Morgunblaðið - 15.05.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 15.05.2008, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjörleifur Þórð-arson fæddist í Reykjavík 5.5. 1938. Hann lést á Land- spítalaunum 4. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þórðar Georgs Hjörleifs- sonar, skipstjóra, f. 14.03. 1903, d. 27.5. 1979, og Lovísu Halldórsdóttur, húsfreyju, f.13.11. 1908, d. 22.1. 1988. Börn þeirra, auk Hjörleifs, eru Hrafnhildur, f. 30.04. 1931, Hjördís Sigríður, f. 7.2. 1933, Andrea, f. 16.12. 1936, og Ásdís, f. 17.06. 1939. Hjörleifur kvæntist 17.10. 1964 Jensínu Guð- rúnu Magnúsdóttur, f. 7.1. 1942. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson, verkamaður, f. 13.3. 1910, d. 20.1. 1984, og Þórdís Árnadóttir, húsfreyja, f. 5.4. 1912, d. 14.7. 1998. Börn Hjörleifs og Jensínu eru 1) Þórður Georg, raf- virki, f. 11.07. 1965. Maki Emelía Blöndal, f. 27.12. 1968. Börn þeirra a) Margrét Eva, f. 17.04. 1991, b) Hjörleifur, f. 5.4. 1993, c) Georg Fannar, f. 22.4. 1999. 2) Þórdís, leikskólakennari, f. 17.06. 1969, sambýlismaður Haukur Þór Bjarnason, f. 23.04. 1963. Börn þeirra a) Aðalbjörg Lilly, f. 30.7. 2002, b) Bjarni Þór, f. 1.7. 2005. Hjörleifur ólst upp á Bergstaðastræti 71 en lengstur búskap- ur þeirra hjóna var í Hellulandi 5 Foss- vogi . Að námi loknu í rafvirkjun hóf hann fljótlega rekstur eig- in fyrirtækis, sem hann rak hin síðari ár í samvinnu við son sinn, Þórð Georg. Hjörleifur gekk ungur til liðs við Víking, og fluttist í raun með fé- laginu þegar Víkingur hóf starf- semi sína í Bústaðahverfinu 1953. Hann lék knattspyrnu, handknatt- leik og stundaði skíðaíþróttina undir merkjum Víkings. Hjörleif- ur var mikill félagsmálamaður og var formaður Handknattleiks- deildar í mörg ár og í stjórn að- alstjórnar til fjölda ára auk fjölda trúnaðarstarfa fyrir Víking átti hann m.a. sæti í aga- og landsliðs- nefnd HSÍ. Hjörleifur hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín fyrir Íþróttahreyfinguna. Árið 1987 gekk hann til liðs við Oddfellow- regluna. Útför hans er gerð frá Bústaða- kirkju í dag, 15. maí, kl. 13. Það er með miklum söknuði sem ég minnist Hjörleifs tengdapabba, sem er horfinn á braut allt of snemma. Ég hitti tengdapabba fyrst þegar við Tóti kynntumst, vorið 1989. Hann tók mér opnum örmum og lét mér strax líða eins og einni úr fjölskyld- unni. Milli okkar ríkti ávallt mikil virðing og vinátta. Þegar börnin okkar fæddust tók afi frá upphafi virkan þátt í uppeldi þeirra og við áttum alltaf greiðan að- gang að pössun. Hann var börnunum okkar frábær afi sem kenndi þeim margt og mikið allt frá því að spila ol- sen olsen, tefla, veiða og spila golf. Í öllum þessum greinum voru háð ein- vígi því hann var mjög mikill keppn- ismaður. Hjá afa var líka lært að tapa. Hann lagði á sig ófá ferðalögin til að eiga samvistir við fjölskylduna og má þar nefna ferðir austur á Seyð- isfjörð í ófærð og blindhríð þegar við bjuggum þar, skíðaferðirnar til Nor- egs til Dísu, en þar var afi alltaf fyrstur til að fara heim með kalda stubba og hita kakó. Hann var alltaf mættur á Andrésar Andar leikana á Akureyri til að hvetja barnabörnin og aðra Víkinga og til að passa þau sem ekki voru farin að renna sér sjálf. Svo var hann ómissandi í að taka á móti Víkingum í partí á kvöld- in. Eftir að börnin urðu eldri var hann þeim mikill félagi og sóttu þau í að fá að gista hjá afa og