Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 28
sjónvarpskrimmi 28 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ B jörn Brynjúlfur Björns- son er framleiðandi og leikstjóri Mannaveiða. Hann segist hafa lesið Aftureldingu nýút- komna og fannst hún strax passa í mynd og liggja vel í forminu fyrir fjögurra þátta sjónvarpsseríu. Í fyrra gerðu félög kvikmynda- gerðarmanna samning við ríkið um fjármögnun Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og þá komu í fyrsta skipti einhverjir peningar til framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Til Mannaveiða komu 30% úr þessum sjóði, en fyrstu verkefnin sem nutu hans voru Næt- urvaktin og Pressa á Stöð 2. „Manna- veiðar eru upphafið að óslitinni fram- leiðslu leikins efnis hjá Sjónvarpinu og mér finnst gaman að hefja þá veg- ferð. Sá þráður má ekki slitna aftur.“ Um Mannaveiðar segir Björn: „Sagan fer skemmtilega víða í þjóð- félaginu, rannsóknin beinist bæði að háum og lágum; flestir eru með eitt- hvert óhreint mjöl í pokahorninu, hvort sem það tengist rannsókninni eða ekki. Við eigum öll okkar leynd- armál og lögreglurannsókn er leit að leyndarmálum. Í Mannaveiðum er spegillinn mjög breiður; rannsóknin beinist meðal annars bæði að banka- stjóra og konu sem hefur orðið gjald- þrota vegna spilafíknar eiginmanns- ins. Svo er líka skemmtilegt hvað sagan gerist víða á landinu. Við reyndum að passa upp á þetta víða og opna svið með tökum fyrir vestan, á Suðurlandi og fyrir norðan.“ – Bankastjóri segir þú. Það er eng- inn bankastjóri í Aftureldingu. „Nei, við gerðum nokkrar breyt- ingar á sögunni. Það er svona eitt og annað sem felst í því að að laga bók að bíói. Í fyrsta lagi er annar lögreglumað- urinn í bókinni af asískum uppruna, en við breyttum því. Það var ekki mjög þénugt fyrir kvikmyndina að öll hans fortíð er í huga hans en ekki samtíma sögunnar. Birkir hentaði okkur ekki óbreyttur svo við gerðum úr honum Hinrik og bættum inn í myndina hans bakgrunni, sem teng- ist málinu. Við jukum líka hlut kvenna með því að breyta meina- fræðingi sögunnar og stjórnanda lög- reglurannsóknarinnar í konur. Svo tengjum við söguna við tímann með því að blanda í hana vatns- og virkjunarréttindum. Og lög- fræðistofan í Aftureldingu er orðin að banka í Mannaveiðum. Þetta er banki í útrás og einhver segir að meðan bankastjórinn liggi undir grun geti það haft áhrif á gengi ís- lenzku krónunnar.“ – Sjáðu bara hvað þú hefur gert; á forsíðu Morgunblaðsins segir að gengi krónunnar hafi aldrei áður lækkað jafnmikið á einum degi! „Það er auðvitað ekki við hæfi að skemmta sér yfir þessu,“ segir Björn Brynjúlfur og hlær við. „En þessi frétt eykur auðvitað á samtímagildi sjónvarpsþáttanna.“ Karlar í kreppu – Varstu fljótur að sjá út réttu leik- arana í hlutverkin? „Góður leikari getur orðið hvað sem er. En aðrir þættir geta líka skipt máli eins og til dæmis líkams- bygging og kyn. Ef við tökum aðal- persónur Mannaveiða sem dæmi þá borðar Gunnar mikið og úðar í sig óhollustunni, þannig að í hans tilfelli hefði tággrannur leikari ekki passað við karakterinn. Hinrik aftur á móti er andstæða hans, agaður og í góðu formi, þannig að leikari í miklum holdum hefði ekki passað í hans hlut- verk. Ég er gríðarlega ánægður með þá félaga; Ólaf Darra og Gísla Örn, í þessum hlutverkum. Þeir bera þætt- ina uppi. Lögreglumennirnir