Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 43 ✝ Einar Krist-insson Sum- arliðason fæddist 6. júlí 1919. Hann and- aðist 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sum- arliði Grímsson, f. 1883, og Guðný Kristjánsdóttir, f. 1883. Systkini Ein- ars eru Sveinbjörn, f. 1915, Hákon, f. 1918, og Bjarni, f. 1925, sem allir eru látnir, og Helga, f. 1920. Eiginkona Einars var Ingibjörg Guðmundsdóttur, f. 1927, d. 1994. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Ein- arsdóttir, f. 6. september 1947, maki Hilmar Sæmundsson, f. 3. september 1944. Börn þeirra eru Einar Freyr, f. 1967, Harpa, f. 1971, Heimir, f. 1979, Heba, f. 1981, og Hilmar Róbert, f. 1984. 2) Hákon Ólafsson, f. 29. mars 1960, maki Sunneva Gissurardóttir, f. 31. október 1960. Börn þeirra eru Ingibjörg, f. 1981, Guðrún Björk, f. 1993, og Gissur, f. 1996. 3) Sveinbjörn Einarsson, f. 12. febrúar 1962, sam- býliskona Kristjana Magnúsdóttir, f. 14. janúar 1970. Börn þeirra eru Tómas Gísli, f. 2000, og Es- meralda Lísa, f. 2005. 4) Sumarliði Gísli Ein- arsson, f. 12. febrúar 1962. 5) Bjarni Einarsson, f. 16. janúar 1966, maki Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 26. ágúst 1968. Börn þeirra eru Guðmundur, f. 1992, Dagur, f. 1996, og Birta, f. 2004. Barnabarnabörn eru ellefu. Útför Einars fór fram frá Foss- vogskapellu 11. febrúar, í kyrr- þey. Mig langar til að minnast móð- urbróður míns með nokkrum orð- um. Honum sjálfum var í nöp við allt tilstand og því veit ég ekki hvaða augum hann kynni að líta þessi skrif mín. En Einar var sann- arlega maður sem er vert að minn- ast. Við móðir mín heimsóttum hann á spítalann tveimur dögum áður en hann lést, þá fannst mér hann vera ansi brattur. Hann gerði að gamni sínu og sagðist ekkert skilja í því að öldruð systir hans væri að þvælast þetta að dánarbeði hans í kulda og snjó. Augntruflanir þjáðu hann og hann sýndi mér með veikum hönd- um skíðagleraugu sem hann notaði til að verjast skærri birtu sjúkra- stofunnar. Þetta er allt í höfðinu á okkur hvíslaði hann að mér, efnið leysist upp og ummyndast en eig- inleikar okkar lifa í niðjum okkar, hispurslaus játning andspænis dauðanum sem beið álengdar. Þeg- ar við kvöddumst fannst mér sem veikburða hönd hans gripi fastar um lófa minn en krafturinn leyfði. Einar var efnishyggjumaður en sú afstaða hans var ætíð blandin góðlátlegri kímni sem var ef til vill sterkasti þátturinn í fari hans. Þótt tækni og vísindi væru honum alla tíð hugleikin þá hafði hann lítinn áhuga á kennisetningum en þeim mun meiri áhuga á síbreytilegum töfrum efnisins. Handlagni hans var einstök og hann lét sig ekki muna um að endursmíða mörg þau tæki sem frumherjar tæknibyltingarinn- ar létu eftir sig. Gripir þeir sem Einar smíðaði voru svo vel gerðir, alúðin slík að ég veit vart hvort vegi þyngra á metunum í minningunni barnsleg undrun mín yfir virkni þeirra hluta sem hann smíðaði eða skínandi áferð þeirra. Eftir því sem ég eldist finnst mér töfrar þessara dýrmætu stunda þegar Einar fram- kvæmdi galdur sinn skerpa tilhugs- un mína um áferð smíðisgripanna og manninn sem stóð á bakvið þá. Fullorðinn maður getur aldrei lýst til hlítar með hvaða hætti töfrarnir bárust inn í líf hans, hvað veitti manni þá fullvissu að kaldur him- ingeimurinn, efnið í innsta kjarna sínum væri nokkuð annað en leynd- ur dans bak við tjöld þar sem góð- vild og hugrekki væru ef til vill leyndustu sporin. Einar var uppfinningamaður í eðli sínu en það er sú manngerð sem börn hænast að, því stöðugt mátti búast við einhverju skrýti- legu. Já, þessu áttirðu ekki von á, var hann vanur að segja, svona er veröldin furðuleg. Hann leiddi mig í sannleikann um töfra púðursins og flugeldanna. Tíminn líður og haustin brenna fyrir sjónum mínum. Mér finnst svo stutt síðan ég og fjölskylda mín tíndum rifsber í garði Einars, þar voru frjóustu runnarnir. Það er heiður kvöldhiminn, berin svo þroskuð að þau springa næstum þegar ég slít þau af greinunum. Dauðinn framkallar þessa mynd í huganum. Milli greinanna sé ég töframann bernsku minnar. Hann er með hundinn sinn Budda sem fylgir honum hvert fótmál. Hann stendur í sólinni, tottar pípu sínu og horfir kankvís til okkar. Nú er hann horfinn en lófi minn er rauður af safa minninga. Ég kveð Einar með virðingu og þakklæti og votta fjölskyldu hans samúð mína Sveinbjörn Halldórsson. Einar K. Sumarliðason Elsku pabbi. Í gær hefðir þú orð- ið fimmtugur og af því tilefni langar mig til að skrifa þér smábréf, smáafmæliskveðju. Ég vona að dagurinn verði þér góður, að þú njótir þín hvar sem þú ert. Við hér fjölskyldan þín