Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 51 • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróið Þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Einstakt veitingahús í nágrenni Reykjavíkur. EBITDA 20 mkr. • Meðeigandi óskast að þekktri ráðningarþjónustu. • Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum vexti. • Bílaumboð. Miklir möguleikar. • Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr. • Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr. • Lítil verslun í Kringlunni. Ársvelta 50 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 22 mkr. • Fjármálastjóri-meðeigandi óskast að matvælaverksmiðju, ársvelta 200mkr. Vodafone birtir verðskrá í evrum VERÐSKRÁ Vodafone vegna sím- tala erlendis, svokölluð reiki- verðskrá, verður frá 1. apríl birt í evrum. Kostnaður viðskiptavina Vodafone vegna símnotkunar er- lendis mun frá þeim tíma taka mið af gengi íslensku krónunnar gagnvart evru. Í fréttatilkynningu segir að vegna gengisþróunnar íslensku krónunnar undanfarið sé óhjákvæmilegt að kostnaður viðskiptavina vegna sím- tala erlendis hækki. „Fyrirtækið sjálft greiðir fyrir keypta þjónustu hjá erlendum símafélögum í erlendri mynt og við aðstæður eins og nú er verður ekki hjá því komist að verðið hækki í krónum talið. Sú breyting að birta reikiverð í evrum er varanleg og því mun kostnaður viðskiptavina vegna símtala erlendis lækka þegar krónan styrkist á ný.“ Fyrirvari þarf að vera í samningi EF ferðaskrifstofur ætla að hækka verð á alferðum vegna gengisbreyt- inga verður að vera um það skýrt ákvæði í samningi. Í fréttatilkynn- ingu frá viðskiptaráðuneytinu er vak- in athygli á ákvæðum laga um alferð- ir, en þar er skýrt kveðið á um að verð sem sett er fram í samningi um alferð skuli haldast óbreytt nema skýrt sé tekið fram við samningsgerð að verð geti hækkað eða lækkað og nákvæm- lega tilgreint hvernig reikna skuli út breytt verð. Með alferð er átt við fyrir fram ákveðna samsetningu ekki færri en tveggja eftirfarandi atriða; flutnings, gistingar eða annarrar þjónustu við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar, þegar ferð er seld eða boðin til sölu á heildarverði og þegar þjónustan tekur til lengri tíma en 24 klst. eða í henni felst gisting. Einungis er heimilt að breyta verði á alferð í eftirfarandi tilvikum enda séu skýr ákvæði um þetta í samningi: a. Flutningskostnaður þ.m.t. eld- neytisverð breytist. b. Álög, skattar o.fl. breytast. c. Gengi breytist sem við á um hina tilteknu alferð. Til þess að heimilt sé að breyta verði á alferð þarf að koma skýrt fram í skilmálum sem kaupandi samþykkir við kaup að til breytinga geti komið. Ekki er nægjanlegt að vísa til auka- skilmála vegna verðbreytinga, t.d. í bæklingi. Ekki er heimilt að hækka verð alferðar síðustu 20 daga fyrir brottfarardag. Stjórnvöld hefji aðildar- viðræður við ESB STJÓRN Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi suður, skorar á íslensk stjórnvöld að bregðast tafarlaust við hinum mikla vanda sem nú herj- ar á íslenskt efnahagslíf. Það sé óþolandi að horfa upp á ríkisstjórn landsins sitja með hendur í skauti sér og aðhafast ekkert á meðan yf- irvofandi kreppa sé að þurrka út mikinn efnahagsárangur sem náðst hafi á undanförnum árum. „Árið 2004 skoraði stjórn Alfreðs á stjórnvöld að hefja viðræður við Evrópusambandið hið fyrsta um mögulega aðild Íslands að sam- bandinu. Stjórnin taldi, og telur enn, að aðildarviðræður við Evr- ópusambandið sé æskilegur vett- vangur til þess að láta reyna á hvort hagsmunum Íslendinga verði betur borgið innan sambandsins eða utan. Taktleysi ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum er vandræðalegt og ekki til þess fallið að auka trúverð- ugleika í annars erfiðu árferði,“ segir í ályktun frá stjórn Alfreðs. NÝVERIÐ undirritaði Skíðafélag Ísfirðinga auglýsinga- og styrktarsamninga við Glitni og Flugfélag Íslands sem munu kosta sjónvarpsútsendingar frá Skíðamóti Íslands 2008 sem haldið verður á Ísafirði. Skíðamót Íslands 2008 verður sett við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 27. mars nk. við Safnahúsið á Ísafirði. Að setningu lokinni verður keppt sprettgöngu í krefjandi braut á svæðinu við Safnahúsið. Má búast hörkuspenn- andi og skemmtilegri keppni þar sem mestu skíðagöngu- kappar landsins mætast. Aðrar keppnisgreinar fara fram á skíðasvæðinu, alpagreinarnar í Tungudal og nor- rænu greinarnar á Seljalandsdal. Margrét Halldórsdóttir og Jóhann Torfason undirrit- uðu samninginn fyrir hönd Skíðafélags Ísfirðinga en Magnús Sigurjónsson fyrir hönd Glitnis og Arnór Jón- atansson fyrir hönd Flugfélags Íslands. Styrkja Skíðamót Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.