sem þeir leika eru karlar í einhverri kreppu. Annar þeirra er svona kald- Að vega mann og annan Fólkið höfðar meira til mín en glæpurinn Lögregluhópurinn Lögreglumenninrnir í Mannaveiðum bera saman bækur sínar; rannsóknarlögreglumennirnir Símon (Björn Thors), Hinrik (Gísli Örn Garðarsson), Gunnar (Ólafur Darri Ólafsson) og Dóra (Laufey Elíasdóttir) og stjórnandi hópsins Margrét lögreglufulltrúi (Halldóra Björnsdóttir). Morgunblaðið/ÞÖK Leikstjórinn Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri og framleið- andi Mannaveiða. Í sókn eða vörn? Þorsteinn Gunn- arsson í hlutverki gæsaskyttu. Fyrsti þáttur nýrrar ís- lenzkrar sjónvarpsseríu; Mannaveiða, verður frumsýndur í Sjónvarp- inu á annan í páskum. Freysteinn Jóhannsson fór á Mannaveiðar. Ólafur Darri Ólafsson leikurlögreglumanninn Gunnar.Hann segist hafa lesið Aft-ureldingu og í minningunni sé hún ágætis reyfari. Hann rámaði í Gunnar, en lét vera að lesa söguna aftur þegar ákveðið var að hann léki lögreglumanninn í sjónvarpsþátt- unum. Hann segist oft skipa í öll hlut- verk sögunnar sem hann er að lesa og reyni að setja sjálfan sig í flottustu hlutverkin. Mátaði hann sig við Gunnar þegar hann las Aftureldingu? „Nei. Hann Gunnar greyið mitt er nú ekki persóna sem menn falla flatir fyrir við fyrstu kynni, þannig að ég sá mig nú aldrei í hans hlutverki. Í bók- inni er hin löggan af asískum upp- runa, þannig að ég átti ekki séns í það hlutverk. Og dauð gæsaskytta er ekki á mínum óskalista!“ – En svo fékkstu Gunnar. Hvaða leið fórstu að honum? „Mér hefur reynzt það bezt að finna hvar hjarta persónunnar liggur, finna tengingu inn í hana. Það er eng- inn alvondur og heldur enginn algóð- ur. Við erum öll einhvers staðar þar á milli og galdurinn er að koma því til skila. Ég nefni myndina Der Untergang, sem fjallar um síðustu daga Hitlers í byrginu. Hitler er persóna sem hefur bara verið gerð ill, öðru vísi Hitler man ég ekki eftir að hafa séð fyrr en í þessari mynd. Ef við leyfum okkur að trúa því að Hitler hafi verið hið illa lif- andi fætt, þá fær hann á sig þjóð- sagnakennda mynd sem er ekki gott. Hitler var til og í hans nafni voru skelfilegir hlutir framkvæmdir, við megum ekki gleyma því. Við megum heldur ekki gleyma því að eflaust þurfti hann líka að skreppa á klósettið og hafði gaman af því að fara út að borða. Það að sýna persónuna frá fleiri en einni hlið gerir hana ekki minna ógnvekjandi heldur þvert á móti.“ – Hvar liggur hjarta Gunnars? „Mér var farið að þykja voða vænt um Gunnar. Hann á náttúrlega í vand- ræðum með sjálfan sig, drekkur of mikið brennivín og býr með mömmu sinni og þau hafa komið sér upp sinni rútínu með óhollustu í mat og drykk. Hans kostur liggur í samkennd hans með umhverfinu og fólkinu. Og hann stundar sína vinnu af fullri alvöru. Þeir Hinrik eru fulltrúar gamla skól- ans og nýja skólans. Gunnar fer oft eft- ir tilfinningu sinni og hefur sínar að- ferðir sem meðal annars fara eftir því hvern hann er að kreista í það og það skiptið. Ferðalag okkar Gunnars var mjög skemmtilegt.“ – Ertu gæsaskytta? Nú hlær Ólafur Darri. „Já, ég verð að gangast við því. Og fleiri í hópnum; til dæmis Björn Brynjúlfur leik- stjóri.“ – Og enginn bilbugur á þér eftir Mannaveiðar? „Nei, alls ekki. Það væri nú vand- lifað ef maður ætlaði að láta hlut- verkin stjórna lífi sínu.