Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Í langhlaupi þarf góðan héra til að halda uppi hraðanum,“ sagði gallharður stuðnings- maður Manchester United í vikunni og horfði kíminn á félaga sinn sem fylgir Arsenal að málum. Það var blik í augum. Sá síð- arnefndi kreisti fram bros en gætti þess að missa engin orð af vörum enda upplitið á hans mönnum ekki djarft um þessar mundir. Upp í hug- ann komu þó ein fleygustu ummæli enskrar knattspyrnusögu: Það yrði dásamlegt að leggja þá (e. I’d luv it if we beat them), sem höfð voru eftir Kevin Keegan, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir meira en áratug. Eftir fjögur jafntefli Arsenal í jafnmörgum leikjum er staða meist- aranna frá Manchester vænleg þeg- ar átta umferðir eru óleiknar í ensku úrvalsdeildinni. Eftir átta stiga sveiflu hafa þeir þriggja stiga for- ystu og mun hagstæðari markamun en keppinautarnir. United og Arsen- al hafa borist á banaspjót á toppnum í mestallan vetur en margt bendir nú til þess að þeir Fergusynir séu út- haldsbetri en hið unga lið Arsènes Wengers. Skrapp milli sólkerfa Munar þar verulega um Cristiano Ronaldo sem borið hefur ægishjálm yfir aðra leikmenn deildarinnar und- anfarin tvö ár. Ekki er útlit fyrir að það breytist á komandi árum nema kappinn ákveði óvænt að snúa heim til þess sólkerfis sem hann kom frá upprunalega. 33 mörk hefur Ronaldo skorað af hægri kantinum í vetur. Vörn United er líka sterkari en vörn Arsenal sem á það til að missa ein- beitinguna á ögurstundu, svo sem menn sáu í leiknum gegn Middles- brough um liðna helgi. Breiddin er einfaldlega meiri hjá United en Ars- enal. Þá tapa meistararnir helst ekki ef lukkutröllið Wayne Rooney skrýð- ist híalíni á leikdegi. Þeir Ronaldo eru eitt mergjaðasta tvíeyki sem um getur í ensku knattspyrnunni. United hlaut 89 stig í fyrra og gæti að hámarki náð 94 stigum nú, mis- stigi liðið sig ekki á lokasprettinum. Það verður þó að teljast líklegt að deildin vinnist á færri stigum nú en nokkur undanfarin ár, þar sem topp- liðin eiga eftir að taka hvert á öðru á víxl næstu vikurnar. Í dag tekur United á móti spræk- asta liði deildarinnar þessa dagana, Liverpool, í Leikhúsi draumanna. Það verður enginn gamanleikur. Rauði herinn hefur unnið sjö leiki í röð eftir axarskaftið gegn Barnsley, marga með yfirburðum, og hefur ekki í langan tíma verið líklegri til að láta United-liðinu blæða. „En svo steinliggja þeir kannski,“ velti eld- heitur Púlari fyrir sér í vikunni. Ýmsu vanur. Liverpool vann síðast á Old Traf- ford 25. apríl 2004 með marki Dan- nys Murphys úr vítaspyrnu. Máttur Mídasar Fyrir Liverpool fer Mídas kon- ungur, sem raunar leikur knatt- spyrnu undir dulnefninu Fernando Torres. Allt sem hann snertir verður að gulli. Ár og dagur er síðan leik- maður hefur stimplað sig jafnræki- lega inn í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Það er eins og spænski mið- herjinn hafi verið sogaður út úr tölvuleik, hann hefur enga augljósa ókosti. Mídas hefur gert níu mörk í síðustu sex leikjum og netmöskvarn- ir á Old Trafford skjálfa nú á saum- unum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og Steven Gerrard hefur ekki látið sitt eftir liggja fremur en endranær. Talandi um mergjuð tvíeyki! Svo mikið er sjálfstraustið í liðinu þessa stundina að meira að segja túrbóryksugan Javier Masc- herano er farin að þruma knettinum í bláhornið. Rafa Benítez virðist líka loksins hafa gert sér grein fyrir því að það er í raun vænlegt til árangurs að breyta liðinu lítið sem ekkert þeg- ar vel gengur. Fyrir vikið eru far- þegar á borð við John Arne Riise og Jermaine