Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 19                                !" # $  %  &% '  (  ! "##$ %!&%' (%"!")!*' %! +*,,'"!" -  ./" 01/  2  ) *+,- 3 ,$!  '01!!  ! ! , %"!4&%'!*%% %5!6/ '-"%" 50 !-% '!*%% %! 01/  7 8* % 50 !5 ' %! '5" .5*! 01/   9 : (%"!")!*' %!  +*,,'" ; 8&  % '01!! < 8&  %="! ,&/=/ ="! ,&/"!5>%  4 ,?(!/""" '01!!  @"!                ! 5"= "" .5*! 01/"! ,*$0" 5"!. >!)*' %".+01" '" ? / 01/5> !./0!* 1    2    3  8:00 Léttur morgunverður og skráning 8:30 Setning, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra I – Konur og fjármálageirinn 8:40 Hvers vegna er mikilvægt að konur taki þátt í fjármálageiranum? Karin Forseke, fyrsti kvenforstjóri fjárfestingarbanka 9:10 Að fara fyrir fé, Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital 9:30 Umræður og fyrirspurnir Bjarni Ármannsson, fjárfestir Jón Scheving Thorsteinsson, stjórnarmaður Arev Securities Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital Karin Forseke, stjórnarmaður í breska fjármálaeftirlitinu 9:50 Kaffi II – Konur og rekstur fyrirtækja 10:20 Leiðin inn í stjórnir - íslenska leiðin. Guðrún Björk Bjarnadóttir, lögmaður SA 10:35 Af hverju fjárfesti ég í eigin fyrirtæki? Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma 10:50 Business is beauty! Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis 11:05 Umræður og fyrirspurnir Margrét Kristmannsdóttir – formaður FKA Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arev Securities 11:35 Samantekt námstefnustjóra Námstefnustjóri er Þóranna Jónsdóttir, Auði Capital Þátttökugjald kr. 3.500 með léttum morgunverði og kaffi Skráning á vef Samtaka atvinnulífsins – www.sa.is          VIRKJUM FJÁRMAGN KVENNA Námstefna um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja Föstudaginn 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica – sal A & B – kl. 8-12 Félag kvenna í atvinnurekstri IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Um þúsund flaugum er nú beint að Taívan, tala sem hækkar um hundrað flaugar á ári, og telja bandarísk hermálayfirvöld skot- flaugakerfi Kína nú það „virkasta“ í heiminum. Skýrsluhöfundar varnarmála- ráðuneytisins draga hernaðarupp- bygginguna saman í þeim orðum að herinn sé að breytast úr fjölmenn- um landher sem varist geti árásum á kínversku landsvæði í her sem geti haft betur í bardögum við há- tækniheri við jaðar yfirráðasvæðis síns. En það er aðeins upphafið. Þrátt fyrir takmarkaða þekkingu alþjóðasamfélagsins bendi greining á hernaðaruppbyggingunni til að verið sé að búa herinn undir stríð á öðrum svæðum, sem sagt í öðrum ríkjum, „svo sem undir átök vegna auðlinda eða vegna deilna um land- svæði“. Byggja upp olíubirgðirnar Efnahagsuppbyggingin í Kína hefur krafist gífurlegs magns af hráefnisvörum, eftirspurn sem leitt hefur til verðhækkana á ýmsum vörum, áburði, olíu og málmum, svo dæmi séu tekin. Ekkert bendir til að lát verði á þessari eftirspurn: Á tímabilinu 2000 til 2030 ráðgerir bandaríska varnarmálaráðuneytið að yfir 400 milljónir Kínverja muni flytja úr sveitum í borgir, fólks- flutningar sem muni eiga þátt í því að á þessum tíma muni um helm- ingur samanlagðra byggingarfram- kvæmda í heiminum eiga sér stað í Kína. Hin hraða uppbygging neytenda- markaðarins mun stórauka tekjur ríkisins og það kemur því ekki á óvart að Bandaríkjaher skuli fylgj- ast grannt með þróuninni, sem Kínverjar reyna að gera sem minnst úr. Fyrir því eru sögulegar ástæður. Deng Xiaoping, fyrrverandi leið- togi kommúnistaflokksins og faðir umbreytingarinnar yfir í kínverskt markaðshagkerfi fyrir um þrjátíu