Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ F ötin skapa manninn, eins og allir vita, og þannig er það líka í EVE Online. Harpa Einarsdóttir lærði fatahönnun í Listaháskólanum og útskrif- aðist árið 2005. „Ég sótti bæði um í myndlist og fatahönnun, þannig að myndlistin hefur loðað við mig og hér næ ég að sameina þetta tvennt,“ segir hún. „Torfi [Frans Ólafsson] þekkti til mín, hringdi í mig fyrir ári og spurði hvort ég vildi ekki prófa. Hann vissi að ég hafði fengist við að teikna. Ég gerði nokkrar prufu- skissur fyrir þá og var eiginlega ráðin á staðn- um.“ Harpa segist ekki aðeins fylgja hjartanu í hönnun á búningum fyrir EVE Online. „Fjórir þjóðflokkar ráða ríkjum, áherslurnar eru því ólíkar og ég fylgi þeim. Ég byrjaði á her- mannaþjóðflokknum Caldari og undirflokki þeirra, Achura. Svo gerði ég búninga á konurnar í Galente, einnig undirflokk þeirra, og nú vinn ég að Sebiestor, sem er myrk og meira „goth“, ekki þó mjög pönkuð heldur á fínni nótum, dálítið í anda Marilyn Manson. Ég gerði mikla skissu- vinnu fyrir alla ættbálkana en þetta er það sem búið er að mála og senda til Kína í framleiðslu. Þar er þessu breytt í þrívíddarforrit þannig að hægt sé að nota það í leiknum.“ Stefnt er að því að framleiða föt sem byggð eru á hönnuninni fyrir leikinn. Ráðinn hefur ver- ið maður til að halda utan um þá vöruþróun, finna framleiðendur og svo framvegis. Til skoð- unar er að framleiða þau í Japan þar sem færir fatahönnuðir kæmu að verkinu. „Það yrði gíf- urlega spennandi af því að ég vissi ekki að þetta færi það langt þegar ég byrjaði,“ segir Harpa. „Það væri gaman að sjá þetta verða til í alvöru. Þá yrði draumur að veruleika.“ Harpa segir að vel sé hugsað um starfsmenn hjá CCP, þeir séu til dæmis að fara í árshátíð- arferð til Marrakesh í Afríku. „En það er óneit- anlega skrítið fyrir mig að starfa á vinnustað, þar sem fólki þarf ekkert að hugsa um útgang- inn á sér, eftir að hafa verið í umhverfi þar sem skiptir öllu máli að vera vel klæddur og vita allt um tískuna,“ segir hún og hlær. „En mér líður voða vel þarna.“ ÆTTBÁLKAR EIGNAST BÚNINGA Harpa Einarsdóttir TÖLVULEIKIR ars er hætt við að óvinaherir spilli verkinu. Í þessu tilfelli vissu innan við tíu hvað stóð til, þó að hinir útveg- uðu efni eða framleiddu hluti. Lýðræði komið á fót Þegar náð var tali af Eyjólfi síðast- liðið þriðjudagskvöld, þá fylgdist hann spenntur með nýja kosn- ingakerfinu, sem hleypt var af stokk- unum klukkan fjögur um daginn. „Þetta var tilkynnt á „fanfesti“ í nóv- ember, en frambjóðendum var gefinn kostur á að bjóða sig fram í kvöld, þannig að ferlið er hafið.“ Kosningin fer fram á umræðuvef spilara, sem er fyrir utan leikinn, en þar skiptast menn á skoðunum. Svo virðist sem ekki verði hörgull á fram- bjóðendum. „Þetta er nýtt af nálinni og enginn veit hvernig svona lýðræð- isferli virkar í þessu umhverfi. Það hafa verið mynduð fulltrúaráð, þar sem tilteknir spilarar hafi verið valdir til þátttöku, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt val fer fram í lýðræð- islegum kosningum.“ Fulltrúaráð spilaranna kemur til með að standa saman af níu fulltrú- um spilaranna, sem koma til fundar við CCP á Íslandi einu sinni á hverju kjörtímabili, sem er sex mánuðir, og ræða við þróunarteymið um mál sem þeir telja mikilvægust á næstu miss- erum eða í nánustu framtíð. „Það verður farið yfir þær ábendingar og við þurfum að rökstyðja vel hvers vegna við teljum eitthvað mögulegt og hvers vegna ekki,“ segir Eyjólfur. Hann segir þetta nauðsynlegt, því heimur EVE Online sé orðinn það stór, telji 230 þúsund einstaklinga og 280 þúsund ef þeir eru taldir með sem eru í prufuáskrift. „Þetta nálgast því heildarfjölda íslensku þjóð- arinnar. Þegar spilendahópurinn er orðinn svona stór og býr í einum heimi, þá verður samfélagið svo flók- ið að það þarf að grípa til þessara helstu stofnana, ef lýðræði er stofn- un, sem við þekkjum úr veru- leikanum. Þannig að þetta er sam- félag í mótun.