Pennant komnir til síns heima – á varamannabekkinn. Þá hefur það gefið góða raun að færa upplituðu útgáfuna af Emile He- skey, Dirk Kuyt, fjær markinu. Hvað ef Liverpool hefði leikið svona í allan vetur? Þá væri liðið all- tént ekki að keppa um fjórða sætið við frændur sína í Everton. En eins og maðurinn sagði, það kemur ár eftir þetta ár. Rjóminn varð að undanrennu Eftir ófarir síðustu vikna hafa sig- urvonir Arsenal dvínað til muna. Það er eins og allur kraftur hafi verið kreistur úr liðinu sem unnið hefur hug og hjörtu sparkelskra með hröðu og hugmyndaríku spili í vetur. Þeir sem vanir eru rjóma fúlsa við undanrennu. Burðarásarnir í sóknarleiknum, Emmanuel Adebayor, Cesc Fàbre- gas og Aliaksandr Hleb, eru heillum horfnir og það háir Arsenal að knatt- spyrna skuli ekki vera spiluð með mörkum í Hvíta-Rússlandi. Hleb hefur enn ekki áttað sig á tilgangi hvíta rammans við enda vallarins. Herdeildin er sögð göngulúin en deila má um þá afsökun. Alltént lék Brian gamli Talbot sjötíu leiki fyrir Arsenal veturinn 1979-80 og blés ekki úr nös. Og eiga menn ekki að vera betur þjálfaðir í dag og mat- aræðið úthugsað? Í þá daga voru líka ekki nema tveir til þrír brúklegir menn til skiptanna, ekki tíu til fimm- tán eins og nú. Hvernig getur lið sem leikur sjálfa Evrópumeistarana, AC Milan, sund- ur og saman í þeirra eigin bakgarði breyst í fálmandi flækjufætur gegn Wigan og Middlesbrough? Mögulega vegna þess að þessi lið fóru aldrei úr skotgröfunum, vörðust af guðjónskri list með ellefu menn fyrir aftan boltann. Fimm af næstu sex leikjum Arsenal eru gegn Liver- pool (þrisvar), Manchester United og Chelsea og ljóst er að þessi lið munu ekki reisa tjaldbúðir í eigin vítateig. Hentar það Cesc og fé- lögum til að þræða knöttinn gegnum nálaraugað eða er liðið endanlega sprungið á limminu? Það verður við ramman reip að draga hjá Arsenal í dag en liðið mæt- ir Chelsea á Brúnni, þar sem blá- stakkarnir hafa ekki lotið í gras í fjögur ár eða í 77 deildarleikjum. Það er einstakt afrek og vitaskuld löngu orðið met. Ef til vill stappar það þó stálinu í Arsenal að þeir voru síðasta liðið til að leggja Chelsea á heima- velli, 21. febrúar 2004. Í fyrra voru þeir heldur ekki langt frá því að stöðva sigurgönguna en Michael Es- sien jafnaði á elleftu stundu fyrir heimamenn. Síðan mátti Arsenal að vísu þakka fyrir að fá ekki á sig tvö til þrjú mörk í uppbótartíma þegar Chelsea sat um mark þeirra. Tjöld- uðu öllu til nema eldhúsvaskinum, eins og sagt er í Englandi. Það er engu líkara en kastljósið hafi horfið á braut frá Brúnni með hinum tungulipra José Mourinho, enginn hefur velt meistaramöguleik- um Chelsea fyrir sér í vetur enda þótt liðið hafi lengst af komið í hum- átt eftir toppliðunum. Nema vita- skuld stuðningsmenn þess. Chelsea hefur þrifist ágætlega í skugganum og þegar Arsenal hóf skothríðina í eigin fót á dögunum gengu þeir bláu á lagið og eru komnir af nokkrum þunga inn í baráttuna, ekki síst í ljósi þess að liðið á ekki bara eftir á kljást við Arsenal á heimavelli heldur Man- chester United líka. Jafnteflið gegn Sirkus Billys Smart, þ.e. Tottenham, í vikunni var þó vont. Engum blöðum er um það að fletta að lið Chelsea hefur verið ógnar- sterkt á umliðnum árum en flugelda- sýningarnar fóru eigi að síður aðal- lega fram á fréttamannafundum í tíð Mourinhos. Hans er sárt saknað. Þetta er að breytast undir stjórn Avrams Grant og hokkíleikurinn gegn Tottenham í vikunni, eins og Mourinho hefði kallað hann, undir- strikaði hvers vegna enska úrvals- deildin ber af öðrum deildum. Liðið hefur samt ekki fært fjöll í vetur. Didier Drogba