Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 51

Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 51 • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróið Þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Einstakt veitingahús í nágrenni Reykjavíkur. EBITDA 20 mkr. • Meðeigandi óskast að þekktri ráðningarþjónustu. • Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum vexti. • Bílaumboð. Miklir möguleikar. • Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr. • Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr. • Lítil verslun í Kringlunni. Ársvelta 50 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 22 mkr. • Fjármálastjóri-meðeigandi óskast að matvælaverksmiðju, ársvelta 200mkr. Vodafone birtir verðskrá í evrum VERÐSKRÁ Vodafone vegna sím- tala erlendis, svokölluð reiki- verðskrá, verður frá 1. apríl birt í evrum. Kostnaður viðskiptavina Vodafone vegna símnotkunar er- lendis mun frá þeim tíma taka mið af gengi íslensku krónunnar gagnvart evru. Í fréttatilkynningu segir að vegna gengisþróunnar íslensku krónunnar undanfarið sé óhjákvæmilegt að kostnaður viðskiptavina vegna sím- tala erlendis hækki. „Fyrirtækið sjálft greiðir fyrir keypta þjónustu hjá erlendum símafélögum í erlendri mynt og við aðstæður eins og nú er verður ekki hjá því komist að verðið hækki í krónum talið. Sú breyting að birta reikiverð í evrum er varanleg og því mun kostnaður viðskiptavina vegna símtala erlendis lækka þegar krónan styrkist á ný.“ Fyrirvari þarf að vera í samningi EF ferðaskrifstofur ætla að hækka verð á alferðum vegna gengisbreyt- inga verður að vera um það skýrt ákvæði í samningi. Í fréttatilkynn- ingu frá viðskiptaráðuneytinu er vak- in athygli á ákvæðum laga um alferð- ir, en þar er skýrt kveðið á um að verð sem sett er fram í samningi um alferð skuli haldast óbreytt nema skýrt sé tekið fram við samningsgerð að verð geti hækkað eða lækkað og nákvæm- lega tilgreint hvernig reikna skuli út breytt verð. Með alferð er átt við fyrir fram ákveðna samsetningu ekki færri en tveggja eftirfarandi atriða; flutnings, gistingar eða annarrar þjónustu við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar, þegar ferð er seld eða boðin til sölu á heildarverði og þegar þjónustan tekur til lengri tíma en 24 klst. eða í henni felst gisting. Einungis er heimilt að breyta verði á alferð í eftirfarandi tilvikum enda séu skýr ákvæði um þetta í samningi: a. Flutningskostnaður þ.m.t. eld- neytisverð breytist. b. Álög, skattar o.fl. breytast. c. Gengi breytist sem við á um hina tilteknu alferð. Til þess að heimilt sé að breyta verði á alferð þarf að koma skýrt fram í skilmálum sem kaupandi samþykkir við kaup að til breytinga geti komið. Ekki er nægjanlegt að vísa til auka- skilmála vegna verðbreytinga, t.d. í bæklingi. Ekki er heimilt að hækka verð alferðar síðustu 20 daga fyrir brottfarardag. Stjórnvöld hefji aðildar- viðræður við ESB STJÓRN Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi suður, skorar á íslensk stjórnvöld að bregðast tafarlaust við hinum mikla vanda sem nú herj- ar á íslenskt efnahagslíf. Það sé óþolandi að horfa upp á ríkisstjórn landsins sitja með hendur í skauti sér og aðhafast ekkert á meðan yf- irvofandi kreppa sé að þurrka út mikinn efnahagsárangur sem náðst hafi á undanförnum árum. „Árið 2004 skoraði stjórn Alfreðs á stjórnvöld að hefja viðræður við Evrópusambandið hið fyrsta um mögulega aðild Íslands að sam- bandinu. Stjórnin taldi, og telur enn, að aðildarviðræður við Evr- ópusambandið sé æskilegur vett- vangur til þess að láta reyna á hvort hagsmunum Íslendinga verði betur borgið innan sambandsins eða utan. Taktleysi ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum er vandræðalegt og ekki til þess fallið að auka trúverð- ugleika í annars erfiðu árferði,“ segir í ályktun frá stjórn Alfreðs. NÝVERIÐ undirritaði Skíðafélag Ísfirðinga auglýsinga- og styrktarsamninga við Glitni og Flugfélag Íslands sem munu kosta sjónvarpsútsendingar frá Skíðamóti Íslands 2008 sem haldið verður á Ísafirði. Skíðamót Íslands 2008 verður sett við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 27. mars nk. við Safnahúsið á Ísafirði. Að setningu lokinni verður keppt sprettgöngu í krefjandi braut á svæðinu við Safnahúsið. Má búast hörkuspenn- andi og skemmtilegri keppni þar sem mestu skíðagöngu- kappar landsins mætast. Aðrar keppnisgreinar fara fram á skíðasvæðinu, alpagreinarnar í Tungudal og nor- rænu greinarnar á Seljalandsdal. Margrét Halldórsdóttir og Jóhann Torfason undirrit- uðu samninginn fyrir hönd Skíðafélags Ísfirðinga en Magnús Sigurjónsson fyrir hönd Glitnis og Arnór Jón- atansson fyrir hönd Flugfélags Íslands. Styrkja Skíðamót Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.