Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, BJÖRNS ELÍASAR INGIMARSSONAR skipstjóra og útgerðarmanns. Guð blessi ykkur öll. Theodóra Kristjánsdóttir, Halldóra Elíasdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Sigríður Inga Elíasdóttir, Svavar Geir Ævarsson, Finnbjörn Elíasson, Gyða Björg Jónsdóttir, Guðmunda K. Elíasdóttir, Friðrik Ó. Friðriksson, Margrét Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Í dag kveðjum við hann Ása okkar. Dauði hans kom eins og reiðarslag yfir okkur, við skiljum ekki enn hvað gerðist eða hvers vegna. Það eru ófáar spurningarnar sem sitja eftir og við fáum sennilega aldrei svör við. Ási bar mikinn þokka og var alls staðar vel liðinn. Fallegu djúpbláu augun hans sviku engan, þau sögðu manni alltaf hvernig honum leið. Hann vildi samt aldrei segja öðrum frá því ef honum leið illa. Alltaf setti hann upp sitt einstaka bros sem fékk mann til að gleyma því að honum gæti liðið eitt- hvað illa. Síkátur bankaði hann á dyrnar í leit að kaffitári og stuttu spjalli. Börnin elskuðu að fá hann í heim- sókn og fara til ömmu og Ása afa. Þegar hann kom inn úr dyrunum voru litlir fætur sem tóku á rás til þess að faðma Ása afa og fá smák- nús. Alltaf var Ási boðinn og búinn að gæta afabarnanna sinna, hvenær sem var. Heilu og hálfu kvöldin sat hann með krökkunum, horfði á sjón- varpið með þeim og yfirleitt náðu þær að plata hann til að poppa eða opna snakkpoka svona í tilefni sam- verunnar. Margt var brallað á þeim þrjátíu árum sem ég hef þekkt hann Ása. Hann var uppátækjasamur og alltaf til í að prufa allt. Elskaði að kaupa stórar tertur á áramótum og sprengja upp. Þeim mun meiri há- vaði var þeim mun skemmtilegri var leikurinn. Ási og mamma hafa verið gestir okkar á hverjum áramótum frá því 1997. Það var sem sagt í tíunda skiptið sem Ási og mamma voru hjá okkur Stefáni um áramót. Eins og hans var von og vísa var hann búinn að fylla skottið á Toyotunni sinni af flugeldum og tertum. Stelpurnar misstu sig af kæti og biðu spenntar eftir því að Ási og Stefán skelltu sér í gírinn og ákvæðu að sprengja allt upp eins og sönnum strákum sæmir. Þetta voru skemmtileg áramót eins og öll hin sem Ási naut samvista með okkur. Hann var mikill matmaður og elskaði góðan mat. Honum fannst ekki leiðinlegt að vera boðinn í mat og lét sig aldrei vanta. Góður vinur hans var kokkur og var iðinn við að bjóða honum í mat til sín. Alltaf fengum við fréttir frá honum um hvað var í matinn og hvernig það smakkaðist. Einnig var hann mikill sögumaður og sagði mjög skemmti- lega frá. Alltaf gat maður brosað þegar hann byrjaði sínar frásagnir. Ekki gerði hann minna grín að sjálf- um sér en öðrum og hafði lúmskt gaman af hrakfallasögum, þá skemmti hann sér og jafnvel rifjaði upp svipaðar hrakfallasögur af sjálf- um sér. Við eigum eftir að sakna hans sárt. Það var hjartnæmt bréfið sem hún Viktoría mín setti í kistuna til „afa“ síns. Það vakti mann til um- hugsunar um hvað lífið getur verið fallvalt og stutt. Við horfum á börn- in glíma við sorgina og getum lítið annað gert en reynt að leggja hönd á öxl þeirra og hugga þau. Börnin eiga erfitt með að skilja hvers vegna dauðinn bankar svo skyndilega svona upp á hjá svo lífsglöðum og hressum einstaklingi eins og Ási var. Þótt það sé sárt að horfa á eftir svo góðum manni verður maður að trúa því að honum líði vel þar sem hann er núna. Vonandi finnur hann friðinn sem hann hefur leitað að. Elsku mamma, ég veit að þú getur staðið þennan fellibyl af þér, þú átt enn börnin þín og barnabörn að. Minning hans verður ljós í lífi okkar Ásgrímur Einarsson ✝ Ásgrímur Ein-arsson fæddist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 18. febrúar 1953. Hann lést á heimili sínu á Álfta- nesi 9. