Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 26
þróunaraðstoð 26 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég var unglingur heillaðist ég af íslensk- um skipstjórum sem störfuðu á vegum FAO, matvælastofnunar Sam- einuðu þjóðanna,“ segir Stefán þegar við höfum fengið okkur sæti við fund- arborð í húsakynnum Nýsis í Hafn- arfirði. Stefán rekur síðan starf þess- ara íslensku frumkvöðla sem veittu ýmsum þjóðum Suður-Ameríku, Afr- íku og Asíu af þekkingu sinni og kenndu þeim að nýta vannýttar fisk- veiðiauðlindir sínar. Árið 1983 fór hann á námskeið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) fyrir væntanlega starfsmenn og hóf svo störf hjá stofnuninni tæp- um tveimur árum síðar. Vann hann á vegum hennar á Grænhöfðaeyjum. Verkefni hans var einkum í því fólgið að láta kanna hvort fiskistofnarnir á hafsvæðunum umhverfis eyjarnar væru nýtanlegir. Fátækt var þá mikil á Grænhöfðaeyjum en það hefur ger- breyst á síðustu tveimur áratugum. Stefán hætti störfum hjá ÞSSÍ ár- ið 1990. Síðan hefur hann komið nærri alls kyns verkefnum á sviði sjávarútvegs í um 30 löndum víða um heim og fjárfest í verkefnum í fimm ríkjum. Hann hefur víðtæka þekk- ingu á menningu og innviðum þjóð- félaga þeirra ríkja sem hann hefur átt samvinnu við. Gagnkvæm samvinna „Þegar ég kom aftur heim árið 1990 hafði ég hug á að efna til sam- vinnu við þróunarríki á eigin vegum. Hugmynd mín var sú að leita eftir fiskveiðiheimildum og efna til sam- vinnu við þarlenda aðila um þróun fiskveiða og vinnslu. Þetta var hinn upphaflegi tilgangur Nýsis sem við Sigfús Jónsson, Sveinn Ingólfsson, Skagstrendingur hf. og fleiri stofn- uðum á sínum tíma. Við réðumst fyrst í að stofna fyr- irtækið Sea Flower White Fish Cor- poration í Namibíu. Við fengum til umráða tvo togara sem höfðu verið teknir fyrir ólöglegar veiðar í land- helgi. Það fyrirtæki stendur nú með blóma og á fjóra togara. Á tímabili höfðu á milli 3 og 4.000 manns fram- færi af starfsemi þess. Við áttum hlut í fyrirtækinu ásamt Íslenskum sjávarafurðum, Norræna fjárfestingarbankanum og Nýsköp- unarsjóði og var ég í stjórn fyrirtæk- isins um sjö ára skeið. Árið 2003 seld- um við hlut okkar ásamt sjóðunum og SÍF og fengum gott verð fyrir okkar hlut en heimamenn stóðu eftir með sterkt og blómlegt fyrirtæki í höndunum.“ Stefán hefur oft unnið sem ráð- gjafi á vegum ýmissa alþjóðastofn- ana, ÞSSÍ og stjórnvalda ýmissa ríkja að verkefnum sem tengjast veiðum og vinnslu sjávarafurða. Einnig hefur Nýsir stofnað til sam- starfsverkefna við ýmsa aðila. Um þessar mundir leggur Nýsir aðal- áherslu á samvinnu við Marokkó og hefur verið stofnað fyrirtæki sem annast veiðar og vinnslu, m.a. í Vest- ur-Sahara. Íslendingar leggja fram þekkingu, skip og veiðarfæri, en Marokkómenn veiðiheimildir, tæki og aðstöðu í landi. „Nú starfa þar á okkar vegum um þúsund manns,“ segir Stefán. „Mar- okkómenn vinna nær eingöngu við landvinnsluna og áhafnir skipanna eru að mestu innlendar. Þetta er svipað skipulag og í nami- bíska fyrirtækinu sem var á sínum tíma eitt fárra fyrirtækja sem voru stofnuð á forsendum Namibíu sem sjálfstæðs ríkis og var ekki leppfyr- irtæki í eigu erlendra aðila. Við höfð- um gagnkvæman hag af starfi þess fyrirtækis og mér sýnist hið sama ætla að verða uppi á teningnum í Marokkó.