Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 27 Hjá ÞSSÍ er fólk á mun hærri laun- um, svokallað fagfólk, sem kemur að mestu úr röðum opinberra starfs- manna. Ég vil kalla þetta stofnanavæðingu og ÞSSÍ gerir of mikið af því að búa til stofnanir sem eiga jafnvel eftir að verða skattbyrði á þegnum ríkjanna sem aðstoðina þiggja í stað þess að hugað sé að grunnþáttum efnahags- lífsins, tekju- og atvinnusköpun.“ Opnari stjórnsýsla – Gagnrýni þín á ÞSSÍ er allhörð. Hvað er til ráða? „Því miður einkennir þetta sem ég hef sagt einnig ýmsar þróunarstofn- anir í öðrum ríkjum sem vinna að þessum málum. Mestu mistökin voru þau að gera stofnunina að einhvers konar friðarstóli fyrir gamlar stjórn- málakempur sem voru orðnar víga- móðar eftir átök stjórnmálanna. Ég er ekki að gagnrýna stjórn- málamennina sem þessari stöðu hafa gegnt en báðir eru dugnaðarforkar og góðir stjórnendur. Ég er að gagn- rýna fyrirkomulagið því að með þessu er búið að taka þetta starf framkvæmdastjóra ÞSSÍ af vinnu- markaði og eyrnamerkja litlum hópi manna. Það er ekki gott fyrir ÞSSÍ og til lengdar mun þetta draga stofn- unina niður og einangra hana frá þjóðinni eins og raunin hefur orðið að mínu áliti. Ég var í varastjórn stofnunarinnar í mörg ár. Ég var einungis boðaður á einn fund. Þar gagnrýndi ég ým- islegt og var aldrei boðaður á fundi eftir það auk þess sem fundagerðir sem áður höfðu borist mér hættu að koma. Skipulag stjórnar stofnunar- innar er löngu úrelt. Það er bast- arður sem heyrir bæði undir fram- kvæmdavaldið og Alþingi í senn. Stjórnin hefur ekkert boðvald og því í raun áhrifalítil um stjórn stofnunar- innar. Framkvæmdastjóri er skip- aður af utanríkisráðherra og formað- ur stjórnar einnig en aðrir stjórnarmenn kosnir af Alþingi. Tengslin við utanríkisráðuneytið eru veik vegna stjórnarinnar sem þó hef- ur ekkert vald. Hér vantar skýra ábyrgð utanríkisráðherra á stofn- uninni. Marghliðaaðstoðin er síðan í hinum ýmsu ráðuneytum og á tvist og bast um stofnanir ríkisins allt eftir málefnum. Utanríkisráðuneytið reynir að hafa heildarsýn en vegna skipulagsins er það afar erfitt. Þarna þarf að höggva á hnútinn og end- urskipuleggja aðkomu okkar Íslend- inga að þessum málaflokki í heild sinni. Meira samráð við þjóðina Ég tel brýnt að koma þessu starfi úr þeim farvegi sem það er í. Fjár- munir, sem varið er til þessara mála, nýttust mun betur væru fyrirtækin í landinu fengin til samstarfs. Þá væri hægt að stofna til ýmiss konar sam- vinnu um þróunarverkefni þar sem hagsmunir beggja væru hafðir að leiðarljósi. Íslendingar geta komið að málum eins og orkuvinnslu úr jarð- hita og fallvötnum, fiskveiðum, land- búnaði, flugmálum, ferðaþjónustu, fjármálaþjónustu og almennri versl- un, iðnaði og þjónustu. Allt ætti að vera opið í þessu sambandi. Þetta hefði í för með sér meiri viðskipti við þróunarlöndin en þess óska þau helst. Kaupið framleiðslu okkar og þá vegnar okkur vel, segja menn þar. Ölmusur geta jafnvel komið í veg fyr- ir framfarir.“ Tillögur um úrbætur Til þess að efla stofnunina hefur Stefán lagt fram eftirfarandi tillögur:  Nauðsynlegt er að endur- skipuleggja þróunarsamvinnu Ís- lendinga.  Stækka snertifletina við íslenska þjóð og virkja hana til samstarfs.  Efla tvíhliða viðskipti við þróun- arlöndin.  Efla samstarf við íslenskt at- vinnulíf. Samræma tvíhliða- og marghliða þróunaraðstoð okkar.  