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju á Garðaholti 19. mars. um ókomin ár. Með tár á hvarmi kveðjum við Ásgrím í hinsta sinn. Helga Linnet. Það var suðvesta- nátt þegar vindrellan okkar Ása fór að snú- ast. Ég man ekki hvað ég var gamall þá, en sennilega eitthvað milli 8 og 10 ára. Ási var árinu eldri en ég og vissi allt um vélar og tæki, enda alltaf að gera tilraun- ir. Þetta var fyrsta veturinn okkar í farskólanum og við vorum staddir á Sauðanesvita. Á bæjunum Reyðará, Siglunesi og Sauðanesi við Siglufjörð var rek- inn farskóli um skeið og þar hófst mín skólaganga. Ási hafði fundið gamla kæliviftu af einhverri ónýtri vél og komið henni fyrir áveðurs of- an á haughúsinu. Við stóðum og horfðum á viftuna taka að snúast í snörpum vindinum og mér fannst Ási vera mikill hugvitsmaður. Þar sem hann var, var alltaf verið að bralla eitthvað nýtt og gera tilraun- ir. Ási ólst upp hinum megin fjarð- arins á Reyðará á Siglunesi ásamt systkinum sínum Hjalta Ásdísi og Stefáni. Þangað komum við oft í heimsókn og það var gagnkvæmur vinskapur milli bæjana báðum meg- in fjarðarins. Foreldrar Ása, þau Einar og Unnur, voru mikil sæmd- arhjón og þar var tekið á móti gest- um af höfðingskap. Þegar við komum að Reyðará brást ekki að Ási hafði margt að sýna mér og ég gleymdi mér í þeim heimsóknum við að skoða þá fjöl- mörgu hluti sem vinur minn hafði verið að smíða eða laga. Þegar við urðum eldri og fórum að handleika skotvopn gengum við stundum sam- an á skytterí og var þá oft glatt á hjalla því Ási var mikill veiðimaður. Þegar ég seinna var við nám í Flensborg í Hafnarfirði var Ási þar einnig og það voru ófá skiptin sem ég rölti í heimsókn til hans þar sem hann bjó hjá Hjalta bróður sínum og Kristjönu við Suðurgötuna. Þar var hann jafnan eitthvað að sýsla við vélar í bílskúrnum og stundum gekk ég með honum þangað til að líta á það sem var í gangi. Ási var þeim eiginleikum gæddur að vera opinn fyrir nýjungum og það sem meira var, tilbúinn að framkvæma, enda haslaði hann sér völl á sviði málmsmíða og viðgerða, sem hann hefur starfað við mestan hluta ævinnar. Þar var hann á heimavelli. Þegar ég frétti um andlát þessa gamla vinar og félaga setti mig hljóðan. Ásgrímur er fallinn frá langt um aldur fram og eftir stönd- um við agndofa og sorgmædd. Með árunum fækkaði þeim skipt- um sem við hittumst og síðustu árin hafa leiðir okkar ekki legið saman. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra systkinana frá Sauðanesi sem og foreldra okkar þegar ég þakka þær samverustundir sem við áttum með Ásgrími og færi aðstandendum öllum minar dýpstu samúðarkveðj- ur og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Ég lýk þessum fátæklegu orðum með því að tileinka Ása síðasta er- indið úr kvæðinu Höfðingi smiðj- unnar eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hann vinnur myrkranna milli. Hann mótar glóandi stál. Það lýtur hans vilja og valdi, hans voldugu, þöglu sál. Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm – sín kraftaverk. (Davíð Stefánsson.) Magnús Hannibal Traustason. Ási er dáinn, sagði Hafsteinn í símanum, mér hefur aldrei brugðið eins við að heyra andlátsfregn, ég rétt gat stunið upp ertu að meina Ása okkar, já, Bjössi. Ási okkar er dáinn endurtók Hafsteinn í símann, og útskýrði fyrir mér hvílíkur harm- leikur hefði átt sér stað, Ási væri horfinn á braut, kallaður í annað verkefni. Ásgrímur var vinnuveit- andi minn, vinnufélagi og vinur til margra ára. Við kynntumst í Flensborg, Ási var frá Reyðará við Siglufjörð þar sem hann fæddist og ólst upp, til Hafnarfjarðar kom hann til að stunda gagnfræðanám, hann bjó hjá Hjalta bróður sínum, en á sumrin vann hann við bústörfin á Reyðará og stundaði sjó. Þegar móðir hans brá búi á Reyðará flutti Ási til Hafnarfjarðar og hóf störf hjá Hjalta bróður sínum, þar lauk hann námi í vélvirkjun og öðlaðist góða reynslu. Eftir að Ási giftist Súsan Minnu Black keyptu þau Klöpp á Álftanesi, og gerðu að heimili sínu. Þau komu sér líka upp húsbíl og ferðuðust mikið. Síðastliðin ár hafa Stefán bróðursonur Ása og unnusta hans verið þeirra ferðafélagar. Ási stofnaði í félagi við vin sinn Haf- stein Linnet fyrirtækið Hafás árið 1991 nafn fyrirtækisins er sett sam- an úr nöfnum þeirra og hefur það fest sig vel í sessi. Hafás hefur frá upphafi sinnt þjónustu við rafstöðv- ar. Ása líkaði vel að fara um landið til að vinna þau störf sem Hafás tek- ur að sér. Ási starfaði árum saman hjá Vífilfelli hf. við smíði úr ryðfríu stáli og viðgerðir. Innan Vífilfells eignaðist Ási vini sem hann fór með í veiðiferðir á æskuslóðir sínar í Héðinsfirði. Þar naut sín vel kunn- átta hans og reynsla. Fyrir tveimur árum kom Ási til starfa við Hafás vegna aukinna umsvifa þess, frá þeim tíma höfum við unnið saman. Ási var einn allra besti vinnu- félagi sem ég hef haft um ævina, alltaf í góðu skapi, ósérhlífinn, ráða- góður og mikill verkmaður. Hann var bóngóður maður, sem fjöldi fólks leitaði til með allskonar lag- færingar. Það er stórt skarð fyrir skildi hjá Hafási að Ása gengnum. Ási var nýlega búinn að kaupa mót- orhjól, sem hann ætlaði að nota til að rifja upp gamlan mótorhjóla- áhuga frá Siglunesi en þar hafði hann gamalt Matchless-mótorhjól. Ási hafði gaman af að elda og að borða góðan mat. Þau Súsan og Ási héldu upp á fimmtugsafmæli sín fyrir nokkrum árum og var þar allt vel útilátið og glæsilegt. Í fyrra fóru starfsmenn Hafáss ásamt mökum í ferðalag til Kúbu, einnig fóru þau Ási og Súsan ásamt Eyþóri, Jonný, Jóhanni og Júlíu til Dómíniska lýð- veldisins í febrúar sl. Ási átti 55 ára afmæli 18. febrúar sl. Í tilefni dags- ins snæddum við Hafsteinn, Hall- dóra og Stefán rjómatertu með hon- um í kaffistofu Hafáss, það er ljúft að hugsa um þá stund í dag. Ási og Súsan áttu ekki börn sam- an en börnum, barnabörnum og tengdabörnum eiginkonu sinnar sýndi hann ávallt mikla ást og hlýju. Ég vil að lokum þakka Ása kærlega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman jafnt í starfi sem leik. Hvíl í friði, vinur. Eiginkonu, fósturbörnum, barna- börnum, systkinum, vinum og vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Björn Benediktsson. Þegar einhver sem manni þykir vænt um kveður þennan heim fara ótal minningar um hugann. Ég mun alltaf minnast þín fyrir hversu hjálpsamur og laghentur þú varst, aldrei veigraðir þú þér við vinnu, hver svo sem hún var. Sauðburður, smíðavinna, sjómennska og í raun öll þau störf sem falla til í sveitum, jafnvel í matargerð varstu liðtækur. Og alltaf nenntir þú að hafa ofan af fyrir mér, ókst um götuna góðu á Siglunesi á Land Rovernum, þeyst- ist um sjóinn á spíttbátnum og gerð- ir hvaða þreytandi verk að stór- skemmtun. Það er erfitt að kveðja góðan dreng og með þessum orðum vil ég votta fjölskyldunni hans Ása inni- lega samúð. Anna Marie Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR LÍKAFRÓNSSON