er fjarri sínu besta og tilþrif Nicolas Anelkas mælast enn ekki á Richters-kvarða. Þá fellur Andriy Shevchenko hraðar en íslenska krónan. List einfaldleikans Stígur þá inn á sviðið Frank nokk- ur Lampard. Miðvellingur sem gert hefur að meðaltali tuttugu mörk á vetri undanfarin þrjú ár. Hann er kominn í sautján nú þrátt fyrir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla og er hvergi nærri hættur. Lampard er ekki maður regnboga, skæra og hvað þessar kúnstir allar heita. Hann skýtur bara á markið – og skorar. Þá er enginn núlifandi maður klókari að nýta andstæðinginn sem batta. Lampard er holdgervingur einfald- leikans og gróflega vanmetinn. Annar sigurvegari frá náttúrunn- ar hendi, John Terry, rekur trippin sem fyrr og járnvilji hans verður að líkindum drjúgur á lokasprettinum. Þriðji Englendingurinn, Joe Cole, er hugmyndaríkastur leikmanna Chelsea og hefur verið í fínu formi að undanförnu. Gekk á vatni gegn Tott- enham. Þá er dýptin mikil í leik- mannahópnum, ekki síst á miðjunni. Allt er sumsé klárt fyrir vortörnina og enginn skyldi því afskrifa þá bláu. Af öðrum stórleikjum framundan má nefna Arsenal - Liverpool 5. apr- íl, Man. Utd - Arsenal 12. apríl og Chelsea - Man. Utd 26. apríl. Báðir leikir dagsins verða að sjálf- sögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Manchester United tekur á móti Liverpool kl. hálf 2 og Chelsea fær Arsenal í heimsókn kl. 4. Hvað eru mörg 2 í því? Er hérinn genginn úr skaftinu? KNATTSPYRNA» Reuters Liverpool Gerrard og Torres. Reuters Arsenal Fàbregas og Adebayor. Páskadagur er dagur uppgjörs í Eng- landi – toppliðin fjögur kljást innbyrðis Reuters Chelsea Lampard og Drogba. Reuters Man. Utd Ronaldo og Rooney. »United hlaut 89 stig ífyrra og gæti að hámarki náð 94 stigum nú, misstigi liðið sig ekki á lokasprettinum. Það verður þó að teljast líklegt að deildin vinnist á færri stigum nú en nokkur undanfarin ár, þar sem toppliðin eiga eftir að taka hvert á öðru á víxl næstu vik- urnar. » Tími háspennulína er liðinn. Ásta Þorleifsdóttir , varaformaður stjórn- ar Orkuveitunnar sem jafnframt er for- maður stjórnar Reykjanesfólksvangs, en stjórnin telur að háspennulínulagnir muni skerða upplifun og ánægju almennings af útivist í fólkvanginum. » Þetta virkar eins og þingflokkurinn sé ekki í miklu jafnvægi. Guðlaugur Þór Þórðarson , heilbrigð- isráðherra, um ályktun þingflokks Vinstri grænna um stöðu heilbrigðiskerfisins. » Við verðum að undirbúaokkur eins og við værum örugglega að fara inn í örygg- isráðið. Nikulás Hannigan , skrifstofustjóri al- þjóðamálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. » Hamas og aðrir hryðju-verkahópar á þeirra vegum standa fyrir daglegum árásum á ísraelsk heimili, skóla, sjúkrahús, trúarskóla og barnaheimili með það eitt að markmiði að drepa sem flesta. Miryam Shomrat , sendiherra Ísraels á Ís- landi með aðsetur í Osló, í aðsendri grein í Morgunblaðinu. » Ef áfengi verður sett í versl-anir verður það fyrst og fremst þetta fólk [gamla fólkið] sem eykur neysluna, ekki ung- lingarnir. Þórarinn Tyrfingsson , yfirlæknir á Vogi, kynnti umfang og starfsemi SÁÁ þegar nýtt húsnæði göngudeildar SÁÁ á Ak- ureyri var tekið í notkun. Í máli hans kom fram að áfengissjúkum eldri en 55 ára hefði fjölgað. » Vangaveltur manna um aðSeðlabankinn sé líklegur til þess að lækka vexti á næsta fundi sínum í apríl eru mun ólík- legri en áður, held ég að flestir hljóti að sjá. Ummæli vikunnar Skiptir liturinn máli? Ungmennahreyfing Rauða krossins stóð fyrir uppá- komu í Smáralind sem var þáttur í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.