Morgunblaðið - 15.05.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 11
FRÉTTIR
SÉRSTAKUR
átta kílómetra
langur hjólastíg-
ur frá Faxaskjóli
að Reykjanes-
braut var kynnt-
ur í umhverfis-
og samgöngu-
ráði Reykjavík-
ur á þriðjudag.
Markmiðið er að bæta aðstæður
fyrir gangandi og hjólandi með
breiðari stíg, aðskilnaði og breyttri
legu. Lagt er til að göngu- og hjóla-
stígurinn verði með lýsingu sem
hvorki spillir útsýni né veldur ná-
grönnum stígsins ónæði. Í fyrsta
áfanga verður sérstakur hjólastíg-
ur lagður meðfram Ægisíðu frá
Faxaskjóli að Suðurgötu. Áætlaður
kostnaður við þá framkvæmd er 36
milljónir króna.
Sérstakur
stígur fyrir
hjólreiðar
SÁ áfangi verður í Garðabæ á há-
degi í dag að opnaðir verða fimm
nýir vefir sem unnið hefur verið að
í vetur. Vefirnir sem verða opnaðir
eru nýr vefur Garðabæjar,
www.gardabaer.is og nýir vefir
fyrir alla grunnskóla Garðabæjar,
www.flataskoli.is, www.hofs-
stadaskoli.is, www.gardaskoli.is og
www.sjalandsskoli.is.
Vefirnir fá allir áþekkt útlit og
veftré allra skólavefjanna verða
eins. Stór hópur starfsmanna frá
öllum stofnunum bæjarins vann að
undirbúningi vinnunnar við vefina
fyrir Garðabæ og grunnskólana
með fyrirtækinu Sjá sem er ráð-
gjafarfyrirtæki í vefmálum.
Nýir vefir
í Garðabæ
ÓSKAR Ágústs-
son, starfsmaður
Sorphirðunnar í
Reykjavík, hefur
um þessar mund-
ir náð þeim
áfanga að hafa
starfað samfellt í
50 ár hjá Reykja-
víkurborg (Sorp-
hirðunni). Þessa
áfanga verður minnst með kaffi-
boði í Kaffi Flóru síðdegis í dag.
Óskar er 66 ára að aldri og var
honum gert að sturta úr fyrstu bíl-
unum sem hann keyrði í sjóinn við
Skerjagranda. Nánasti samstarfs-
maður Óskars, Þórólfur Þorleifs-
son, átti 50 ára afmæli hjá Sorp-
hirðunni í fyrra. Þeirra flokkar sjá
núna um sorphirðu frá heimilum í
Breiðholtinu. Þess má geta að faðir
Óskars vann einnig í öskunni.
Í hálfa öld
í öskunni
Óskar Ágústsson
OPIÐ hús verður í Skóla Ísaks
Jónssonar föstudaginn 16. maí.
Vinum og velunnurum skólans er
boðið að koma og ganga um skól-
ann og fylgjast með skólastarfinu
frá kl 8.30 til 14.10.
Dagskráin hefst með söng nem-
enda kl. 8.30 og að honum loknum
verða atriði í salnum fram eftir
degi.
Opið hús
í Ísaksskóla
Ný sending
Glæsileg
sumardress
og -kjólar
TAIFUN
Laugavegi 63 • S: 551 4422
USB minnislyklar með rispufríu lógói.
Ódýr auglýsing sem lifir lengi.
512 MB, 1 GB, 2 GB, 4 GB og nú líka 8 GB.
www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is
S: 511 1080 / 861 2510
www.ferdamalastofa. is
Hvað gerir
Ferðamálastofa fyrir þig?
Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is
Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is
Kynningarfundir á starfsemi Ferðamálastofu
verða haldnir í maí 2008.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Farið verður yfir starfsemi Ferðamálastofu og þjónustu
stofnunarinnar við ferðaþjónustuaðila. Auk þess verða kynnt
þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, sem
Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru að
hleypa af stokkunum.
Fundirnir eru öllum opnir sem áhuga hafa á að kynnast
Ferðamálastofu og kynna sér möguleika til uppbyggingar
á menningartengdri ferðaþjónustu.
20. maí Selfoss kl. 13:00-15:30 Hótel Selfoss
21. maí Borgarnes kl. 13:00-15:30 Hótel Hamar
22. maí Egilsstaðir kl. 13:00-15:30 Hótel Hérað
23. maí Höfn kl. 10:00-12:30 Hótel Höfn
27. maí Akureyri kl. 10:00-12:30 Hótel KEA
27. maí Varmahlíð kl. 14:00-16:30 Hótel Varmahlíð
30. maí Ísafjörður kl.10:00-12:30 Hótel Ísafjörður
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
KEILIR, Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands, Háskóli Íslands og Þróun-
arfélag Keflavíkurflugvallar und-
irrituðu á gamla varnarsvæðinu í
gær samning um stofnun nýs frum-
kvöðla- og orkuseturs á há-
skólasvæði Keilis, miðstöðvar vís-
inda, fræða og atvinnulífs á
Keflavíkurflugvelli.
Frumkvöðlasetrið hefur hlotið
nafnið Eldey. Hlutverk setursins er
að skapa þekkingarumhverfi, að-
stöðu og umgjörð fyrir frumkvöðla
til að vinna að nýsköpun og að veita
þeim faglega þjónustu. Auk þess
mun Eldey hýsa kennslu Keilis í
frumkvöðlafræði og aðra starfsemi
Keilis á vegum skóla skapandi
greina og Orku- og tækniskóla, segir
í fréttatilkynningu.
Eldey Runólfur Ágústsson, Keili, Þorsteinn Sigfússon, NMÍ, Jón Atli Bene-
diktsson, HÍ, og Kjartan Eiríksson, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, við
undirritun samningsins um stofnun nýs frumkvöðla- og orkuseturs ásamt
Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra og Árna Sigfússyni bæjarstjóra.
Stofna orkusetur á
gamla varnarsvæðinu