Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 138. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Ástin er diskó, lífið er pönk >> 37
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu
26
79
/
IG
12
Þú færð
IG-veiðivörur
á næstu
þjónustustöð
INDIANA
JONES
FARINN AÐ GRÁNA
EN ALLTAF GÓÐUR
FÓLK >> 40
HLÍFIR ÞEIM EKKI Á
HLUTHAFAFUNDUM
VIÐSKIPTI >> 12
STJÓRA-
SKELMIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÓTRYGGÐUM ökutækjum í um-
ferðinni á höfuðborgarsvæðinu hefur
fjölgað óheyrilega á síðustu þremur
árum og slagar fjöldi þeirra hátt á
annað þúsund. Samkvæmt bráða-
birgðatölum Umferðarstofu nemur
fjölgunin 245% og hefur hún ekki
skýringar á hvað veldur þessari þró-
un og bendir á að fjölgun ökutækja
nái ekki að skýra þróunina. Ekki sé
heldur slæmu efnahagsástandi um að
kenna síðustu þrjú árin.
Til að varpa ljósi á þá þróun sem
um ræðir voru 698 ótryggð ökutæki í
umferð í lok september 2004. Í maí
2007 var fjöldinn kominn upp í 1.157
og nú, ári síðar, 1.715.
Klippt af ólöglegum
ökutækjum í umferðinni
Umferðarstofa hefur upplýsingar
um ótryggð ökutæki og jafnframt
þau ökutæki sem eru óskoðuð og
miðlar þeim til lögreglunnar sem tek-
ur við málum. Hún fær lista yfir þessi
ólöglegu ökutæki og klippir af númer
eftir föngum.
„En lögreglan hefur í mörgu að
snúast og því miður hefur hún ekki
getað sinnt þessu verkefni eins og
æskilegt væri,“ bendir Einar Magn-
ús Magnússon upplýsingafulltrúi
Umferðarstofu á. „Þegar um er að
ræða ökutæki sem eigandinn hefur
ekki borgað tryggingar af, er við-
komandi ökutæki gjarnan óskoðað
líka. Óskoðuð ökutæki í umferðinni
geta boðið hættunni heim ef örygg-
isbúnaður stenst ekki skoðun. Það
sem gerist síðan ef ótryggt ökutæki
lendir í árekstri og veldur slysi, að
ekki sé talað um ákeyrslu á gangandi
eða hjólandi vegfarendur, er að fórn-
arlamb slyss eða eigandi bíls, sem
skemmist, fá bætur frá því trygg-
ingafélagi. En tryggingafélagið á síð-
an endurkröfurétt á tjónvaldinn og
þar geta upphæðirnar orðið gífurlega
háar og skipt milljónum.“
Hvað endurkröfur áhrærir, þá
námu þær alls tæpum 29 milljónum
króna árið 2006, þar af sú hæsta um 3
milljónir. Ölvunarakstur er lang-
algengasta orsök endurkrafna eða
um 80% mála.
Morgunblaðið/RAX
Skoðun Trygginga- og skoð-
unarmál verða að vera í lagi.
1.715
ótryggð
ökutæki
Óheyrileg fjölgun
síðustu misseri
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TILKYNNINGUM til barnaverndarnefnda hefur fjölg-
að gríðarlega á undanförnum árum meðan starfsfólki
fjölgar lítið sem ekkert. Álag á starfsfólk stigmagnast
því með hverju árinu en auk fleiri tilkynninga er einnig
meira um viðamikil og flókin mál. „Við höfum beint því
til sveitarstjórna að fara yfir þessi mál,“ segir Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „En því er
ekki að leyna að álagið á Barnavernd Reykjavíkur hefur
lengi verið mjög mikið, og það er vissulega áhyggjuefni.“
Barnaverndarstofa mun rannsaka framgöngu Barna-
verndar Reykjavíkur í máli tveggja drengja, en ung
móðir þeirra lést af völdum ofneyslu fíkniefna í byrjun
mánaðarins. Konan er ein af um 12-13 fíklum sem látist
hafa frá börnum sínum á undanförnu ári. Móðursystir
konunnar gagnrýndi störf stofnunarinnar harðlega í að-
sendri grein í Morgunblaðinu í gær. Benti hún m.a. á að
börnunum hafði verið komið í fóstur til afa síns og
ömmu, og þrátt fyrir að ljóst var að hún hafi verið í
miklu ójafnvægi fékk dóttirin börnin í heimsókn
skömmu áður en hún lést.
