Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 37
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Barcelona
28. mars
2 fyrir 1 til
frá kr. 19.990
Helgarferð - Frábært sértilboð
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á flugsætum og gistingu í Barcelona 28.
mars. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við.
Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþrey-
ingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra
tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði!
M
bl
9
85
60
2
Verð kr. 19.990
Netverð á mann, flugsæti með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 28.-31. mars.
Gisting frá kr. 6.600
****hótel
Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu í tví-
býli á Hotel City Park Nicaragua ****
með morgunverði.
UMRÆÐU um æskilegt geng-
isfyrirkomulag og peningastefnu
Seðlabanka Íslands hefur vaxið ás-
megin að undanförnu. Verðbólga
hefur verið fyrir ofan verðbólgu-
markmið Seðlabank-
ans í tæp fjögur ár,
þensla mikil og vextir
háir. Því er ekki að
undra að umræðan um
peningastefnuna sé
fyrirferðarmikil. Vax-
andi vísbendingar um
skörp hagsveifluskil og
aukin óvissa um fram-
tíðarhorfur þjóð-
arbúskaparins, þar á
meðal fjármögnun
bankanna, hafa ýtt enn
frekar undir þessa um-
ræðu.
Meðal þess sem
sumir hafa lagt til er að Seðlabank-
inn læri af reynslu annarra landa og
horfi í auknum mæli til markmiðs
síns um fjármálastöðugleika í stað
meginmarkmiðsins um verðstöð-
ugleika, enda sé fjármálakreppa
mun verri en verðbólga. Margir hafa
vitnað í skrif og ræður Frederic
Mishkin, eins seðlabankastjóra
bandaríska seðlabankans og annars
höfundar frægrar skýrslu Við-
skiptaráðs Íslands frá árinu 2006, án
þess þó, að því er virðist, hafa lesið
þær til enda eða áttað sig á ráðlegg-
ingum hans til seðlabanka í svipaðri
stöðu og þess íslenska. Reynsla
Bandaríkjanna er engu að síður
mjög lærdómsrík fyrir okkur Ís-
lendinga.
Dýrt að endurheimta trúverð-
ugleika
Seðlabanki Bandaríkjanna háði
langvinnt stríð gegn verðbólgu á 9.
og 10. áratugi síðustu aldar. Bank-
inn hækkaði m.a. stýrivexti upp í
19% og hélt þeim háum árum saman
uns verðstöðugleiki var að lokum
tryggður. Stýrivextir voru þannig
10% að meðaltali á árunum 1979-
1990. Baráttan var mjög kostn-
aðarsöm til skamms tíma enda fór
efnahagslífið í gegnum dýpstu
kreppu frá því á 4. áratugnum og tí-
undi hver Bandaríkjamaður var at-
vinnulaus undir lok ársins 1982.
Seðlabankinn mátti þola mikla
gagnrýni en hann lagði allt í söl-
urnar og bandarískt efnahagslíf hef-
ur notið góðs af. Verðbólga hefur
haldist lág í tæpa tvo áratugi þrátt
fyrir öflugt hagvaxtarskeið og at-
vinnuleysi verið lágt. Fjárfesting í
trúverðugleika peningastefnunnar
hefur því margborgað sig.
Ástæða þess að Seðlabanki
Bandaríkjanna getur nú lækkað
vexti til að milda áhrif húsnæðisnið-
ursveiflu og kreppu á lánsfjármörk-
uðum er trúverðugleikinn sem
bankinn ávann sér með langri og
strangri baráttu gegn
verðbólgu. Bankinn er
reyndar mjög djarfur í
að nýta sér þetta svig-
rúm og ýmsar vísbend-
ingar eru um að verð-
bólguvæntingar séu
farnar að þokast upp á
við.
Misskilinn Mishkin
Mishkin víkur að
þessu í ræðu sinni 11.
janúar sl. sem mikið
hefur verið vitnað til að
undanförnu í innlendri
umræðu: „Aðgerðir af
því tagi sem ég hef lýst hér á undan
[þ.e. vaxtalækkanir vegna fjár-
málaóróa] hefðu þveröfug áhrif ef
þær myndu orsaka hærri verðbólgu-
væntingar og meiri undirliggjandi
verðbólgu; þ.e.a.s. svigrúmið til að
bregðast snemma við fjármálaóróa
byggist á því að verðbólguvæntingar
hafi góða kjölfestu og ólíklegt sé að
þær hækki á meðan á tímabundnum
slaka í peningamálum stendur“.
