Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GESTIR Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands gleyma líklegast seint snilld- arleik sænska básúnuleikarans Christians Lindbergs með hljóm- sveitinni. En Lindberg er fleira til lista lagt í tónlistinni en fremja galdur sinn á þetta skemmtilega hljóðfæri og stjórna hljómsveitum með glæsibrag; hann er fyrirtaks tónskáld, og rúmlega það, því hann er eftirsóttur í því hlutverki. Það er ekki að undra að hann skuli hafa gaman af að semja fyrir básúnuna, hljóðfærið sitt, og á tónleikum hljómsveitarinnar í kvöld, kl. 19.30 í Háskólabíói getur að heyra Bás- únukonsert sem Lindberg samdi fyrir mann sem Chicago-búar kalla hvorki meira né minna en „bás- únuguðinn“ – og ég sem hélt að engum öðrum en Lindberg gæti hlotnast slík nafnbót. Básúnuleikarinn umræddi heitir Charlie Vernon, en konsertinn sem Lindberg samdi fyrir hann er óður til heimaborgar Vernons, vinda- borgarinnar Chicago. En aðdáendur Lindbergs þurfa ekki að æðrast, því hann mætir líka í kvöld, til að passa upp á að Vern- on geri allt rétt, því tónskáldið verður nú í hlutverki hljómsveit- arstjórans. Það hlýtur að skapast magnaður kynngikraftur þegar tveir slíkir básúnumeistarar mæt- ast í einu verki. Í frétt frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að konsertinn, sem heitir Chic’ a Bone Checkout hafi vakið fádæma viðbrögð þegar hann var frumfluttur og hafi stemningin einna helst líkst því sem gerist á rokktónleikum. Tvö verk önnur eru á efnisskrá tónleika kvöldsins, og bera bæði sérstök nöfn eins og Básúnukon- sert Lindbergs. Fyrst skal nefna sinfóníu eftir sænska tónskáldið Jan Sandström og heitir hún Indri: Cave canem, en hver merking heit- isins er, er ekki gott að segja, að öðru leyti en því að cave canem gæti útlagst: passaðu þig á hund- inum! Öllu rómantískari er yfirskrift fyrstu sinfóníu Tsjaíkovskíjs, Dag- draumar að vetri, en hún er, eins og margir vita, einn af mestu gim- steinum rússneskrar rómantíkur. Meistarar básún- unnar mætast Charles Vernon leikur í konsert eftir Christian Lindberg, sem stjórnar tón- leikum SÍ Stjórnandinn og tónskáldið Christian Lindberg Einleikarinn Charles Vernon Í frétt í blaðinu í gær stóð að Silja Aðalsteinsdóttir yrði útgáfustjóri Máls og menningar/Vöku-Helgafells en hið rétta er að hún verður útgáfu- stjóri Máls og menningar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING Útgáfustjóri Máls og menningar MYNDLIST Gallerí Fold Pétur Gautur: Ný málverk – Blómastillur Til 25. maí 2008. Opið má.-fö. kl. 10-18, lau. kl. 10-14. Aðgangur ókeypis. Í TILEFNI 15 ára málaraferils sýn- ir Pétur Gautur nú 20 ný málverk af blómum í vasa í Baksal Gallerís Foldar. Listamaðurinn er kunnur fyrir uppstillingar sínar þar sem gjarnan sjást ávextir, dúkar og vas- ar en þetta mun vera frumraun hans á sviði blómamálunar – en blóm eru vitaskuld þekkt kyrralífsmótíf. Sýn- ing Péturs Gauts er tilraunakennd og ekki verður sagt að þær tilraunir gangi allar vel upp. Listamaðurinn hefur valið þá leið að stílfæra blómin þannig að t.d. rósir líta helst út eins og einhvers konar lopahnyklar. Slík „blóm“ koma ekki vel út þar sem könnur/vasar