Morgunblaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 25
FYRIR nokkrum árum hlýddi
ég á ræðu Jens Stoltenberg for-
sætisráðherra Noregs á samkomu
Norðmanna og Íslendinga í Nor-
egi. Þar sagði hann
meðal annars frá því
hve honum fannst það
áhrifamikið þegar hann
kom til Íslands í fyrsta
sinn og flugfreyjan
sagði í hátalarann eftir
lendingu: „Góðir Ís-
lendingar, velkomin
heim“. Glöggt er gests
augað, aldrei hafði ég
hugsað út í þetta.
Hér á landi erum við
flest alin upp við ör-
yggi og jafnframt
frelsi. Okkar þjóðfélag
er ekki gallalaust en við erum
meðal ríkustu þjóða heims, heil-
brigðisástand er gott, öll börn
ganga í skóla, menntunarstig er
hátt og konur hafa hér sömu laga-
legu réttindi og karlar. Hér ríkir
trúfrelsi og skoðanafrelsi almennt.
Þrátt fyrir þetta erum við ekki
laus við félagsleg vandamál en
þeim verður aldrei útrýmt í mann-
legu samfélagi þótt við gerum okk-
ar besta til að halda þeim í lág-
marki. Oft er sagt að hver sé
sinnar gæfu smiður en málið er
flóknara en svo. Við höfum svo
sannarlega ekki nema að litlu leyti
stjórn á okkar aðstæðum og lífi.
Enginn hefur til dæmis stjórn á
því hvar hann fæðist í heiminum.
Börnin eru framtíðin og til að
skapa betri heim og góða jarð-
arbúa þarf fyrst og fremst að hlúa
að börnunum.
Langflestir vilja búa í sínu
heimalandi ef mögulegt er en það
er víða misrétti, hungur og fátækt
og stríð. Fjöldi fólks hefur af ýms-
um ástæðum þurft að flýja sitt
heimaland og er innilokað í flótta-
mannabúðum, vegabréfslaust. Inn-
an girðinganna alast
upp börn sem fangar,
án heimalands. Sem
betur fer eru til
mannúðarsamtök í
heiminum sem vinna
við flóttamannahjálp
og í samvinnu við
stjórnvöld ríkja koma
því til leiðar að fólk
er frelsað með því að
veita því vegabréf,
nýtt ríkisfang og
tækifæri til að lifa
mannsæmandi lífi í
nýju heimalandi.
Íslendingar hafa ekki sinnt
þessu málefni í jafn miklum mæli
og önnur lönd sem við berum okk-
ur gjarnan saman við og ég var oft
spurð að því í Noregi þegar ég bjó
þar hvers vegna Íslendingar taki á
móti svo fáum flóttamönnum. Ég
gat ekki svarað því.
Landlausum bræðrum og systr-
um í alþjóðasamfélaginu er þeim
ríkjum sem betur mega sín skylt
að hjálpa. Okkar vandamál eru
smávægileg miðað við þeirra.
Íslensk stjórnvöld hafa beðið
Akranesbæ að taka á móti næsta
hópi flóttamanna. Akranes er einn
af stærstu kaupstöðum landsins en
hefur ekki áður verið beðinn um að
taka slíkt verkefni að sér. Sam-
kvæmt ákvörðun utanríkisráðu-
neytis og félagsmálaráðuneytis
taka Íslendingar þátt í verkefni
sem kallast „Women in need“ og
veita hæli einstæðum mæðrum
með börn. Þetta er samvinna utan-
ríkisráðuneytis, félagsmálaráðu-
neytis, Rauða krossins og sveitar-
félagsins sem tekur á móti
flóttafólkinu í hvert skipti. Sérstök
fjárveiting frá ríkinu stendur undir
kostnaðinum við móttöku flótta-
mannanna. Áætlað er að taka á
móti 25-30 manns í senn, tvö ár í
röð. Í hverjum hópi verða líklega
um 10 konur og 15-20 börn.
Fjölskyldurnar fá hjálp og
stuðning við að byggja upp heimili,
læra íslensku, stunda vinnu og
skóla o.s.frv. Þær fá íslenskt vega-
bréf og geta þegar fram líða stund-
ir lifað sínu lífi við leik og störf
eins og aðrir sjálfstæðir, frjálsir
einstaklingar og flutt sig um set
innanlands eða utan ef svo ber
undir.
Akurnesingum hefur fjölgað
mikið undanfarin ár og flest gleðj-
umst við yfir því. Við erum aflögu-
fær. Móttaka flóttamanna hingað
skerðir ekki þjónustu við íbúana
sem fyrir eru. Tökum vel á móti
konunum og börnum þeirra og
segjum: Velkomin heim!
Velkomin heim!
Rún Halldórsdóttir skrifar um
komu flóttamanna til Akraness
Rún Halldórsdóttir
» Landlausum bræðr-
um og systrum í al-
þjóðasamfélaginu er
þeim ríkjum sem betur
mega sín skylt að
hjálpa. Okkar vandamál
eru smávægileg miðað
við þeirra.
