Morgunblaðið - 15.05.2008, Page 28

Morgunblaðið - 15.05.2008, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÆ, ÉG heiti Hall- dóra. Ég var að lesa grein í blaði um dag- inn sem vakti áhuga minn og gerði mig um leið reiða og leiða. Það var kona sem skrifaði eitthvað um það, að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni. Því langar mig að segja mína skoðun. Ég er sjálf með Downs- heilkenni, en fyrst og fremst er ég Halldóra. Ég geri ótal hluti sem aðrir gera. Líf mitt er innihaldsríkt og gott, því ég vel það að vera jákvæð og sjá það góða við lífið og tilveruna. Ég fer í vinnu, skóla og tómstundir. Ég rækta vini og ættingja mína og finnst gaman að fólki. Í umhverfi mínu er alls konar fólk, gamalt og ungt, fatlað og ófatlað. Það hefur kennt mér margt og ég sé að margir eiga við einhverja erfiðleika að glíma, bæði líkamlega og andlega. Þannig er bara lífið, ekki fullkomnara en það. Skiptir engu máli hvort maður er ungur eða gamall, ríkur eða fátækur. Því hugsa ég: Hver er fullkominn? Hver getur sagt það, að við með Downs- heilkennið séum minna virði en ein- hver annar. Við erum öll ólík og er það best að allir séu eins? Mín skoðun er sú, að það er skemmti- legra að ekki séu all- ir eins, því við getum lært svo mikið af fólki sem er ekki al- veg eins og maður sjálfur. Mér finnst gaman að læra af öðrum og þið megið alveg læra af mér. Ég vel það að njóta lífsins sem ég fékk, og vera ánægð með það sem ég hef, og gera það besta úr öllu. Það er ekki slæmt líf, eða hvað finnst þér? Þetta var mín skoðun. Mín skoðun Halldóra Jónsdóttir segir frá lífsgildum sínum Halldóra Jónsdóttir »Hver getur sagt það, að við með Downs- heilkennið séum minna virði en einhver annar. Höfundur er 24 ára , ung kona með Downs-heilkenni. Hún er nemi, starfsmaður á bókasafni, áhugaleikari, tónlistarmaður o.fl. nokkru síðar í almenna skólakerf- inu en í íslenskum grunnskólum. Listkennslan þar fer fram í ýmiss konar sérskólum fyrir utan grunnskólana; tónlistarskólum, myndlistaskólum, handverks- skólum, leiklistarskólum, dans- skólum, skóla fyrir skapandi skrif, og svona má áfram telja. Einnig eru menning- arhús fyrir börn víða mjög öflug í Finn- landi og ýmis kerfi sem tengja grunn- skóla og skapandi listamenn. Í þessu öfluga listnámi fá börnin að blómstra hvert með sínu móti, fá útrás fyrir hug- myndir sínar, efla sjálfstraustið og styrkja skapandi sýn við úrlausn ólíkra verkefna. Með þessu móti styðja listaskól- arnir það starf sem fer fram inni í al- menna skólakerfinu. Kann að vera að ein ástæða fyrir góðri útkomu Finna í margumræddri PISA- könnun sé þessi mikla áhersla á listir? Með stuðningi sín- um við Listbúðir eru Reykjavíkurborg og Glitnir að taka mik- ilvæg skref í átt að því að efla listnám innan grunnskólanna, á markviss- an og vandaðan hátt. Einnig er unnið að gerð námsefnis út frá Listbúðum, en mikilvægt er að auka framboð námsefnis í kennslu listgreina. Ef Íslendingar ætla að verða samkeppnishæfir við aðrar vest- rænar þjóðir verðum við að efla listnám barna og unglinga. Það má horfa til þess hversu öflugt tónlistarlíf er í landinu. Fyrir því er ein meginástæða, myndarlega hefur verið fjárfest í öflugu tón- listarnámi. Nú þarf að sækja fram á fleiri vígstöðvum! NÚ Í vor og næsta haust mun Myndlistaskólinn í Reykjavík taka á móti um 300 reykvískum