Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ 19. mars 1978: „Í árslok 1975 var gjaldeyrisstaðan neikvæð um 4.286 m. kl., mæld á gengi í árslok 1977. Á árinu 1976 batnar gjald- eyrisstaðan verulega, eða um 3.990 m. kl., en var áfram neikvæð í árslok um tæpar 300 m. kr. Þessi bati heldur áfram á árinu 1977. Í lok þess árs er gjaldeyr- isstaðan jákvæð um 6000 m. kr. Gjaldeyristaða er end- anleg niðurstaða allra greiðsluhreyfinga gjaldeyris á vegum bankakerfisins. hún er því háð þeim erlendu lántökum, sem hverju sinni koma inn í gjaldeyrismynd bankakerfisins, en erlendar lánatökur fóru fram úr áætl- un ársins 1977 m.a. vegna mikillar aukningar skipainn- flutnings, bæði fiski- og far- skipa. En jafnvel þótt lána- hlið gjaldeyrisstöðunnar sé höfð í huga, sem skylt er, má ljóst vera, að hún hefur farið batnandi í tíð núverandi rík- istjórnar.“ 20. mars 1988: „Síðustu vikur hefur staðið yfir hörð barátta milli bandarískra stjórnvalda og helzta valda- manns Panama, en Banda- ríkjamenn telja sannað, að hann hafi greitt fyrir eitur- lyfjaflutningum um Panama til Bandaríkjanna. Senni- lega er þetta í fyrsta sinn, sem gerð er ákveðin tilraun til að velta valdamanni úr sessi af þessum sökum. En jafnframt má segja, að stríð- ið við eiturlyfjasalana, sem geisað hefur í áratugi, sé komið á nýtt stig.“ 22. mars 1998: „Margir munu fagna því, að nú sjást fyrstu merki þess, að sam- skipti Bandaríkjamanna og Kúbu eru að komast í betra horf. Clinton, Bandaríkja- forseti, hefur ákveðið að slaka á refsiaðgerðum gegn Kúbu og Fídel Castró, for- seti Kúbu, hefur tekið þeirri ákvörðun vel. Gera verður ráð fyrir, að þetta séu aðeins fyrstu skrefin í átt til þess að samskipti Bandaríkja- manna og Kúbu og þar með Vesturlandaþjóða og Kúbu verði með eðlilegum hætti, þegar fram líða stundir. Segja má, að Kúba hafi orðið eins konar eft- irlegukind eftir að kalda stríðinu lauk. Samskipti Rússlands og Vesturlanda eru bæði mikil og náin. Fyrrum leppríki Sovétríkj- anna í Mið- og Austur- Evrópu hafa smátt og smátt komizt í eðlilegt samband við nágrannaríki sín. Þótt samskipti Bandaríkjamanna og Kínverja séu ekki hnökralaus er þó alveg aug- ljóst, að markvisst er unnið að því af beggja hálfu að þau verði eins og vera ber enda báðum til hagsbóta.“ Úr gömlum l e iðurum 23 . mars Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. IÐRUN OG FYRIRGEFNING Kristján Karlsson skáld segir ísamtali um Passíusálmana: „Nú vitum við að sálmar eru áróðursverk. Milton orti, að sagt er, til að réttlæta vegu guðs við menn. Það er Hallgrímur líka að gera í Passíusálmunum. Og Passíu- sálmana er of einfalt að kalla sálma- flokk, því að þeir eru ballöðusafn undir ýmsum háttum og stundum ósamstæðir í kenningunni. Stíllinn er oft fjarri nútímasmekk og virkar ófágaður og jafnvel fráhrindandi, en hinsvegar er tilfinningahiti og ástríða, barnsleg einlægni, ljóðræn stílfegurð, svo að maður er feti nær því að skilja kirkju skáldsins sem listaverk og þar með kvæði hans sem móralskan grundvöll, en ekki áróður. Fallegustu línur, ef þú vilt: Því ég er guðs barn og bróðir þinn blessaður Jesú herra minn. Og til dæmis allur 44. sálmurinn sem margir hafa lofað gegnum tíð- ina.