Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEGAR best gengur tekst sprengjusérfræðingum Landhelg- isgæslunnar að eyða allt að 130 klasasprengjum á dag þar sem þeir sinna bráðaútköllum í Suður- Líbanon. Þetta segir Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur, sem leggur áherslu á að það sé mjög misjafnt eftir dögum hversu hratt gangi að eyða sprengjum. Suma daga geti farið mikill tími í eyðingu annarra gerða af sprengjum, á borð við fallbyssukúlur og flugvélasprengj- ur. Jónas segir tvo Íslendinga nú sinna sprengjueyðingu í Líbanon og að vandinn sé mestur í suður- hluta landsins, þar sem sé að finna þó nokkurt magn af klasasprengj- um eftir átökin við Ísraelsher árið 2006 og frá átökum enn lengra aft- ur í tímann. Íslenskur bráðatækn- ir fylgir mönnunum sem leystu tveggja manna teymi af hólmi í vor. Inntur eftir samsetningu klasasprengna segir Jónas að í einni flugvélasprengju geti leynst allt að 800 klasasprengjur, minna í fallbyssukúlum og eldflaugum eða jafnan á milli 10 og 20 sprengjur. Megnið af ósprungnum sprengj- um í Líbanon er sem fyrr segir að finna í suðurhluta landsins og seg- ir Jónas stefnuna hafa verið setta á að hreinsa landið af þeim fyrir árslok. Nú sé ljóst að það markmið náist ekki og því raunhæfara að miða við árið 2009. Hann segir Sameinuðu þjóðirn- ar vera að draga sig út úr sprengjuleitinni í Líbanon og ætl- unin sé að heimamenn taki við því hlutverki. Hundruð manna taki þátt í þessu starfi í landinu, flestir útlendingar, og nefnir Jónas sem dæmi að Svíar hafi þrjá 20 manna hópa sem sinni leitinni saman. Allt að 130 sprengjur á dag Íslendingar eyða klasasprengjum í Suður-Líbanon Ljósmynd/Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar Á leitarstaðnum Jónas Þorvaldsson fylgir stífum reglum við eyðingu klasasprengju. Í einni sprengju geta leynst allt að 800 klasasprengjur. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VARPIÐ byrjaði fyrir rúmlega hálfum mán- uði,“ sagði Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, sem í gær var í eggjum í Efri- Sandvíkurbjargi. Það var annað sigið í það bjarg í vor eftir svartfuglaeggjum en yfirleitt er sótt tvisvar í hvert bjarg og sums staðar þrisvar. Bjarni sagði miklar breytingar hafa orðið á hegðun bjargfuglanna. „Þetta er allt orðið öðruvísi en það var – al- veg viðsnúið. Það verpir orðið fyrst nú í lágu björgunum en þegar ég var ungur þá var það alveg öfugt. Þetta er orðin þvílík mergð af fugli að þeir eru sjálfsagt að keppa um bestu staðina,“ sagði Bjarni. Langvían varp fyrst í vor og álkan er rétt að byrja þessa dagana. Á árum áður var fýllinn alltaf fyrstur til að verpa og egg hans þá tínd í Grímsey þar til svartfuglseggin komu. Nú verpir langvían á undan fýlnum og egg hans eru ekki lengur hirt þar. „Ég byrjaði á bjargi þegar ég var þrettán ára, 1943. Þá var ég að teyma hest fyrir pabba,“ sagði Bjarni sem er fæddur 1930 og verður 78 ára í sumar. Hann sígur stundum sjálfur og seig síðast í fyrra en var ekki búinn að fara niður fyrir brún í vor. Bjarni sagðist lítið súpa hrá svartfuglaegg, en gerði það frekar meðan þeir sóttu rituegg. „Þetta er alveg búið með rituna – orðin því- lík eyðimörk í hreiðrum hennar. Hún hefur minnkað svo ofboðslega hjá okkur og nú hef- ur maður engan áhuga á að éta þau egg. Hún er svo hungruð að hún étur hvað sem er.