árum, boðaði utanríkisstefnu ríkis sem gerði sem minnst úr áhrifum sínum og gerði ekki tilkall til leið- togasætis í heimspólitíkinni. Þörfin fyrir hráefnisvörur hefur hins vegar leitt til þess að Kína- stjórn hefur markvisst aukið áhrif sín og styrkt viðskiptanet sitt, svo sem með fjárfestingum í olíuiðnaði Súdans, eins og fræðimennirnir Stephanie Kleine-Ahlbrandt og Andrew Small benda á í grein í áð- urnefndu tölublaði Foreign Affairs. Og eins og rakið var í Morgun- blaðinu fyrir skömmu hafa Kínverj- ar fjárfest fyrir þúsundir milljarða króna í Afríku. Þrátt fyrir þessi umskipti halda Kínverjar fast í þá hefð að gera lít- ið úr áhrifum sínum og eins og við var að búast afgreiddu kínversk stjórnvöld hina árlegu skýrslu varnarmálaráðuneytisins sem „af- bökun á staðreyndum“. „Bandarík- in ættu að falla frá kaldastríðshug- arfari sínu,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Bandarískir ráðamenn taka yf- irlýsingum Kínahers með fyrirvara og benda á að talið sé að kínverskir aðilar hafi margsinnis brotist inn í tölvukerfi víðs vegar um heim, þ.m.t. í kerfi í notkun Bandaríkja- stjórnar. Uppbygging markaðhagkerfis- ins mikilvægasta viðfangsefnið Flest bendir til að dregið hafi úr spennunni vegna Taívans á síðustu árum og ef haft er í huga að Ól- ympíuleikarnir í Peking í ágúst nk. nálgast óðfluga má ætla að öllum árum verði róið að því markmiði að bæta ímynd landsins út á við. Það vegur einnig þungt að þetta fjölmennasta ríki heims er í miðju umbreytingarferli frá vanþróuðu ríki fámennrar yfirstéttar og geysi- fjölmennrar bændastéttar, yfir í markaðsdrifið risahagkerfi sem mun ekki eiga sér nokkur fordæmi í mannkynssögunni. Það er því algert lykilatriði í stjórnmálum landsins að tryggja áframhaldandi uppbyggingu inn- viða, ásamt því sem kröfur um lýðræðislega stjórnarhætti fara vaxandi. Slík uppbygging krefst hins vegar óheyrilegs magns hrá- efnisvara, málma og byggingar- efna þar á meðal, og því ekki að ástæðulausu sem bandaríska varn- armálaráðuneytið óttast auðlin- dastríð. Önnur áskorun er fólgin í þeirri félagslegu ólgu sem birtist í tíðum uppreisnum almennings gegn of- ríki og misrétti. Kínafræðingurinn Göran Malmqvist taldi í samtali við Morgunblaðið fyrir áramót fjölda slíkra tilvika hafa verið skráðan í tugum þúsunda árið 2007. Malmqvist sagði: „Á árinu 2006 var efnt til 97.000 mótmæla- aðgerða í landinu. Í þessum hópi eru bændur sem grípa það sem er hendi næst og ráðast á lögreglu- stöðvar, kveikja í þeim, og velta lögreglubifreiðum. Allt tal stjórn- arelítunnar um áherslu á fé- lagslega einingu er því út í loftið.“ Í ljósi þessa fjölda vaknar spurning hvort og þá hvenær sú ólga kunni að þróast yfir í fjölda- hreyfingar fyrir lýðræði. Ekki verður gerð tilraun til að svara þeirri flóknu spurningu hér en lát- ið nægja að nefna að í áðurnefndu tölublaði Foreign Affairs var haft eftir kínverskum embættismanni að enginn vænti þess að lýðræði skjóti rótum innan fimm ára. Sum- ir nefni tíu til fimmtán ár í þessu samhengi, aðrir þrjátíu til þrjátíu og fimm ár, enginn sex áratugi. Heimildir John L. Thornton, „Long Time Com- ing“, Foreign Affairs, janúar/febrúar, 2008. G. John Ikenberry, „The Rise of China and the Future of the West“, sama tbl. FA. Stephanie Kleine-Ahlbrandt og Andrew Small, „China’s New Dictatorship Diplo- macy“, sama blað. „Military Power of the People’s Repu- blic of China 2008“, Office of the Secretary of Defense. Aðgengileg á netinu. „Risaríki á brauðfótum.“ Viðtal við Gör- an Malmqvist í Morgunblaðinu 13. nóv. 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.