Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 6
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
VAÐLAHEIÐARGÖNG, sem hafist
verður handa við á næsta ári, verða
um það bil 7,4 km löng. Gert er ráð
fyrir því að munni ganganna Eyja-
fjarðarmegin verði í um 60 metra
hæð yfir sjávarmáli hjá þjóðvegi 1
við Hallandsnes og í Fnjóskadal
verður munninn í um 160 metra hæð
yfir sjávarmáli hjá Skógum. Stefnt
er að því að göngin verði tekin í notk-
un árið 2012.
Eyfirðingar og Þingeyingar fögn-
uðu fyrr í þessum mánuði þegar
samgönguráðherra tilkynnti að ráð-
ist yrði í gerð ganganna strax á
næsta ári enda eru allir sammála um
að mannvirkið muni hafa mikil áhrif
fyrir Norðausturland; m.a. hefur
verið nefnt að loks verði svæðið frá
Eyjafirði og austur úr eitt atvinnu-
svæði; þá oftast og aðallega í
tengslum við hugsanlegt álver á
Bakka við Húsavík en ekki einvörð-
ungu; talið er að þróunin verði ef-
laust sú – eins og raunin varð t.d.
með Hvalfjarðargöngum – að fólk
sæki vinnu um lengri veg en áður.
Íbúi á Akureyri gæti auðveldlega
starfað austur á Húsavík eða þar í
grenndinni, og íbúar austur í Þing-
eyjarsýslum sótt vinnu til Akureyrar
í meira mæli en áður. Nyrðra virðist
almenn skoðun að göng muni á
margvíslegan hátt skjóta styrkari
stoðum undir líf og starf fólks al-
mennt í landshlutanum.
Samgöngur eru ótryggar yfir Vík-
urskarð, milli Fnjóskadals og Eyja-
fjarðar, yfir vetrarmánuðina en með
göngum verður slíkt úr sögunni og
aldrei vandkvæðum bundið að kom-
ast á milli.
Félagið Greið leið ehf. var stofnað
2003 og er í eigu allra sveitarfélaga í
Eyþingi (Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslu), auk fjölda fyrirtækja. Til-
gangur félagsins var og er að vinna
að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.
Í skýrslu sem Ágúst Guðmunds-
son, jarðfræðingur hjá Jarðfræði-
stofunni ehf., vann fyrir Greiða leið
ehf. og birt var á síðasta ári kemur
fram að aðstæður til jarðgangagerð-
ar í gegnum Vaðlaheiði séu í með-
allagi góðar. Skýrslan er samantekt
á niðurstöðum rannsókna í Vaðla-
heiði sem Jarðfræðistofan hefur haft
umsjón með undanfarin ár, en í þeim
var sjónum beint að jarðfræðilegum
aðstæðum til gangagerðar.
Í Vaðlaheiði er berggrunnurinn
töluvert brotinn og „haggaður“ með
allmörg misgengi og bergganga að
því er fram kemur í skýrslu Ágústs.
Hann segir setberg á áformaðri jarð-
gangaleið sambærilegt við setberg í
göngunum í Blönduvirkjun og Fá-
skrúðsfjarðargöngum.
Vert er að minnast á könnun sem
Capacent gerði fyrir Greiða leið og
kynnt var á síðasta ári. Þar kom
fram yfirgnæfandi stuðningur við
það, meðal íbúa Eyjafjarðar og Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, að grafin yrðu
jarðgöng undir Vaðlaheiði. Alls töldu
92% svarenda í 2.000 manna úrtaki
mikilvægt að af framkvæmdinni
yrði. Í könnuninni sögðu 73% að það
væri „mjög mikilvægt“ og 15,4 „frek-
ar mikilvægt“ að göngin yrðu grafin
og sögðu fulltrúar Greiðrar leiðar að
það væri afar fátítt að svo viðamikið
verkefni í samgöngumálum nyti svo
víðtæks stuðnings almennings.
Göngin treysta mjög bönd
Eyfirðinga og Þingeyinga
Stefnt að því að
Vaðlaheiðargöng
verði tilbúin 2012
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gegnt Akureyri Munni Vaðlaheiðarganganna Eyjafjarðarmegin verður
við Hallandsnes gegnt Akureyri, þar sem myndin er tekin.
Í HNOTSKURN
»Vaðlaheiðargöng verða einþau lengstu hér á landi og
áætlaður kostnaður er um sex
milljarðar króna. Gert er ráð fyr-
ir því að ríkissjóður greiði um
helming kostnaðarins en hinn
helminginn á að innheimta með
veggjaldi.
»Mikill stuðningur hefur veriðvið það, í Eyjafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu, að göngin verði
að veruleika. Á síðasta ári töldu
alls 92% svarenda í 2.000 manna
úrtaki mikilvægt að af fram-
kvæmdinni yrði.
!
"
#$
%&
' (
" )
*
' +
&
%'
+
,
)
' '
' %
'
- .
6 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
É
g gerði það að gamni
mínu að fletta upp í Ís-
lenskri hómilíubók og
lesa elstu stólræðuna,
sem haldin var á páska-
dag, á upprisuhátíð Drottins. Það er
fallegur texti og myndrænn. Og
merkilegt að í svo gömlum texta
skuli tekin sú líking, að tunglið sé
tákn fyrir helga kristni, sakir þess að
það lýsist af sólu en hefur ekki ljós í
sjálfu sér. Með þvílíkum hætti tekur
heilög kristni allt ljós, er heitir sól
réttlætis og er hið sanna ljós, sem
lýsir hverjum þeim sem í heiminn
kemur. Vitnað er til þess, að Gregor-
íus páfi kallaði páskana hátíð hátíða
„fyr því að svo sem hátíðir eru helg-
ari en aðrar tíðir, svo eru páskar
göfgari og hærri en aðrar hátíðir“.