“ Bjarni sagði að yfirborðsátan, sem ritan sæk- ir einkum í, hafi minnkað mikið fyrir tveimur til þremur árum og það bitnað á fuglunum. Bjarni sagði mikinn mun síðan bjargmenn fengu talstöðvar. „Svo gaman sem var að síga áður en maður kom með þessar græjur þá var það helmingi meira gaman þegar maður kom með talstöðvarnar,“ sagði Bjarni. „Ég get al- veg sagt þér það að þetta er ekki lítið upplif- elsi. Vera með nóg af nesti, kaffi og te og súkkulaði og allar græjur. Maður getur ekki ímyndað sér að það geti verið skemmtilegra og betra. Svo er glampandi sólskin og hiti!“ En lifnar ekki yfir mannlífinu í eynni með eggjunum, svo fjörmikil sem þau þykja? „Jú, elskan mín góða,“ sagði Bjarni og hló. „Það var einn 82 ára hjá mér í gær, sem aldr- ei hefur komið hingað áður. Ég held hann hafi strax við fyrsta eggið farið að finna á sér!“ Varpið er alveg viðsnú- ið frá því sem áður var Svartfuglseggin lífga upp á mannlífið í Grímsey þessa dagana Ljósmynd/Helga Mattína Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, hef- ur farið í bjargið á hverju vori frá því hann var 13 ára eða í 65 ár. „KLASASPRENGJUR eru jafn breytilegar eins og þær eru margar. Virkni þeirra er ólík og ekki hægt að taka eitt atriði út úr varðandi gerð þeirra. Það fer al- veg eftir því hvers konar tjóni þeim er ætlað að valda, hvort þeim er ætl- að að eyðileggja flug- velli eða vegi eða granda fólki,“ segir Sigurður Ásgrímsson, fagstjóri sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar. „Vandamálið við klasasprengjur er að allt að 40% þeirra liggja ósprungin á jörð- inni, en þetta hlutfall er á milli 10 og 15% í öðrum gerðum sprengna. Það er þetta sem gerir þær svona slæmar. Sumar eiga jafn- vel ekki að springa fyrr en farið er að hreyfa við þeim. Það er talið að 80% af þeim sem slasast af völdum jarðsprengna og klasasprengna séu undir 18 ára aldri. Útlit þeirra getur kallað á athygli.“ Samsetningin fer eftir tilganginum Dæmi um klasasprengju GUNNAR Sigurðsson, fulltrúi Akranes- kaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur, gagnrýndi sameiginlega bókun full- trúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vegna Bitruvirkjunar á stjórnarfundi í fyrra- dag og sagði hana ganga þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eig- anda hennar. Í bókun Svandísar Svavarsdóttur og Sig- rúnar Elsu Smáradóttur er áliti Skipu- lagsstofnunar fagnað „þar sem tekið sé undir þau sjónarmið að fyrirhuguð virkj- un sé ekki ásættanleg vegna verulegra, óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu“. Rétt væri „að falla frá öllum áformum um virkjun á svæðinu þótt ánægjulegt sé að stjórnin samþykki að hætta undirbúningi virkjunar og fresta framkvæmdum.