“ Úr þessum orðum má lesa að kirkjan sé í eðli sínu listaverk guði til dýrðar; mórallinn undir því kominn hvort boðskapurinn nái að verða listaverk. Það sem er á milli línanna skiptir máli, ekki endilega hvað stendur í þeim. Það er ekki áróð- urinn sem gerir menn kristna, held- ur tilfinningin fyrir listrænum skiln- ingi og lífinu. Víst er framsetningin ekki alltaf fáguð eða hnökralaus hjá Hallgrími, ekki frekar en hjá Matthíasi Joch- umssyni, en það býr kraftur í orð- unum – kraftur trúarinnar. Orðin eru meira en áróður, þau vekja til- finningar með lesandanum um eitt- hvað meira, kannski miklu meira. Þannig sprettur trúin af tilfinning- um, sem listin vekur með okkur. Þess vegna er kærkomið að tón- skáldið Jón Ásgeirsson hafi unnið það þrekvirki að semja tónverk við Passíusálmana, sem frumflutt er um helgina, því það vekur okkur svefn- göngur vanans af doðanum og færir okkur sanninn um að það er eitthvað meira – býr meira í tilverunni en augun nema. Og það hjálpar okkur að takast á við erfiðleikana í lífinu, svo sem sorg- ina yfir missi ástvina. Lífið getur verið miskunnarlaust og andspænis því er freistandi að lokast eins og steinn, loka á allar tilfinningar og hleypa engum að okkur. En það meg- um við ekki, við verðum að opna fyrir gleðina, þó að stundum sé sorgin fylgifiskur hennar. Píslarsagan er ofarlega í huga okk- ar um páska. Boðskapurinn í Pass- íusálmunum er tær. Hann gerir skil líkamlegum þjáningum Krists, – við eigum að hreinsast af syndum fyrir blóð Krists. En séra Árni Pálsson hefur bent á að líkamlegi sársaukinn var ekkert hjá andlegu þjáningunum. Það var snúið út úr orðum guðs son- ar, sem hafði boðskap að flytja, öllu sem hann predikaði um kærleikann og fyrirgefninguna. Ekki nóg með það, heldur var hrækt á hann, sett á hann þyrnikóróna til að hæða hann og niðurlægja, og svo var spilað um klæði hans. Niðurlægingin fer verr með manninn en að það blæði úr lík- ama hans. Það eru dýpstu sárin. Fórnin var mikil sem Kristur færði. En boðskapurinn í trúnni er sá að hann opnar hliðið fyrir öllum, sem eru hreinir í hjarta sínu. Samastaður trúarinnar er í hjartanu, þar sem við finnum til. Þannig leið ræningjanum sem krossfestur var við hlið Jesú og fann til iðrunar, iðraðist af hjarta sínu fyrir syndir sínar. Og þessi þjóf- ur er eini maðurinn sem fæðst hefur á jörðinni sem hefur verið boðið að ganga beint inn í dýrð guðs í himna- ríki. Það var ekki eftir skynsamlega yfirvegun sem himinninn opnaðist honum eða vegna verka hans. Hann iðraðist og honum var fyrirgefið. Og það er grundvöllurinn í öllum kristn- um boðskap, sem á erindi við alla, líka þá sem ekki eru trúaðir. Öll finnum við til samúðar og iðr- unar. En kunnum við að fyrirgefa? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þ að er pólitískt og efnahagslegt óveður framundan á Íslandi að öllu óbreyttu og ef mikil gengislækkun krónunnar gengur ekki til baka að einhverju leyti. Vandinn, sem við stöndum frammi fyrir er ekki lengur vandi bankanna einna vegna fjármögnunar þeirra heldur þjóðarinnar allrar vegna þess, að sá efnahagslegi stöðugleiki, sem við höfum búið við á annan áratug er horfinn. Að óbreyttu stefnir í einhverja mestu kjara- skerðingu, sem hér hefur orðið frá því í byrjun tí- unda áratugarins. Áhrif