Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni Jónssonfæddist í Sand- fellshaga í Öxarfirði 19. janúar 1914. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson, bóndi í Sandfells- haga í Öxarfirði, f. í Laxárdal í Þist- ilfirði 17.12. 1884, d. 1.2. 1971 og Kristín Helga Friðriks- dóttir húsfreyja, f. á Víðirhóli á Hólsfjöllum 11.8. 1881, d. 2. 4. 1970. Systkini Árna eru: Hrefna, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 18.1. 1916, Sigurður, bóndi í Sand- fellshaga og síðar bankastarfs- maður í Reykjavík, f. 10.11. 1917, Friðrik Júlíus, verslunarmaður á Kópaskeri, f. 5.10. 1918, Ragn- heiður Þyri, matráðskona í Reykjavík, f. 19.4. 1921, Stefán Ólafur, kennari og deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, f. 23.9. 1922 og Guðmunda Herborg mat- ráðskona, f. 9.7.1926, d. í Kaup- mannahöfn 18.10. 1990. Árni kvæntist 1945 Ingibjörgu Rist Lárusdóttur, f. 15. maí 1920, d. 21. maí 1998. Þau eignuðust tvo syni, Ívar, f. 1947 og Ævar, f. 1950. Fyrir hafði Ingibjörg átt soninn Ævarr Rist, d. 1950, aðeins sjö ára gamall. Ævar, sonur Árna og Ingibjargar, kvæntist árið 1980 Halldóru Björk Bergmann, f. 21.3. ur sem hann starfaði þar sem ráðu- nautur. Árið 1946 lá leiðin í Garðyrkju- skólann að Reykjum í Ölfusi – hafði reyndar kennt þar árin á undan, en nú varð hann kennari í fullu starfi allt til ársins 1949 og búsettur þar á meðan. Þess má geta að 1947 var hann svo fenginn til að stjórna upp- byggingu jarðræktar á jörðum sem höfðu farið illa út úr Heklugosinu það ár. Árni er líka í hreppsnefnd Ölfuss og oddviti árin 1946-49. Á þessum árum í Ölfusinu kynntist Árni konu sinni Ingibjörgu Rist Lárusdóttur. Árið 1949 gerðist Árni tilraunastjóri við Til- raunastöðina á Akureyri og flutti fjölskyldan þá norður og bjó þar fyrst í „Gróðrarstöðinni“ svoköll- uðu en síðan að Háteigi. Samhliða aðalstarfi Árna átti hann sæti í Til- raunaráði jarðræktar árum saman. Þá var hann ritstjóri rits Landbún- aðardeildar H.Í. frá 1950 til 1966. Hann var mjög virkur í félags- og stjórnmálum, sat í stjórn margra félaga og sat í bæjarstjórn Ak- ureyrar í 10 ár. Eftir hann liggur fjöldi greina um landbúnaðarmál í blöðum og tímaritum. Um áramótin 1968-69 fluttu þau hjónin svo til Reykjavíkur en Árni hafði þá verið skipaður landnáms- stjóri ríkisins og gegndi hann því starfi allt þangað til hann komst á eftirlaun 1984. Fjölskyldan bjó lengstum á Flókagötu 57 en síðan í Drápuhlíð 25. Eiginkona Árna lést í maí 1998 en Árni bjó til æviloka í Drápuhlíðinni. Útför Árna fór fram frá Foss- vogskirkju 11. mars, í kyrrþey að ósk hins látna. 1953; foreldrar hennar eru Hörður Bergmann kennari, f. 24.4. 1932 og Dó- rothea S. Ein- arsdóttir, f. 21.2. 1932. Börn þeirra Ævars og Halldóru eru Árni Freyr, f. 22.10. 1976, sam- býliskona Kirsten B. Simonsen, f. 26.5. 1977, og Dórothea, f. 12.11. 1981. Börn Dórotheu og sam- býlismanns hennar, Péturs Ottesens, f. 31.12. 1968 eru: Ísabel, f. 19.10. 2002; Patrik Thor, f. 25.4. 2005 og Bríet, f. 29.6. 2007. Ævar og Halldóra slitu samvistum síðar. Árni útskrifaðist frá Bænda- skólanum á Hvanneyri sem bú- fræðingur árið 1934 og síðan út- skrifaðist hann frá Danska landbúnaðarháskólanum sem kandidat í búvísindum hinn 30. apríl 1940. Heimkominn (í hinni ævintýralegu Petsamo-för) hóf Árni störf við það að nútímavæða íslenskan landbúnað og auka þar þekkingu og framleiðni. Hann starfaði við ræktunartilraunir á Tilraunastöðinni að Sámsstöðum í Fljótshlíð 1941 til 42. Eftir það gerðist hann jarðræktarráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands næstu þrjú árin. Þar var verkefnið ekki lítið eða að heim- sækja lungann úr 1100 bæjum á svæði sambandsins þau þrjú sum- Ég náði í Árna föðurbróður minn heim til hans sunnudaginn 2. mars sl. en við vorum á leið í boð sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra í tilefni af setningu Bún- aðarþings. Það hafði fallið snjór um nóttina en það vakti athygli mína að tröppurnar upp að íbúð- inni hans voru hreinar og fínar og hafði ég orð á þessu við Árna. Hann sagðist hafa mokað þær fyrr um morguninn enda ekkert í fari hans sem