Morgunblaðið - 23.03.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.03.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 25 sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi á árunum 1968-70. Þá var hann vara- forsetaefni flokksins í kosningunum 1972 en framboð þeirra George McGo- vern galt þá afhroð gegn Richard Nixon og Spiro Agnew. Eunice var virk í kosningabaráttu Johns bróður síns árið 1960 og 43 árum síðar studdi hún tengdason sinn, Arnold Schwarzenegger, dyggilega í starf ríkisstjóra í Kaliforníu en hann kemur sem kunnugt er úr röðum repúblik- ana. Schwarzenegger er kvæntur sjónvarpskonunni Mariu, sem er næstelst fimm barna Eunice og Sargents Shrivers. Eunice var náin Rosemary systur sinni og hefur alla tíð látið sig málefni fatlaðra varða. Árið 1968 setti hún ólympíuleika fatlaðra á laggirnar ásamt Ann McGlone Burke. Sonur hennar, Timothy Shriver, er nú stjórn- arformaður leikanna sem fyrir margt löngu hafa fest sig í sessi. Eunice er eina núlifandi konan sem fengið hefur mynd af sér á bandarískum myntpen- ingi, minnispeningi ólympíuleika fatlaðra frá árinu 1995. Eunice hefur átt við heilsubrest að stríða undanfarin misseri og var um nokkurra vikna skeið á sjúkrahúsi undir lok síðasta árs. Í lok janúar síðast- liðins var hún þó nógu brött til að vera viðstödd þegar Edward bróðir hennar lýsti opinberlega yfir stuðningi við forsetaframboð Baracks Obama. Sá Hollywood í hillingum Fjórða systirin, Patricia (f. 1924), er sögð hafa verið fáguð og dul í senn. Hún lagðist ung í ferðalög og hermdi af ævintýrum sínum í blöðum og tíma- ritum. Patricia heillaðist af Hollywood, þar sem faðir hennar starfaði um tíma, og flutti þangað rétt rúmlega tvítug. Hana dreymdi um að verða leikstjóri og framleiðandi en átti erfitt uppdráttar í hinu karllæga umhverfi kvikmynda- borgarinnar á fimmta og sjötta áratugnum og varð að láta sér nægja að vinna sem aðstoðarmaður við smærri þætti í útvarpi og sjónvarpi. Faðir hennar hafði aftur á móti mikla trú á henni. „Pat hefur nef fyrir við- skiptum. Hún gæti hæglega stjórnað þessum bæ ef hún kærði sig um það,“ mun hann hafa sagt og átti þar við Hollywood. Patricia kynntist breska leikaranum Peter Lawford á fimmta áratugnum en gekk ekki upp að altarinu með honum fyrr en 1954. Þau settust að í Santa Monica og varð fjögurra barna auðið. Eftir það virðist Patricia hafa lagt drauma sína um frama í starfi til hliðar. Lawford var alræmdur glaumgosi í Hollywood og það var hann sem kynnti mága sína, John og Robert, fyrir ýmsu mektarfólki, svo sem Frank Sinatra og Marilyn Monroe, með alkunnum afleiðingum. Lawford kynnti einmitt Monroe á svið þegar hún söng hinn fræga afmæl- issöng fyrir forsetann í maí 1962 og sagan segir að hann hafi verið síðasti maðurinn sem sá kyntáknið á lífi. Það hefur aldrei fengist staðfest. Lawford var ölkær og með tímanum ánetjaðist hann lyfjum. Þá var hann áfram fjölþreifinn til kvenna eftir að hann fékk á sig hnapphelduna. Það lík- aði Patriciu að vonum illa og árið 1966 skildi hún við Lawford. Þar sem Patricia var, líkt og systkini hennar, gegnheill kaþólikki giftist hún aldrei aftur. Hún starfaði um tíma við John F. Kennedy-bókasafnið og -safnið, auk þess að vinna að bókmenntakynningum og fíknarmálum. Bakkus fór ekki blíðum höndum um Patriciu og um tíma glímdi hún við krabbamein. Það var að lokum lungnabólga sem dró hana til dauða á heimili sínu á Man- hattan 17. september 2006. Hún var 82 ára. Peter Lawford einangraðist frá Kennedy-fjölskyldunni eftir skilnaðinn. Hann andaðist árið 1984, 61 árs að aldri. Hlédrægi sendiherrann