gengislækkunarinnar munu smátt og smátt koma fram, í sumum tilvikum strax, í öðrum tilvikum á næstu vikum og mánuðum. Fyrir hinn almenna borgara skiptir staða hús- næðismála mestu. Þeir sem hafa tekið húsnæðislán í erlendri mynt verða strax varir við áhrif geng- islækkunarinnar í mikilli hækkun höfuðstóls lána- skuldbindinga og hækkun afborgana. Þeir, sem tekið hafa húsnæðislán í íslenzkum krónum munu kynnast áhrifum verðtryggingarinnar í ríkara mæli en nokkru sinni frá því á níunda áratugnum. Sú fjármögnunaraðferð, sem rutt hefur sér til rúms við bílakaup mun hafa mikil áhrif á afkomu þeirra, sem hafa nýtt sér hana, hvort sem er með erlendum lánum eða innlendum. Dýrum og eyðslufrekum bílum hefur fjölgað mik- ið og kostnaður við rekstur þeirra mun nú koma fram með miklum þunga í buddu fólks. Stór hópur landsmanna hefur undirbúið ferðir til útlanda í sumar og í mörgum tilvikum fest sér þær. Þetta sama fólk hefur gert ráð fyrir, að evran mundi kosta 90-95 krónur. Hún kostaði 122 krónur á miðvikudaginn var. Það er augljóst, að sumarfríið verður margfalt dýrara en fólk gerði ráð fyrir og ekki ósennilegt að einhverjir hætti við, ef þeir þá geta það. Á heimavígstöðvum er alveg ljóst, að innfluttar matvörur munu hækka mikið og innlendar matvör- ur, sem í mörgum tilvikum byggja að einhverju leyti á erlendum aðföngum hækka líka. Fólki finnst nóg um þá hækkun, sem nú þegar er komin fram, en hún á eftir að verða miklu meiri ef gengislækk- unin gengur ekki til baka. Nánast allar vörur, sem fólk þarf á að halda til daglegra þarfa munu hækka verulega. Verkalýðsfélögin eru nýstaðin upp frá gerð kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði. Það er auðvitað ljóst, að þær kjarabætur, sem þá var samið um, eru að hverfa að öðru óbreyttu. Fyrir páska mátti heyra í einstaka verkalýðsforingja, sem taldi að ríkið ætti að koma til skjalanna og tryggja gerða samninga með einhverjum hætti. Þetta er auðvitað fullkomlega óraunsætt. Ríkið hefur enga burði til þess að tryggja samningana. Ríkið mun verða af miklum tekjum, sem áætlaðar höfðu verið á þessu ári, einfaldlega vegna þess, að það hlýtur að verða mikill samdráttur í neyzlu. Ríkið getur ekki komið í veg fyrir þá kjaraskerðingu, sem er að verða. Fyrir páska kom fram, að opinberir starfsmenn, sem margir hverjir eru með lausa samninga telja sig ekki geta byggt samninga á þeim grundvelli, sem gerðir voru á hinum almenna vinnumarkaði. En geta opinberir aðilar byggt á þeim samningum? Mörgum fannst forysta Samtaka atvinnulífsins ganga alltof langt í þeirri samningagerð og að þeir samningar væru óraunhæfir miðað við það ástand, sem blasti við á fyrstu vikum þessa árs. Það er augljóst, að fyrirtæki, sem starfa á heima- markaði, geta ekki velt áhrifum gengislækkunar á rekstur þeirra út í verðlagið. Sum munu reyna það en standa frammi fyrir minnkandi sölu. Þessi fyr- irtæki standa frammi fyrir miklum vanda. Fyrir tíu dögum íhugaði stjórnandi myndarlegs fyrirtækis að miða hækkun á framleiðsluvörum sínum við að meðaltalsgengi evrunnar yrði um 98 krónur. Varla dettur þeim manni í hug að miða við þá tölu í ljósi þeirrar lækkunar, sem varð á gengi krónunnar fyr- ir páska. Fyrirtæki, sem eiga enga möguleika á að velta verðhækkunum