Morgunblaðið - 15.05.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.05.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 17 MENNING MÁLVERKIÐ Benefits Super- visor Sleeping eftir listmálarann Lucian Freud var selt á uppboði í Christie’s í New York í fyrradag fyrir 33,6 milljónir dollara, um 2.684 milljónir króna og er það metverð sem fengist hefur á upp- boði fyrir verk lifandi listamanns. Fyrra met átti myndlistarmað- urinn Jeff Koons, verk hans Hanging Heart seldist á 23,5 milljónir dollara í nóvember í fyrra. Málverkið málaði Freud árið 1995 af yfirmanni hjá fyrirtækinu Jobcenter, Sue Tilley, sofandi uppi í sófa. Uppboðshúsið Christie’s segir verkið sýna slagkraftinn í raunsæismálverkum Freud. Freud er orðinn 85 ára. Tilley sat fyrir hjá Freud í ein fjögur ár og segir í samtali við BBC að það hafi verið undarleg tilfinning að sitja nakin fyrir. Henni þyki það skondið að mynd af sér sé svo verðmæt sem raun ber vitni. Hún hafi ekki átt von á því og ekki Freud heldur. Mál- verkið sé eins og hvert annað verk málarans. Fyrra sölumet á verki eftir mál- arann er 19,3 milljónir dollara en það verð var greitt fyrir verkið IB and Her Husband árið 1992. Heimsmet slegið Dýrasta verk nú- lifandi listamanns Dýrt verk Málverkið Benefits Supervisor Sleeping eftir Freud. Fær nýtt hlutverk County Hall Gamla ráðhúsið. TIL stendur að opna sviðslistamið- stöð með þremur sýningarsölum í byggingu þeirri í London sem áður hýsti Saatchi-galleríið og þar áður ráðhús borgarinnar. Factory theatre leikhópurinn sýndi Hamlet í húsinu fyrr á þessu ári í fundarsal byggingarinnar og mun sá salur að öllum líkindum verða nýttur undir stærstu upp- færslurnar. Fyrirtækið Weird & Wonderful heldur úti sýningu í hús- inu á leikmunum sem notaðir hafa verið í ýmsum kvikmyndum en hef- ur í hyggju að reka lítið leikhús, s.k. black box eða svartan kassa, og jafn- vel sýna utandyra einnig, enda mik- ið pláss fyrir framan bygginguna. Arkitektinn Ralph Knott teiknaði bygginguna og Georg V. konungur vígði hana árið 1922. Hún stendur við Thames-á á besta stað í suður- hluta borgarinnar, skammt frá par- ísarhjólinu mikla, London Eye. Húsið var selt fjárfestum á tíunda áratug síðustu aldar og margvísleg starfsemi fer fram í því, m.a. sæ- dýrasafn og listasafn helgað Salva- dor Dalí. Menningarmiðstöðin kem- ur til með að heita Greater London Theatre. TRÍÓIÐ Delizie Italiane held- ur útgáfutónleika í Gyllta saln- um á Hótel Borg í kvöld kl. 20. Þar leikur tríóið lög af nýút- komnum geisladiski sínum sem ber einfaldlega nafnið Delizie Italiane. Tríóið skipa þeir Leone Tinganelli, gítarleikari og söngvari frá Napolí, Jón Elvar Hafsteinsson gítarleik- ari og Jón Rafnsson kontra- bassaleikari, en þeir hafa starfað saman frá árinu 2000. Í kvöld leika þeir tónlist frá ýmsum héruðum Ítalíu. Flest laganna voru í upphafi alþýðusöngvar en eru nú orðin klassísk sönglög sem eru flutt jafnt í virtum óperuhúsum sem á götuhornum. Tónlist Ítölsk stemning í Gyllta salnum Jón Rafnsson HUGLEIKUR setur enda- punktinn á leikárið 2007 til 2008 með leikdagskrá í Þjóð- leikhúskjallaranum annað kvöld, föstudagskvöld. Flutt verða fimm leikverk eftir fé- lagsmenn, þar af eru fjögur frumflutt. Samkvæmt venju er leikstjórn í höndum liðsmanna Hugleiks. Verkin sem sýnd verða eru Ári síðar e. Árna Friðriksson, Eldhúsið e. Fríðu Bonnie Andersen, Gilitrutt e. Þórunni Guðmunds- dóttur, Keisarinn e. Sigríði Láru Sigurjónsdóttur og Sessunautar e. Sigurð H. Pálsson. Húsið verð- ur opnað kl. 20.30, en sýning hefst kl. 21. Almennt miðaverð er 1.000 kr. Nánar á hugleikur.is. Leiklist Hugleikur sýnir fimm verk Fríða Bonnie Andersen HELGA Óskarsdóttir opnar sýningu í Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21, frá kl. 19 til 21 í kvöld. Helga hefur fengist við ýmiss konar landslag í mynd- list sinni og dregið upp á yf- irborðið fegurð falinna smáat- riða í umhverfi mann- eskjunnar. Þar má nefna sprungur í veggjum og gamlar tyggjóklessur. Í sýningarým- inu Gallerí Dvergi sýnir Helga nýtt, staðbundið verk. Á þessari sýningu nálgast hún viðfangsefni sitt hinum megin frá. Í stað þess að stækka og fara alveg upp að þeim til að sjá smáatriðin, þá minnkar hún viðfangsefnið og horfir á það utan frá. