Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN - kemur þér við Sorpið sett á bílinn Foreldrar 22 veikra barna fá ekki krónu Flísar hrynja af há-hý- sum í Skuggahverfi Farþegar Iceland Ex- press beðnir að koma heim seinna Læstir inni á hommahóteli Stafaganga eykur brennslu Hvað ætlar þú að lesa í dag? ALLAR þjóðir eru háðar lífríkinu um lífsbjargir. Við minnumst þess á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjöl- breytni í dag. Hugtakið líffræðileg fjölbreytni er samheiti yfir hin ýmsu og fjölbreyttu birtingarform lífsins, ekki einungis þær millj- ónir tegunda lífvera sem til eru á jörðinni, heldur líka samfélög þeirra og erfðabreyti- leika. Verndun mikilvægra svæða Samningurinn um líf- fræðilega fjölbreytni hefur að geyma grunn- reglur um umgengni okkar við lífið á jörðinni, sem þjóðir heims hafa orðið ásáttar um. Samkvæmt honum ber okkur í fyrsta lagi skylda til að vernda lífið á jörðinni. Lífheimurinn er ekki einungis merkilegur vegna fjölbreytni hinna milljóna tegunda lífvera, heldur ekki síður vegna flók- inna tengsla lífveranna innbyrðis og við umhverfi sitt. Lífið hefur til dæmis haft áhrif á andrúmsloftið, samsetningu þess og hitastig og þrátt fyrir miklar framfarir í vís- indum þekkjum við ekki endilega til hlítar alla þætti í hinum óraflókna vef lífheimsins. Ísland er ekki eyland í þessum vef, við þurfum til dæmis að gæta vel að þeim fuglategundum sem hingað koma til að verpa eða staldra við á leið til annarra heim- kynna. Okkur ber að leggja sérstaka áherslu á að vernda þau svæði þar sem lífríkið er hvað ríkulegast og má þar nefna Mývatn – sem er kannski gjöfulasta stöðuvatn á sinni breidd- argráðu á jörðinni – hálendisvinjar eins og Þjórsárver og hin stórbrotnu fuglabjörg í Vestmannaeyjum og Vestfjörðum og víðar. Lífheimurinn sér okkur fyrir fæðu og mörgum öðrum af helstu þörfum okkar. Það er önnur skylda okkar gagnvart lífheiminum og okkur sjálfum og framtíðinni að nýta þessa auðlind á skynsamlegan og sjálf- bæran hátt. Fáar þjóð- ir hafa lært þessa lexíu eins vel og við Íslend- ingar. Hinn græni líf- hjúpur landsins er að stórum hluta í tætlum eftir ofnýtingu og upp- blástur liðinna alda. Við megum ekki láta eins fara fyrir lífríki sjávar eins og skóg- unum og jarðveginum. Við þurfum að gæta fjöreggsins í hafinu um ókomna tíð og byggja sókn okkar í nytjastofna á vísindum og sjálf- bærni. Græðum sárin Við þurfum líka að reyna að græða þau sár sem við höfum valdið. Það var stór áfangi í sögu umhverfisráðu- neytisins þegar málefni og stofnanir skógræktar og landgræðslu fluttust til þess við síðustu stjórnarskipti. Þessar aldargömlu stofnanir búa ekki eingöngu yfir ríkulegri sögu og þekkingu, heldur vilja og þrótti til að halda áfram starfi sínu við að stöðva landeyðingu og græða landið. Ég sé fram á stórt verkefni í endurheimt í viðbót við skógrækt og landgræðslu, sem er endurheimt votlendis. Stór hluti framræsts votlendis er lítt eða ekkert nýttur og þar má endurreisa fjölbreytt vistkerfi. Við þurfum svo að efla þekkingu okkar á lífríki hafs- botnsins og skoða hvort við getum staðið okkur betur í að vernda kór- alla og svampbotna og önnur sam- félög djúpsins og kannski end- urheimt líka sködduð vistkerfi á hafsbotni, sem kunna að gegna hlut- verki í lífkeðju hafsins og viðkomu nytjastofna. Líffræðileg fjölbreytni og landbúnaður Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er í ár sérstaklega helgaður landbúnaði og það minnir okkur á þá staðreynd að lífríkið er undirstaða okkar dag- lega brauðs og lífsviðurværis. Þegar við hugsum um vernd lífríkisins reik- ar hugurinn kannski til geirfuglsins eða tígrisdýra og pandabjarna og annarra dýra sem eru útdauð eða eru í útrýmingarhættu. Við leiðum síður hugann að moldinni undir fót- um okkar og þess aragrúa af smá- sæju lífi sem þar býr. En þar er að finna í bókstaflegum sem óeig- inlegum skilningi undirstöðu lífsins á landi og velferðar okkar mannanna. Það minnir okkur á að við erum að- eins ein tegund af milljónum og til- vera okkar er háð hinum. Ég óska öllum til hamingju með Dag líf- fræðilegrar fjölbreytni og vona að okkur Íslendingum auðnist að sýna í verki þá virðingu sem við þurfum að sýna lífinu, fegurð þess og fjöl- breytni. Lífið, fegurð þess og