ömmu í Skógar- selinu þar sem boðið var upp á dek- urhelgar í hæsta gæðaflokki. Nafn- arnir horfðu saman á ótal leiki í enska boltanum og í desember 2006 fóru þeim saman á leik til London og áttu saman frábæra helgi sem lifir í minningunni. Við fjölskyldan yljum okkur í sorg- inni við heilan fjársjóð af yndislegum minningum um Hjölla og er ég Guði afar þakklát fyrir þau 19 ár sem ég fékk að eiga með honum. Emelia (Milla). Núna er elsku afi okkar farinn frá okkur. Þó svo að við vitum að hann sé á betri stað er alltaf erfitt að kveðja. Hann var hlekkurinn sem hélt fjölskyldunni saman og núna verðum við að lifa án hans. Við systk- inin eigum ótal minningar um hann bæði úr Hellulandinu og seinna Skógarseli. Afi var besti afi sem hægt var að hugsa sér. Hann gerði allt fyrir okk- ur systkinin og var hann elskulegur og við gátum leitað til hans. Afi á ávallt eftir að vera okkur of- arlega í hjarta og munum við alltaf sakna hans. Margrét Eva, Hjörleifur og Georg Fannar. Elskulegur bróðir og mágur, Hjörleifur, er látinn. Hann er búinn að ganga í gegn um erfið veikindi, barðist af æðruleysi en varð því miður að láta undan. Hjörleifur var eini bróðir okkar systra og er sárt og mikil sorg að hann skuli nú vera farinn. Ég sé fyr- ir mér mynd af Hjörleifi, litlum dreng, sem eldri systur mínar voru að passa, í fallegri peysu sem mamma hafði prjónað. Þær voru svo montnar af þessum fallega dreng. Það næsta sem kemur í hugann, er þegar hann ungur maður lætur vita að hann sé genginn í Víking. Þetta var algjört hneyksli í fjölskyldunni, því allur frændgarðurinn voru Framarar, en hann lét það ekkert á sig fá og varð að Eðal-Víkingi. Fé- lagsmálin voru Hjörleifi í blóð borin, hann vann mikið að félagsmálum fyrir Víking, og líka fyrir HSÍ. Sér- staklega vil ég minna á störf þeirra hjóna og barna þeirra fyrir skíða- deild Víkings, og ekki má gleyma veiðiklúbbnum og öllum veiðisögun- um úr ferðum þeirra félaga. Hjör- leifur hafði skoðanir á mönnum og málefnum, en aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Nú er bróðir minn kominn á góðan stað þar sem vel er tekið á móti hon- um og þar munum við hittast síðar. Lillý mín! Þú stóðst með manni þínum í gegnum þennan erfiða tíma af miklum dugnaði. Ég dáist af því hvað þú gerðir þetta vel. Það er erf- itt að sjá á eftir góðum dreng, en minningar um hann munu lifa. Guði falinn vinur vertu vil ég kveðju senda þér. Í lífi og dauða indæll ertu oft þú hefur glatt mitt geð. G.Í. Við vottum þér, elsku Lillý, börn, tengdabörn og barnabörn, okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur og styrki. Andrea og Ísleifur. Móðurbróðir minn, Hjörleifur Þórðarson, var gull af manni og fregnin um fráfall hans var þyngri en orð fá lýst, þó svo að um nokkurt skeið hefði legið ljóst fyrir hvert stefndi. Frændi minn var hvers manns hugljúfi, ávallt sem traustur klettur og reiðubúinn að láta gott af sér leiða. Á vegamótum lífs og dauða, er maður sér á bak nánum vini sem honum frænda mínum, þá upplifir maður samskiptin sem myndskeið og allt það góða sem hann gaf af sér. Er ég eitt sinn, sautján ára gamall, var að velta fyrir mér hvað ég ætti að leggja fyrir mig í lífinu, þá spurði hann: „Hefur þú ekki áhuga á rafmagni?