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barna-
verndar Reykjavíkur, segir að konan hafi enn haft for-
ræði yfir börnum sínum og því haft ríkulegan umgengn-
isrétt. Hins vegar verður farið vel yfir verkferla í
málinu.
Tilkynningum um vanrækslu fjölgar mest
Bragi segir að mest fjölgi tilkynningum vegna van-
rækslu varðandi umsjón og eftirlit með börnum. Þeim
hafi fjölgað um 450 milli ára, en árið 2006 barst 1.721 til-
kynning og 2.170 á síðasta ári. „Þessi mál eru yfirleitt
mjög vandmeðfarin og því finnst mér þetta benda til
þess að þungum barnaverndarmálum hafi fjölgað.“
Aukið álag á barnavernd-
arnefndir er áhyggjuefni
Í HNOTSKURN
»Barnaverndarnefndum á Ís-landi bárust alls 8.410 tilkynn-
ingar á síðasta ári og fjölgaði
þeim um 1.517 frá fyrra ári. Árið
2003 bárust hins vegar 5.012 til-
kynningar.
»Árið 2003 voru stöðugildibarnaverndarnefnda 77,2 og
árið 2006 voru þau 79,6. Þeim
fjölgaði aðeins í fyrra en tölur
liggja ekki enn fyrir.
»Færri barnaverndarstarfs-menn eru á hvern íbúa hér á
landi en hjá nágrannaþjóðum okk-
ar, að sögn forstjóra Barnavernd-
arstofu. Ekki skylda | Miðopna
ENSKA liðið Manchester United
fagnaði sigri í Meistaradeild Evr-
ópu í gær í þriðja sinn eftir 7:6 sig-
ur gegn enska liðinu Chelsea í
Moskvu í Rússlandi. Úrslitin réðust
í vítaspyrnukeppni. Sir Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóri Man. Utd,
hefur tvívegis stýrt liðinu til sigurs
í Evrópukeppninni. | Íþróttir
Reuters
Ótrúlegur lokakafli í Moskvu
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, útilokar ekki
að Samkeppniseftirlitið beiti stjórn-
valdssektum vegna hugsanlegra
brota birgja og matvöruverslana á
samkeppnislögum en stofnunin er að
skoða viðskiptasamninga þessara
aðila. Það verði þó að koma í ljós.
Samkeppniseftirlitið segir í
skýrslu sem það kynnti í fyrradag að
nokkur atriði í þessum samningum
geti falið í sér samkeppnishindranir.
„Tilgangur með þessari skýrslu er
að koma á framfæri við birgja og
matvöruverslanir sjónarmiðum um
þetta þannig að þessir aðilar geti yf-
irfarið sína samninga með hliðsjón af
þeim og tekið sjálfir afstöðu til þess
hvort í einhverjum tilvikum geti fal-
ist samkeppnishindranir sem varða
við samkeppnislög. Við erum með
þessu að leiðbeina markaðinum,“
segir Páll Gunnar. Hann vildi ekki
fullyrða að fyrirtæki sem breyttu
samningum sínum nú væru laus allra
mála varðandi hugsanleg brot á liðn-
um árum.
Að sögn Páls er vinna við sum mál-
anna komin vel af stað. | 4
Birgjar
sektaðir?
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur sektað sjö aðila um samanlagt tæpar 3,9
milljónir króna vegna brota gegn tilkynningaskyldu á markaði. Í öllum tilvikum
er um að ræða að viðkomandi aðilar hafi, sem fruminnherjar í félögum, átt við-
skipti með bréf þeirra og tilkynnt viðskiptin seinna, en samkvæmt lögum ber að
tilkynna slík viðskipti tafarlaust. Stærstu sektina hlaut matvælaframleiðandinn
Alfesca, 1,5 milljónir króna, fyrir að hafa tilkynnt viðskipti með eigin bréf þrem-
ur vikum eftir að þau áttu sér stað. Hinar sektirnar, á bilinu 150-600 þúsund
krónur, fengu einstaklingar.
Þá hefur kauphöllin áminnt FL Group opinberlega vegna brots félagsins á
reglum kauphallar varðandi sölu þess á hlut sínum í bandaríska flugfélaginu
AMR og þýska bankanum Commerzbank. Töf varð á því að FL Group tilkynnti
viðskiptin en ætla má að þau hafi haft verðmyndandi áhrif á hlutabréf félagsins.
FL Group telur kauphöll ekki hafa heimild til slíkra aðgerða. | Viðskipti
Áminningar og sekt-
ir á fjármálamarkaði