „Þegar maður talar við Svía sem hafa unnið á Íslandi segja þeir oft „Íslendingar eru brjál- aðir!“ Þeir tala mikið um það hvernig Íslendingar skemmti sér og þeim virðist finnast Íslend- ingar mjög skemmtilegir. Og svo- lítið bilaðir líka. Á góðan hátt. Ég hef annars fylgst aðeins með ís- lenskum kvikmyndum síðustu ár og mér finnst Íslendingar yfirleitt rosalega duglegir við að reyna sí- fellt eitthvað nýtt, bæði í tónlist og kvikmyndum. Það er eins og það sé allt í lagi að vera „listrænn og öðruvísi“ á Íslandi og reyna nýja hluti sem geta síðan heppn- ast alla vega. Það mætti stundum vera meira af því í Svíþjóð.“ Væri ríkari en ekki jafn hamingjusamur Sverrir býr allajafna í Stokk- hólmi. Hann á unnustu þar og tvö börn og vinahópurinn telur bæði fólk úr leikhús- og kvikmynda- geiranum og aðra. Hvað heldurðu að þú værir að gera ef þú hefðir ekki farið í leik- listina? „Ég væri örugglega mjög rík- ur.“ Af hverju heldurðu það? „Ég bara hef það á tilfinning- unni. En ég væri ekki jafn ham- ingjusamur. Það var reyndar allt- af sagt við mig þegar ég var yngri að ég ætti ekki að loka neinum dyrum, ég ætti að sjá til þess að geta valið þegar ég yrði eldri en ekki bara að kasta mér út í leiklistina. En einhvern veg- inn gat ég það aldrei.“ En með leiklistinni ertu kannski að rækta hliðar á þér sem þú hefðir ekki gert annars? „Já, örugglega. Ég er nátt- úrlega ekki dópisti. Og ég er ekki bara engill. En það er ágætt að fá að spreyta sig á því í hlutverkum að prófa hvort tveggja. Ég man að þegar mamma hafði séð annan þáttinn af Upp til kamp, þar sem ég fer alveg í ræsið þá hringdi hún strax og sagði „Ó, Guð, svona hefði getað farið fyrir þér!““ Og hefði það getað gert það? Ertu „ræsiskandídat“ í þér? „Ég held reyndar ekki. Ég hef alla vega aldrei fundið að ég hefði í alvöru tilhneigingu til að fara í ræsið.“ Aftur á leiksviðið Sverrir fyrir miðri mynd í leikritinu Storstadsljus (The Lights) sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í Gautaborg í síðustu viku. Persónan þróuð Sverrir markaður af reynslunni en persónan sem hann leikur í Upp til kamp eldist um tíu ár í þáttunum. »Mér fór að líða miklu betur í Svíþjóð eftir að ég byrjaði að leika. Í gaggó vissi ég ekki alveg hvað ég var að gera hér. Ég fór hægt í gegnum lífið og var ekkert sérstakt að gera, en með leik- listinni var ég kominn með markmið. Skáldið í farteskinu Sverrir sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur í Ljósi heimsins, opnunarsýningu Borg- arleikhússins 1989. Rokkuð hlutverk Sverrir fyrir miðri mynd sem rokksöngvarinn Tommy Berggren í þáttunum Upp til kamp. WWW.EBK.DK Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við kynnt þig fyrir þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Trine Lundgaard Olsen - farsími nr. +45 61 62 05 25 – netfang: tlo@ebk.dk – Anders Ingemann Jensen - farsími nr. +45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Vinsamlegast virðið tímaskráningu. OPIÐ HÚS – Sunnudaginn 30. mars kl. 13.00-16.00 Refsholt 10 í Hálsaskógi, Skorradal Komdu og kynnstu danskri hágæðaframleiðslu, orlofshúsum sem teiknuð eru af arkitektum og sniðin að óskum viðskiptavinarins sem og íslenskri veðráttu. Sort Søholm húsið er 87 fm og býður upp á spennandi og opinn arkitektúr með 16 fm yfirbyggðri verönd, 3 herbergjum og stóru og björtu stofu- og borðstofurými. Tveir sölu- og byggingaráðgjafar okkar sem eru dönsku- og enskumælandi, verða á staðnum og veita þér nánari upplýsingar um möguleika og tilhögun. Ef þú ert með ákveðnar byggingarhugmyndir um orlofshús getur þú einnig rætt þær við okkur. Húsið sem er til sýnis er í einkaeign og ekki til sölu. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 29. mars 2008 í Reykjavík V/ BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. kl. 13-17, Sun. og helgidaga kl. 11-17 8 1 5 7 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.