Yngsta Kennedy-systirin, Jean Ann (f. 1928) er enn á lífi. Hún var feimin og hlédræg í æsku og örlög systkina hennar höfðu djúpstæð áhrif á hana. „Hún fæddist svo seint að hún upplifði bara sorgirnar, ekki sigrana,“ sagði móðir hennar einu sinni um Jean. Hún lagði stund á háskólanám ásamt tveimur verðandi mágkonum sínum, Ethel Skakel, sem giftist Robert og átti með honum 11 börn, og Virginiu Jo- an Bennett, sem var um tíma eiginkona Edwards. Sjálf gekk Jean að eiga Stephen Edward Smith árið 1956. Hann rak á þeim tíma skipafélag í eigu fjölskyldu sinnar en tók síðar við fjármálum Kennedy- fjölskyldunnar og varð pólitískur ráðgjafi og kosningastjóri mága sinna. Þau Jean voru bæði viðstödd þegar Robert Kennedy var særður banasári á Amb- assador-hótelinu í Los Angeles sumarið 1968. Jean og Stephen létu lengst af minna fyrir sér fara en hin systkinin og settust að í New York á sjöunda áratugnum. Þau eignuðust tvo syni og ætt- leiddu tvær dætur, aðra frá Víetnam. Stephen lést árið 1990 af völdum krabbameins. Ári síðar var annar sonur þeirra, William, ákærður fyrir nauðgun í Flórída þar sem hann lagði stund á nám í læknisfræði. Hann var sýknaður af þeim sökum. Árið 1993 gerði Bill Clinton Bandaríkjaforseti Jean Kennedy Smith að sendiherra á Írlandi. Hún gegndi því starfi í fimm ár og lét friðarmál á Norð- ur-Írlandi sig sérstaklega varða. Jean var nokkuð umdeildur sendiherra og fékk m.a. bágt fyrir það hjá Warren Christopher utanríkisráðherra að refsa tveimur starfsmönnum sendiráðsins í Dublin fyrir að synja Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Jean féll þó Írum vel í geð og hlaut heiðursríkisfang árið 1998. Þá veitti írska samfélagið í Boston henni sérstaka viðurkenningu á síðasta ári fyrir framlag hennar til friðarmála á Norður-Írlandi og vegna mannúðarstarfa með fötluðum börnum en þau mál hefur hún látið til sín taka eins og hin eft- irlifandi Kennedy-systirin, Eunice. Í meira en þrjá áratugi hefur Jean rekið samtök sem hafa þann tilgang að koma á framfæri list andlega og líkamlega fatlaðra barna. Jean varð á dögunum fjórða Kennedy-systirin til að ná áttræðisaldri. Þær eiga svo sem ekki langt að sækja langlífið því eins og margir muna varð móð- ir þeirra allra kerlinga elst. Rose féll frá árið 1995, 104 ára gömul. Hún hafði þá verið ekkja í 26 ár eða frá því Joseph lést árið 1969, 81 árs að aldri. orri@mbl.is »Rose hafði ekki enn fyrirgefið dóttur sinni og neitaði að vera við útför hennar. Vegna tilmæla móður sinnar fór ekkert systkinanna heldur. Joseph eldri fylgdi dóttur sinni hins vegar til grafar. ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. WWW.UU.IS Forum Residence - Marmaris Verðdæmi: 64.255,- Nýtt og glæsilegt íbúðahótel með stórum og björtum íbúðum, vel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Ströndin er í göngufæri og stutt í verslanir og veitingastaði. á mann m.v. 2 með 2 börn í 1 viku, 19. maí. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 71.475 Töfralandið Tyrkland verður stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta Íslendinga sem vilja hafa það náðugt á fallegum ströndum, leika sér í sjónum eða kynnast dulúðarfullri menningarsögu landsins. Marmaris er paradís Miðjarðarhafsins yfir sumartímann og smá- bærinn Içmeler hefur slegið í gegn með fegurð sinni og þjónustu við ferðamenn. Gist er á fyrsta flokks hótelum, loftið er hreint og stöðugur andvari frá sjónum kælir sólarunnendur í hitanum. Komdu til Tyrklands og sjáðu sólina í nýju ljósi. Ódýrustu sætin bókast fyrst!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.