Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 30
sjónvarpskrimmi 30 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Mannaveiðar er síður en svofyrsta sjónvarpshandritiðsem Sveinbjörn I. Baldvins-son hefur skrifað, en hann segir þetta fyrstu íslenzku dramaþátta- röð sína sem „er sýnd“. Fyrri verkefni hafa verið í Danmörku, en nú er önnur íslenzk þáttaröð á leiðinni, verkefni hjá Pegasus sem Reynir Lyngdal leikstýrir og Snorri Þórisson framleiðir. Vinnu- heitið er Hamarinn, þetta er fjögurra þátta sjónvarpssería og Sveinbjörn frumsemur handritið og segist halda opnum dyrum fyrir framhald. – Af hverju Mannaveiðar? „Ég var á fullu í Hamrinum þegar Björn Brynjúlfur Björnsson hringdi í mig fyrir um það bil ári og bað mig að lesa bókina Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Hann sagðist ganga með þá hugmynd í maganum að gera 3-4 sjónvarpsþætti eftir bókinni og vildi fá mig til þess að skrifa handritið. Mér fannst þetta ögrandi og spenn- andi verkefni og sló til, þótt með- göngutíminn yrði í styttra lagi. Saga Viktors Arnars er að því leyti óvenju dramatísk spennusaga að hún byrjar ekki bara með morði og gengur svo út á að finna morðingjann heldur halda myrkraverkin áfram, eftir því sem líð- ur á söguna.“ – Er erfiðara að vera bundinn verki annars manns en að frumsemja handritið? „Það má líka líta á það sem svo að það sé búið að vinna ákveðna vinnu sem hægt er að byggja á. En vinnubrögðin eru misjöfn eðli málsins samkvæmt. Það er misjafnt hversu heppilegt er að breyta epískri frásögn yfir í dramatíska.“ – Hvort finnst þér betra? „Ég tel almennt talað skynsamlegt að vinna beint fyrir hvern miðil, en hort tveggja hefur sína kosti og galla. Mér finnst mjög gaman að frumsemja, en ég hef ekkert á móti því að vinna upp úr annars verki eða koma inn í seríu, eins og dönsku þættina Leigu- bílastöðina og Málsvörn, þar sem ég kom inn í ákveðna umgjörð en hafði þó mjög mikið rými til sköpunar. Að frumsemja er einmanaleg iðja, þú situr uppi með sjálfan þig allan tímann. Það er góð tilbreyting í því að vinna með öðru fólki og þú getur brugðið fyrir þig öðrum vinnubrögðum en þegar þú vinnur einn.“ Svolítið fiktað við aðra aðalpersónuna – Hvaða leið fórst þú við handritsgerðina? „Við Viktor Arnar hittumst aldrei á meðan á hand- ritsgerðinni stóð. Ég var bara í sambandi við Björn Brynjúlf, sem var minn ritstjóri í þessari vinnu, og það var einkar ánægjulegt og inspírerandi að vinna með honum.“ – Ertu sögunni trúr? „Nokkuð svo, held ég. Annars vil ég helzt ekki nota orðið trúr um þetta. Þetta er óumflýjanlega nýtt verk, þótt það byggist á bók, og í þessu tilfelli er það vissulega kostur hvað saga Viktors Arnars er heppilegur efniviður í dramatíska frásögn í sjón- varpi. Sjónvarpshandrit er aldrei alveg eins og bókin. Það þarf að færa söguna af einum miðli yfir á annan. Aðalatriðin halda sér, grunnþættir og persónur, en þótt farið sé nálægt bókinni, þá er alltaf eitthvað sem þarf að aðlaga nýju formi.“ – Eins og? „Það þarf til dæmis að finna leiðir til þess að sýna óáþreifanleg fyrirbæri eins og stemningu og per- sónuleika sem lýst er í bókinni. Þar er sagt frá þeim í texta, en í sjónvarpi þarf að gera ósýnilega hluti sýnilega.“ – Engin breyting? „Engin stór held ég. Reyndar urðum við að fikta svolítið við aðra aðalpersónuna, sem í bókinni er af asískum uppruna, en það hefði meira að segja orðið frábærum leikara eins og Gísla Erni Garðarssyni um megn að túlka, bara útlitsins vegna. Þessu hliðraði ég til í handritinu í samráði við Björn.“ – Ferðu á gæs? „Nei. Og alls ekki eftir þetta!