“ Lokað hagkerfi Gjaldmiðillinn í EVE Online nefn- ist „interstellar credits“. Og EVE er rekinn sem lokaður heimur, þannig að spilarar eiga ekki að geta skipt út gjaldmiðlum úr þeim heimi, heldur eingöngu sín á milli. Í sumum sam- bærilegum leikjum er það leyft, en ekki í EVE Online. „Hins vegar eru spilararnir að sjálfsögðu mjög klárir,“ segir Eyjólf- ur. „Þetta er leikur fyrir fólk sem hefur gaman af heilaleikfimi og það hefur myndast á netinu svartur markaður fyrir þennan gjaldmiðil. Ef við komumst að slíku, þá tökum við fyrir það eins og hverja aðra ólöglega starfsemi.“ – Er brugðist hart við? „Já, það hefur verið gripið til að- gerða sem hafa haft áhrif á þennan svarta markað.“ Einnig er fylgst með því að starfs- menn misnoti ekki aðstöðu sína með þátttöku í leiknum. Þeir sem koma að þróun leiksins þurfa að taka þátt í honum, en það gilda strangar reglur um hegðun þeirra og þeir eru með opinberar skrár. Nokkrir starfsmenn hafa gaman af því að spila leikinn þess utan, en þeir lúta eftirliti.“ Erfitt er að segja til um hversu löngum tíma spilarar verja í leiknum. „Þetta er svo fjölbreyttur leikur að það gefur ranga mynd að horfa ein- göngu á þær tölur,“ segir Eyjólfur. „Þeir sem eru stjórnendur í stórum fyrirtækjum í leiknum hafa sagt að þeir eyði minnstum tíma í leiknum sjálfum. Þeir verji mestum tíma fyrir utan leikinn í að skipuleggja aðgerðir sem gripið verður til í nánustu fram- tíð. EVE er nefnilega leikur sem byggist á strategískum aðferðum, sem hugsaðar eru þrjá til tólf mánuði fram í tímann.“ Hann segir dæmi um að þeir sem taki þátt í þessum heimi hafi ákveðið að koma sér í lykilstöður í óvinafyr- irtæki. Þeir gerist njósnarar, skrái sig inn í fyrirtæki, ávinni sér traust og brjóti fyrirtækið innan frá. „Við vitum um eitt dæmi, sem tók tólf mánuði frá því aðgerðin hófst og þar til markmiðinu var náð. Svo hafa aðr- ir gaman af því að grípa í spilið, leysa kannski eitt eða tvö verkefni. Enn aðrir fylgjast með markaðnum, kaupa hér og selja þar gegn hærra verði. Fólk fer inn með eigin mark- mið og á eigin forsendum. Það er erf- itt að tala um meðaltalstíma í þeim efnum.“ – Hvað verða fyrirtækin stór? „Stærsta fyrirtækið er með um 2.500 til 3.000 meðlimi. Síðan bindast þessi fyrirtæki samtökum og stærstu samtökin eru með um fimm þúsund meðlimi innan sinna vébanda.“ – Hefur Samkeppnisstofnun frétt af því? „Nei, og við myndum ekki hafa áhyggjur af því innan þessa heims, vegna þess að heimurinn er svo fjöl- mennur að ein samtök hafa ekki möguleika á að ráða stærstu mörk- uðunum. Við vitum að það eru 66 staðbundnir markaðir í EVE, sem tengjast þó allir þannig að vörur flæða frjálst á milli. Einstaklingar hafa reynt að króa af einstaka mark- aði, en það hefur sjaldnast tekist til lengdar.“ Strangar reglur í Kína EVE Online er einnig haldið úti í Kína, en þar er leikurinn á öðrum netþjóni og á kínversku. „Það gilda strangar reglur um fyrirtæki sem starfa í Kína, leikjaþjónninn og rekst- urinn verður til dæmis að vera þar,“ segir Halldór Fannar Guðjónsson. „Þetta er vaxandi markaður og þar erum við með þriðja leikjastúdíóið, þannig að við erum einnig að fram- leiða leik þar. En það er stutt komið, uppbyggingarstarf enn í gangi og við erum að tryggja okkur lykilmenn. Við úthýsum líka ákveðinni vinnu þar, t.d. sá 50 manna stúdíó í Sjanghæ um að endursmíða öll geim- skipin fyrir síðustu stóru uppfærslu á EVE Online. Í því fólst gríðarleg vinna, það fóru 100 mannár í það verk, sem tók tvö ár í vinnslu. Við hefðum ekki getað gert það á Íslandi, því ekki er nógu mikið af fólki til með þá sérþekkingu sem þarf.