Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 64
BANASLYS varð í umferðinni um
klukkan 22 föstudaginn langa þegar
tæplega hálfþrítugur maður lést í bif-
hjólaslysi á Kringlumýrarbraut í
Reykjavík rétt sunnan við Listabraut.
Tildrög slyssins eru ókunn lög-
reglu, en ökumaður bifhjólsins var á
suðurleið. Götunni var lokað við slys-
staðinn um stund meðan rannsókn fór
fram.
Upplýsinga óskað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
biður þá, sem kunna að hafa orðið
vitni að slysinu, að hafa samband í
síma 444-1000.
SUNNUDAGUR 23. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 6 °C | Kaldast 0 °C
Fremur hæg SA.
Skýjað m/ köflum n-til,
annars slydda eða snjó-
koma, rigning við sv-
ströndina. NA síðdegis. »8
ÞETTA HELST»
Þrír í gæsluvarðhald
Þrír karlar hafa verið úrskurð-
aðir í vikulangt gæsluvarðhald í
Reykjavík en þeir eru grunaðir um
þrjú rán og eina ránstilraun í Breið-
holti. Var sömu aðferð beitt í öllum
tilvikum, sprautunál veifað framan í
fólk og því sagt að án samvinnu yrði
það smitað lifrarbólgu C. »2
Minna verður byggt
Ef lausafjárvandi bankanna leys-
ist ekki mun það leiða til minni um-
svifa í byggingariðnaði þegar líður á
árið. Verkefnisstaða stærri fyr-
irtækja er þó talin góð enn sem
komið er. »4
Um 7,4 km göng
Vaðlaheiðargöng, sem hafist
verður handa við á næsta ári, verða
um 7,4 km löng. Gert er ráð fyrir
því að munni ganganna Eyjafjarð-
armegin verði í um 60 metra hæð
yfir sjávarmáli hjá þjóðvegi 1 við
Hallandsnes og í Fnjóskadal verður
munninn í um 160 metra hæð yfir
sjávarmáli hjá Skógum. »6
Veröld Eve Online
Um 300 þúsund spilarar taka þátt
í leikjum á Eve Online sem hannað
er hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP á
Grandagarði í Reykjavík. Eve On-
line er heill heimur fyrir sig, CCP
býr til umgjörðina en þátttakend-
urnir, sem eru úr öllum heims-
hornum, stýra framvindunni, hver
með sína fléttu og markmið.
»Forsíða
SKOÐANIR»
Staksteinar: Skólabókardæmi
Forystugreinar: Iðrun og fyrir-
gefning | Reykjavíkurbréf
UMRÆÐAN»
Mikilvægi veðurathugana
EES og krónan
Kjarni allra trúarbragða sá sami
Lærum af öðrum seðlabönkum
ATVINNA»
PLÖTUDÓMUR»
Afar léleg safnplata að
mati gagnrýnanda. »55
Hercules and Love
Affair er þrælgott
stöff og virkar jöfn-
um höndum á ærsla-
belgi og sófahugs-
uði. »60-61
TÓNLIST Á SUNNUDEGI»
Ástin og
Herkúles
FÓLK»
Ætla að veita stjórnvöld-
um aðhald. »58
FÓLK»
Á flakki með múm og
undirbýr sellósúpu. »54
Rokksveitinni Cel-
estine hefur tekist
að senda frá sér frá-
bæra plötu með
framsæknum
þungamálmi. »57
Afar þungt
dauðarokk
PLÖTUDÓMUR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Banaslys á Kringlumýrarbraut
2. Umferðarslys á Kringlumýrarbr.
3. Mótorhjól sogaðist á haf út
4. Lést eftir högg frá arnarskötu
Ljósið kemur langt og mjótt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GEISLAR sólarinnar léku um Hallgrímskirkjuturn þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins átti leið um Skólavörðuholtið í aðdraganda páskanna.
Vafalítið gleðjast margir yfir því að sjá sólina rísa sífellt hærra á himni
með hverjum deginum sem líður, enda er það óbrigðult merki þess að vorið
sé á næsta leiti. Þá er bara að muna eftir sólgleraugunum og skyggninu til
þess að láta birtuna ekki blinda sig t.d. í umferðinni.
Messað er í Hallgrímskirkju á páskadagsmorgun kl. 8. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Magneu Sverrisdóttur
djákna.
Sólin kíkir inn í Hallgríms-
kirkju á páskahátíðinni
Eftir Arnþór Helgason
arnhelg@ismennt.is
STEFÁN Þórar-
insson, stjórnar-
formaður Nýsis
hf., gerir alvar-
legar athuga-
semdir við starfs-
hætti Þróunar-
samvinnustofn-
unar Íslands í
viðtali í Morgun-
blaðinu í dag og
nefnir nokkur dæmi um verkefni
sem stofnunin hafi hlaupið frá í
miðjum klíðum. Telur hann jafn-
framt að öðrum sé ekki fylgt nægi-
lega vel eftir og sitji heimamenn þá
eftir með óleystan vanda.
Hann segir að starfsemi ÞSSÍ hafi
lítið breyst frá stofnun hennar 1982.
Íslendingar fáist einkum við smá og
auðveld verkefni sem hafi lítil áhrif í
samfélaginu. Segir hann að Íslend-
ingar komi jafnvel á fót stofnunum
sem verði byrði á þegnum þeirra
ríkja sem aðstoðina þiggja.
Íslenskur þróunarlánasjóður
Stefán hefur lagt fram ítarlegar
tillögur um breytingar á ÞSSÍ. Hann
leggur m.a. til að stofnaður verði sér-
stakur þróunarlánasjóður með þátt-
töku opinberra aðila og einkafyrir-
tækja. Telur hann að með slíkum
sjóði væri hægt að efla mjög gagn-
kvæma samvinnu Íslands við þróun-
arríkin. „Á þann hátt getum við orðið
meðbræðrum okkar og -systrum í
þróunarlöndunum að mestu liði,“
segir Stefán. | 26
Þróunarsam-
vinna í ólestri
Stefán Þórarinsson
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 25. mars. Fréttaþjón-
usta verður að venju á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana.
Ábendingum um fréttir má koma á netfrett@mbl.is. Áskriftardeild
Morgunblaðsins verður opin í dag, páskadag, kl. 8-15. Lokað verður
annan í páskum.
Skiptiborð Morgunblaðsins verður opið annan í páskum kl. 13-20.
Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100.
Fréttaþjónusta um páska
Maður lést í bifhjólaslysi
Banaslys Bifhjólið á Kringlumýrarbraut, rétt sunnan við Listabraut.
Morgunblaðið/Júlíus
Aflaverðmæti jókst
Vandaðu gerð ferilskrárinnar
Launavísitalan hækkaði í febrúar