“ Friðþægingaraðstoð Stefán hefur lengi haft hug á að Ís- lendingar breyti um stefnu í mál- efnum þróunarríkja. Segir hann að stefna og starfshættir ÞSSÍ hafi haldist nær óbreytt í grundvall- aratriðum frá því að hún var sett á stofn árið 1982. „Árið 1992 var mér falið að leiða starf nefndar forsætisráðherra sem gerði úttekt á þróunarsamvinnu Ís- lendinga. Lagði nefndin til umfangs- miklar breytingar á stefnu stjórn- valda, meðal annars vegna tvíhliða samvinnu og margþætts samstarfs, en þar er einkum um að ræða aðild okkar að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og verkefnum sem tengjast þeim. Við töldum nauðsynlegt að endurskipuleggja allt skipulagið og verkferla til þess að árangur yrði meiri og fjármunir nýttust betur. Því miður var ekki farið að tillögum nefndarinnar. Nú þegar Íslendingar hyggjast auka fé til þróunarmála og utanrík- isráðherra hefur boðað breytingar í þessum málaflokki tel ég rétt að taka þessa umræðu upp að nýju, enda er nú ákveðinn ferskleiki í umræðunni.“ Stefán segir að samstarfinu við þróunarríki sé gjarnan skipt í tvo yf- irflokka, marghliða þróunaraðstoð sem skipulögð er af alþjóðastofn- unum eins og Sameinuðu þjóðunum og tvíhliðaaðstoð sem skipulögð er af einstökum þjóðríkjum. Tvíhliða að- stoðin greinist síðan enn frekar í op- inbera þróunaraðstoð en starf ÞSSÍ flokkast undir hana. Að auki má nefna aðstoð frjálsra félagasamtaka svo sem starf Rauða krossins, Hjálp- arstarf kirkjunnar og margra fleiri aðila, einkaframtaka fyrirtækja, ein- staklinga og ýmissa hópa sem m.a. fjárfesta í þróunarríkjum og loks friðargæslu sem stundum er talin hluti af þróunaraðstoð. „Hjá okkur Íslendingum fer mest fyrir Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands sem einkum vinnur að verk- efnum á sviði stofnana þróunar og al- mennum minni umbótaverkefnum. Stofnunin vinnur verkefnin sjálf með eigin fólki og lítið er leitað til íslensku þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti.“ Stefán telur að stofnunin sé ekki í nægilega góðum tengslum við fyr- irtækin og fólkið í landinu. „Verk- efnaval ÞSSÍ ber æ meiri keim af friðþægingaraðstoð. Einkennin eru þau að um er að ræða lítil verkefni í félagslega geiranum sem hreyfa lítið við grundvallarþáttum mannlífsins. Þetta er fyrst og fremst nokkurs konar góðgerðarstarf fyrir litla hópa sem breytir litlu um þjóðfélagsþró- unina hjá viðkomandi þjóð þegar til lengri tíma er litið. Það sem við fáum út úr þessu er að við getum sagt á alþjóðavettvangi að við veitum þróunaraðstoð. Um leið sefum við huga okkar þrátt fyrir ör- birgð þróunarlandanna og teljum okkur trú um að hafa lagt okkar að mörkum. En betur má ef duga skal því að við leggjum ekki nægilega orku og metnað í íslenska þróun- arstarfið.“ Auðveldustu verkefnin – Telurðu þá að uppbygging heilsugæslustöðva, svo að dæmi sé tekið, skili takmörkuðum árangri? „Yfirleitt eru þetta svo einföld verkefni að þau geta ekki mistekist. En þau hafa sáralítil áhrif og valda engum stórum breytingum í þjóð- félaginu en gagnast afmörkuðum hópum. Við blöndum okkur ekki nægilega í þann stóra slag sem miðar að bætt- um lífskjörum fólksins. Þú fyrirgefur mér þótt ég nefni Sea Flower-verkefnið. Fyrirtækið hefur nú um 14 ára skeið séð á fjórða þúsund manns fyrir lífsviðurværi og starfsmenn þess skipta hundruðum. Úr því að þú nefnir heilsugæslu- stöðvarnar get ég nefnt að fyrirtækið kom á fót heilsugæslu fyrir starfs- menn og fjölskyldur þeirra ásamt skóla þar sem fólk var þjálfað til starfa. Þetta voru forsendur þess að verkefnið gengi upp. Tökum Austfirðina sem dæmi. Þar hefur verið byggt álver. Þar var nauðsynlegt að stofna til starfsemi sem tryggði búsetu fólks og bætti at- vinnuskilyrðin. Það hefur litla þýð- ingu að gefa mönnum heilsugæslu- stöðvar ef þeir eru svangir og geta ekki aflað sér lífsviðurværis. Fólk verður að hafa vissu fyrir því að það eigi í sig og á áður en það fer að hugsa um önnur lífsins gæði.