“ Ekki hafði ég hugleitt þetta þá, en áhuginn kviknaði og áður en maður vissi af leiddi eitt af öðru. Rafvirkjanám stundað undir leiðsögn hans og sam- skipti okkar á þeim tíma voru af- skaplega ánægjuleg, nærgætni hans og alúð við að kenna mér handtök rafvirkjans virtist engin takmörk hafa. Hann hafði kveikt neista sem að loknu rafvirkjanámi leiddi til áframhaldandi náms hérlendis og síðar erlendis. Störf mín að loknu námi hafa veitt mér ómælda ánægju og lífsfyllingu og það á ég honum að þakka vegna þess að hann spurði: „Hefur þú ekki ánægju af raf- magni?“ Ástkæri frændi minn, jú ég get sagt það nú: Ég hef haft mikla ánægju af rafmagni. Hvað ef þú hefðir ekki spurt, hver hefði þá mín framtíð orðið? Merkilegt hvað ein setning, sögð á réttu augnabliki, get- ur skipt miklu fyrir lífstíð. Fyrir þetta og svo ótalmargt annað þakka ég af öllu mínu hjarta. Sorgin er mikil vegna fráfalls Hjörleifs Þórðarsonar sem jarðsett- ur verður í dag, heiðursmaður mikill er fallinn frá. Hans verður sárt sakn- að af öllum þeim sem kynntumst honum. Fjölskylda mín sendir Lillý konu Hjörleifs, sem var honum ávallt traustur félagi og vinur, börn- um þeirra Þórði og Þórdísi, mökum þeirra og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur með ósk um Guðs blessum ykkur til handa. Þórður Guðmundsson. Vinur okkar Hjörleifur er farinn, laus við veikindi og þjáningu og fékk hægt andlát með fjölskylduna sér við hlið. Hjölli færi aldrei öðruvísi. Hann kvaddi fjórum tímum fyrir 70 ára afmælið, degi sem átti að verja með fjölskyldunni, en dauðinn grimmur og óréttlátur gat ekki beð- ið að taka þennan góða dreng. Hvernig er hægt að lýsa Hjölla? Ljúfur, dásamlegur, lítillátur, það gæti tekið blaðsíður en ég læt það liggja en ylja mér við allar góðu minningarnar sem ég á um hann og hans góðu nærveru. Það eru fáir sem betra er að ferðast með en Hjölla og Lillý, alltaf allt vel skipulagt, góður matur, mik- ið spilað og hlegið, tómt ævintýri. Það eru ófáar ferðirnar sem við fór- um með og án barna okkar, oftast í Víkingsskálann, nú eða til Akureyr- ar, Selár, Húsafells, Amsterdam og svo má lengi telja. Sú ferð sem okkur Bjössa er svona kærust er skíðaferð til Akureyrar, við lentum óvart á bindindismannahóteli sem var ágætt, nema að Genever-flaska sem átti að gera okkur dagamun var ekki opnuð í ferðinni svona af virðingu við hótelið. Við ákváðum að vera grand á því annan daginn og fengum leigubíl til að keyra okkur í fjallið, nema hvað bíllinn festist í snjóskafli á leið- inni, bílstjórinn dó ekki ráðalaus, náði í tvær skóflur í skotti og rétti Hjölla og Bjössa og sagði þeim að moka en settist sjálfur inn í bílinn með dömunum. Ég held að þeir hafi mokað hálfa leið í fjallið. Allar götur eftir þetta voru þeir kallaðir vinnu- flokkurinn enda þurfti flokkurinn að taka til hendi í allflestum ferðum, skipta um peru, laga sturtu, draga bíla o.fl. Allt gert með stakri ró. Síð- asta dag ferðar er beðið var eftir rútu langaði okkur í kaffi en enginn sjáanlegur á hóteli svo Hjölli gekk að lúgu einni og spurði hvort ekki væri kaffi að fá. Jú, sagði mjóróma rödd og rétti honum gamlan kaffi- brúsa og drukkum við kaffið með bestu lyst en fréttum svo að þetta var nesti iðnaðarmanns sem var þarna við vinnu. Við þökkuðum fyrir að hafa ekki beðið um brauð líka. Nú veiðiferðin í Selá var ekki leiðinleg frá upphafi til enda, alveg ótrúleg ferð. Að lokum vil ég bara segja að Lillý en engri lík, hvernig hún hefur staðið sig í veikindum Hjölla, aldrei kvartað og jákvæð til hinstu stund- ar. Við Bjössi viljum votta allri fjöl- skyldunni samúð