gaf til kynna að hann væri orðinn 94 ára gamall. Ég tók reyndar eftir því að sumir gest- irnir sem voru í ráðherraboðinu virtust eldri en frændi minn þó þeir væru í reynd 15-20 árum yngri. Árni lék á alls oddi og hitti marga gamla vini og kunningja. En skyndilega varð ég þess áskynja að hann virtist vera orð- inn þreyttur og bauð ég honum að setjast niður. Verður það ekki frekar orðlengt en Árni lést af völdum heilablæðingar daginn eft- ir. Í minningarorðum þessum ætla ég ekki að rekja námsferil eða störf Árna annað en að hann vann allan sinn starfsaldur fyrir íslensk- an landbúnað. Ég man fyrst eftir Árna heima í Sandfellshaga í Öx- arfirði en þar bjuggu afi minn og amma. Þar ólst Árni upp og var elstur sjö systkina. Sigurður bróð- ir Árna tók síðan við búinu og stundaði búskap þar til haustsins 1967 en þá fluttist hann til Kópa- vogs ásamt Ingibjörgu konu sinni. Árna var alltaf sveitin kær og kom systkinahópurinn gjarnan saman í Sandfellshaga ásamt fjölskyldum. Þar var oft mannmargt og minnti fremur á hótel en bóndabýli. Árin í Sandfellshaga eru einhverjar ánægjulegustu minningar mínar. Einhverju sinni kom Árni í Sand- fellshaga en hann var þá tilrauna- stjóri á Akureyri og ætlaði að ganga til rjúpna. Ég var þá stadd- ur þar af einhverjum ástæðum, sennilega níu eða tíu ára gamall, og bauð hann mér með. Það var lagt af stað í myrkri þó við færum einungis í heimalandið og gengið var fram í myrkur. Ég hafði oft farið með pabba til rjúpna á þessu svæði og hafði lært heiti og ör- nefni í landslaginu. En á þessum degi með Árna bættist mikið við þá þekkingu mín og rjúpurnar sigu býsna í, sérstaklega undir lok dagsins. Það var því kærkomið að koma heim til Immu, konu Sigga frænda mín, þar sem beið okkar steiktur lambahryggur með öllu tilheyrandi. Þessi dagur líður mér seint úr minni. Eftir að ég varð kaupfélagsstjóri lágu leiðir okkar Árna oft saman varðandi fagleg málefni sem hann var ötull að greiða úr. Árni var aufúsu-gestur á heimili okkar Freyju, einkum meðan við bjuggum á Sauðárkróki, en þá gisti hann oft hjá okkur. Kæri frændi og vinur, nú þegar leiðir skiljast vil ég biðja góðan Guð að blessa minningu þína um leið og ég sendi samúðarkveðjur til ættingja. Ólafur Friðriksson. Ég þekkti Árna Jónsson nokkuð af afspurn áður en hann tók við embætti landnámsstjóra árið 1969. Þá hafði hann verið tilraunastjóri á Akureyri í 19 ár og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þar í 10 ár. Eftir að hann varð landnáms- stjóri tókust skjótt mikil og góð kynni milli okkar og einnig sam- starf, því frá 1970 átti ég sæti í ný- býlastjórn og síðar landnámsstjórn í 10 ár. Ég hafði afgreitt mitt fyrsta þingmál um endurskoðun lagabálksins sem fól í sér ákvæði um starfsemi Landnáms ríkisins, ekki síst með það að markmiði að hverfa frá þeirri hvatningu til bænda að skipta jörðum sínum og stofna á þeim nýbýli, sem sérstök framlög voru veitt til. Ég vildi ekki lengur sætta mig við að fé ríkisins væri beitt til að hafa þannig áhrif á þróun byggðar í sveitum. Árni reyndist mér ráðhollur og tillögugóður bæði við endurskoðun þessa lagabálks og oft endranær enda hafði hann víðtæka reynslu að baki. Hann var reglusamur embættismaður, vinnusamur, góð- viljaður og grandvar. Hann fylgd- ist vel með öllu, m.a. í svokölluðum „byggðahverfum“, sem Landnámið hafði komið á fót. Árni lét af störfum fyrir aldurs sakir 1984. Fundir okkar urðu strjálli en áður, en við hittumst þó alltaf öðru hverju. Hann var fé- lagslyndur og mannblendinn, var tíður þátttakandi í fundum og gleðimótum á vegum landbúnaðar- ins og Sjálfstæðisflokksins. Hvar- vetna stafaði af honum gleði og hlýja, en þetta tvennt þótti mér einkenna hann öðru fremur, ekki síst á efri árum. Oftast fóru skoð- anir okkar saman, en bæri svo við að það gerðist ekki hélt hann sínu striki og bros hans lét engan bil- bug á sér finna. Hann var vel á sig kominn og unglegur, hreyfði sig, gekk eða hjólaði og stundaði a.m.k. lengi sundlaugarnar. Síðast var hann við setningu Búnaðarþings hinn 1. þessa mán- aðar og í síðdegisboði ráðherra sama daginn. Þar var hann í hópi vina og kunningja