Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 57

Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 57 NORDISK HØJSKOLE Fuldtidskurser på 5 - 9 måneder Halve fripladser tilbydes elever fra Island. • Journalistik • Nordisk Horisont • Teater • Viselinjen Adgangskrav: studenter-, HF-eksamen eller lign. NORDISKA FOLKHÖGSKOLAN Olof Palmes väg 1, 44231 Kungälv, Sverige +46 303 20 62 00 • info@nordiska.fhsk.se www.nordiska.fhsk.se Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í hjartalækningum og lyflækningum hefur opnað læknastofu í húsi Lækningar að Lágmúla 5, Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9-16 í síma 590 9200. Netfang: gisli.jonsson@laekning.is www. laekning.is FRUMRAUN Celestine lofar góðu fyrir íslenskt þungarokk og harð- kjarna því At The Borders Of Arcadia er kröftug, frjó og fanta- góð. Þó er platan ekki löng og best að flokka sem stuttskífu en á henni eru aðeins sex lög leikin á tuttugu og fimm mínútum. Lengd plötunnar kemur hins vegar ekki að sök held- ur þvert á móti eflir hana, þéttir og herðir. Hér eru engir útidúrar eða uppfyllingarlög heldur kjarn- orkukraftur og markviss festa, full af myrkri og skuggum sem ein- kennir gjarnan hljóma síðmálmsins. Celestine-menn eru villtir og trylltir og eflaust engin leið að hemja þá enda hið besta mál, hér er mottóið: Öfgar göfga! Áhrifavaldar og samferðamenn Celestine eru sveitir á borð við Isis og Mes- huggah sem hafa markað djúp spor í sögu síðþungarokksins. Tilrauna- kenndir sveimandi gítarkaflar laga sig að kröftugum hljómagangi og naumhyggjulegum stíganda lag- anna. Kraftur og kyrrð eru þau andstæðu öfl sem Celestine byggir tónlist sína á og gerir vel. Rymjandi öskur í ætt við hið klassískan harð- kjarna- og dauðarokk er lýsandi fyrir gríðarleganöflugan söng Axels sem er trúverðugur og ekta í allri sinni angist ogörvæntingu. Lögin sex sem prýða skífuna mynda ákveðna heild, eru samhangandi óð- ur eyðileggingar og vonleysis, enda mynda lagatitlarnir setninguna „Despair and Witness the Ruins of God and Me“ (næstsíðasta lagið er þó án titils). Þegar öllu er á botninn hvolft eru herlegheitin trúverðug og sönn. Ekkert er gefið eftir og hljómur plötunnar, kraftur og áræðni nær að koma þeim tilfinn- ingum og tónum sem á henni búa vel til skila. Ég staðfesti það hér með að Cel- estine hefur tekist að senda frá sér fábæra plötu sem aðdáendur fram- sækins þungamálms ættu ekki að láta framhjá sér fara. Kjarnorkukraftur TÓNLIST Geisladiskur Celestine – At The Borders Of Arcadia bbbbn Morgunblaðið/Golli Celestine Ein þyngsta dauðarokksveit sem fram hefur komið á Íslandi í langan tíma og afbragðsgóð að mati gagnrýnanda. Jóhann Ágúst Jóhannsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ORIT Greenberg hefur höfðað mál á hendur fyrirtækinu sem fram- leiðir spjallþætti Opruh Winfrey, Harpo, vegna meiðsla sem hún seg- ist hafa hlotið við það að reyna að fá sér sæti í sjónvarpssal fyrir upp- töku á einum þátta Winfrey árið 2006. Mikið óðagot mun hafa verið á gestum og þeir troðið hver öðrum um tær. Greenberg fer fram á 50.000 doll- ara skaðabætur og segir að sér hafi verið hrint niður tröppur í látunum. Harpo hafi átt að hafa hemil á gest- unum og koma í veg fyrir slys. Oprah Mikið gengur á fyrir tökur. Kært vegna óðagots NÝJASTA kvik- myndin um James Bond, Quantum of Sol- ace, verður frumsýnd fyrr en áætlað var eða 31. október. Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu í liðinni viku en myndin er sú 22. um njósn- ara hennar hátignar og önnur myndin með Daniel Craig í hlut- verki naglans. Fyrri frumsýning- ardagur var 7. nóvember en nú hef- ur frumsýningu verið flýtt um viku. Þetta hljóta að vera gleðifréttir fyr- ir Bond-aðdáendur og spurning hvort frumsýning myndarinnar hér á landi verður fyrr en ætlað var einnig. Handrit myndarinnar er unnið upp úr smásögu Ians Flem- ings sem ber sama nafn og myndin. Tökum á myndinni er lokið í Pan- ama og Bandaríkjunum en tökur hófust í janúar sl. Einnig verður tekið upp í Chile, Austurríki og á Ítalíu. Að þessu sinni leitar Bond mannsins sem bar ábyrgð á dauða unnustu hans í síðustu mynd. Frumsýnd í október Olga Kurylenko Bond-stúlka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.