Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 36

Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 36
36 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUSAR EINBÝLISHÚSALÓÐIR Í ÞORLÁKSHÖFN Sveitarfélagið Ölfus auglýsir lausar til úthlutunar einbýlishúsalóðir við; Pálsbúð 3, 8, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 22, 24 og 26. Verð á lóðunum er um 2 – 2,5 miljónir með öllum gjöldum. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 15. maí n.k. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn eða á vefsíðu Sveitarfélagsins www.olfus.is Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss eða í síma 480-3800 MARGT og mikið hefur verið rætt og ritað um lögin frá Alþingi sem sett voru til þess að takmarka fiskveiðar Íslendinga – þessi svo- kölluðu kvótalög. Í framhaldi af setningu þessara laga hefur afleiðingin orðið sú að einstaklingsfrelsið hefur verið tekið af hópi manna sem hefur stundað ákveðna og sérstaka atvinnugrein – það er sjómennsku á færa- veiðibátum, þessum svo kölluðu smábátum – það er bátum undir tíu tonnum að stærð. Þessum hópi manna er gert ókleift að sjá fjölskyldum sínum far- borða með sama hætti og þeir gátu áður, það er, með frjálsri sjósókn á sínum eigin firði, en þessir sömu menn verða síðan að horfa upp á það að stór veiðiskip sigli fram hjá bryggjunni þeirra, alla leið inn í fjarðarbotn til þess að moka upp síld í þúsunda tonna tali. Mér finnst að með svona fram- komu sé nánast verið að gera smá- bátasjómennina að þrælum í eigin landi. Litlu fiskimannaþorpin hafa ekki upp á aðra undirstöðu að bjóða heldur en sjósókn. En víða á fjörð- unum eru fengsæl fiskimið, sem henta vel til sjósóknar á þessum minni bátum. Og það er sennilegt, að í upphafi hafi það verið afrakst- urinn af smábátaútgerð sem fyrst og fremst byggði upp sjávarplássin. Án smábátanna er óvíst að þessir staðir væru til í þeirri mynd sem þeir eru í dag. Menn verða að beygja sig fyrir staðreyndum. Svo er talað um að sjómenn eigi bara að fá sér einhverja aðra vinnu. En það er auðveldara um að tala en í að komast. Þegar ekkert er að hafa á staðnum þá verður að leita annað, í álverin eða eitthvað slíkt. Það þýðir jafnframt að fjölskyldan flosnar upp og neyðist til að flytja í burtu. Þegar nógu margir eru farnir kemur að því að staðurinn leggst í eyði. Vestfirðirnir hafa orðið mjög illa úti vegna þessara miklu veiðiskerðinga kvótalaganna enda er þar enginn annar und- irstöðuatvinnuvegur til, nema sjósókn. Sum- ir hafa bryddað upp á hugmyndum um ein- hvers konar stóriðju sem þurfi að koma í staðinn fyrir fiskinn og er þar nefnt að koma verði upp olíuveri á Vestfjörðum. Ég tel slíka hugmynd fráleita og tel að landkostir þar séu ekki heppilegir fyrir slíkt fyr- irtæki. Mitt svar við þessari hug- mynd er því einfaldlega; þvert nei. Ég myndi álíta að Hornafjörður eða Berufjörður væru ólíkt heppilegri staðir fyrir olíuver. En núverandi ástand meðal fiski- manna verður að breytast. Ekki ein- hvern tímann í framtíðinni, heldur nú þegar, án frekari tafa. Málið er komið á það alvarlega stig að sumir útgerðarstaðir eru nánast í dauða- teygjunum. Frá upphafi Íslandsbyggðar hafa landsmenn verið frjálsir, en með þessum svokölluðu kvótalögum hafa sjálfstæðir fiskimenn verið sviptir frelsinu til þess að veiða fisk, hver og einn á sínum stað og að frjálsu eigin vali. Mín tillaga er sú, að færa- og línu- veiðar á smábátum (undir 10 tonn- um, en