og ekkert virtist öðruvísi en áður. Síðan kom frétt- in, hann hafði veikst alvarlega og var allur einu dægri síðar. Það var gott að hann þurfti ekki að leggj- ast í kröm. Ég verð ekki við útförina, vegna ferða til útlanda. En ég kveð þenn- an öðlingsmann og 94 ára öldung með þökk fyrir vináttu og drengi- leg samskipti á langri leið. Blessuð sé minning Árna land- námsstjóra. Pálmi Jónsson. Árni Jónsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ættfaðirinn og sjóhetjan, sigldi í sína síðustu sjóferð fáum dögum eftir að hafa haldið upp á hundrað ára afmælið sitt með pomp og prakt. Ern og hress gekk hann til veislu og stóð sína síðustu vakt. Sem hann leysti glæsilega af hendi eins og allar aðr- ar því á sjónum hann staðfastur stóð sína plikt, það var starfið hans, ár eftir ár, hann sinnti því vel gegn- um þunnt og þykkt, á þilfarið alltaf klár. Ástkæri vinur og velgjörðarmað- ur. Þú hefur verið okkur öllum ein- stök fyrirmynd og fáum við aldrei fullþakkað það fordæmi sem þú hef- ur gefið okkur. Það kristallast í til- vitnun í þig í Morgunblaðinu á af- mælisdeginum þínum, 5. febrúar síðastliðinn: „Það sem hefur bjarg- að mér í lífinu er að ég hef tekið öllu með ískaldri ró. Ég gerði það besta sem ég gat. Ef það dugði ekki varð bara Guð að taka við. Annað var ekki hægt að gera.“ Þú gafst okkur það í veganesti að standa þurfi sínar vaktir hvað sem tautar og raular, sem virkar einkar jarðbundið en að sama skapi varstu mjög berdreyminn og forspár. Þig dreymdi oft fyrir fullfermi eða afla- bresti og nú síðast í janúar sagðirðu okkur frá draumi sem var skilaboð til okkar um að þú myndir kveðja fljótlega eftir afmælið. Til er klassísk mynd af afa sem Jóhannes Sólbjartur Sigurbjörnsson ✝ Jóhannes Sól-bjartur Sig- urbjörnsson fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð 5. febr- úar 1908. Hann lést á elliheimilinu Grund 27. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 14. mars. Kristinn Benedikts- son ljósmyndari tók, sjómaðurinn í gula sjóstakknum, og hef- ur sú mynd oft birst í blöðum og bókum sem ímynd hins ís- lenska sjómanns án þess að nafns hans sé getið. En afi er ekki nafnlaus, langt því frá – og það leiðréttist hér með. Þetta er sjómaður- inn Jóhannes Sól- bjartur Sigurbjörns- son. Svipsterkt og hljómmikið nafn – og langt eins allt hans lífsmaraþon með litfjörugt reynslunnar safn. Nafn sem var gefið er síðvetr- arsól sást yfir fjallaskörð. Og geisl- ana sendi um byggðir og ból á barn- ið við Önundarfjörð. Fyrirmynd okkar og velunnari, sem alltaf hafði tíma fyrir okkur og sýndi stuðning og umhyggju sem við fáum aldrei fullþakkað. Sem við aldrei gleym- um. Hann var stýrimaður og skip- stjóri og þegar fyrirmæli bárust að hann mætti ekki lengur vera yf- irmaður vegna aldurs réð hann sjálfan sig sem háseta til að halda sér við efnið. Þegar það var ekki í lengur í boði varð hann vaktmaður yfir hafrannsóknarskipunum. Svo vann hann að því að verða hundrað ára. Og lét aldrei fá á sig veður og vind en vann í hljóði sín störf, ís- lenska sjómannsins sannasta mynd, sókn- bæði og upplitsdjörf. Við fögnuðum glæstum lífsferli þínum á dögunum og fögnum þér enn, þökkum samfylgdina, söknum þín og óskum þér góðrar ferðar í loka- siglingunni. Fyrir hönd Sirry og Villa, Skúla og Önnu, Andrésar og Heiðrúnar, Georgs og Thelmu, Óskars og Svan- dísar og langafabarna. Ágústa Skúladóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN VALGARÐSDÓTTIR, Þinghólsbraut 68, Kópavogi, lést fimmtudaginn 13. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Frosti Sigurjónsson, Jón Valur Frostason, María Hrafnsdóttir, Fáfnir Frostason, Dóra Steinunn Jóhannesdóttir, Edda Freyja Frostadóttir, Guðmundur Rafn Guðmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARÍA JÓNSDÓTTIR frá Úlfarsfelli, dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi, lést þann 9. mars á St. Franciskusspítalanum Stykkishólmi. Útförin fer fram þriðjudaginn 25. mars kl. 14.00 frá Stykkishólmskirkju. Ingveldur Ingólfsdóttir, Jens Óskarsson, Eva Rún Jensdóttir og Íris Rós Heimisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.