Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar trillukarlarnir súpa svartan sjó á Kaffivagninum í morgunsárið, þá eru geimskipin siglandi um himingeiminn í næstu byggingu. Þar er tölvuleikjafyr- irtækið CCP nefnilega til húsa og táknrænt að starfsemin fer fram á annarri, þriðju og fjórðu hæð. Svona fyrirtæki þrífast ekki á jarðhæðum. Ekki einsleitur kúltúr Í mörgum fyrirtækjum er mikið lagt upp úr því að básarnir séu hver öðrum líkir og bindi reyrð um hálsa starfsmanna, þar sem þá trufli ekk- ert einbeitinguna. Uppleggið er ann- að hjá CCP, því þegar litið er inn á skrifstofur fyrirtækisins má sjá að starfsmenn leggja metnað í að rækta sínar sérviskur. Það má segja að for- stjórinn Hilmar Veigar Pétursson gefi tóninn. Hann er stundum kall- aður rauða ljónið, eins og bardaga- hetjan Chuck Norris, og hefur sýni- lega húmor fyrir því – mynd af Chuck Norris á borðinu og ævisagan í hillu. „Varan hefði aldrei gengið upp ef hér væri einsleitur kúltúr,“ segir Elísabet Grétarsdóttir, sem starfar á markaðssviði, „þá hefðum við framleitt ofan í einsleitan mark- hóp.“ Það segir sína sögu að til er „af- þreyingarherbergi“ í húsinu og að þar er unnið að samsetningu 7.680 lítra fiskabúrs, fimm metra löngu með heitsjávardýrum. „Þetta verður svona Nemóbúr,“ segir starfsmaður og kímir, ekki fjarlæg skírskotun hjá fyrirtæki sem reiknar hagnað sinn af hugarflugi um tilbúinn heim. Lagt er upp úr því að stemningin sé náin innan CCP og ekki þarf ann- að en horfa út á svalir í hádeginu til að átta sig á þetta er eins og fjöl- skylda. Að minnsta kosti hjá bræðr- unum tveimur sem þar fá sér ferskt loft, og sækja örlítinn reyk í lungun. Þriðji bróðirinn er líka að vinna þarna og sonur eins þeirra. Sólveig M. Magnúsdóttir, móðir fjár- málastjórans, Ívars Kristjánssonar, eins af stofnendum fyrirtækisins, vinnur í eldhúsinu og einnig móðir Reynis, annars stofnanda, en það er Guðrún Þorkelsdóttir. „Þetta er allt dálítið kjút,“ segir Elísabet. „Og lógíkin er einföld, ef við stöndum okkur vel í vinnunni, þá verður fjármálastjórinn ánægður og þá fáum við gott að borða hjá mömmu hans!“ EVE Online er heill heimur út af fyrir sig – hinn heimur þeirra sem stunda leikinn. Þetta er ekki leikur þar sem notaður er stýripinni, heldur „strategískur“ leikur, þar sem CCP býr til umgjörðina en það eru í raun spilararnir sem stýra framvindunni, hver með sína fléttu og markmið. Og ekki er auðvelt að útskýra út á hvað leikurinn gengur út frá skjámynd. „Það væri eins og að sýna geimver- um Moggann og ætla að útskýra með því um hvað jörðin snýst,“ segir El- ísabet. Í EVE eru fimm þúsund sólkerfi og aðföng af skornum skammti, sem þýðir að barist er um yfirráð. „Við leggjum til sandkassa, skóflur og föt- ur,“ segir Elísabet. „Síðan er þetta þannig að sumir smíða glæsilega sandkastala á meðan aðrir sparka þá niður. Það myndast flæði á milli spil- ara, en það er nokkuð sem við setjum ekki af stað. Fólk skapar sjálft um- hverfi sitt og er ótrúlega skapandi í því – margt hafði okkur sjálfum aldr- ei dottið í hug.“ 95% af hlutum sem notaðir eru í leiknum eru framleidd af leik- mönnum sjálfum, efniviðurinn sóttur með námutækjum úr stjörnum og settur saman eftir hönnunarskjölum. Svo myndast frjáls markaður. Og til að tryggja öryggi sitt geta menn fengið málaliða til liðs við sig, hvort sem það er til að verja sig eða ráðast á keppinaut.“ Fólk kynnt til sögunnar Leikurinn EVE Online stækkar stöðugt og býður upp á fleiri mögu- leika. Framleidd er endurútgáfa af leiknum með viðbótum, sem spilarar hlaða ókeypis niður á sex mánaða fresti. Á meðal þeirra verkefna sem unnið er að og hrint verður í fram- kvæmd á næstu árum er að búa til fólk, sem lifir sínu eigin lífi í geim- stöðvum leiksins. Hingað til hafa spilarar aðeins verið flugmenn geim- skipa. „EVE á eftir að þróast um ára- ef ekki áratugaskeið,“ segir Eyjólfur Guðmundsson hagfræðingur. „Það er í sjálfu sér áhugavert fyrirbæri. Hingað til hafa tölvuleikir oftast lifað í stuttan tíma, en dáið svo út, en nú eru elstu leikirnir sem við berum okkur saman við yfir tíu ára gamlir og ekkert lát virðist á vinsældunum.“ Uppfærslurnar hafa verið marg- víslegar í gegnum tíðina. Í einni var fitjað upp á því að spilarar gætu byggt stórt geimskip í sameiningu. Og það tók 600 manns um allan heim sex mánuði að byggja stærsta geim- skipið í leiknum vorið 2006. Ef unnið er að slíkri framkvæmd, þá er mik- ilvægt að halda því leyndu, því ann- HINN HEIMURINN Í EVE Online leiða hátt í 300 þúsund spilarar saman hesta sína eða geimskip og um margt gilda sömu lögmál og hérna megin skjáborðsins. Blaða- maður kynnti sér margslunginn heim EVE On- line, nýjan heim sem verið er að leggja drög að í Atlanta og heim CCP í Grandagarði, þar sem fyr- irtækjabragurinn er ólíkur því sem fólk á að venj- ast. Lagt er upp úr því að lífið sé skemmtilegt! Eftir: Pétur Blöndal Ljósmyndir: Golli Nú þurfum við að búa til borgir sem eru sannfærandi TÖLVULEIKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.