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Myndlist Helga opnar í Galleríi Dvergi Helga Óskarsdóttir LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sett í kvöld. Næstu daga munu augu listunnenda beinast að Hafnarhús- inu en Tilraunamaraþonið sem þar fer fram á föstudag og sunnudag er einn hápunkta dagskrárinnar. Og víst er listinn yfir þátttakendur glæsilegur og dagskráin for- vitnileg; það má spyrja hvað svo ólíkt fólk sem Brian Eno, Thor Vilhjálmsson, John Baldessari, Þorsteinn I. Sig- fússon, Dr. Ruth, Rirkrit Tirav- anija og Gabríela Friðriksdóttir hafa til málanna að leggja. Tilraunamaraþonið er unnið í samstarfi við Serpentine Gallery í London. Hinn kunni sýningastjóri þeirrar stofnunar, Hans Ulrich Obrist, stýrir dagsskránni ásamt Ólafi Elíassyni. Maraþonið stendur til 17. ágúst en um nú helgina verð- ur Hafnarhúsinu breytt í tilrauna- stofu þar sem ýmsar tilraunir verða framkvæmdar, gjörningar sviðsett- ir, kvikmyndir sýndar og hver veit hvað. Það kemur í ljós. Sýningastjórinn Hans Ulrich Obrist var önnum kafinn á skrifstof- unni í London í gær, er hann ræddi við blaðamann, en virtist þó vera ágætlega að sér um hvernig gengi, enda hefur fjöldi manna unnið langa vinnudaga við undirbúninginn. En hvað munu gestir upplifa? „Gestir verða vitni að einhverju sem snýst um tilraunir í opinberu rými,“ segir Obrist. „Ég hef lengi unnið að maraþonum. Viðtala- maraþonum með arkitektinum Rem Koolhaas og tilraunamaraþonum með Ólafi Elíassyni. Með Koolhaas þróaði ég maraþonin út frá sam- tölum. Í fyrra var Ólafi boðið að hanna Serpentine-skálann og um leið buðum við honum að gera til- lögu að dagskrá í stofnuninni. Hann var hrifinn af maraþonhugmynd- inni, en í stað þess að tala saman vildi hann bjóða fólki að koma og gera eitthvað, að vinna að til- raunum. Við Ólafur höfum báðir verið áhugasamir um tengsl mynd- listar og vísinda, sérstaklega hvern- ig myndlistarmenn og vísindamenn, sem og arkitektar og vísindamenn, geta unnið saman. Við vildum biðja listamenn úr ýmsum geirum, arki- tekta, tónskáld, rithöfunda og myndlistarmenn, að gera tilraunir opinberlega. Þess vegna buðum við stórum hópi að gera tilraunir í London í fyrra og nokkur þúsund manns fylgdust með. Hugmyndin var að skapa nýtt maraþon sérstaklega fyrir Reykja- vík, algjörlega nýtt verk, en einnig að sýna útkomu tilraunamaraþons- ins í London. Og á sama tíma að sýna úr gögnum verkefnisins „Laboratorium“ sem ég vann að með Barbara Vanderlinden árið 1999. Þar var einnig tekist á við hugmyndir um tilraunir í opinberu rými. Ótal óvæntir hlutir Okkur þótt áhugavert að sýna þessar fyrri tilraunir í safninu, og einnig að bjóða sumum listamönn- unum að vinna að innsetningum. Uppfinningamaðurin Einar Þor- steinn, sem vann með Ólafi í mörg ár, skapar til dæmis lítinn skála inni í safninu, þar sem verður haldið áfram með hugmyndirnar úr skál- anum í London. Svo verða margir nýir spennandi hlutir. Þessi uppákoma á Listahátíð í Reykjavík hefur alla burði til að verða áhugavert fyrirbæri. Þetta er bæði sýning og röð af uppákomum. Á föstudag og sunnudag fá gestir, íslenskir sem erlendir, tækifæri til að upplifa og taka þátt í öllum þess- um tilraunum. Og til að svara spurningunni hverju fólk megi búast við, þá má segja: ótal mörgum óvæntum hlut- um! Þetta er allt annað en fyr- irlestur eða kynning. Margt af þess- um uppákomum krefst þátttöku viðstaddra, og það á jafnt við samtal Marinu Abramovic við Dr. Ruth og vísindatilraunir. Við getum einnig vænst þess að upplifa ákveðin ferli, við munum sjá eitt á föstudag, annað á sunnudag, og ennþá eitthvað annað á meðan á sýningunni stendur í sumar.