alls ekki stærri) verði að nýju gerðar frjálsar öllum Íslend- ingum, það er innfjarða allt í kring- um landið. Nánar tiltekið, er það á öllu svæðinu innan grunnlínu og að auki á tveggja sjómílna belti, þessu til viðbótar, allan hringinn í kringum landið. Á þessu svæði sem ég kalla „heimamið“ – verði öllum Íslend- ingum frjálst að veiða á færi og línu á smábátum frá 15. mars til 1. nóv- ember ár hvert. Á hverjum báti má hafa svo margar færavindur sem hver vill, og mönnum er frjálst að leggja upp aflann hvar sem er, eða verka sinn afla sjálfir. Ekkert aflahámark verði á smábátunum, enginn kvóti, og allt sem aflast má koma með að landi. Frístunda- veiðimenn verði einnig frjálsir að sínu. Á þessum miðum sem ég kalla „heimamið“ verði ekki heimilt að stunda annars konar veiðar, nema veiðar á rækju, skel og grásleppu, svo og hugsanlega, veiðar á loðnu og síld. Svæði sem álitin eru viðkvæm hrygningarsvæði verði hins vegar lokuð allt árið um kring. Fyrir utan „heimamiðin“ verði svo afmarkað 10 sjómílna breitt belti, allt í kringum landið, sem verði að mestu leyti friðað. Á þessu belti eða hafsvæði verði engar veið- ar heimilar nema veiði á loðnu og síld. Utan við 12 sjómílur frá grunnlínu eru menn svo frjálsir að veiða sam- kvæmt núgildandi kvótalögum, nema að sjálfsögðu hvað viðkemur færaveiðunum sem eru orðar frjáls- ar í samræmi við ofanskráðar reglur og þar með dottnar út úr reglum um kvóta. En lokaátakið í þessum málum öllum er að sjálfsögðu í höndum bátasjómannanna sjálfra. Ef þeir geta ekki hjálpað sér sjálfir held ég að enginn geti það. Þeir verða að rísa upp, sameinast og krefjast rétt- ar síns – krefjast þess að þeir fái taf- arlaust fullt frelsi til færaveiða. Mín bjargfasta skoðun er sú, að veiðar samkvæmt þessum hugmyndum sem ég hefi sett hér fram, sé jafn- framt besta leiðin til þess að bjarga því sem bjargað verður og end- urreisa byggðina í kringum landið. Og til þess að fara milliveginn, hvers vegna ekki að samþykkja þessar tillögur strax, til eins árs til þess að byrja með – það er frá 15. mars til 1. nóvember á þessu ári og sjá til hvernig útkoman verður. Það er allt að vinna en engu að tapa – eða er það – er einhverju að tapa til viðbótar því sem þegar er tapað með setningu kvótalaganna? Sjómenn smábáta endurheimti nú þegar fullt frelsi til færaveiða Tryggvi Helgason vill að færa- og línuveiðar á smábátum verði að nýju gerðar frjálsar » Frá upphafi Íslands- byggðar hafa menn verið frjálsir, en með þessum svokölluðu kvótalögum hafa sjálf- stæðir fiskimenn verið sviptir frelsinu. Tryggvi Helgason Höfundur er flugmaður. SÍÐLA árs 2007 rituðum við grein í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál sem ber nafnið Einmana króna. Tilgangur okkar var sá að sýna fram á að með aðstoð EES-samningsins væri raunhæfur möguleiki að óska eftir samningum við Evrópusambandið (ESB) um aukaaðild að Evrópska myntkerfinu (The European Mo- netary System) en Evrópska myntkerfið má líta á sem und- anfara Myntbandalagsins. Í greininni bendum við á að Evrópska myntkerfið var aflagt í lok árs 1998. Evrópska ráðið sam- þykkti rammareglur árið 1996 um endurskoðað evrópskt myntkerfi (ERM II) og ályktaði um meginreglur slíks kerfis árið eftir. Þetta kerfi tók við af hinu fyrra og byggist á sömu meginreglum. Því er ætlað að ná til þeirra aðildarríkja ESB sem ekki eru að- ilar að Myntbandalagi þess. Í greininni er jafn- framt bent á að Dan- mörk og Grikkland hafi