Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 19
!" # $
% &% ' (
! "##$
%!&%' (%"!")!*' %!
+*,,'"!" -
./"
01/
2
)
*+,-
3
,$!
'01!!
!
! , %"!4&%'!*%% %5!6/ '-"%" 50 !-%
'!*%% %!
01/
7 8* % 50 !5
' %!
'5" .5*!
01/
9 : (%"!")!*' %!
+*,,'" ; 8&
%
'01!!
< 8&
%="!
,&/=/
="!
,&/"!5>%
4 ,?(!/"""
'01!!
@"!
!
5"= "" .5*!
01/"! ,*$0"
5"!.
>!)*' %".+01"
'"
? /
01/5> !./0!*
1 2 3
8:00 Léttur morgunverður og skráning
8:30 Setning, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
I – Konur og fjármálageirinn
8:40 Hvers vegna er mikilvægt að konur taki þátt í fjármálageiranum?
Karin Forseke, fyrsti kvenforstjóri fjárfestingarbanka
9:10 Að fara fyrir fé, Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital
9:30 Umræður og fyrirspurnir
Bjarni Ármannsson, fjárfestir
Jón Scheving Thorsteinsson, stjórnarmaður Arev Securities
Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital
Karin Forseke, stjórnarmaður í breska fjármálaeftirlitinu
9:50 Kaffi
II – Konur og rekstur fyrirtækja
10:20 Leiðin inn í stjórnir - íslenska leiðin. Guðrún Björk Bjarnadóttir, lögmaður SA
10:35 Af hverju fjárfesti ég í eigin fyrirtæki? Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma
10:50 Business is beauty! Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis
11:05 Umræður og fyrirspurnir
Margrét Kristmannsdóttir – formaður FKA
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr
Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property
Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arev Securities
11:35 Samantekt námstefnustjóra
Námstefnustjóri er Þóranna Jónsdóttir, Auði Capital
Þátttökugjald kr. 3.500 með léttum morgunverði og kaffi
Skráning á vef Samtaka atvinnulífsins – www.sa.is
VIRKJUM FJÁRMAGN
KVENNA
Námstefna um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja
Föstudaginn 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica – sal A & B – kl. 8-12
Félag kvenna í atvinnurekstri IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
Um þúsund flaugum er nú beint að
Taívan, tala sem hækkar um
hundrað flaugar á ári, og telja
bandarísk hermálayfirvöld skot-
flaugakerfi Kína nú það „virkasta“
í heiminum.
Skýrsluhöfundar varnarmála-
ráðuneytisins draga hernaðarupp-
bygginguna saman í þeim orðum að
herinn sé að breytast úr fjölmenn-
um landher sem varist geti árásum
á kínversku landsvæði í her sem
geti haft betur í bardögum við há-
tækniheri við jaðar yfirráðasvæðis
síns. En það er aðeins upphafið.
Þrátt fyrir takmarkaða þekkingu
alþjóðasamfélagsins bendi greining
á hernaðaruppbyggingunni til að
verið sé að búa herinn undir stríð á
öðrum svæðum, sem sagt í öðrum
ríkjum, „svo sem undir átök vegna
auðlinda eða vegna deilna um land-
svæði“.
Byggja upp olíubirgðirnar
Efnahagsuppbyggingin í Kína
hefur krafist gífurlegs magns af
hráefnisvörum, eftirspurn sem leitt
hefur til verðhækkana á ýmsum
vörum, áburði, olíu og málmum,
svo dæmi séu tekin. Ekkert bendir
til að lát verði á þessari eftirspurn:
Á tímabilinu 2000 til 2030 ráðgerir
bandaríska varnarmálaráðuneytið
að yfir 400 milljónir Kínverja muni
flytja úr sveitum í borgir, fólks-
flutningar sem muni eiga þátt í því
að á þessum tíma muni um helm-
ingur samanlagðra byggingarfram-
kvæmda í heiminum eiga sér stað í
Kína.
Hin hraða uppbygging neytenda-
markaðarins mun stórauka tekjur
ríkisins og það kemur því ekki á
óvart að Bandaríkjaher skuli fylgj-
ast grannt með þróuninni, sem
Kínverjar reyna að gera sem
minnst úr.
Fyrir því eru sögulegar ástæður.
Deng Xiaoping, fyrrverandi leið-
togi kommúnistaflokksins og faðir
umbreytingarinnar yfir í kínverskt
markaðshagkerfi fyrir um þrjátíu
árum, boðaði utanríkisstefnu ríkis
sem gerði sem minnst úr áhrifum
sínum og gerði ekki tilkall til leið-
togasætis í heimspólitíkinni.
