Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 15

Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 15 Þ að færist bros yfir andlit Halldórs Fannars Guðjónssonar, sem er yfir tæknimálum CCP, þegar hann heyr- ir að borðtennisborð hafi verið sett upp í afþreyingarherberginu. „Það var ein- mitt borðtennisborð hjá Atari í Bandaríkj- unum þegar ég og Snorri Sturluson unnum þar. Við fundum borðtennisborð, þetta var mjög stór bygging, og við eignuðum okkur það, drógum það inn í svæðið sem leikja- hópurinn okkar var. Það var fínt að geta tekið leik og leik. Maður vann mikið á þess- um árum, var ekki með konu og börn, og við vorum þarna bókstaflega daginn út og daginn inn.“ CCP vinnur að þróun á nýjum tölvuleik á svæði sem heitir Stone Mountain, rétt fyrir utan Atlanta, en þar er White Wolf til stað- ar, sem CCP sameinaðist og er búið að vera um tvo áratugi í hlutverkaspilum. Kunnast er fyrirtækið fyrir spilið World of Dark- ness. „Hlutverkaspilamarkaður hefur verið að minnka,“ segir Halldór Fannar. „Það er minna um að menn spili saman á eldhús- borðinu, leikirnir eru meira að færast yfir í tölvur og við sjáum fyrir okkur að fjölspil- unarleikir eigi eftir að renna saman við þá hefðbundnu. Þegar við runnum saman voru 25 starfsmenn í höfuðstöðvum White Wolf, en nú eru þeir orðnir 70 og stefnan er að þeir verði rétt yfir 100. Það er það sem við þurfum til að geta búið til leik þarna.“ Hugmyndin er sú að meginstarfsemi skrifstofunnar á Íslandi felist í að þróa og viðhalda EVE Online og þá þykir sniðug lausn að skrifstofa í annarri heimsálfu fái frið og ró til að skapa nýjan leik. „Við get- um ekki verið með öll eggin í einni körfu til lengdar og þurfum að þróa nýjan leik,“ segir Halldór Fannar. „Ekkert útlit er fyrir að það dragi úr vextinum á EVE Online, sem gengur vel, en það tekur fjögur ár að búa til fjölspilunarleik sem líklegur er til vinsælda, þannig að það er eins gott að byrja snemma. Við erum líka búin að byggja upp sérþekkingu innan fyrirtæk- isins, sem væri sorglegt að nýta ekki bet- ur.“ Það verður erfiðara að búa til nýja leik- inn en EVE Online á sínum tíma, því fólk gerði minni kröfur þá og samkeppnin var minni, að sögn Halldórs Fannars. „Þá var hægt að gefa út leik sem var aðeins byrj- unin, ekki með öllum hlutunum sem hafa bæst við síðan. Ástæðan fólst líka í því, að vélbúnaðurinn var mun síðri og minni möguleikar. Töluverðar framfarir hafa orð- ið í hugbúnaði, sem neyðir okkur til að leggja meiri vinnu í útlitið, bæði í forritun og hönnun. Geimskipin í fyrstu útgáfunni árið 2003 voru til dæmis 3.000 til 7.000 þrí- hyrningar, en fyrir jólin í fyrra voru þau komin upp í 1 til 3 milljónir þríhyrninga. Menn þurfa því að temja sér betri og háþróaðri aðferðir til að koma þessu sam- an.“ – Mynduð þið koma þessum geimskipum á loft í raunveruleikanum? „Hent hefur verið gaman af því innan CCP að við séum stuðningsaðili íslensku geimferðaáætlunarinnar, en hún er reyndar ekki stór – stendur saman af áhugamanna- félagi sem skýtur upp flugeldum. Við höf- um stutt við bakið á þeim gegnum tíðina, enda erum við miklir áhugamenn um geim- ferðir. Þegar Richard Branson tilkynnti að Virgin hygðist efna til farþegaferða feng- um við þá hugmynd að einn heppinn við- skiptavinur fengi sæti í jómfrúrferðinni, en því miður er fyrirtækjum bannað að panta sæti. Það hefur líka verið grínast með það hvort geimskipin í leiknum væru flughæf. Ég hef svarað því til, að framtíðin verði að leiða það í ljós, en við séum spennt fyrir þeim möguleika. Þau líta allavega vel út – maður myndi alveg láta sjá sig á svona geimskipi.“ MYNDI LÁTA SJÁ SIG Á SVONA GEIMSKIPI Geimferðir Halldór Fannar Guðjónsson segir starfsmenn mikla áhugamenn um geimferðir. Á ÞRIÐJUDAGINN FJÖLGAR ÍSLENSKUM MILLJÓNAMÆRINGUM UM 30 – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.