“ Hann segir að verkefni af þessu tagi henti vel til úthýsingar. „Við sjáum fyrir okkur að gera meira af þessu í framtíðinni. Þegar ég vann hjá Electronic Arts þá voru kannski 100 til 200 manns að vinna að einum leik og það er erfitt skipulagslega, Það tók 600 manns um all- an heim sex mánuði að byggja fyrstu geimstöðina vorið 2006 A lan Greenspan Eve Online er hag- fræðingurinn Eyjólfur Guðmunds- son, nema doktor Eyjó, eins og hann er kallaður innan CCP, er valdameiri ef eitthvað er. „Ég er með tvo hatta, er bæði greinandinn sem greinir hagkerfið út frá gögnum sem við höfum og eins sá sem veitir ráðleggingar um hvert skuli halda. Síðustu sex mánuði höfum við safnað sögulegum upp- lýsingum um hagkerfið til að átta okkur á því hvernig það virkar til lengri tíma litið.“ – Og hvernig virkar það? „Einfaldasta svarið er að allar vísbend- ingar benda til þess að þar gildi sömu lögmál og í raunverulegum hagkerfum. Að sjálf- sögðu er þetta ekki raunveruleiki heldur ann- ar heimur en hann byggir á sömu forsendum og hagkerfi raunheimsins þar sem verðvænt- ingar eru ráðandi um verðlagningu á mörk- uðum, þar sem eftirspurn ræðst af framboði hverju sinni og þar sem hvati einstaklingsins til að ná árangri er drifkrafturinn í kerfinu.“ – Er þetta draumaveröld hagfræðingsins? „Engin spurning, vegna þess að maður hef- ur tækifæri til að skoða hvernig einstaklingar hegða sér, í fyrirfram ákveðnu umhverfi, með tilteknum meginmarkmiðum til að kom- ast af og reyna að ná betri árangri en næsti spilari. Og það liggja fyrir gögn um allt sem gert er, sem er oft það sem hagfræðinga vantar til að þróa sínar kenningar.“ – Má draga lærdóm af því í raunheimum? „Það verður örugglega þannig í framtíð- inni að hægt verður að draga lærdóm af hegðun fólks innan þessa kerfis. Við höfum séð verðbólur á mörkuðum hjá okkur, líkt og gerist í raunveruleikanum, en okkar heimur er á hraðari skala, við sjáum bólurnar skýrar og ástæður upphafs og hruns. Hjarðáhrif eru nokkuð augljós innan þessa heims og ef sú hegðun er yfirfærð á okkar veruleika, miðað við núverandi ástand, yrði lærdómurinn sá að halda sjó, halda ró sinni, fylgjast með mörk- uðum en gera ekki endilega ráð fyrir að nú- verandi ástand sé varanlegt – þetta gæti ver- ið yfirskot.“ – Er verðbólga í EVE Online? „Á síðasta ári jókst framboð á vörum vegna tækniframfara og aukinnar framleiðslu og al- mennt verðlag lækkaði. Veltan óx samt sem áður, þannig að heimurinn stækkaði, en það var verðhjöðnun á helstu mörkuðum. Undir lok ársins snerist það við og það myndaðist verðbólga á lágu stigi.“ – Hvaðan koma peningarnir? „Peningarnir verða til þegar spilarar inna af hendi ákveðna þjónustu fyrir umhverfið. Þeir fá verkefni og ef þeir leysa þau fá þeir reiðufé og ýmsa hluti sem þeir afla sér í leið- inni. Þannig komast nýir peningar inn í kerf- ið og svo velta þeir á milli eftir því sem menn stunda viðskipti sín á milli. Það er eingöngu greitt fyrir unna vinnu og ekkert fé verður til nema þátttakendur leggi eitthvað af mörk- um.“ – Er hagstjórnartækjum beitt? „Almenn og opinber stefna þessa hagkerfis er sú að láta kerfið ráða sér að mestu sjálft, „fair approach“ ef við notum tækniorðin. Við viljum ekki blanda okkur inn í hagstjórnina sem slíka heldur leyfa kerfinu að jafna sig sjálft ef um breytingar er að ræða. En við fylgjumst náið með því sem gerist og ef við teljum að eitthvað í hönnun leiksins hafi slæm áhrif grípum við inn í.“ Lærdómur Eyjólfur Guðmundsson segir hag- fræðinga geta lært ýmislegt af EVE Online. Í DRAUMAVERÖLD HAGFRÆÐINGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.