“ „Mér er óskilanlegt að niðurstöðu Skipulagsstofnunar sé fagnað í ofan- greindri bókun,“ segir í bókun Gunnars. „Hún gengur þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda henn- ar“. Fögnuður tveggja stjórn- armanna á móti hagsmunum OR Gunnar Sigurðsson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ er meiri eftirspurn eftir raf- orku en framboð nú um stundir,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að 15 fyrirtæki hafi rætt við Landsvirkjun um orkukaup fyrir ut- an þau fyrirtæki sem þegar hafa gert samninga um kaup á raforku. Landsvirkjun stefnir að því að ljúka í sumar rannsóknum á fjórum jarðhitasvæðum í Þingeyjarsýslu, Bjarnarflagi, Kröflu, Þeistareykjum og Gjástykki. Vonir standa til að úr þessu svæði verði hægt að byggja virkjanir sem framleiða 400 MW af raforku. Áformað er að selja alla þessa orku til álvers sem fyrirhugað er að reisa á Bakka við Húsavík. Tvær viljayfirlýsingar Landsvirkjun hefur í nokkur ár undirbúið að byggja þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Fyrirtækið gaf út í vetur yfirlýsingu um að nýjar virkjanir á Suðvesturlandi myndu ekki framleiða orku fyrir ný álver. Landsvirkjun hefur undirritað tvær viljayfirlýsingar um sölu á orku til netþjónabúa. Þetta eru fyrirtækin Verne Holding og Greenstone, en hvort um sig myndi kaupa um 50 MW. Þar til viðbótar hefur Lands- virkjun skuldbundið sig til að selja orku til Becromal sem ætlar að hefja starfrækslu orkufrekrar rafþynnu- verksmiðju á Akureyri síðar á árinu. Ekki þarf að byggja nýja virkjun vegna þess þar sem hægt er að nýta betur orku sem fyrir er í kerfinu. Þorsteinn segir að til viðbótar hafi um 15 fyrirtæki haft samband við Landsvirkjun varðandi orkukaup. Í þeim hópi séu álfyrirtækin sem geti aukið framleiðslu með tæknibreyt- ingum í álverunum án þess að byggja nýja skála. Orkuveita Reykjavíkur ætlar á ár- unum 2010-2011 að auka raforku- framleiðslu um 180 MW með stækk- un Hellisheiðarvirkjunar og bygg- ingu Hverahlíðarvirkjunar. Fyrir- tækið hefur skuldbundið sig til að selja 100 MW til álvers Norðuráls í Helguvík. Áform um að selja orku til verksmiðju í Þorlákshöfn sem fram- leiddi sólarflögur eru hins vegar í uppnámi eftir að ákveðið var að hætta við Bitruvirkjun. Hitaveita Suðurnesja ætlar að bæta við einni vél í Reykjanesvirkj- un og er einnig með rannsóknarleyfi á svæðum sem fyrirtækið telur að geti gefið 400 MW. Sú orka sem fæst mun hins vegar fyrst og fremst fara til álvers í Helguvík. „Meiri eftirspurn eftir raforku en framboð nú um stundir“ Morgunblaðið/RAX Virkjun Landsvirkjun lýkur rannsóknum á fjórum jarðhitasvæðum í sumar. FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir þarf að aflýsa þremur ferðum í sumar: tveimur til grísku eyjarinnar Rhodos og einni til borgarinnar Malaga á Spáni. Einnig hefur ferða- skrifstofan ákveðið að sameina fimm ferðir til Alicante og Palma, að því er fram kom í sjónvarpi mbl í gær. Talsmaður Heimsferða segir að reynt verði að koma til móts við þarf- ir þeirra viðskiptavina sem breyting- arnar snerta. Þessar aðgerðir hafa reynst nauðsynlegar vegna efna- hagsástandsins en um sé að ræða lít- inn hluta af ferðum Heimsferða í sumar sem alls verða um 250 talsins. Þá hefur flugfélagið IcelandEx- press gripið til þess ráðs að sameina tíu flug af þeim tæplega hundrað sem flogin eru í maímánuði. Var t.d. flug frá Stanstead-flugvelli í Lund- únum sameinað flugi félagsins frá París á sunnudag. Segir flugfélagið að hækkanir á olíuverði hefðu gert þessa hagræðingu nauðsynlega. Á Ferðaskrifstofu Íslands, sem á og rekur Úrval Útsýn og Sumarferð- ir, fengust þær upplýsingar að þar hafi engum ferðum verið aflýst í sumar. Ferðaskrif- stofur fækka ferðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.