Hin myrka nótt synda og villu endaði
í upprisu Krists og rann þaðan af
dagur bjartur réttrar trúar og mis-
kunnar með fyrirheitinu um, að mað-
urinn glatist ekki heldur öðlist eilíft
líf.
Í eigin barm og út í fjarska ég leit,
er elding páskamorguns fór um sveit.
Í ljósi hennar Lávarð sá ég þann
er Læðing dauða forðum af sér sleit.
Guðrún og Guðmundur á Sandi
tóku sér mjög nærri að missa son
sinn Völund rúmlega tvítugan, mik-
inn efnispilt. En Guðmundi fer eins
og Agli Skallagrímssyni. Hann yrkir
sitt sonartorrek, leitar sér athvarfs
undir væng stökunnar. Hann lýsir
því, hversu náinn Völundur hafi verið
móður sinni. Hún kenndi honum góð-
ar gjafir en þó engar betri en „kær-
leiks greinar kristindóms“. En áfram
sótti söknuðurinn á hann og aftur
leitaði hann í skáldskapinn, mæddur í
raunum sínum. Páskamorgunn er
mikið kvæði, þar sem hann leitar
svara við hinni ágengu spurningu um
líf og dauða og reynir í depurð sinni
að gera brú úr aftangeislum yfir í
sólarlönd, – „og aðstoð mín er: veiga-
lítil trú“, segi hann. Öðrum þræði er
Páskamorgunn huggunarkvæði til
móðurinnar:
En litið getur móðir látinn son
í ljósi, er páskamorgunn einn fær kveikt.
Guðmundur á Sandi er meðal
þeirra skálda, sem óðum eru að
gleymast, og er vandséð hvað veldur
slíkum örlögum. Hann var sérstakur
í háttum, rómsterkur og mikill
mælskumaður, en skáldskapur hans
er víða hljómmikill og ljóðrænn.
Hann var bjartsýnismaður, en þó
bera ljóð hans og skrif svip af norðr-
inu, – harðindunum og hafísárunum í
lok 19. aldar. Hann er ógleymanlegur
þeim sem einu sinni sáu hann og
heyrðu. Skáldum er mikill greiði
gerður, ef gagnrýnandi dregur fram
línur úr löngum kvæðum, sem standa
fyrir sínu og eru skáldskapur.
Guðmundur er framarlega á þeim
skáldabekk, sem slíka leit þarf og
þolir.
Og Guðmundi barst svar frá bjargi
einnar grafar við þeirri spurningu,
sem von hans hafði spurt:
„Sá veltir steini, er vindinn kyrrði og haf
og vakti mey, er dánarblundi svaf –
í örbirgð lifði, en auð af höndum lét
og úrvals perlu veröld sýndi og gaf.“
PISTILL » Skáldum er mikill
greiði gerður, ef gagn-
rýnandi dregur fram línu
úr löngum kvæðum, sem
standa fyrir sínu og eru
skáldskapur. Guðmundur
er framarlega á þeim
skáldabekk sem slíka leit
þarf og þolir. Halldór
Blöndal
Páskamorgunn
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
GENGISBREYTINGARNAR að
undanförnu hafa haft jákvæð áhrif á
eignir lífeyrissjóðanna erlendis.
Þetta segir
Hrafn Magnús-
son, fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka líf-
eyrissjóðanna.
Bendir hann á að
um síðustu ára-
mót hafi erlendar
eignir lífeyrissjóð-
anna numið um
460 milljörðum ís-
lenskra króna, sem er tæplega 30% af
heildareignum lífeyrissjóðanna.
„Gengisbreytingarnar að undan-
förnu vega upp tap af lækkun mark-
aða bæði innanlands og erlendis,“
segir Hrafn, en tekur fram að geng-
isbreytingarnar vegi fyrra tap þó
ekki upp að fullu. Aðspurður segir
Hrafn menn ekki missa svefn út af
stöðu mála á fjármálamörkuðum
enda séu lífeyrissjóðirnir langtíma-
fjárfestar, þannig að slök skamm-
tímaávöxtun sé ekki eitthvað sem
sjóðirnir hafi áhyggjur af í bráð og
lengd. „Tryggingafræðileg staða
sjóðanna er mjög traust, sem skiptir
auðvitað öllu og meira máli en
skammtímasveiflur á mörkuðum,“
segir Hrafn og bendir á að þegar tek-
ið er tillit til tryggingafræðilegrar
stöðu sjóðanna sé horft til þess að
sjóðirnir nái 3,5% raunávöxtun, en sl.
ár hafi raunávöxtun verið langtum
betri en það eða 8,6% á sl. fimm árum
og yfir 6% frá árinu 1991.
Erlendar
eignir 460
milljarðar
Gengisbreytingarnar
vega upp tapið
Hrafn Magnússon
♦♦♦
ÖKUMAÐUR torfærumótorhjóls
sem var á ferð með þremur öðrum á
Sólheimasandi á föstudaginn langa
missti hjólið undan sér er þeir óku
yfir ósa árinnar Klifanda. Brimið var
það mikið og útsog sterkt að öldurn-
ar báru hjólið á haf út.
„Hann var heppinn að fara ekki
með hjólinu,“ sagði varðstjóri lög-
reglunnar á Hvolsvelli í samtali við
Fréttavef Morgunblaðsins.
Að sögn lögreglunnar var maður-
inn að bisa við að rétta hjólið við er
undiraldan tók það og félagi manns-
ins kom honum til aðstoðar og kom
honum á þurrt.
Mótorhjól
sogaðist á
haf út