okkar og þökkum fyrir að hafa átt samleið með Hjölla og að þið hafið leyft okkur að kveðja Hjölla sérstaklega rétt fyrir andlát- ið. Guð gefi ykkur ljós í myrkrið. Jóhanna Guðnadóttir (Lilla). Í dag kveðjum við góðan dreng hinstu kveðju. Kynni okkar Hjölla hófust fyrir 50 árum. Við áttum áratuga samleið í félagsmálum fyrir Víking, Oddfel- lowregluna og veiðifélagið Kjarna. Í þessum kveðjuorðum til þín, kæri vinur, mun ég aðeins geta samveru okkar við veiðar. Við vorum saman um stöng um árabil í Miðfjarðará með veiðifélögum okkar í Kjarna. Sagt hefur verið að hvergi kynnist menn hver öðrum, kostum og göll- um, betur en við veiðimennsku. Við vorum um margt ólíkir veiðimenn, þú kappsamur, þolinn og fiskinn um- fram mig. Aldrei bar skugga á sam- veru okkar, og ef ég ætti að telja upp kosti þína sem veiðimanns þá varst þú heiðarlegur, iðinn og lunkinn veiðimaður. Gallarnir voru fáir, og einna helst fannst mér þú stundum aðgangsharður við mig þegar líða tók á veiðidaginn og ég stakk upp á að koma okkur í hús, það var snögg- afgreitt: „Það er veitt til kl. 21.00.“ Málið útrætt. Fyrir kom að þú rakst mig út í á jafnvel undir kl. 21.00 og verður að játast að stundum gaf það mér fisk. Mér er minnisstæður fagur septembermorgunn við Vesturá, en þá vildi svo til að ég setti í og landaði tveimur löxum strax í morgunsárið. Leið okkar lá næst að Neshyl og þú hófst veiðar, en ég lét fara vel um mig í bílnum og spilaði Hraustir menn með Karlakór Reykjavíkur svo glumdi í nágrenninu. Seint og um síðir komst þú upp frá veiði- staðnum, frekar þungur á brún, og er ég í sakleysi mínu spurði hvort þú hefðir orðið var var svarið: „Hvernig í andsk … heldur þú að það sé hægt að setja í fisk í þessum hávaða?“ Þar með lærði ég að laxfiskar eru ekki hrifnir af Karlakór Reykjavíkur. Ég vil að lokum þakka kærum vini og veiðifélaga fimmtíu ára vinskap ykkar hjóna við okkur Ágústu og bið Guð að varðveita fjölskyldu þína. Innilegar samúðarkveðjur til þín Lillý mín og fjölskyldunnar. Anton Örn Kærnested. Að skrifa minningargrein um vin sinn eftir nær hálfrar aldar vináttu, er býsna flókið. Það er svo margt, svo ótal margt, sem hægt er að segja. Í Bókinni um veginn eftir Lao-Tse segir: „Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér. Sá er ríkur, sem ánægður er með hlutskipti sitt; þrekmikil starfsemi ber vott um vilja. Sá, sem stendur vel í stöðu sinni, er öruggur. Sá, sem deyr, en ferst ekki, á hið langa líf fyrir höndum.“ Allt sem þarna stendur á við um vin okkar og kom það aldrei betur í ljós en í veikindastríðinu, sem hann tókst á við með eindæmum. Í dauð- anum var hann stærstur, hann vissi að starfstíma hans í þessari jarðvist var lokið og ekkert annað að gera en drífa sig af stað svo allt yrði sem auðveldast fyrir fólkið hans, það var alltaf hans mesta hugsun að því liði sem best. Hann kveið engu og vissi að „þar stæðu vinir í varpa, sem von væri á gesti“. Margt höfum við brallað saman á langri leið. Allar ferðirnar okkar norður í Laxárdalinn góða, þar sem karlarnir veiddu allan daginn, en konurnar skemmtu sér saman ásamt börnunum. Góður matur var á kvöld- in ásamt kvöldvökum. Það var sama hvað Hjölli var beðinn um að gera, allt gert með brosi á vör hvort held- ur að leika í Rauðhettu og úlfinum eða sýna á tískusýningu. Við minn- umst allra ferðanna okkar saman í sumarbústaði, veiðihús, utanlands- ferðir, sem of langt yrði að