sjómaður, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að kvöldi skírdags fimmtudaginn 20. mars. Ingigerður Karlsdóttir, Bjarni S Einarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ester, Einar Siggi og Birkir Ingi. Eftir að ég lauk námi í Samvinnuskól- anum í Reykjavík vor- ið 1951, hafði skóla- stjórinn, Jónas Jónsson, milligöngu um að ég réðst til skrifstofustarfa hjá útgerðar- félaginu Meitlinum hf. í Þorláks- höfn, við Egil Thorarensen, kaup- félagsstjóra á Selfossi, sem var stjórnarformaður Meitilsins hf. en sonur hans Benedikt framkvæmda- stjóri. Ég hafði símasamband við Egil síðari hluta maímánaðar, hann sagði mér að taka áætlunarbíl frá Reykjavík til Selfoss, koma svo heim til sín í Sigtún, gista þar fyrstu nótt- ina. Allir vegir voru malarvegir, frost að fara úr jörðu, aurbleyta á vegum, dráttarbílar til að draga áætlunarbílana. Næsta dag kom Benedikt að sækja mig. Þá sá ég hann í fyrsta sinni, glæsilegan ung- an mann. Ég hafði áður komið til Þorlákshafnar í skólaferðalagi svo ég kannaðist við umhverfið. Þá tóku störfin við, verkaskipting okkar var þannig að ég sá um launaútreikn- inga og bókhaldið, en Benedikt ann- aðist alla stjórn félagsins út á við. Samstarf okkar gekk vel, ég þekkti engan á staðnum og tók hann mig með sér í fyrstu, svo sem til Selfoss, sem var aðalkaupstaður héraðsins. Ég minnist Benedikts sem góðs félaga á þessum árum Við deildum saman skrifstofuaðstöðu, þar var staðsett talstöð svo bátarnir sem á sjó voru gætu haft samband í land og hægt væri að fylgjast með afla- brögðum. Á þessum árum voru gerðir út 5-6 bátar um 30 tonn að stærð, hafnaraðstaða var erfið, mik- Benedikt Thorarensen ✝ Benedikt Thor-arensen fæddist í Reykjavík 1. febr- úar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 26. janúar síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Þorlákskirkju 9. febrúar. ill afli barst á land á vetrarvertíðum, sjó- menn harðduglegir og duglegt fólk starfaði í landi, meginhluti aflans fór þá í saltfisk- verkun, eitthvað verk- að í skreið. Allir mættu í fiskvinnu sem gátu, einnig við skrif- stofumennirnir. Bene- dikt stjórnaði móttöku flutningaskipa, sem komu til að taka af- urðir eða koma með vörur til Kaupfélags Árnesinga, hann sinnti þessu af al- úð. Mér finnst að þau sex ár sem ég starfaði með Benedikt í Þorlákshöfn hafi störf hans einkennst af því að vinna fyrirtækinu, sem hann var í forsvari fyrir af heilindum svo og að byggðarlagið mætti dafna, en til þess þyrfti störf fyrir fólkið, sem þar ætti heima, þessa hugsun mun hann hafa tekið í arf frá föður sínum, sem var óþreytandi að vinna að fram- förum í Þorlákshöfn. Ég tel að hann hafi aldrei leitt hugann að öðru en lifa og starfa í Þorlákshöfn, vinna Meitlinum og byggðarlaginu það er hann mátti. Benedikt hafði áhuga á framgangi félagsins og að vélvæða mætti fiskvinnsluna. Við fórum sam- an á sýningu fiskvinnsluvéla til Dan- merkur ásamt fleirum á vegum hagsmunasamtaka, sem varð til þess að keypt var Baader-flatningsvél. Þegar ég flutti frá Þorlákshöfn, hafði Benedikt bundist sínum góða lífsförunaut, henni Guðbjörgu Magnúsdóttur, síðar stöðvarstjóra Pósts og síma, þau byggt sér íbúðar- hús og búið saman síðan. Þegar frá leið fækkaði þeim stundum sem við hittumst, en fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við gömul kynni, hittumst öðru hvoru eða tókum tal í síma, ræddum gamla daga eða dæg- urmálin. Nú verða þau samtöl ekki fleiri. Sendi Guðbjörgu innilegustu samúðarkveðjur. Hjálmar Styrkársson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.