Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 2
UM FIMMTÍU kílóa flugvélasprengja var gerð óvirk þar sem hún fannst í húsgrunni við Furu- grund í Kópavogi í gærdag. Mikill viðbúnaður var af þeim sökum og allstórt svæði – um 200 metra radíus frá sprengjunni – var girt af. Meðal annars var Snælandsskóli rýmdur og foreldrar beðnir að sækja börn sín. Íbúar nærliggjandi húsa voru auk þess beðnir að halda sig skjól- megin í íbúðum sínum, og eins var börnum á leikskóla í grennd komið fyrir í álmu lengst frá svæðinu. Eftir að sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslu Íslands höfðu gert sprengjuna óvirka var hún flutt af svæðinu og verður henni því næst eytt. Óþekkt er ástæða þess að sprengju var að finna í grunninum en hún er talin vera frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í samtali við frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is, sagði Friðþór Eydal, fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, að æfingar hjá erlendu herliði hefðu verið stundaðar víða á auðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu en „þarna var ekki æf- ingasvæði og ekki nein bækistöð“. Hann sagði annan möguleika vera þann að sprengjan hefði fallið úr flugvél án þess að springa en svæðið er í aðflugsleið að Reykjavíkurflugvelli. Sigurður Ásgrímsson, fagstjóri sprengju- sveitar Gæslunnar, sagði óalgengt að flugvéla- sprengjur fyndust á landi en fremur í sjó. Gaml- ar sprengjur finnist oft á tíðum, og rekist fólk þá á þær í gönguferðum eða sjómenn fái þær í net sín. Ekki er hægt að útiloka að fleiri sprengjur leynist á svæðinu og verður málið væntanlega kannað á næstu dögum. Snælandsskóli var rýmdur af öryggisástæðum þegar sprengja fannst Féll hún úr flugvél? Morgunblaðið/Árni Sæberg 2 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM Allir undir 15 ára aldri eru skyldugir til að vera með hjálm á hjóli, hlaupahjóli, hjólabretti eða línuskautum og skiptir öllu máli a› velja réttan hjálm. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á aukafundi sín- um í gærkvöldi ályktunartillögu um Reykjavík Energy Invest. Með henni er vonast til að loksins hafi náðst ágæt sátt um málefni REI. Í ályktuninni er því beint til stjórnar REI að unnin verði úttekt á verk- efnum REI, sem nái til áfallins kostnaðar, eðlis og umfangs, fjár- festingarþarfar og mögulegra trygg- inga og annarra leiða til að lágmarka áhættu. Tillagan er að efninu til ekki ólík þeirri sem lögð var fyrir stjórn OR í síðasta mánuði – og mikið ósætti var um – að því undanskildu að huga átti að sölu verkefna sem ekki féllu undir skilgreint markmið REI. „Þessi til- laga útilokar ekki neitt hvað verður gert í framtíðinni,“ sagði Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI og OR, í gærkvöldi. „Það bíður fram- tíðarstefnumótunar hvað verður um þau en það er ekki útilokað að ein- stök verkefni verði seld eða fjárfest- ar fengnir að þeim.“ Hann segir að stigið verði varlega til jarðar og hlut- irnir gerðir að vel ígrunduðu máli. Enginn tímarammi hefur verið settur utan um úttektina en Kjartan segir að hratt verði unnið að málinu. Ályktunin verður tekin fyrir á stjórnarfundi REI í vikunni en tími fundarins hefur ekki verið ákveðinn. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR, sagði eftir fundinn að ályktunin væri tíma- mót í REI-málinu. „Það er fullkomin sátt meðal allra stjórnarmanna og við erum komin með málið í þann farveg sem stýrihópurinn lagði upp með og sátt er um næstu skref. Þannig að þetta eru tímamót.“ Svandís sagði að með ályktuninni sé innsiglað út á hvað REI gangi og hver helstu verkefni þess séu. Hún nefnir þetta sáttatillögu. „Þetta er niðurstaða af ferli sem hefur verið í gangi allt frá 17. apríl þegar sjálf- stæðismenn lögðu fram tillögu sína.“ Sáttatillaga um REI einróma samþykkt Svandís Svavarsdóttir Kjartan Magnússon Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is KENNARAR við Iðnskólann í Hafn- arfirði krefjast leiðréttingar á laun- um fjögur ár aftur í tímann. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stafar krafan af launa- lækkun sem kennarar urðu fyrir vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslustunda árið 2003. Fengu lægra vinnuhlutfall með betri stundatöflu Fól breytingin í sér að kennslu- stundum var splæst saman þannig að í stað þess að kennt væri 40 mín- útna kennslustundir með frímín- útum á milli var kennt í 75 mínútur samfleytt. Voru breytingarnar gerðar til hægðarauka fyrir nem- endur og kennara og fólu skv. heimildum í sér betri nýtingu á tíma og kennslustofum. Deila kennara og skóla stafar af því að eftir breytingarnar voru mánaðarlaun kennara aðeins 93,6% af fullum launum, og krefjast kenn- arar leiðréttingar í samræmi. Heimildarmaður Morgunblaðsins segir mikla spennu í skólanum vegna þessa máls og ekki gæti mik- ils vilja af hálfu hins opinbera að semja við kennara. Krafa kennara nær ekki lengra en fjögur ár aftur í tímann þar sem launakröfur eldri en það eru fyrndar skv. lögum. Ætla má að kennarar hafi á fjór- um árum orðið af sem nemur þriggja mánaða launum. Við Iðnskólann í Hafnarfirði starfa 63 manns. Hart deilt í Iðnskól- anum í Hafnarfirði  Líklegt að launadeila fari í Félags- dóm  Vilja afturvirka leiðréttingu GUÐNÝ Halldórsdóttir segir erf- ingja Halldórs Laxness vilja að JPV sjái áfram um útgáfu verka Nóbels- skáldsins. „Þetta þarf eðlilega að vera stöndugt fyrirtæki, sem annast útgáfu verkanna, enda mikið af bók- um,“ bætir hún við, en auk útgáfu á verkum Halldórs Laxness á Íslandi hefur JPV haft milligöngu um útgáfu verkanna erlendis gegnum danskt útgáfufyrirtæki. „Þeir hafa séð um það af einskærum huggulegheitum,“ segir Guðný. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að bókaútgáfan Forlagið yrði að láta frá sér útgáfu á ýmsum verkum, m.a. á verkum Halldórs Laxness, út úr fyrirtækinu vegna samruna JPV út- gáfu og Máls og menningar. Nú er komin upp sú óvenjulega staða að eigendur útgáfuréttar verka Laxness treysta því fyrirtæki helst til útgáfunnar sem meinað er að kaupa réttinn. Veit Guðný ekki hvað gæti tekið við ef fer sem horfir: „Þá er bara Guð almáttugur einn sem getur fundið það út, því ekki getur Samkeppniseftirlitið það,“ segir hún. 300 milljónir fyrir allt saman Jóhann Páll Valdimarsson segir tvær fyrirspurnir hafa borist vegna auglýsingar sem birt var á laugar- dag um sölu á lager og útgáfurétti þeirra verka sem úrskurður Sam- keppniseftirlits nær til. Hafi m.a. verið spurt um verk Halldórs Lax- ness. Talið berst að verði á öllu því sem er til sölu og nefnir blaðamaður töluna 300 milljónir: „Ef við erum að tala um öll þessi verk sem eru til sölu fyndust mér tölur undir 300 millj- ónum vera undir eðlilegu verði,“ seg- ir Jóhann Páll. Erfingjar Halldórs vilja óbreytt fyrirkomulag Lágmarksverð fyrir lager JPV og útgáfuréttindi 300 milljónir Jóhann Páll Valdimarsson Guðný Halldórsdóttir ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, átti á þriðjudag fund í Doha, höfuðborg Katar, með hans hátign emírnum af Katar, sjeik Hamad Bin Kha- lifa Al Thani. Einnig fundaði hann með Amr Moussa, fram- kvæmdastjóra Arababandalagsins. Ólafur ræddi við emírinn um sam- starf Íslands og Katar á ýmsum svið- um, m.a. á vettvangi fjármálaþjón- ustu og bankastarfsemi, í orkumálum og á sviði erfðafræði. Tilkynnti emírinn á fundinum að hann myndi þiggja boð forsetans um að koma til Íslands í opinbera heim- sókn, sem að öllum líkindum verður í júlí. Við forseta Arababandalagsins ræddi Ólafur um hlutverk smáríkja við lausn deilumála og framboð Ís- lands til öryggisráðs SÞ. Var jafn- framt rædd væntanleg heimsókn Moussa til Íslands. Emírinn af Katar vænt- anlegur Hans hátign sjeik Hamad Bin Khalifa Al Thani Allt gekk samkvæmt áætlun mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.