Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 37 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 28. mars 2 fyrir 1 til frá kr. 19.990 Helgarferð - Frábært sértilboð Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á flugsætum og gistingu í Barcelona 28. mars. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþrey- ingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! M bl 9 85 60 2 Verð kr. 19.990 Netverð á mann, flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 28.-31. mars. Gisting frá kr. 6.600 ****hótel Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu í tví- býli á Hotel City Park Nicaragua **** með morgunverði. UMRÆÐU um æskilegt geng- isfyrirkomulag og peningastefnu Seðlabanka Íslands hefur vaxið ás- megin að undanförnu. Verðbólga hefur verið fyrir ofan verðbólgu- markmið Seðlabank- ans í tæp fjögur ár, þensla mikil og vextir háir. Því er ekki að undra að umræðan um peningastefnuna sé fyrirferðarmikil. Vax- andi vísbendingar um skörp hagsveifluskil og aukin óvissa um fram- tíðarhorfur þjóð- arbúskaparins, þar á meðal fjármögnun bankanna, hafa ýtt enn frekar undir þessa um- ræðu. Meðal þess sem sumir hafa lagt til er að Seðlabank- inn læri af reynslu annarra landa og horfi í auknum mæli til markmiðs síns um fjármálastöðugleika í stað meginmarkmiðsins um verðstöð- ugleika, enda sé fjármálakreppa mun verri en verðbólga. Margir hafa vitnað í skrif og ræður Frederic Mishkin, eins seðlabankastjóra bandaríska seðlabankans og annars höfundar frægrar skýrslu Við- skiptaráðs Íslands frá árinu 2006, án þess þó, að því er virðist, hafa lesið þær til enda eða áttað sig á ráðlegg- ingum hans til seðlabanka í svipaðri stöðu og þess íslenska. Reynsla Bandaríkjanna er engu að síður mjög lærdómsrík fyrir okkur Ís- lendinga. Dýrt að endurheimta trúverð- ugleika Seðlabanki Bandaríkjanna háði langvinnt stríð gegn verðbólgu á 9. og 10. áratugi síðustu aldar. Bank- inn hækkaði m.a. stýrivexti upp í 19% og hélt þeim háum árum saman uns verðstöðugleiki var að lokum tryggður. Stýrivextir voru þannig 10% að meðaltali á árunum 1979- 1990. Baráttan var mjög kostn- aðarsöm til skamms tíma enda fór efnahagslífið í gegnum dýpstu kreppu frá því á 4. áratugnum og tí- undi hver Bandaríkjamaður var at- vinnulaus undir lok ársins 1982. Seðlabankinn mátti þola mikla gagnrýni en hann lagði allt í söl- urnar og bandarískt efnahagslíf hef- ur notið góðs af. Verðbólga hefur haldist lág í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir öflugt hagvaxtarskeið og at- vinnuleysi verið lágt. Fjárfesting í trúverðugleika peningastefnunnar hefur því margborgað sig. Ástæða þess að Seðlabanki Bandaríkjanna getur nú lækkað vexti til að milda áhrif húsnæðisnið- ursveiflu og kreppu á lánsfjármörk- uðum er trúverðugleikinn sem bankinn ávann sér með langri og strangri baráttu gegn verðbólgu. Bankinn er reyndar mjög djarfur í að nýta sér þetta svig- rúm og ýmsar vísbend- ingar eru um að verð- bólguvæntingar séu farnar að þokast upp á við. Misskilinn Mishkin Mishkin víkur að þessu í ræðu sinni 11. janúar sl. sem mikið hefur verið vitnað til að undanförnu í innlendri umræðu: „Aðgerðir af því tagi sem ég hef lýst hér á undan [þ.e. vaxtalækkanir vegna fjár- málaóróa] hefðu þveröfug áhrif ef þær myndu orsaka hærri verðbólgu- væntingar og meiri undirliggjandi verðbólgu; þ.e.a.s. svigrúmið