fjölbreytni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar í tilefni af Degri líffræðilegrar fjölbreytni, sem er í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir »Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er í ár sérstaklega helgaður landbúnaði. Höfundur er umhverfisráðherra. HVERNIG stendur á því að í heilbrigðiskerfinu greinum við ein- staklinga út frá takmörkunum (sjúkdómum) þeirra en ekki getu? Af hverju leggjum við meiri áherslu á að fræða nemendur í heilbrigðisgreinum um sjúkdóma en heil- brigði? Getur verið að „bati“ einstaklinga liggi að mestu leyti innra með þeim? Eig- um við að stefna að því að greina heilsu á undan sjúkdómum? Ísland er, þegar kemur að lífs- stílstengdum röskunum á heilsu, engin undantekning og hefur tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma aukist svo að jafnvel er farið að nota tungutak smitsjúkdóma um slíkar raskanir. Þær geta vissulega orðið langvinnar en eru alls ekki smitandi í þeim skilningi orðsins sem við þekkjum best. Því kann að vera varasamt að tala um „faraldur“ offitu og fylgi- kvilla hennar. Þessir langvinnu sjúkdómar sem eiga rætur sínar í margsnúnum félagslegum, efna- hagslegum og líffræðilegum orsök- um eru taldir stærsti heilsufars- vandi þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Langvinnir sjúk- dómar eru að stærstum hluta fyr- irbyggjanlegir og er samábyrgð ein- staklingsins og samfélagsins á orsakaþáttunum mikil. Til þess að geta lækkað tíðni þessara sjúkdóma þarf margt að haldast í hendur og hugarfarsbreyting að verða meðal almennings. En ef til vill er það gildismat okkar sem þarf hvað mest á endurskoðun að halda ef við ætl- um að breyta ástandinu. Við breyt- um nefnilega ekki heiminum nema með því að byrja á okkur sjálfum. Til að leiða slíkar breytingar frá afleið- ingartengdri nálgun að orsakatengdri þarf hæfa leiðtoga. Háskólinn í Reykja- vík svarar kalli sam- félagsins um öfluga leiðtoga á sviði heilsu- tengdrar þjónustu með nýju námi sem hefur göngu sína í haust. Námið er sambland af markvissri leiðtoga- þjálfun og sértækum greinum tengdum lýð- heilsu og heilsueflingu þjóðarinnar. Hér á landi búum við svo vel að eiga fagfólk í fremstu röð á sviði rannsókna, stefnumótunar og að- gerða til eflingar heilbrigðis. Nú er hins vegar aðkallandi þörf fyrir sterka leiðtoga til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að snúa þessari þróun við og búa til betra, skilvirkara og hagkvæmara heilbrigðiskerfi. Ný hugsun í heilbrigðisþjónustu kallar á nýja nálgun í námi fyrir fólk sem er tilbúið til að taka þátt í þeim breytingum og verkefnum sem við okkur blasa í heilbrigð- isgeiranum. Námið, sem hefst í september 2008 við Háskólann í Reykjavík, er í samvinnu við þrjá erlenda háskóla: Columbia-háskólann í New York, McGill-háskólann í Montreal í Kan- ada og Mayo Clinic í Rochester í Bandaríkjunum. Prófessorar frá þessum virtu stofnunum munu koma til Íslands til að miðla þátt- takendunum af þekkingu sinni og hvetja okkar fólk til dáða. Stjórnun þekkingarfyrirtækja eins og heilbrigðisfyrirtæki eru krefst mikillar hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleika í sí- breytilegu umhverfi heilsu og van- heilsu. Í náminu verður lögð áhersla á að nemendur skoði sinn eigin stjórnunarstíl með gagnrýnu hug- arfari og öðlist bæði persónulegan þroska og aukna þekkingu á heil- brigði og stjórnun. Fagfólk úr breiðum hópi mun sameina þekk- ingu sína og ekki síst læra hvert af öðru en einnig leggjum við áherslu á að fá til liðs við okkur nemendur sem telja sig geta gegnt óvenjulegu hlutverki í heilbrigðismálum þjóð- arinnar svo sem frumkvöðla sem koma inn með nýja og ferska hugs- un og læra að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og koma þeim á framfæri við aðra. Heilsa er ekki háð heppni – heilsa er að miklu leyti val hvers og eins. Heilsa – leiðtogar – frumkvöðlar – stjórnun Guðjón Magnússon skrifar um nýtt nám á sviði heilsutengdrar þjónustu við Háskólann í Reykjavík Guðjón Magnússon »Ný hugsun í heil- brigðisþjónustu kall- ar á nýja nálgun fyrir fólk sem er tilbúið til að taka þátt í þeim verk- efnum sem við blasa í heilbrigðisgeiranum. Höfundur er prófessor í lýðheilsufræði við Háskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.