“ Málum ekki fylgt eftir Stefán segir að það einkenni starf ÞSSÍ að verkefnum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. „Verkefnin eru yf- irgefin áður en þau eru sjálfbær og oft ræður kylfa kasti hvort þau lifi eða lognist út af. Þetta þarf að laga því að þróunarstarf er langhlaup sem skipuleggja þarf vel. Við verðum að axla ábyrgð á þeim verkefnum sem við komum af stað. Dæmi um verkefni sem við byrj- uðum á en öxluðum síðan ekki ábyrgðina á eru verkefnin á Græn- höfðaeyjum.“ Rannsóknarskipið Fengur Árið 1975 fengu Grænhöfðaeyjar sjálfstæði frá Portúgölum. Stefán rifjar upp að við uppbyggingu sam- félagsins ákváðu stjórnvöld að leita fyrirmynda hjá þremur eyja- samfélögum: Kanaríeyjum við þróun umskipunar- og fríhafnaverslunar, Möltu vegna ferðamennsku og Ís- landi á sviði sjávarútvegs en Græn- höfðaeyjar eiga álíka stór hafsvæði og við. Ákveðið var eftir nokkrar tilraunir að smíða fjölveiðiskipið Feng sem var með aðstöðu fyrir fiskifræðinga. Á árunum 1984-1990 voru hafsvæði og fiskimið umhverfis eyjarnar kort- lögð. Í ljós kom að ekki var grund- völlur fyrir því að byggja upp fisk- iðnað með stóru sniði á eyjunum en tækifæri voru til staðar í smábátaút- gerð og túnfiskveiðum. „Í kjölfar þess lét ÞSSÍ sig hverfa frá Grænhöfðaeyjum og skipið lenti á vergangi. Mér þykir miður að svona skyldi fara því að stjórnvöld á Græn- höfðaeyjum höfðu leitað til okkar að fyrra bragði. ÞSSÍ hefur síðan ekki tekist á við sambærileg verkefni ann- ars staðar. Einnig var í gangi nokkur fjöldi félagslegra verkefna sem eink- um tengdust hag barna og kvenna sem líka voru yfirgefin í miðjum klíð- um.“ Stefán segir að verkefni ÞSSÍ séu í auknum mæli farin að skarast við starfsemi frjálsra samtaka eins og Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkj- unnar o.fl. „Í raun er hér oft um tímabundna neyðaraðstoð að ræða. Mér finnst þetta slæmt. Ég álít að vilji stofnunin leggja fé í slík verkefni eigi hún að fela þessum samtökum og öðrum slíkum að sjá um þau. Á veg- um þeirra vinnur margt hæft fólk á lægri launum eða sem sjálfboðaliðar. Morgunblaðið/Golli Stefán Þórarinsson „Verkefnaval ÞSSÍ ber æ meiri keim af friðþægingaraðstoð.“ Nátttröll í nútím- anum Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis hf., hef- ur unnið að þróunarsamvinnu um aldarfjórðungs- skeið. Hann greindi Arnþóri Helgasyni frá hug- myndum sínum um breytingar á Þróunarsam- vinnustofnun Íslands. Í HNOTSKURN »Þróunarsamvinnustofnun Ís-lands (ÞSSÍ) er sjálfstæð rík- isstofnun sem heyrir undir utan- ríkisráðuneytið. »Hún var stofnuð með lögumárið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Ís- lands við þróunarlönd. »Áhersla er lögð á samvinnuvið þau lönd þar sem lífs- kjörin eru lökust og er aðstoðin einkum veitt á þeim sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sér- stakri þekkingu og reynslu. »Utanríkisráðherra hefur lagtfram frumvarp á Alþingi þar sem hlutverk stofnunarinnar er skilgreint að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.