Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 57

Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 57 eftir Marius von Mayenburg Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Frumsýning á Smíðaverkstæðinu 5. apríl www.leikhusid.is Á GRÍNDAGINN mikla, 1. apríl, leggja hljómsveitirnar Dr. Spock, Benny Crespo’s Gang og Sign upp í hring- ferð um landið á vegum Rásar 2 og tónlistartímaritsins Monitors. Þetta mun vera þriðja árið í röð sem Rás 2 stendur fyrir tónleikaferð um landið en í ár sameinast kraftar Rásar 2 og Monitors svo að úr verður stærsta hringferðin til þessa. Samkvæmt fréttatilkynningu er helsti tilgangur ferð- arinnar sá að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra í fremsta tónlistarfólki landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð og fyrir lítið fé. Hringurinn 1. apríl, Fjölbrautaskóli Suðurlands (Selfossi). 2. apríl, Prófasturinn (Vestmannaeyjum). 3. apríl, Sindrabær (Höfn í Hornafirði). 4. apríl, Valhöll (Eskifirði). 5. apríl, Græni hatturinn (Akureyri). 10. apríl, Paddy‘s (Reykjanesbæ). 11. apríl, Nasa (Reykjavík). Bein útsending á Rás 2. Þrjár rokk- sveitir í hring- ferð um landið Morgunblaðið/Golli Gítarrokk Lay Low sýnir að jafnaði á sér þyngri hlið með félögum sínum í Benny Crespo’s Gang. Morgunblaðið/Sverrir Glys og glaumur Ragnar Sólberg og félagar hafa sjaldan verið í betra formi en einmitt nú. Morgunblaðið/Ómar Áfram gakk Óttar Proppé verður efalaust í góðum gír á túrnum líkt og endranær þegar hann kemur fram með Dr. Spock. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.