grunnskólabörnum. Verkefnið Listbúðir í Myndlistaskóla hefur verið í þróun síðustu fimm ár og er meg- inmarkmið þess að bjóða fleiri börnum upp á nám í skapandi umhverfi þar sem að- stæður og verkefni hvetja til opinna og rannsakandi vinnu- bragða. Í Listbúðum koma skólabörn í heila viku með kenn- urum sínum í Mynd- listaskólann og vinna verkefni með starf- andi myndlistamönn- um og fræðimönnum. Undanfarin ár hefur verið unnið út frá spendýrafræði, bygg- ingarlist, stærðfræði, og nú í ár munu börnin skoða hvernig borgir verða til – skipulagsmál í sinni fjölbreyttu mynd. Nemendur kynnast hugtökum gegnum verklega vinnu, skoða verk listamanna sem pælt hafa í viðfangs- efninu og fara svo sínar eigin leiðir í út- færslu. Skólanum var gert kleift að bjóða sex grunnskólum þátt- töku nú í ár – en 20 skólar sóttu um þátttöku. Verkefnið hlaut hæsta styrk þróunarsjóðs Menntasviðs Reykjavíkurborgar, auk þess sem Glitnir styrkti verkefnið myndarlega. Verkefnið má líta á sem inn- legg Myndlistaskólans í þá um- ræðu sem sífellt verður háværari, að skapandi hugur sé lykill Vest- urlanda að blómlegu framtíð- arsamfélagi. Á undanförnum árum hafa sjónir manna mjög beinst að finnsku menntakerfi en þar skipa listir veigamikinn sess, þrátt fyr- ir að sérgreinakennsla hefjist þar Listbúðir í myndlistaskóla Ingibjörg Jóhannsdóttir skrifar um skapandi nám með Grunn- skólum Reykjavíkur Ingibjörg Jóhannsdóttir »Myndlista- skólinn í Reykjavík stendur fyrir nýju verkefni nú í maí, Listbúð- um, sem miða að því að auka skapandi nám með grunn- skólabörnum. Höfundur er skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. „Við eigum ekki að ræða Evrópu- sambandsaðild á forsendum tíma- bundins efnahagsvanda“ (leiðari í Mbl. 10.05.08) Hvaðan kemur ritstjóra Morg- unblaðsins tyft- unarvald til þess að banna almenningi á Ís- landi, sem er þungt haldinn kvíða um at- vinnu sína, afkomu og eignir, að ræða allar hugsanlegar lausnir á þeim vanda? Og þá ekki síst aðild að Evrópu- sambandinu og upp- töku evru í stað krónu. Það er nefnilega spurn- ing um lífskjör almenn- ings í framtíðinni. Evrópusambands- aðild og upptaka evru er nefnilega lífskjaramál. Það snýst um að losna við tíðar, ófyrirsjáan- legar og óútreiknanlegar sveiflur á gengi gjaldmiðilsins – og þar með á lífskjörunum. Þetta snýst um verð- stöðugleika. Það snýst um lægra verðlag á lífsnauðsynjum. Það snýst um lægri vexti og þar með viðráð- anlegri greiðslubyrði af lánum. Ritstjórinn segir að fólk eigi bara að eyða minna og spara meira. Gjaldmiðill, sem heldur ekki verð- gildi sínu, hvetur ekki til sparnaðar. Hann ýtir undir eyðslu. Í verðbólgu- þjóðfélagi er geymdur eyrir glat- aður. Þetta skýrir m.a. hvers vegna lífsstíll Íslendinga er allt öðruvísi en Svisslendinga. Það er helst til seint að vanda um við Íslendinga fyrir eyðslusemi og óforsjálni þegar þeir eru sokknir í skuldir. Sá sem vill fá Íslendinga til að hegða sér eins og Svisslendinga ætti a.m.k. að sýna þeim þá hugulsemi að fá þeim í hendur nothæfan gjaldmiðil. Hagstjórnarmistökin Ég man ekki eftir því að jafn- margir hafi orðið fyrir jafnmiklum lífskjaraskelli á jafnskömmum tíma og nú. Man ég þó, rétt eins og rit- stjórinn, flestar efnahagskollsteypur sem Íslendingar hafa gengið í gegn- um upp úr miðri seinustu öld. Mat- arreikningurinn snarhækkar. Greiðslubyrði af lánum þyngist