til að bregðast snemma við fjármálaóróa byggist á því að verðbólguvæntingar hafi góða kjölfestu og ólíklegt sé að þær hækki á meðan á tímabundnum slaka í peningamálum stendur“. Mishkin segir því nauðsynlegt fyrir seðlabanka að fylgjast vel með þró- un verðbólguvæntinga til langs tíma og „ef vísbendingar eru um að þær væntingar séu byrjaðar að hækka verulega þá eigi seðlabanki að vera reiðubúinn að halda vöxtum óbreytt- um eða jafnvel hækka þá“. Þessa skoðun hefur Mishkin ítrekað í nýrri ræðum og það sama hefur aðal- bankastjórinn, Ben Bernanke, gert. Lærdómar fyrir Ísland Hvað okkur Íslendinga snertir er ráðlegging Mishkins skýr. Skorti verðbólguvæntingar trausta kjöl- festu hefur seðlabanki ekkert svig- rúm til að lækka vexti. Slík lækkun leiðir til hærri verðbólguvæntinga og aukinnar verðbólgu. Vaxtalækk- un er einnig líkleg til að koma illa niður á skuldugum íslenskum heim- ilum og fyrirtækjum. Verð- og geng- istryggðar skuldir þeirra myndu aukast ef vextir lækkuðu, gengi krónunnar gæfi enn meira eftir og verðbólga ykist ört. Vaxtalækkun er því ekki til þess fallin að styrkja fjármálastöðugleika. Þvert á móti. Vandi Seðlabankans er að hann hefur ekki áunnið sér jafn mikinn trúverðugleika og margir seðla- bankar sem tóku slaginn gegn verð- bólgunni fyrir nokkrum áratugum. Mishkin segir að „seðlabanki verði að öðlast trúverðugleika meðal markaðsaðila og almennings með því að sýna í verki að hann geti við- haldið lágri og stöðugri verðbólgu með aðgerðum sínum.“ Seðlabanki Íslands verður því að þreyja þorr- ann í baráttunni og ávinna sér trú- verðugleika með verkum sínum. Sveigjanleiki íslensks efnahagslífs er til þess fallinn að draga úr kostn- aði við verðbólguhjöðnun og því mjög ólíklegt að atvinnuleysi nái álíka hæðum og í Bandaríkjunum. Kostnaðurinn minnkar sömuleiðis eftir því sem fleiri leggjast á árarnar með Seðlabankanum. Hugmyndir um að setja verð- bólgumarkmiðið til hliðar eða hleypa verðbólgu í gegnum kerfið ganga því algjörlega gegn reynslu annarra landa og niðurstöðum hag- fræðinnar um mikilvægi þess að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu. Slíkar aðgerðir myndu hækka verðbólguvæntingar og verð- bólgu án nokkurs ábata í formi meiri hagvaxtar eða fjármálastöðugleika. Umræðan ein og sér um slíkar hug- myndir er til þess fallin að draga úr áhrifamætti peningastefnu Seðla- bankans. Stjórnun verðbólgu verður mun erfiðari þegar trúverðugleikinn er takmarkaður enda verðbólgu- væntingar einn megindrifkraftur verðbólgu. Eftir því sem þær eru hærri og óstöðugri því torsóttara verður að losna úr verðbólguviðjum. Baráttan við verðbólguna verður að vera meginviðfangsefni Seðlabank- ans, önnur markmið þarf að setja skör lægra eins og gert er í lögum um bankann og flestra annarra seðlabanka. Þannig leggur bankinn mest að mörkum til almennrar hag- sældar og stöðugleika fjármálakerf- isins. * Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Já, lærum af reynslu annarra seðlabanka Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar um efnahagsmál » Vandi Seðlabankans er að hann hefur ekki áunnið sér jafn mikinn trúverðugleika og margir seðlabankar sem tóku slaginn gegn verðbólgunni fyrir nokkrum áratugum. Þorvarður Tjörvi Ólafs- son Höfundur er hagfræðingur hjá Seðla- banka Íslands. Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.