telja upp. Verðum samt að nefna ógleyman- lega ferð til Grikklands, þar sem við urðum að sofa saman fjögur í einu rúmi í hálfgerðu útihúsi fyrstu nótt- ina. Þá var mikið hlegið. Alltaf gerði Hjölli gott úr öllu og leysti oft vanda- málin þannig að hann lét sig verða útundan ef það yrði betra fyrir hina. „Við förum ekki að gera vandamál úr þessu,“ var oft viðkvæðið hjá honum. Seinustu 27 árin höfum við verið í hjónaklúbbi, sem samanstendur af 16 hjónum. Þetta er veiðiklúbburinn Kjarni allt félagar í Knattspyrnu- félaginu Víkingi. Með þessum góðu vinum höfum við átt ómældar gleði- stundir innanlands og utan, hæst ber siglinguna í Karíbahafinu og dvöl eftir hana í Orange Lake. Þá bjugg- um við saman í húsi og héldum mikl- ar gleðiveislur. Hann er sá fyrsti sem kveður, auðvitað var það hann, hver annar hefði tekið það að sér að vera undanfari hópsins? Við getum verið þess fullviss að hann verður kominn í fararstjórabolinn með „Mr. Horrible“-áletruninni, sem þýðir Hjörleifur á „útlensku máli“ og tek- ur á móti okkur þegar okkar tími kemur, kominn með veiðileyfi í bestu árnar og rástíma á flottustu golfvell- ina. Þeir verða trúlega búnir að taka saman nokkra hringi hann og Örn Guðmundsson. Sá verður aldeilis bú- inn að lækka forgjöfina. Hjölli hafði einstaka nærveru, var hlýr, ljúfur og góður, en samt ekki skaplaus. Hann var einstaklega barngóður maður, barnabörnin sín elskaði hann takmarkalaust. Hann var góður eiginmaður, faðir og tengdafaðir. Systur hans og stórfjöl- skyldan voru honum afar kær. Hjölli stóð ekki einn í baráttunni, Lillý hans stóð eins og klettur við hliðina á honum ásamt fjölskyldunni. Lillý, þú átt alla okkar aðdáun. Kæri vinur, betri vinar en þín var ekki hægt að óska sér. Góður guð umvefji þig og fjöl- skyldu þína ljósi sínu og kærleika. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún og Sigurður Óli. Við fráfall Hjörleifs Þórðarsonar, langt um aldur fram, hverfur í annað sinn með nokkurra daga millibili kær og mikilsvirtur félagi úr röðum Víkings. Hjörleifur, eða Hjölli eins og vinir hans og félagar kölluðu hann, gekk til liðs við Víking á sjötta áratug síð- ustu aldar. Hann er því einn af vík- ingunum frá frumbýlingsárum fé- lagsins við Hæðargarð sem ávallt hafa lagt mikið á sig til að tryggja vöxt og viðgang félagsins. Hjörleifur æfði og keppti undir merkjum Víkings, bæði í knatt- spyrnu og handknattleik, en einnig átti skíðaíþróttin sterk ítök í honum. Hjöleifur var þeirrar gerðar að eiga auðvelt með að vinna með öðr- um og fá aðra til samstarfs. Í honum bjó mikill félagslegur áhugi og framtak, sem kom Víkingi afar vel. Hann var því fljótlega kjörinn til trúnaðarstarfa hjá félaginu. Þannig hófust á árinu 1958 farsæl afskipti hans af margvíslegum stjórnarstörfum. Hann var ekki einhamur í þessum efnum, var m.a. í stjórn handknatt- leiksdeildar frá árinu 1958 til ársins 1970, lengst af sem formaður. Á þessum árum stóð hann m.a. fyrir fjölda utanferða handknatt- leiksliða Víkings, sem þótti frétt- næmt, því í þá tíð voru slík ferðalög fátíðari og öllu flóknari í fram- kvæmd en nú þekkist. Hann var kjörinn til starfa í aðalstjórn frá árinu 1970 fram til 1980. Hjörleifur lagði æði oft lykkju á leið sína fyrir Víking, þegar leitað var eftir kunnáttu hans og framtaki til að leysa aðkallandi vanda. Þau Hjörleifur Þórðarson SENDUM MYNDALISTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.