Þörfin fyrir hráefnisvörur hefur
hins vegar leitt til þess að Kína-
stjórn hefur markvisst aukið áhrif
sín og styrkt viðskiptanet sitt, svo
sem með fjárfestingum í olíuiðnaði
Súdans, eins og fræðimennirnir
Stephanie Kleine-Ahlbrandt og
Andrew Small benda á í grein í áð-
urnefndu tölublaði Foreign Affairs.
Og eins og rakið var í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu hafa Kínverj-
ar fjárfest fyrir þúsundir milljarða
króna í Afríku.
Þrátt fyrir þessi umskipti halda
Kínverjar fast í þá hefð að gera lít-
ið úr áhrifum sínum og eins og við
var að búast afgreiddu kínversk
stjórnvöld hina árlegu skýrslu
varnarmálaráðuneytisins sem „af-
bökun á staðreyndum“. „Bandarík-
in ættu að falla frá kaldastríðshug-
arfari sínu,“ sagði í tilkynningu
utanríkisráðuneytisins.
Bandarískir ráðamenn taka yf-
irlýsingum Kínahers með fyrirvara
og benda á að talið sé að kínverskir
aðilar hafi margsinnis brotist inn í
tölvukerfi víðs vegar um heim,
þ.m.t. í kerfi í notkun Bandaríkja-
stjórnar.
Uppbygging markaðhagkerfis-
ins mikilvægasta viðfangsefnið
Flest bendir til að dregið hafi úr
spennunni vegna Taívans á síðustu
árum og ef haft er í huga að Ól-
ympíuleikarnir í Peking í ágúst nk.
nálgast óðfluga má ætla að öllum
árum verði róið að því markmiði að
bæta ímynd landsins út á við.
Það vegur einnig þungt að þetta
fjölmennasta ríki heims er í miðju
umbreytingarferli frá vanþróuðu
ríki fámennrar yfirstéttar og geysi-
fjölmennrar bændastéttar, yfir í
markaðsdrifið risahagkerfi sem
mun ekki eiga sér nokkur fordæmi
í mannkynssögunni.
Það er því algert lykilatriði í
stjórnmálum landsins að tryggja
áframhaldandi uppbyggingu inn-
viða, ásamt því sem kröfur um
lýðræðislega stjórnarhætti fara
vaxandi. Slík uppbygging krefst
hins vegar óheyrilegs magns hrá-
efnisvara, málma og byggingar-
efna þar á meðal, og því ekki að
ástæðulausu sem bandaríska varn-
armálaráðuneytið óttast auðlin-
dastríð.
Önnur áskorun er fólgin í þeirri
félagslegu ólgu sem birtist í tíðum
uppreisnum almennings gegn of-
ríki og misrétti. Kínafræðingurinn
Göran Malmqvist taldi í samtali
við Morgunblaðið fyrir áramót
fjölda slíkra tilvika hafa verið
skráðan í tugum þúsunda árið
2007. Malmqvist sagði: „Á árinu
2006 var efnt til 97.000 mótmæla-
aðgerða í landinu. Í þessum hópi
eru bændur sem grípa það sem er
hendi næst og ráðast á lögreglu-
stöðvar, kveikja í þeim, og velta
lögreglubifreiðum. Allt tal stjórn-
arelítunnar um áherslu á fé-
lagslega einingu er því út í loftið.“
Í ljósi þessa fjölda vaknar
spurning hvort og þá hvenær sú
ólga kunni að þróast yfir í fjölda-
hreyfingar fyrir lýðræði. Ekki
verður gerð tilraun til að svara
þeirri flóknu spurningu hér en lát-
ið nægja að nefna að í áðurnefndu
tölublaði Foreign Affairs var haft
eftir kínverskum embættismanni
að enginn vænti þess að lýðræði
skjóti rótum innan fimm ára. Sum-
ir nefni tíu til fimmtán ár í þessu
samhengi, aðrir þrjátíu til þrjátíu
og fimm ár, enginn sex áratugi.
Heimildir
John L. Thornton, „Long Time Com-
ing“, Foreign Affairs, janúar/febrúar, 2008.
G. John Ikenberry, „The Rise of China
and the Future of the West“, sama tbl. FA.
Stephanie Kleine-Ahlbrandt og Andrew
Small, „China’s New Dictatorship Diplo-
macy“, sama blað.
„Military Power of the People’s Repu-
blic of China 2008“, Office of the Secretary
of Defense. Aðgengileg á netinu.
„Risaríki á brauðfótum.“ Viðtal við Gör-
an Malmqvist í Morgunblaðinu 13. nóv.
2007.