Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 21 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Hvern getur rennt grun í aðung kona taki það óstinntupp, að ástleitni hennarsé gaumgæfð og skil- greind svo að væg hlandlykt sé af henni? Alla vega ekki Martin lækni. Og það er fleira í mannlegu fari sem er honum lokuð bók, satt að segja kann hann ekki að umgangast fólk, þótt hann sé afbragðs læknir og svo útsjónarsamur þegar líkamlegir kvillar eru annars vegar að ótrúlegt má telja. Fékk ofnæmi fyrir blóði Í vikunni kvaddi Martin læknir okkur íslenzka sjónvarpsáhofendur, allavega um sinn, en fleiri þættir um þennan fúllynda mann eru í pípun- um. Framleiðandi þeirra er Buffalo Pictures Ltd. fyrirtæki Martin Clu- nes, sem leikur Martin lækni, og konu hans, Philippa Braithwaite, sem stjórnar framleiðslunni. Þætt- irnir hafa verið sýndir hjá ITV sjón- varpsstöðinni brezku. Martin læknir á sér undanfara í öðrum lækni, Martin Bramford, sem var persóna í kvikmynd og tveimur sjónvarpsmyndum, en átti ekki frek- ari framtíð fyrir sér, þegar BSkyB sjónvarpsstöðin kippti að sér hend- inni. Clunes snéri sér þá til ITV sjón- varpsstöðvarinnar um framhald. Þar á bæ þótti mönnum hugmyndin um smábæjarlækninn góð en töldu hins vegar nauðsynlegt að hressa upp á hann og kom Clunes með þá hug- mynd að hann yrði gerður með af- brigðum viðskotaillur. Þannig var hugmyndin lögð fyrir handritshöf- undinn Dominic Minghella sem skóp nýjan lækni með nýja fortíð og breytti í leiðinni nafni hans úr Bram- ford í Ellingham. Martin læknir Ell- ingham hafði aflað sér orðstírs sem skurðlæknir þegar hann fékk of- næmi fyrir blóði og varð að leggja hnífinn á hilluna. Hann sneri þá aftur á æskustöðvarnar í Cornwall, þar sem hann tók upp heimilislækningar. Þættirnir fjalla um samskipti læknisins og íbúanna í Cornwelska þorpinu Portwenn (þættirnir eru teknir upp í fiskimannaþorpinu Port Isaac og nágrenni) og er óhætt að segja að þvermóðska hans og rudda- skapur komi mörgu kátbroslegu af stað. Og alltaf er undrun læknisins yfir viðbrögðunum jafn ósvikin. Tuttugu og tveir þættir Sá þáttur, sem ríkissjónvarpið sýndi í vikunni, var lokaþáttur þriðju seríunnar um Martin lækni, og sá vinsælasti, en 10,4 milljónir Breta horfðu á þáttinn þegar hann var sýndur 5. nóvember 2007. Í fyrstu seríunni sem var frumsýnd haustið 2004, eru 6 þættir, átta í annarri og sjö í þriðju, þannig að þættirnir eru orðnir 21 og að auki sérstakur jóla- þáttur 2006. Dominic Minghella hefur skrifað handrit margra þáttanna, sum í sam- starfi við konu sína Edana Ming- hella. Ben Bolt hefur leikstýrt þeim öllum nema einum og jólaþættinum. Forráðamenn ITV drógu lappirn- ar að gangast inn á fleiri þætti um Martin lækni og notaði Martin Clu- nes þá tækifærið og kvaðst myndu taka sér ársfrí frá leiklistinni, bæði til þess að hlaða batteríin og svo hefði Emily dóttir þeirra hjóna aldr- ei átt almennilegt sumarfrí með for- eldrunum vegna vinnu þeirra og nú væri meira en kominn tími á það. Í ársbyrjun tilkynntu forráðamenn ITV að þeir væru tilbúnir að fjár- magna heimildamynd um Clunes sjálfan og nú hafa þeir lýst áhuga sínum á framhaldi um Martin lækni. Það framhald bíður þess að leikarinn snúi aftur fílefldur til starfa. Fjölbreyttar ferilskrár Þau