frá mánuði til mánaðar. Og bensínverð bíla- þjóðarinnar, sem býr ekki við nothæfar al- mannasamgöngur, rýkur upp úr öllu valdi. Verðbólgan er komin á skrið. Kaupmátturinn mun fara rýrnandi á næstu mánuðum. Og það sem verra er: Al- menningur eygir enga útgönguleið. Og stjórnvöld virðast standa ráðþrota frammi fyrir vand- anum. Hvers vegna er svona illa fyrir okkur komið? Meginskýringin er sú að við fórum illa að ráði okkar í upp- sveiflunni frá 2002 til 2007. Það var í lagi að ráðast í stórvirkjun handa nýrri álbræðslu fyrir austan. Hag- kerfið réð nokkurn veginn við það. En það var ekki í lagi að opna í fram- haldinu allar gáttir fyrir ódýrt erlent lánsfé með milligöngu bankakerf- isins. Það leiddi til fasteignaból- unnar sem nú er sprungin. Seðla- bankinn auðveldaði þetta meira að segja með rýmkun bindiskyldu í stað þess að taka í taumana. Hækkun stýrivaxta dugði fyr- irsjáanlega ekki til að stöðva þetta. En hún hafði þveröfug áhrif. Him- inháir vextir hækkuðu gengi krón- unnar, örvuðu eyðslu og innflutning og juku viðskiptahalla og skulda- söfnun. Aðgerðir Seðlabankans juku, með öðrum orðum, á óstöð- ugleikann. Og vaxtamunurinn milli krónunnar og annarra gjaldmiðla gerði Ísland skyndilega (og í fyrsta sinn í sögunni) að skotmarki (eða fórnarlambi) hrægamma gjald- miðlabrasksins. Á hættusvæði Við erum óafvitandi komin í gísl- ingu óábyrgustu afla hins alþjóðlega fjármálakerfis. Við erum varnarlaus á hættusvæði. Þetta er afleiðingin af sjö ára tilraun okkar með sjálfstæða peningamálastjórn sem byggist á krónunni. Þetta hefði einfaldlega ekki gerst ef við hefðum verið hluti af evrusvæðinu og haft seðlabanka Evrópu að bakhjarli. Lausnirnar? Þær snúast um það að koma okkur í skjól af hættusvæð- inu, áður en verra hlýst af. Bakvirkir samningar við aðra seðlabanka og gjaldeyrislán á afarkjörum. – Þetta eru neyðarúrræði. Ástandinu má líkja við skip sem siglt hefur verið í strand. Það er ævinlega rándýrt að þurfa að leita til alþjóðlegra björg- unarfyrirtækja til að ná skipinu aft- ur á flot. Vonandi tekst okkur það. Úr því sem komið er tjóar lítt að erfa skaðann. Hann er orðinn hlutur. En í guðanna bænum: Reynum að læra af óförum okkar. Það er laukrétt sem Jón Sigurðs- son, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins og seðlabankastjóri segir í fínum greinum í þessu blaði: Frekari frestur vinnur gegn Íslend- ingum. Og nota bene: Lærum af reynslu Svía og Finna. Báðar þessar þjóðir fóru í gegnum hrikalega koll- steypu – sem var afleiðing gjaldmið- ils- og bankakreppu – á árunum um og upp úr 1990. Báðar þessar þjóðir létu sér tímabundinn efnahagsvanda að kenningu verða. Þær forðuðu sér af hættusvæðinu og gengu í Evrópu- sambandið. Á hættusvæði Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson » Við erum óafvitandi komin í gíslingu óá- byrgustu afla hins al- þjóðlega fjármálakerfis. Höfundur var sendiherra Íslands í Finnlandi 2002-2005. FÖSTUDAGINN 23. júlí, 2004 birtist eftir undirritaðan grein í Morgunblaðinu undir heitinu „Af skipulagsmálum“ þar sem fjallað var um nauðsyn fag- legrar vinnu á þessu sviði. Þar var m.a. bent á að „skipulags- samkeppni eða hönn- unarsamkeppni kem- ur aldrei í staðinn fyrir faglegt skipulag og stefnumótun unna í samstarfi stjórn- málamanna, skipu- lagsfræðinga og al- mennings á viðkomandi svæði.