Mishkin segir því nauðsynlegt fyrir
seðlabanka að fylgjast vel með þró-
un verðbólguvæntinga til langs tíma
og „ef vísbendingar eru um að þær
væntingar séu byrjaðar að hækka
verulega þá eigi seðlabanki að vera
reiðubúinn að halda vöxtum óbreytt-
um eða jafnvel hækka þá“. Þessa
skoðun hefur Mishkin ítrekað í nýrri
ræðum og það sama hefur aðal-
bankastjórinn, Ben Bernanke, gert.
Lærdómar fyrir Ísland
Hvað okkur Íslendinga snertir er
ráðlegging Mishkins skýr. Skorti
verðbólguvæntingar trausta kjöl-
festu hefur seðlabanki ekkert svig-
rúm til að lækka vexti. Slík lækkun
leiðir til hærri verðbólguvæntinga
og aukinnar verðbólgu. Vaxtalækk-
un er einnig líkleg til að koma illa
niður á skuldugum íslenskum heim-
ilum og fyrirtækjum. Verð- og geng-
istryggðar skuldir þeirra myndu
aukast ef vextir lækkuðu, gengi
krónunnar gæfi enn meira eftir og
verðbólga ykist ört. Vaxtalækkun er
því ekki til þess fallin að styrkja
fjármálastöðugleika. Þvert á móti.
Vandi Seðlabankans er að hann
hefur ekki áunnið sér jafn mikinn
trúverðugleika og margir seðla-
bankar sem tóku slaginn gegn verð-
bólgunni fyrir nokkrum áratugum.
Mishkin segir að „seðlabanki verði
að öðlast trúverðugleika meðal
markaðsaðila og almennings með
því að sýna í verki að hann geti við-
haldið lágri og stöðugri verðbólgu
með aðgerðum sínum.“ Seðlabanki
Íslands verður því að þreyja þorr-
ann í baráttunni og ávinna sér trú-
verðugleika með verkum sínum.
Sveigjanleiki íslensks efnahagslífs
er til þess fallinn að draga úr kostn-
aði við verðbólguhjöðnun og því
mjög ólíklegt að atvinnuleysi nái
álíka hæðum og í Bandaríkjunum.
Kostnaðurinn minnkar sömuleiðis
eftir því sem fleiri leggjast á árarnar
með Seðlabankanum.
Hugmyndir um að setja verð-
bólgumarkmiðið til hliðar eða
hleypa verðbólgu í gegnum kerfið
ganga því algjörlega gegn reynslu
annarra landa og niðurstöðum hag-
fræðinnar um mikilvægi þess að
skapa verðbólguvæntingum trausta
kjölfestu. Slíkar aðgerðir myndu
hækka verðbólguvæntingar og verð-
bólgu án nokkurs ábata í formi meiri
hagvaxtar eða fjármálastöðugleika.
Umræðan ein og sér um slíkar hug-
myndir er til þess fallin að draga úr
áhrifamætti peningastefnu Seðla-
bankans. Stjórnun verðbólgu verður
mun erfiðari þegar trúverðugleikinn
er takmarkaður enda verðbólgu-
væntingar einn megindrifkraftur
verðbólgu. Eftir því sem þær eru
hærri og óstöðugri því torsóttara
verður að losna úr verðbólguviðjum.
Baráttan við verðbólguna verður að
vera meginviðfangsefni Seðlabank-
ans, önnur markmið þarf að setja
skör lægra eins og gert er í lögum
um bankann og flestra annarra
seðlabanka. Þannig leggur bankinn
mest að mörkum til almennrar hag-
sældar og stöðugleika fjármálakerf-
isins.
*
Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru
höfundar og þurfa ekki að endurspegla
skoðanir Seðlabanka Íslands.
Já, lærum af reynslu
annarra seðlabanka
Þorvarður Tjörvi Ólafsson
skrifar um efnahagsmál » Vandi Seðlabankans
er að hann hefur
ekki áunnið sér jafn
mikinn trúverðugleika
og margir seðlabankar
sem tóku slaginn gegn
verðbólgunni fyrir
nokkrum áratugum.
Þorvarður Tjörvi Ólafs-
son
Höfundur er hagfræðingur hjá Seðla-
banka Íslands.
Nöfn
fermingarbarna á
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á
mbl.is