“ Nýtt verk þótt það byggist á bók Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Handritshöfundurinn Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur menntað sig í handritagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp og á að baki fjölda hand- rita fyrir báða þessa miðla, m.a. þætti í dönskum sjónvarpsseríum. Um daginn tók ég mann uppí bíl til mín. Þetta atvikvarð mér tilefni þenkingaum það hvers vegna fólk ferðast á puttunum og hvers vegna fólk tekur ókunnuga upp í bíl til sín. Ég var að koma úr verslunarferð og var með marga poka í bílnum fulla af mat. Það var snjókoma og kalsa- veður, tekið að halla degi. Allt í einu, þar sem ég bíð á rauðum ljósum við mikið umferðarhorn, sé ég mann, fremur illa klæddan, án yfirhafnar og höfuðfats, standa og reyna að stoppa bílana sem þutu framhjá, næstum á hraða ljóssins. Enginn bílanna stans- aði og maðurinn hélt áfram að veifa. Ég hugsaði með mér að kannski væri hann veikur. Svo margar frásagnir hefur maður lesið um fólk sem veikt eða slasað reynir að stoppa bíla en án árangurs. Þetta er að margra mati sorgleg þróun og sýnir sinnuleysi í garð náungs. Jæja, þegar loksins kom grænt beygjuljós stöðvaði ég bílinn. Mað- urinn horfði tvíátta til mín nokkra stund, svo öslaði hann snjóinn í átt- ina til mín, opnaði afturdyrnar og sagði hæglátlega: „Ég er að fara í ríkið – passar það þér?“ Ég neita því ekki að ég var nokkuð hvumsa, það fer ekki allt sem ætlað er í þessum heimi. Í stað þess að koma til aðstoðar slösuðum eða veik- um var ég nú á leiðinni með að verða einkabílstjóri manns sem þurfti að ná sér í drykkjarföng. En ef maður seg- ir a segir maður oft b þar á eftir. Ég svaraði þess vegna: „Það passar mér alveg eins og hvað annað.“ Því næst sté maðurinn mjög hæversklega inn í aftursæti bílsins, ýtti varlega frá sér stærstu innkaupapokunum og kom sér fyrir. Því næst ók ég á næsta vín- sölustað. Þar fór maðurinn út og keypti sér tvær kippur af bjór, að því er mér virtist af því sem hann kom með til baka í poka. Svo héldum við sem leið lá heim til mannsins. Meðan á ökuferðinni stóð óskaði hann þess margoft að hann gæti gert mér ein- hvern greiða einhvern tíma. „Ég get ekki annað en blessað þig fyrir að taka mig upp í, ég hefði orðið hold- votur að ganga alla þessa leið í þessu veðri, svona klæddur,“ sagði hann. Ég þakkaði honum fyrir blessunar- orðin og tautaði jafnframt eitthvað um að það væri samhjálpin sem gilti. Ég var samt ekki alveg sannfærð um sannleiksgildi þessara orða. Sjálf er ég mikið á móti áfengisdrykkju, hef varla í vínbúð komið og sjaldnast ekið fólki ótilneydd þessara erinda. En svona er lífið skrítið, kemur manni skemmtilega á óvart og er fullt af andstæðum. Eftir að hafa kvatt þennan kurt- eisa og indæla mann við húsdyrnar heima hjá honum, með góðar óskir í farteskinu og margvísleg blessunar- orð ók ég sjálf heim á leið. Það fór ekki hjá því að mér yrði hugsað til þeirra skipta sem ég hafði sjálf húkk- að mér far í gegnum tíðina. Á sokkabandsárunum fór ég margar ferðirnar með vinkonum mínum á puttanum á böll um sveitir Borgarfjarðar. Við ýmist sátum eins og síldar í tunnu í aftursæti bíla til þess að komast á sveitaböll, stóðum aftan á vörubílspöllum eða jafnvel sátum á heykerrum ef með þurfti. Þetta voru að okkar mati bráðnauð- synlegar ferðir, þá var mest um vert að komast á böll þar sem sætir strák- ar voru. Við höfðum af þessum ferð- um ógleymanlega skemmtun sem enn er í minni höfð. Seinna, þegar ég var gift kona, varð ég óvænt að fá far frá Laug- arvatni til Reykjavíkur. Ég lagði af stað gangandi, rétti upp þumalfingur og góðhjörtuð mæðgin tóku mig upp í bíl sinn. Þau sátu sem eðlilegt var í framsætunum en ég í aftursætinu. Þessi ferð var þó ekki ókeypis