söknum þín svo mikið. Við munum fagna deginum í dag, því að dagurinn sem þú komst í heiminn er mjög mik- ilvægur okkur. Ég vildi samt sem áður óska þess að við værum að halda þér veislu. Það var eitthvað sem að við vorum góð í. Það hefði verið stór og flott veisla. Með allri fjölskyldunni, fé- lögum og samstarfsfólki. Því þú átt elskandi fjölskyldu, trausta vini og Árni Stefán Árnason ✝ Árni StefánÁrnason fæddist á Höfn í Hornafirði 22. mars 1958. Hann lést á líknardeild Landspítalans að- faranótt miðviku- dags 30. ágúst 2006 og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 7. september 2006. samstarfsfólkið dáði þig og dýrkaði. Ég lít svo upp til þín því að mér finnst þú hafa allt sem góð manneskja þarf að hafa til brunns að bera. Ég mun ávallt leitast við að vera eins og þú. Erfið spor til að feta í, en góð og háleit markmið. Ég stend mig alltaf að því að langa að spyrja þig ráða ef ég stend frammi fyrir einhverri ákvörðun. Ég reyni alltaf að ímynda mér hvað þú myndir gera. Ég sakna þín enn þá svo mikið. Ég fékk að segja þér tveim vik- um áður en þú fórst að þú ættir von á afabarni. Þú hlakkaðir svo til að verða afi og þú hefðir orðið ynd- islegur afi. Mér finnst svo ósann- gjarnt að Áróra Líf (og ófæddu barnabörnin) fái aldrei að kynnast þér. En þeim verður öllum sagt frá afa sínum. Ég finn oft fyrir nær- veru þinni og ég veit að fjölskyldan gerir það. Þó að það sé ekki jafn áberandi og það var fyrst. Ég veit að þú fylgist með okkur og ég leita huggunar í því. Ég hugsa alltaf til þín þegar ég sé sólsetur. Okkur fannst alltaf svo notalegt, þegar við bjuggum á Sandbakkanum, að horfa á sólsetrið. Það var alltaf mis- munandi og sólsetur gerist einmitt ekki fallegra en á Hornafirði. Þá einmitt sér maður fegurðina í lífinu. Mér finnst svo ósanngjarnt að fá ekki að upplifa það með þér lengur en þegar ég óska þess sem mest að þú sért hér þá finn ég fyrir þér þannig að ég reyni að hugga mig við það. Ég finn lyktina af þér þegar ég loka augunum og heyri þig blístra ef ég læt hugann reika til eldhúss- ins í Glæsibæ. Heyri þig hlæja að vitleysunni í strákunum. Sé þig halda utan um mömmu inni í stofu, fyrir framan sjónvarpið. Sé hvað þú varst skotinn í henni. Ég man eftir því frá því að ég var lítil hvað mér fannst þú skotinn í mömmu. Ég sit og ég græt og græt þegar ég skrifa þetta niður, vildi svo óska þess að ég gæti tekið utan um þig núna. Að þú værir hér til að hugga mig. Ég vildi óska þess að þú værir hér núna, að halda upp á afmælið þitt með okkur! Við söknum þín öll svo mikið! Ég sakna þín, pabbi minn. Til hamingju með afmælið!! Kveðja, þín dóttir Arna Þórdís. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR ÁGÚSTSSON frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 11.00. Svandís Ásmundsdóttir, Hera Hjálmarsdóttir, Martha Ásdís Hjálmarsdóttir, Þorsteinn Arnór Jónsson, Jakob Ágúst Hjálmarsson, Auður Daníelsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, ÁSTA INGVARSDÓTTIR, Leiðhömrum 44, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. mars. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 13.00. Brynjólfur Eyvindsson, Auður Brynjólfsdóttir, Haraldur Ágúst Sigurðsson, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Bjarni Brynjólfsson, Sigrún Ívarsdóttir, Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir, Bergljót Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson, Þorsteinn Ingvarsson, Ragna Gústafsdóttir, Geir Örn Ingvarsson, Hallveig Ragnarsdóttir, Bjarndís Bjarnadóttir, Einar Á. Kristinsson, Camilla Ása Eyvindsdóttir, Pétur Óli Pétursson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLSSON fyrrverandi sveitarstjóri, Laufskógum 31, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 15.00. Sigrún Sigfúsdóttir, Ingvar Sigurðsson, Sævar Sigurðsson, Fay Robina Castle, Sigmar Sigurðsson, Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN GÍSLASON gúmmíviðgerðamaður, áður til heimilis á Laugarásvegi 67, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 25. mars kl.15.00. Gísli Sigurjónsson, Lidia Sigurjónsson, Jón Sigurjónsson, Sjöfn Hákonardóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, dóttur og ömmu, RANNVEIGAR BALDURSDÓTTUR, Einilundi 8e, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á lyflækninga- deild Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Baldur Guðnason, Þórarinn Guðnason, Kristrún Sigurgeirsdóttir, Birkir Hólm Guðnason, Fríða Dóra Steindórsdóttir, Hólmfríður Guðnadóttir, Halldór Kristjánsson, Sveinbjörg H. Wium og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.