“ – Sýningin heldur áfram eftir helgi og byggist hún þá á innsetn- ingum og gögnum úr maraþon- unum? „Já, og við setjum saman bók með niðurstöðunum. Þetta verður allt vandlega skrásett og bókin kemur út eins fljótt og unnt er.“ Erró og Shneeman að nýju – Er þessi uppákoma, þar sem þið hrærið alls kyns hlutum saman, að- ferð til að afbyggja viðteknar hug- myndir um myndlist og hvernig eigi að upplifa hana? „Það eru margar leiðir til að upp- lifa list. Hugmyndin um að sýn- ingasalurinn sé kapella er fullgild, eins og hugmyndin um hvíta rýmið, og ég held að allir þessir möguleikar séu í gildi. Okkur finnst hinsvegar mikilvægt að þessir möguleikar séu líka til og séu fullgildir. Svo margt í listinni snýst um ferli, ekki bara um hluti. Í samhengi Listahátíðar er líka spennandi að sjá svo marga spennandi listamenn koma saman í Reykjavík, til að sýna verk sín og skapa eitthvað sérstakt. Það gæti orðið sögulegt! Listamenn, arkitekt- ar, vísindamenn, skáld og rithöf- undar koma alls staðar að úr heim- inum. Ef þú vilt skilja myndlist í samtímanum tel ég að það sé alltaf mikilvægt að horfa einnig til ann- arra listgreina og listinn yfir þátt- takendur inniheldur vissulega mörg óvænt nöfn. Frá Jonasi Mekas, sem er merkur frumherji í bandarískri kvikmyndagerð, að mjög ungum listamönnum. Við erum líka ánægðir með að sýna óvænta hlið á verkum Errós. Í Hafnarhúsi fer Erró venjulega með afar stóra rullu, þarna er safnið hans, og okkur Ólafi þótti áhugavert að sýna hans verk því sérstaklega, með því að sýna samband Errós við vísindin. Í einum sal verða málverk hans um vísindamenn og ljósmyndir af samstarfi hans við Carolee Schneeman, performans-listamann, en Schneeman mun nú koma til landsins og vinna að nýjum per- formans. Við getum því sagt að samtalið milli Errós og Schneeman haldi áfram 30 árum eftir mikilvægt verkefni þeirra í New York. Fólk getur látið sig hlakka til margra ólíkra hluta.“ Obrist hefur unnið að ýmsum verkefnum hér á landi, meðal ann- ars á Eiðum, og gefið út bækur með viðtölum sem hann hefur tekið þar. „Nokkur síðustu sumur hef ég verið á Eiðum með Sigurjóni Sig- hvatssyni og Ólafi Elíassyni. Það verkefni hefur vaxið með hverju ári og að því kemur einstakur hópur listamanna og rithöfunda. Ég hef hrifist af því hvað menn- ingarsenan er lífleg á Íslandi. Þið eigið alla þessa frábæru tónlist- armenn, eins og Björk og Mugison, og í bókmenntunum kynslóð eftir kynslóð af frábærum skáldum og rithöfundum. Ég hef lengi verið aðdáandi íslenskra lista. Yngri lista- menn taka þátt í maraþoninu en við verðum líka með frumkvöðulinn Thor Vilhjálmsson, sem tekur þátt í tilraunum.“ Þetta gæti orðið sögulegt Tilraunamaraþon með þátttöku fjölda lista- og vísindamanna verður í Hafnarhúsinu Listahátíð í Reykjavík | Hátíðin sett í Listasafni Reykjavíkur í kvöld Í HNOTSKURN » Tilraunamaraþon, undirstjórn Listasafns Reykjavík- ur og Serpentine Gallery, er einn hápunkta Listahátíðar. » Verkefninu er stýrt af HansUlrich Obrist, sýningarstjóra Serpentine Gallery, og Ólafi Elíassyni myndlistarmanni. » Verkefninu er skipt í tvennt:maraþon þar sem hver at- burðurinn rekur annan í Hafn- arhúsinu á föstudag og sunnu- dag, og fjölda innsetninga sem standa í sumar. » Að minnsta kosti fimm tugirlistamanna, úr hinum ýmsu greinum, arkitekta og vísinda- manna taka þátt í tilrauna- maraþoninu. List og vísindi Marina Abramovic, sem mun eiga samtal við bandaríska kynlífsfræðinginn Dr. Ruth á Tilrauna- maraþoninu, tók þátt í sambærilegu maraþoni í Sepentine Gallery í London. Von er á fjölbreytilegum uppákomum. Sýningarstjórinn Hans Ulrich Obrist. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.