Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 40
Kali-maaaa! KALI-MAA-AAA!!“ Þeir sem þekkja tilkvikmyndanna um Indiana Jones vita í hvað er vísað hér, at- riðis í myndinni Indiana Jones and the Temple of Doom, þegar vondur æðstiprestur sértrúarafnaðar, sem tilbiður hindúagyðjuna Kali, gyðju dauða og tortímingar, slítur hjart- að úr ungum manni með berum höndum og fórnar gyðjunni. Annað atriði er sem greipt í huga mér, þegar andlit nasistanna sem sækjast eftir örkinni týndu bráðna og höfuðin detta af þeim, í fyrstu myndinni um Jones, Raiders of the Lost Ark. Þá var ég senni- lega átta ára og mátti auðvitað ekki horfa á andlit manna bráðna og detta af hauskúpunni. Ekki mátti ég heldur horfa á hjörtu slitin úr brjóstinu á mönn- um nokkrum árum síðar, en gerði það nú samt.    Indiana Jones varð hetja margraungra drengja upp úr 1981 og var það um árabil. Drengirnir sannfærðust um að það væri mikið ævintýralíf að vera fornleifafræð- ingur (Indí þurfti aldrei að róta vikum saman í mold með skeið og pínulitlum haka). Berja þurfti á vondum galdrakörlum í dimmum frumskógum til að ná dularfullum forngripum, koma sér upp úr gryfjum fullum af snákum með svipu eina að vopni, hlaupa undan risastórum rúllandi steinum með gyllta galdrastyttu í annarri hendi og hattinn í hinni og borða sporð- dreka og apaheila í matarboðum illmenna. Þegar á unglingsárin kom bætt- ist við aðdáun föngulegra kvenna á hugrökkum fornleifafræðingum með dökka skeggrót, svera upp- handleggsvöðva og sjúskaðan flókahatt. Og víst er að margar konur eru enn svag fyrir Harrison Ford kófsveittum í Indiana Jones- gallanum. Ford var ungur og sprækur árið 1981, brúnn og vöðvastæltur með stöðugt hálfglott á vör og hnyttin tilsvör á taktein- um við öll tækifæri. Alveg er ég handviss um að margir blautir kvenmannsdraumar hafa snúist um Indiana Jones, James Bond forn- leifafræðinnar. Allir karlmenn vilja vera Indiana Jones. Við þurf- um ekki að ræða það neitt frekar.    Og nú er Jones snúinn aftur áhvíta tjaldið, 27 árum eftir að fyrsta myndin var sýnd í bíó. 65 ára, gráhærður og hrukkóttur. Það virðist þó ekki koma að sök þó að brjóstvöðvarnir hafi sigið niður á maga, Indí kann sitt fag ef marka má gagnrýnendur. Sem Knár þótt hann sé grár » Tom Selleck áttiupphaflega að leika kappann. Guði sé lof, segi ég nú bara, að það varð ekki úr! Tom Sel- leck sem Indí? Með yfir- varaskegg?! AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Alltaf í vinnunni Brot úr Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Ford í kröppum dansi að venju. 40 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ IRON MAN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 3 - 5:30 B.i.10 ára IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 B.i.16 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:40 B.i.12 ára INDIANA JONES 4 kl. 3D - 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL INDIANA JONES 4 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 LÚXUS VIP LOVE IN THE TIME OF CHOLERA kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 7 ára NEVER BACK DOWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 3 LEYFÐ INDIANA JONES 4 kl. 4D - 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL NEVER BACK DOWN kl. 11:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ U2 3D kl. 11:403D LEYFÐ 3D DIGITAL IRON MAN kl. 6:30 - 9 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI eeee BBC eeee Ebert eeee L.I.B. Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA eeee S.V. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA FRÁBÆR RÓMANTÍSK ÖRLAGASAGA TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA ÁLFABAKKI Rowald Harewood Mike Newell fyrir „The Pianist“ í leikstjórn „Four weddings and a funeral“ „Donnie Brasco“ „Harry Potter“ eftir Stórvirki óskarsverðlaumahafans Gabriel Garcia Marquez „ ÁSTIN Á TÍMUM KÓLERUNNAR“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.