verið aðilar að ERM II frá upphafi. Grikkland varð þó síð- ar aðili að Mynt- bandalaginu en ýmis önnur ný aðildarríki ESB hafa bæst við sem aðilar að ERM II. Meginreglan innan ERM II er sú að vægi einstakra gjaldmiðla verður að hafa tiltekið grunngildi með tilliti til evrunnar og má sveiflast innan tiltek- inna vikmarka sam- kvæmt samningum sem Evrópski seðla- bankinn gerir við seðlabanka ein- stakra aðildarríkja. Var t.d. aðild Danmerkur miðuð við 2¼% mörk og hefur svo verið síðan. Yfirlýst markmið með ERM II kerfinu er að koma í veg fyrir óróa á geng- ismörkuðum en til þess að það sé unnt þarf að samstilla aðgerðir í efnahags- og peningamálum í átt að stöðugleika. Hann er svo aftur talinn nauðsynlegur grundvöllur fyrir starfrækslu innri markaðar- ins. Talið er að kerfið sé til þess fallið að koma á stöðugleika og viðhalda honum. Evrópska myntkerfið ERM II starfar samkvæmt ákvæðum Róm- arsamningsins um efnahags- og myntmál. Aðalúrræði þess er að Evrópska seðlabankakerfinu og seðlabönkum viðkomandi ríkja er falið að grípa inn í með tilteknum ráðstöfunum til þess að halda hlut- fallinu innan þeirra vikmarka sem ákveðin eru í ERM II. Er þar einkum um að ræða lán til skamms tíma sem Evrópski seðla- bankinn veitir viðkomandi seðla- banka aðildarríkis eða með því að grípa inn í á viðkomandi gjaldeyr- ismarkaði með kaupum eða sölu á viðkomandi gjaldeyri. Evrópski seðlabankinn hefur eftirlit með starfsemi EMR II og er að- alstjórnstöð samræmingaraðgerða í peninga- og mynt- málum auk þess sem hann stjórnar því kerfi íhlutunar og fjármögnunar sem beitt er. Í grein okkar bend- um við á að aðild Ís- lands að Mynd- bandalagi ESB komi ekki til greina nema í tengslum við aðild- arumsókn. Ennfremur að óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að heimiluð yrði aukaað- ild að evrunni. Hins vegar kæmi aukaað- ild að Evrópska myntkerfinu EMR II vel til greina í formi tvíhliða samnings milli ESB annars vegar og Íslands hins vegar. Hún væri rök- rétt útfærsla EES- samningsins og fælist fyrst og fremst í styrkingu krónunnar sem gjaldmiðils. Með þeim hætti yrði kom- ið í veg fyrir að óstöðuleiki krónunnar verkaði sem hindrun á fjórfrelsisákvæði EES- samningsins. Í tvíhliða samningi af þessu tagi gæti ESB m.a. gripið inn í með aðgerðum til styrktar krónunni gegn því að Íslendingar gengjust undir ákveðin skilyrði í hagstjórn með svipuðum hætti og á sér stað innan evrópska myntkerfisins. Bent var á og rökstutt að ESB hefur heimild til slíkrar samnings- gerðar. Ljóst er að náist þeir samningar við ESB sem hér er rætt um, t.d. með svipuðum vikmörkum og gilda fyrir Danmörku, er komið úrræði sem veita myndi íslensku krónunni veigamikla stoð fyrir tilstilli seðla- banka Evrópu. Við teljum að þetta sé kostur sem rétt er að láta reyna á við lausn á vanda sem þeim sem nú steðjar að íslensku krónunni. Það hefur sýnt sig að núverandi kerfi dugar hvorki til þess að hemja gengisfall né verð- bólgu svo viðunandi sé. EES og krónan Guðmundur K. Magnússon og Stefán M. Stefánsson skrifa um efnahagsmál Guðmundur Magnússon » Í tvíhliða samningi af þessu tagi gæti ESB m.a. gripið inn í með að- gerðum til styrktar krónunni gegn því að Ís- lendingar gengust undir ákveðin skilyrði í hag- stjórn með svipuðum hætti og á sér stað inn- an evrópska myntkerf- isins. Guðmundur er fyrrverandi prófessor. Stefán er prófessor. Stefán Már Stefánsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.