Tengja betur saman íslenska al- þjóðapólitík og þróunaraðstoð okkar. „Álitlegasta leiðin er sú,“ segir Stefán „að ÞSSÍ bjóði út framkvæmd verkefna sinna. ÞSSÍ lætur nú starfsmenn sína inna öll verk af hendi. Sárasjaldan er leitað til einka- geirans. Þetta hefur leitt til þess að íslensk fyrirtæki hafa litla eða enga reynslu af verkefnum í þróunarlönd- unum og eiga því mjög erfitt upp- dráttar með að bjóða í verkefni sem boðin eru út af ýmsum alþjóðaþróun- arbönkum svo sem NDF (Norræna þróunarsjóðnum). Útboð verkefna ÞSSÍ er góð leið til að breyta þessu auk þess sem allir kostir útboða eru líklegir til að auka afköst, árangur og gæði verkefna ÞSSÍ.“ Stofnun þróunarlánasjóðs Stofnaður verði sérstakur íslensk- ur þróunarlánasjóður sem hluti fjár- veitinga Alþingis til þróunarsam- vinnu renni í auk framlaga frá fyrirtækjum og fjármálastofnunum. Að sjóðnum standi auk stjórnvalda bankar, verðbréfafyrirtæki, Samtök atvinnulífsins, samtök launþega o.fl. Hlutverk sjóðsins verði að lána fé til arðbærra verkefna í þróunarlönd- unum sem íslensk fyrirtæki væru að- ilar að, annaðhvort sem eignaraðilar eða framkvæmdaaðilar. Með þessu móti gætu íslensk fyr- irtæki, og þar með talin fjármálafyr- irtæki, stundað arðbær viðskipti í þróunarlöndunum með stuðningi ís- lenskra stjórnvalda. „Ég fer ekki nánar út í smáatriði um rekstur slíks sjóðs, lánaflokka, fjárfestingar, óafturkræf fjárframlög o.s.frv,“ segir Stefán, „en vil að lok- um vekja athygli á að nú hafa fram- lög Íslendinga til þróunarmála verið aukin mjög. Vænta má þess að nýt- ing fjármagnsins yrði mun betri með stofnun slíks lánasjóðs og gagn- kvæmum samvinnuverkefnum ís- lenskra og erlendra fyrirtækja. Nú þegar eru boðin út á vegum al- þjóðasamtaka verkefni í þróun- arlöndum og skipta verðmæti þeirra hundruðum milljóna dollara. Íslensk fyrirtæki eiga ekki greiðan aðgang að fjármagni sem er í boði því að Ís- land á hvorki aðild að Þróunarbanka Asíu né Afríku. Það er kominn tími til að Íslend- ingar hasli sér í alvöru völl á þessu sviði. Á þann hátt getum við orðið meðbræðrum okkar og -systrum í þróunarlöndunum að mestu liði.“ Lífsgleði Börnin leika með sjáv- arfang á ströndinni í Tombua þorp- inu í Angola, þar sem Nýsir hefur verið í samstarfi við heimamenn. Aflaskip Quo Vadis HF-23 kemur með góðan afla að landi í Laayoune í Vestur-Sahara, en þar fyrir utan eru gjöful fiskimið. » Stjórnin hefur ekk- ert boðvald og því í raun áhrifalítil um stjórn stofnunarinnar. Framkvæmdastjóri er skipaður af utanrík- isráðherra og formaður stjórnar einnig en aðrir stjórnarmenn kosnir af Alþingi. Tengslin við ut- anríkisráðuneytið eru veik vegna stjórn- arinnar sem þó hefur ekkert vald. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Rómantíska leiðin í Þýskalandi er sennilega vinsælasta hjólaleið landsins, enda er leiðin tiltölulega auðveld að hjóla, á góðum og vel merktum hjólastígum. Leiðin liggur um stórbrotið landslag þar sem gamli og nýji tíminn mætast í fallegum og vel varðveittum bæjum. Eftir flug til Frankfurt er farið með rútu til Würzburgar þar sem hjólaferðin sjálf hefst daginn eftir. Hjólað er til Bad Mergentheim, Rothenburg ob der Tauber, þar sem sagan drýpur af hverju strái, Dinkelsbühl, Augsburgar, Wies sem er með fallegustu barokkirkjum Þýskalands og svo er endað í ævintýrabænum Füssen þar sem höllin Neuschwanstein gnæfir yfir. Í Füssen gistum við í 2 nætur í lokin svo hægt sé að taka því rólega og skoða kastalann áður en farið er til München og flogið heim á leið. Frábær hjólaleið í fallegu umhverfi sem verður stórbrotnara eftir því sem sunnar dregur. Í þessari ferð þarf að sigrast á nokkrum brekkum, hjólað er 40 - 70 km á dag og hentar því ferðin öllum sem áhuga hafa á hjólaferðum. Fararstjóri: Rúnar Helgason Verð: 169.700 kr. Spör - Ra gn he ið ur In gu nn Á gú st sd ót tir s: 570 2790 www.baendaferdir.is b o k u n @ b a e n d a f e r d i r . i s 5. - 15. júní Rómantíska leiðin HJÓLAFERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.