“ Flestum sem þekkja til skipulags- mála er þetta ljóst. Að vísu mætti láta sé detta í hug að halda al- heimssamkeppni arkitekta um hvað sem er – eins og t.d. lausn á deilum araba og Ísraelsmanna en lítil von er til að með því móti fengist ásættanleg niðurstaða. Íslenskum stjórnvöldum virðist líka vera ljóst að eitthvert vit þurfi að vera í skipulagsmálunum og því er starfsheitið skipulags- fræðingur lögverndað og að baki því þarf að liggja bæði há- skólanám og starfsreynsla á þessu sviði. Almenningi ætti því að vera einhver trygging í því að skipulagsfræðingar komi að skipulagi og taki á því faglega ábyrgð. Þannig ábyrgð er líka öll önnur en sú pólitíska ábyrgð sem kjörnir fulltrúar okkar axla. Ekki veit ég hvort nokkrir skipulagsfræðingar með stað- arþekkingu komu að undirbúningi eða dómi „Vatnsmýrarsamkeppn- innar“ en ég held að mörgum sé nú orðið ljóst að vinningstillagan í þeirri samkeppni býður ekki upp á ásættanlega lausn á mik- ilvægum grundvallaratriðum í skipulagi svæðisins eins og t.d. framtíðarsamgöngu- málum og tengingu við aðliggjandi vega- kerfi. Engu að síður var þetta fallega unn- in tillaga. Skipulag Reykja- víkur er dauðans al- vörumál, þótt auðvit- að eigi það líka að vera skemmtilegt í bland. Með þessu skipulagi erum við að leggja grundvöll að framtíð okkar, um- hverfi og mögu- leikum komandi kynslóða. Þar skiptir líka bæði stofn- og rekstr- arkostnaður miklu og auðvitað ber okkur að nota alla tiltæka þekkingu við að ráða fram úr þessum málum. Margt bendir samt til að það hafi ekki verið gert sem skyldi. Nýlega birtist um það frétt að borgaryfirvöld væru fallin frá hugmynd um að grafa göng undir Skólavörðuholt- ið sem áttu að liggja frá Land- spítala og opnast við Seðlabank- ann og nýtt Tónlistarhús. Þótt þetta hafi verið afspyrnu vond hugmynd rötuðu þessi göng engu að síður inn á núgildandi Að- alskipulag Reykjavíkur og voru staðfest af umhverfisráðherra. Áframhald þessara ganga í Að- alskipulagi Reykjavíkur liggur í gegnum Öskjuhlíðina og svo í gegnum Kársnesið og þau eru líka ein af forsendum fyrir stað- arvali Landspítala háskólasjúkra- húss. Þessi göng hafa mér vit- anlega aldrei verið hugsuð til enda með þeim slaufum og um- ferðarmannvirkjum sem þarf við gangamunnana. Þegar það verður gert er hugsanlegt að á menn renni tvær grímur og að spurt verði hversu vel allar þessar ákvarðanir hafi verið ígrundaðar og skipulagðar, ekki síður en vinningstillaga Vatnsmýr- arsamkeppninnar. Auðvitað koma í öllum þessum málum til greina mismunandi kostir en að sjálfsögðu eigum við Íslendingar heimtingu á að fá fag- lega úttekt á þeim og samanburð áður en hrapað verður að ákvörð- unum sem oft skapa meiri vanda- mál en þær leysa. En allt stendur þetta örugglega til bóta. Nokkrir borgarfulltrúar Reykjavíkur sátu nýlega 100. ársfund bandaríska skipulagsfræðingafélagsins (Am- erican Plannig Association) og án efa hafa þeir komist þar að því að Bandaríkin – sjálft land frjáls- hyggjunnar – á sér langa hefð í faglega unnu skipulagi. Skipulag Vatnsmýrarinnar Gestur Ólafsson skrifar um skipulagsmál Gestur Ólafsson » Skipulagssamkeppni kemur aldrei í stað- inn fyrir faglegt skipu- lag og stefnumótun unna í samstarfi stjórnmálamanna, skipulagsfræðinga og almennings. Höfundur er fyrrverandi kennari í skipulagsfræðum við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.