eru málaðar á mörk- um raunsæis, slíkar myndir verða jafnvel hreint út sagt klúðurslegar, en blómin njóta sín betur í hrárri myndum þar sem útlínur stilka og vasa eru afstrakt. Eitt afbrigði slíkra mynda er t.d. mynd nr. 17 sem til er í fleiri útfærslum. Í tveimur myndum af írisum í potti (nr. 8 og 9) nær hann hins veg- ar að miðla ferskleika blómanna með léttri, skissukenndri málaratækni. Mynd nr. 14 af túlipönum í könnu, og mynd 20, ganga einnig ágætlega upp því þar fellir hann blómin á eðlilegri hátt inn í þann flata myndheim sem hann hefur áður skapað – og leitast jafnframt við að gera blómaforminu skil. Anna Jóa Stílfærð blóm MYNDLIST Grafíksafn Íslands 5 dagar, Valgerður Hauksdóttir bbbnn Til 25. maí. Opið fim. til sun. frá kl. 14-18, aðgangur ókeypis. VALGERÐUR Hauksdóttir hefur áður líkt verkum sínum við ferðalag en í Grafíksafninu sýnir hún nú ljós- myndir teknar á ferð um Atlantshaf og nefnir hún myndirnar 5 daga. Þetta eru stafrænar, svarthvítar myndir prentaðar á álplötur, áferðin er grófkornuð, dregur áhorfandann nær til þess eins að myndirnar hverfi og leysist upp í smáatriði sín, en birt- ist aftur þegar fjarlægðin eykst á ný. Myndirnar vekja spurningar um það hvað listakonan er að ljósmynda. Er það hafið sjálft og ljósbrot sólar og himins á yfirborði þess? Hvaða ferð er verið að fjalla um hér? Er það ferðalag listamanns sem hann tekur sér á hendur þegar verk hans verða til? Eða birtingarmynd frelsis fyrir opnu hafi þar sem ekkert fjötrar hugann? Ekkert í náttúrunni er jafn breytilegt frá augnabliki til augna- bliks og vatnsyfirborð, viðkvæmt fyrir hverjum andblæ, minnsta hverfula skýi og margir listamenn hafa leitast við að fanga birtubrigði þess og sjónræna eiginleika. Nær- tækasta dæmið er að sjálfsögðu vel þekktar myndir Roni Horn af vatns- yfirborði Thames, en þó er nálgunin og úrvinnslan þar ekki sú sama og hér. Valgerður fer sína eigin leið að þessum myndum og sérkenni henn- ar sem listamanns lifa í þeim, til dæmis hugmyndin um ferðalag og áherslan á grafíska áferð. Mynd- efnið er einfaldað, myndflöturinn sýnir ekki sjóndeildarhring heldur einungis yfirborð hafsins. Það er athyglisvert að í mörgum landslagsmynda sem listamenn skapa í dag – en það má líkja mynd- um af hafi við myndir af landi – er enginn sjóndeildarhringur. Sú hefð- bundna skipting sem einkenndi myndflöt landslagsmynda áður fyrr, forgrunnur, miðbik og fjarski, er löngu horfin og hlýtur þetta að segja okkur eitthvað um upplifun okkar og sýn á umhverfið. Valgerður leitast hér við að fanga birtingarmynd tímans á vatns- yfirborði og myndir hennar búa yfir margbreytileika en einnig einföldum tærleika og njóta sín ágætlega í rýminu. Ragna Sigurðardóttir Horfin augnablik Birtingarmynd tímans „Ekkert í náttúrunni er jafn breytilegt frá augna- bliki til augnabliks og vatnsyfirborð,“ TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníutónleikarbbbbm Verk eftir Mahler, Berio, Bach, Wendy Carlos, Mozart og Len- non/McCartney. Sönghóp- urinn Swingle Singers (Joanna Goldsmith, Julie Fuller, Jo- hanna Hewitt, Clare Wheeler, Richard Eteson, Tobias Hug, Kevin Fox og [?]) ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bernharður Wilk- inson. Fimmtudaginn 15. maí kl. 20. SWINGLE Singers á Ís- landi! Loksins, loksins! Sem oftar var það hvergi tekið fram, en mér vitandi hlaut að vera í fyrsta skipti sem sönghóp- urinn víðfrægi sótti landið heim s.l. fimmtudag. Og sannarlega ekki seinna vænna. Né heldur var laust við að þáþráarfiðringur færi um þá tónkera er lengra mundu fram en eina kynslóð, enda virtist sú er kennd er við „68“ áberandi meðal tónleikagesta. Og sízt að ófyr- irsynju. Því oktettinn (einhverra hluta vegna vantaði 8. meðliminn í tónleikaskrá), er gerði allt vitlaust í settlegum klassíkheimi 7. áratug- ar síðustu aldar, á orðið 46 ára fer- il að baki. Að vísu var ekki um sömu söngv- ara að ræða og í upphafi, enda varla við því að búast. Bandaríski stofnandinn Ward Swingle er löngu hættur að koma fram, þótt enn sé hann ráðunautur og meðal útsetjara. Núverandi hópur gæti hæglega verið sá 3., ef ekki 4., er við tók af upphaflegu frönsku brautryðjendum metsöluplötunnar Jazz Sébastien Bach (1962). Hún sýndi samtímanum nýja og ferska sveifluhlið á prelúdíum og fúgum öndvegistónskálds barokkaldar með „skatt“-sungnu dúbídúi djass- söngvara við undirleik trommu- setts og kontrabassa. Leiddi sú loftelding til nafntogaðs framhalds úr fjársjóðum klassíkur og róm- antíkur, og 2. hópurinn, skipaður brezkum söngvurum, tók síðan eft- irminnilega fyrir gullmola end- urreisnar úr enskum madrígölum, frönskum chansons og þýzkum raddsöngvum (Love Songs for Madrigals and Madriguys um 1973). Þó að þar færi allt annar stíll – nánast hvíslaður „close mike“ söngur er þurfti að venjast – var hann eftir sem áður tand- urhreinn. Eins var oftast um sönginn nú (án bassa og tromma) fyrir vel setnu Háskólabíói, þó stöku sinni heyrðust smá inntónunarörður í einkum karlaröddum. Þá virtist eitthvað hafa verið rafgælt við upp- mögnun bassaradda miðað við kynngidýpt og fyllingu. Samt var frammistaðan með ólíkindum þjál og örugg, að viðbættu afburða „raddslagverki“ á við Bobby McFerrin. En þótt gamla djass- sveiflan hefði færzt nær nútíma- poppsmekki, var heildar- útkoman bráðskemmtileg – samfara sprækri sviðs- framkomu og hæfilega kóm- ískum fettum á viðeigandi textastöðum. Uppmækaður söngmátinn, e.k. meðaltal af opnum söng frumhópsins og hvísli madrígalgrúppunnar frá 1973, var að öllu leyti sannfærandi. Persónulega saknaði ég kannski helzt Bachfúgu frá hópnum, enda virtist „a cap- pella“ lagavalið hafa færzt nær poppkröfum tímans. Annars var fjölbreytnin gíf- urleg – með III. þáttinn úr „psýkedelískt“ tímadæmigerðu Sinfóníu Berios (1969) sem aðal- andstæðu við klassíska efnið og senn jafnklassísku Bítlalögin í lok- in þar sem syrpa úr Sgt. Pepper myndaði sérlega hrífandi enda- punkt. Að auki lék SÍ m.a. III. þátt 2. Sinfóníu Mahlers og útsetningar Stokowskis á „litlu“ g-moll fúgu Bachs og Rondo alla turca Mozarts með fjörugum glæsibrag. Engin spurning – hér komst SÍ í feitt. Frábær hágæðaskemmtun við flestra hæfi. Ríkarður Ö. Pálsson Gamlar glæður á nýjum belgjum Afbragðstónleikar „Frábær hágæðaskemmtun við flestra hæfi,“ segir Ríkharður Ö. Pálsson. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.