Martin Clunes og Philippa Braithwaite voru velmetinn leikari og framleiðandi, þegar þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Stagger- ing. Þau giftust 1997. Hún hefur stjórnað framleiðslu fjölmargra kvikmynda og sjónvarpsþátta og hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, þannig að margt fleira en Martin læknir er á ferilsk- rám þeirra hjóna. Clunes fékk verð- laun sem vinsælasti sjónvarpsleikar- inn 2005 fyrir túlkun sína á Martin lækni. Gaman í Cornwall Martin Clunes hefur sagt í blaða- samtali að sér líði vel í hlutverki þessa skapfúla læknis. Og ekki sé síðra, að tökutíminn í Cornwall er einkar fjölskylduvænn, ekki aðeins vinna hjónin saman að þáttunum, heldur er hann kominn heim úr vinnunni áður en dóttir þeirra er sofnuð og þau eiga góðar stundir saman, sem ekki er hægt þegar þau vinna í London. Hann segist hafa tekið ástfóstri við Cornwall og þau hjón geti vel hugsað sér að eignast heimili í læknishéraði Martin Ell- ingham. Svo sannfærandi er Clunes í læknishlutverkinu, að hann hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisv- ar verið spurður læknisráða, en þótt honum heppnist flest í læknishlut- verkinu láti hann sér nægja að leika lækni, aðrir verði að sjá um alvör- una. Fúll og frægur Ótrúlegur Martin læknir er fúlmennskan holdi klædd en fyrirmyndarlæknir Í HNOTSKURN »Fyrsti þátturinn um Martinlækni var frumsýndur 2. september 2004. »Þættirnir eru orðnir 21 auksérstaks jólaþáttar 2006. » ITV sjónvarpsstöðin brezkasem hefur frumsýnt þættina hefur nú fallist á fjórðu þáttaröð- ina. »Það gæti dregizt að fram-leiðsla á þeim þáttum hefjist því leikarinn Martin Clunes vill gera hlé á leikaraskapnum. »Það er fyrirtæki Clunes ogkonu hans, Philippa Brait- hwaite, sem framleiðir þættina og hún stjórnar framleiðslu þeirra. SJÓNVARP» Martin læknir kemur öllum á óvart með ruddaskap sínum og þvermóðsku Portwenn Port Isaac þar sem þættirnir um Martin lækni eru teknir upp. Davíð Oddsson , formaður bankastjórnar Seðlabankans, þegar RÚV spurði hann hvort æskilegt væri að Seðlabankinn reyndi að spyrna við falli krónunnar. » Hið rétta er að okkur hefurtekist að verja eiginfjárhlutfall bankans í gegn- um þessar miklu sveiflur sem hafa orðið á gjaldeyrismarkaði á undanförnum vikum. Hreiðar Már Sigurðsson , forstjóri Kaup- þings, sem jafnframt segir óvarlegt að setja málið fram á þann hátt að Kaupþing sé að hagnast verulega á veikingu krón- unnar. » Það er varasamt að horfa ofskammt fram á veginn. Með- alævilengd fjármálakreppa hef- ur verið um tvö og hálft ár. Dr. Gunnar Haraldsson , forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, á opnum fundi Viðskiptablaðsins á Kjar- valsstöðum. » Við getum verið mjög stoltaf Íslendingum sem starfa hérna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , utanrík- isráðherra, í opinberri heimsókn sinni í Afganistan. » Einn mesti töffari Íslandsfyrr og síðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir , menntamálaráðherra, um Rúnar Júl- íusson, þegar hann veitti heiðurs- verðlaunum Íslensku tónlistarverð- launanna viðtöku. FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabref Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 30 03 /0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.