frekar en flest annað í þessu líf. Mæðginin spurðu mig spjörunum úr alla leiðina og var ég fegin að komast út úr þeim bíl. Mörgum árum síðar bræddi svo bíll úr sér þegar ég var í ferðalagi með vinkonu minni. Ég ók bílnum og sagði einn þeirra sem heyrði bíl minn koma inn á bensínstöð í þorpi í nágrenninu að hljóðin í honum hefðu helst minnt á „gömlu grjótmulnings- vélina“, sem einu sinni hafði verið starfrækt þar á staðnum. Maður einn tók okkur umbeðinn upp í bíl sinn til Reykjavíkur og ræddi hann margt á leiðinni um þjóðmál og fleira. Við samsinntum í aftursæt- inu. Vinkona mín bauð honum borg- un þegar suður til Reykjavíkur kom. „Ég hafði nú ekki hugsað mér að græða á ykkur en úr því þú segir það þá gætu þúsund krónur komið sér vel,“ svaraði maðurinn. Fékk hann þær og kvöddum við hann. Á leiðinni inn til vinkonu minnar sagði ég henni frá kunningja mínum sem á árum áður var við nám í Ósló. Honum bauðst eitt sinn far með skólabróður sínum frá skólanum og niður í miðbæ Óslóar. Þegar þangað kom sneri skólabróðirinn sér að kunningja mínum og sagði: „Þetta verða þrjár krónur!“ En leiðinlega hliðin á þessu máli er óttinn við að eitthvað komi fyrir þá sem húkka sér far eða taka ókunnuga upp í bíl sinn. Slíkt fer ekki alltaf vel. Sjálf hef ég af þessum ástæðum ítrekað áminnt þau börn sem ég hef haft með að gera um að fara ekki upp í bíl hjá ókunnugum og taka ekki upp í bíl til sín ókunnuga. En það er víst hægara að gefa heilræðin en halda þau. Ég fór oft niður í miðbæ til að sækja börnin mín þegar þau fóru út að skemmta sér á unglingsárum. Einu sinni í 10 stiga frosti stoppaði mig ungur maður sem gekk nánast undir drukkinni stúlku sem klædd var þunnri silkidragt og engum skóm. „Ég er hræddur um að hún bein- línis deyi úr kulda,“ sagði hann við mig og bað mig þess lengstra orða að koma stúlkunni heim til sín, upp í Breiðholt. Ég tók stúlkuna samvisku- samlega inn í bílinn. Sletti hún ber- um og bláum fótum sínum beint á framrúðuna og fékkst ekki til að taka þá niður, hvernig sem ég bað og togaði í fæturna á henni. Það var ekki von, hún var næstum án með- vitundar af drykkju. Ég sótti það fólk sem ég ætlaði að sækja og voru það þrjár unglings- stúlkur. Þær voru hneykslaðar á mér að vera að „blanda mér í svona mál“, eins og ein þeirra sagði. Ég ók drukknu stúlkunni þegjandi upp í Breiðholt. Aðgengi að húsinu var þannig að langt var að ganga. Ég fékk því lánaða skó einnar stúlk- unnar til að koma þeirri drukknu yf- ir frosið fannfergi hins langa göngu- stígs. Þegar búið var að styðja stúlkuna heim til sín og hjálpa henni að opna dyrnar tók hún á rás í láns- skónum og varð að elta hana upp á þriðju hæð til að ná af henni skón- um. Ég ætla að reka endahnútinn á þessa upptalningu af putta- ferðalögum mínum og annarra með því að segja frá manni sem bauð mér far dag einn í slæmu veðri þegar ég var með tvö lítil börn á ferð vestur í bæ. En þá var ég nýlega búin að sjá hrollvekju þar sem kona þáði far hjá manni sem heldur betur fór illa með hana og mátti hún sjá mjög eftir að hafa þegið það far. Ég neitaði því þverlega að stíga upp í bílinn hjá manninum og lét sem vind um eyru þjóta bænarróm hans. Hann bað mig meira að segja að hugsa um vel- ferð barnanna minna í þessu veðri. En ég svaraði því til að einhvern tíma kæmi strætó og þar við sat. Strætisvagninn kom og ég komst heim með börnin. En ég var satt að segja svolítið sorgmædd á leiðinni, vantraust hefur vond áhrif á sálina. En – „Það koma ekki allar stundir yfir í einu,“ eins og þar stendur. Passar það þér? Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is þjóðlífsþankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.