út í verðlagið eiga engan annan kost en að fækka fólki til þess að draga úr kostnaði. Það er að vísu enn nóga vinnu að fá á Íslandi en út- lendingum fækkar óðum á vinnumarkaðnum m.a. vegna þess, að það borgar sig ekki lengur fyrir þá að vinna hér. Þeir fá nú mun færri evrur fyrir launin en áður. Kjaraskerðing þeirra er mikil og hún er orðin að veruleika nú þegar. Í nálægum löndum er talað um að fjármálageir- inn á Vesturlöndum muni fækka fólki um 15% á næstu mánuðum, að því er lesa mátti um í brezka dagblaðinu Financial Times fyrir nokkrum dögum. Íslenzkir bankamenn hafa nefnt sömu prósentutölu og fyrirsjáanlegt að áformum þeirra um fækkun starfsmanna verður fylgt eftir með vaxandi þunga á næstu mánuðum. Það þarf því ekki mikið að gerast til þess að farið verði að brydda á atvinnuleysi eftir nokkra mánuði. Auðvitað eru til bjartari hliðar á gengislækkun- inni. Sjávarútvegurinn réttir úr kútnum en gerir gengislækkun meira en að gera sjávarútvegsfyr- irtækjum kleift að lifa niðurskurðinn á þorskveið- unum af? Innlend ferðaþjónusta nýtur góðs af gengislækk- uninni. Og fyrirtæki, sem selja vöru og þjónustu hagnast á henni. Spurningin er hins vegar, hvort þessi jákvæðu áhrif verða svo mikil að þau vegi á móti hinum neikvæðu. Það hefur yfirleitt ekki gerzt, þegar mikil lækkun hefur orðið á gengi krón- unnar. Þessi dökka mynd, sem hér er dregin upp verður að veruleika ef gengislækkun krónunnar gengur ekki til baka. Þegar haft er í huga, að það er nánast ómögulegt að fá upplýsingar um hvað hefur leitt til hins mikla falls krónunnar á skömmum tíma er ekki við því að búast að hægt verði með nokkrum hætti að spá um það hvort lækkun á genginu gengur til baka. Þess vegna eiga bæði fyrirtæki og einstaklingar ekki annan kost en að gera ráð fyrir hinu versta. Og hafa ber í huga að nú er komin til sögunnar kynslóð, sem hefur aldrei kynnzt þess konar efnahags- ástandi og hér gæti verið að skella á. Þessi kynslóð, sem er nú í því hlutverki að stjórna fyrirtækjum, stendur agndofa frammi fyrir tölunum, sem blasa við. Þetta sama fólk bregzt reitt við, þegar það sér hækkun á erlendum lánum og innlendum lánum vegna verðtrygginga og krefst skýringa á þessum hækkunum. Það er ekki sízt þetta fólk, sem spyr hverjir hafi komið lækkun á gengi krónunnar af stað. Fyrir viku birtist forystugrein á laugardags- morgni hér í blaðinu, þar sem spurt var hverjir högnuðust á gengislækkun krónunnar. Þann laug- ardagsmorgun streymdu inn bréf til ritstjórnar Morgunblaðsins, þar sem ýmsar kenningar voru settar fram um það hverjir væru að hagnast. Pólitískur stormur framundan E ins og útlitið er nú gæti farið saman mikil kjaraskerðing almennings á næstu mánuðum og alvarleg fjár- málakreppa, sem er skollin á í Evrópu og Bandaríkjunum gæti dembst yfir okkar í lok þessa árs eða snemma á næsta ári, ef engin breyting verður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hliðaráhrif fjár- málakreppunnar eru þegar komin fram hér í hruni á hlutabréfamarkaðnum og miklum vandamálum þeirra, sem hafa verið umsvifamiklir á þeim mark- aði. Sumir eru fallnir fyrir borð. Aðrir hanga á blá- Laugardagur 22. mars Reykjavíkur Barist á móti storminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.