“ – Ertu sáttur við Mannaveiðar? „Já, ég held það. Gunnar var skemmtileg glíma og þarna vann ég náið með einum af mínum beztu vinum og samstarfs- mönnum, honum Gísla Erni, sem var frábært. Það hefði samt verið for- vitnilegt að hafa hans karakter af as- ískum uppruna eins og er í bókinni. Ég hefði haft gaman af því að þróa Gunnar frá fordómum í garð útlend- inga til skilnings á því að við erum öll menn, hvað sem líður útliti og upp- runa.“ Sérkennilegt að smit– ast af persónunni Gísli Örn Garðarsson leikur lög- reglumanninn Hinrik í Mannaveið- um. Sá heitir reyndar Birkir í Aftur- eldingu, sem Gísli Örn segist hafa lesið, og er af asískum uppruna, en Gísli Örn segir það ekki skipta öllu máli hvort menn séu fæddir á Íslandi eða í Víetnam. „Það er hægt að vera einmana á Íslandi, hvort sem þú ert fæddur þar eða ekki, og Hinrik hefur gengið í gegnum svo margt það sama og Birkir. Þannig höldum við ein- semdinni, þótt einhver munur sé á bakgrunni þeirra.“ – Hvernig náungi er Hinrik að öðru leyti? „Hinrik er sjálfum sér nógur, hann er ekkert að væla yfir hlutskipti sínu, en af því að hann er svo einn, þá er ákveðinn tómleiki í honum. Hann er ekki hressi gaurinn út á við, ekki hrókur alls fagnaðar. Og það er svo- lítið dapurt.“ – Er einhver Hinrik í þér? „Nei, ekki beint þannig. Það hentar mér persónulega ekki að vera svona einfari, þótt Hinrik sætti sig við það. Það voru mjög miklar breytingar sem ég þurfti að vinna mig í gegnum til þess að ná honum að þessu leytinu. Og það er sérkennilegt hvernig maður smitast af persónunni sem maður leikur. Á meðan á tökum stóð var ég alls ekki hressi gæinn; ég var Hinrik. Satt að segja var ég oft ein- mana í settinu. Þetta hefur áhrif á klukkuna í manni og hvernig orku maður gefur frá sér.“ – Fyrir utan einmanaleikann, hvað er ríkast í fari Hinriks? „Hann sinnir vinnunni af fag- mennsku. Hún er kannski hans eini vinur.“ – En Gunnar? Að finna hvar hjarta persónunnar liggur Ólíkir Rannsóknarlögreglumennirnir Gunnar (Ólafur Darri Ólafsson) og Hinrik (Gísli Örn Garðarsson) eru aðalpersónur Mannaveiða. Mannaveiðar segja frá rannsókn lögreglu á morðum á gæsaskyttum og eru þættirnir byggðir á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu, en handritið er eft- ir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson leika aðalhlutverkin, lögreglumennina Hinrik og Gunnar og með önnur stór hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Björn Thors, Charlotte Böving, Darri Ingólfsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Laufey Elíasdótt- ir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þórunn Lárusdótttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Einnig leika í þáttunum: Gunnar Eyjólfsson, Guðjón Davíð Karlsson, Hanna María Karlsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, María Ellingsen, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Skúlason, Þorsteinn Gunnarsson og Þórunn Erna Clausen. Björn B. Björnsson leikstýrir Mannaveiðum. Kvik- myndatöku annaðist Víðir Sigurðsson, Sævar Guð- mundsson klippti, Valgeir Sigurðsson samdi tónlistina og hljóðvinnsla var í höndum Gunnars Árnasonar. Egg- ert Ketilsson sá um leikmyndahönnun, Maria Walles um búninga og Ásta Hafþórsdóttir um förðun. Mannaveiðar eru framleiddar af Reykjavík films/ Birni B. Björnssyni. Mannaveiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.