Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 54
... kjarnorkukraftur og markviss festa, full af myrkri og skuggum … 57 » reykjavíkreykjavík FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhúss- ins og Bandalag íslenskra leikfélaga ætla 29. mars nk. að halda eins dags námskeið um uppsetningu á leikrit- inu Baðstofunni eftir Hugleik Dags- son. Á námskeiðinu er skyggnst bak við tjöldin í leikhúsinu og fá leik- húsáhugamenn tækifæri til að kynn- ast þessari áhugaverðu sýningu bet- ur, umgjörð sýningarinnar, hug- myndavinnu og nálgun listrænna stjórnenda. Á vef Þjóðleikhússins segir að í Baðstofunni sé ekki allt sem sýnist, skuggarnir langir og skíman af skornum skammti. „Þar hlustum við á sögur af fólki og fyrirbærum. Við syngjum og dönsum og drekkum. Við fæðumst og deyjum. Þar ríkir glaumur og gleði. En í lokrekkj- unum leynast myrkraverk og úti bíður andlit á glugga.“ Í verkinu beinir Hugleikur sjón- um að fortíð Íslendinga og á verkið að gerast í „kringum sautján hundr- uð og súrkál“. Skepnu einni skolar á land við bæinn Logn en sá atburður hrindir af stað heldur óvenjulegri at- burðarás því skepnan reynist enginn aufúsugestur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur á námskeiðinu sjái sýningu á Bað- stofunni föstudagskvöldið nk., 28. mars, en næsta dag verður þeim svo boðið í Kassann til kynningar á verkinu og gefst þá tækifæri til að ræða það við listræna hönnuði, leik- stjóra og leikara. Að Baðstofunni stendur hópur listamanna sem áður hefur unnið saman með góðum árangri. Stefán Jónsson leikstýrir, Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarkona sér um leikmynd, Egill Ingibergsson um lýsingu, Þórunn Elísabet Sveins- dóttir um búninga og hljómsveitin Flís sér um tónlistina auk þess sem hljómborðsleikarinn Davíð Þór Jónsson kemur fram í verkinu. Ráðgert er að dagskrá standi frá kl. 10-16 með matar- og kaffihléum og þátttökugjald er kr.10.000 með leikhúsmiða. Tekið er við skráningum til 25. mars. Áhugasamir sendi póst á net- fangið info@leiklist.is eða hringi í síma 551-6974. Skyggnst inn í Baðstofuna Úr Baðstofunni Skepnu einni kynlegri skolar á land við bæinn Logn. Bryn- hildur Guðjónsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson í hlutverkum sínum. Eins dags námskeið haldið um uppsetningu leikverksins Eftir Gunnhildi Finnsdóttir gunnhildur@mbl.is „MAMMA yrði ekki hress ef ég kæmi aldrei heim. En ég er búin að vera á svo miklu flakki eitthvað að ég veit ekki lengur hvað er heima,“ segir Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir tón- listarkona. Hildur útskrifaðist af nýmiðlabraut tónlistardeildar LHÍ árið 2002 og hefur komið víða við síðan, en er að festa rætur í Berlín. „Þetta er besti staðurinn í heiminum til að búa á. Það er svo ríkt mannlíf og virkt listalíf og ódýrt að lifa og ferðast.“ Hún hefur bækistöðvar í Berlín, en ferðast þaðan til þess að spila út um allan heim og kann vel við flökkulífið. „Akkúrat núna er ég í Ástralíu að túra með hljómsveitinni múm, við erum búin að vera á tónleikaferðalagi síðasta mánuðinn,“ segir Hildur. Ferðalagið hefur gengið vel að hennar sögn. „Það hefur verið mjög góð stemning og við höfum fengið fínar viðtökur. Þetta er svo yndislegt fjölskyldulíf hjá þessari hljómsveit og Ástralir hafa verið mjög vinalegir. Við vorum að tala um það áðan að við þyrftum að slaka aðeins á í gríninu, en það eru bara allir svo fyndnir í þessari hljóm- sveit.“ Hún var þó farin að sjá rúmið sitt í Berlín í hillingum fyrir helgina. „Undir lokin á svona mánaðartúr fer mann að klæja í puttana að komast heim. En það eru svo mikil forréttindi að fá að spila músík um allan heim, þannig að maður getur varla kvartað yfir því.“ Sellósúpan væntanleg í haust Meðfram því að starfa með múm er Hildur að leggja drög að annarri sólóplötu sinni, en sú fyrsta kom út árið 2006 og bar nafnið Mount A. „Það er mikið selló í sólómúsíkinni minni. Það á eftir að koma lokamynd á það hvernig þetta verður, en sellóið verður í aðalhlutverki. Ég kalla það sellósúpu, þá er ég að margtaka upp þannig að ég verð eins manns sellóhljómsveit.“ Platan hefur ekki enn fengið nafn, en ef allt gengur samkvæmt áætlun lýkur vinnu við hana í sumarlok og hún verður þá komin í hill- ur verslana í haust. Henni verður dreift um all- an heim af breska útgáfufyrirtækinu Touch sem hefur gefið út tónlist eftir fleiri íslenska tónlistarmenn, til dæmis þá Jóhann Jóhanns- son og Hilmar Örn Hilmarsson. Það fyrsta sem liggur fyrir þegar Hildur snýr aftur til vinnu eftir páskana er tónsmíðar fyrir Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að gera músík ásamt Kiru Kiru og þýskum vini mínum, Dirk Desselhaus, fyrir Íslenska dansflokkinn og norskan dansflokk sem heitir Carte Blanche og svo spila ég í sýningunni. Við semjum tón- listina í kringum dansverkið og útgangspunkt- urinn þar er hvalur. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.“ Veit ekki lengur hvað er heima Með sellóið úti í náttúrunni „Það eru svo mikil forréttindi að fá að spila músík um allan heim,“ segir Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir. Morgunblaðið/Golli Múm-arar Hildur er á ferð um Ástralíu þessa dagana með þeim Örvari og Gunnari í múm. Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir býr í Berlín en leikur tónlist um allan heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.