Höfundur er læknir
á Akranesi og bæjarfulltrúi VG.
Móttökukerfi
aðsendra
greina
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir aðsend-
ar greinar. Formið er að finna við
opnun forsíðu fréttavefjarins
mbl.is vinstra megin á skjánum
undir Morgunblaðshausnum þar
sem stendur Senda inn efni, eða
neðarlega á forsíðu fréttavefjarins
mbl.is undir liðnum Sendu inn
efni. Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í tölvu-
pósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá sig
inn í kerfið með kennitölu, nafni
og netfangi, sem fyllt er út í þar
til gerða reiti. Næst þegar kerfið
er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notandasvæð-
ið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamleg-
ast beðnir að nota þetta kerfi.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Verslun fyrir börn á aldrinum 0-10 ára
Föt, skór og fylgihlutir frá
Kammakarlo, Fuzzies,
Cocomma/Bisgaard, Joha og Karla
20% kynningarafsláttur
af öllum vörum til 31. maí!
Kammakarlo Copenhagen
Bæjarlind 12 Kópavogi
s.554-5410 • www.kammakarlo.is
Þriðjudaginn 27. maí kl. 8:30-11:10 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, Sigtúni 38.
Rannsóknir í fyrirtækjum
R A N N S Ó K N A Þ I N G
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is
Alþjóðlegar samanburðarmælingar sýna að Íslendingar hafa dregist aftur úr í nýsköpunar- og þróunarstarfi í atvinnulífinu
á undanförnum árum og er brýnt að auka hvata til að snúa þeirri þróun við. Í fámennu landi er mikilvægt að sameina
kraftana.Vísinda- og tækniráð hefur í framtíðarsýn sinni til 2020 m.a. lagt áherslu á virkt samstarf fyrirtækja, háskóla
og stofnana í rannsóknum, nýsköpun og þróunarstarfi. Öflugar rannsóknir eru undirstaða þekkingarþjóðfélagsins og brýnt
að hvetja sem flest fyrirtæki til þess að þær verði reglulegur þáttur í starfsemi þeirra.
Dagskrá
8.30 Setning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra
8.45 Rannsóknir í íslenskum fyrirtækjum.
Hver er staðan nú? Guðrún Nordal, formaður
vísindanefndar
9.00 Rannsóknir í sprotafyrirtækjum. Kristján Leósson,
Háskóla Íslands (Hvatningarverðlaun 2007) Björn Örvar, ORF
Líftækni (Nýsköpunarverðlaun 2008) Vilbjörg Einarsdóttir,
Mentor (Vaxtarsprotinn 2008)
9.45 Nauðsyn rannsókna í fyrirtækjum.
Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital
10.00 Pallborð. Hvernig er hægt að örva fyrirtæki
til rannsókna? Þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Katrín
Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Birkir Jónsson sitja í
pallborði. Stjórnandi er Þorlákur Karlsson prófessor, forseti
viðskiptadeildar HR
Dagskrá vegna hvatningarverðlauna
Vísinda- og tækniráðs
10.30 Tónlist. Ragnheiður Gröndal söngkona og
Guðmundur Pétursson gítarleikari
10.45 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Vísinda-
og tækniráðs, afhendir Hvatningarverðlaun Vísinda- og
tækniráðs. Jakob K. Kristjánsson formaður dómnefndar gerir
grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar
11.10 Rannsóknaþingi slitið
Fundarstjóri Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís
IÐNAÐAR
RÁÐUNEYTIÐ
FORSÆTIS
RÁÐUNEYTIÐ
MENNTAMÁLA
RÁÐUNEYTIÐ
Rannsóknaþingið er öllum opið.
Þinggestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með
tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800
Pólýfónfélagið Pólýfónkórinn
Afmælishátíð, 50 ár frá stofnun
Pólýfónkórsins
TÓNAVEISLA í Háteigskirkju sunnud.
25.maí 2008 kl.17:00
Kynningin hefst með orgelleik Guðnýjar Einarsdóttur, sem lokið hefur námi frá
tónlistarháskólunum í Kaupmannahöfn og París með loflegum vitnisburði. Einnig
verða sungnir 2 - 3 sálmar úr Mattheusarpassíunni við undirleik Guðnýjar.
Stjórnandi Pólýfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson, flytur ávarp, en tónmeistari og
umsjónarmaður hljómflutnings er Guðmundur Vignir Karlsson tónskáld.
Kynntur verður nýr hljómdiskur, sem ber heitið: Sine Musica Nulla Vita, og er
endurunnin, stafræn útgáfa á frægum söngverkum frá endurreisnartímanum, m.a.
eftir A.Scarlatti, Orlando di Lasso, Josquin des Prés og G.P.Palestrina auk íslenskra
kórverka. Einnig verða kynnt sýnishorn af úrvali hins besta sem Pólýfónkórinn flutti
á starfsferli sínum, meðal annars enn einn geisladiskurinn, sem væntanlegur er með
haustinu, með upptökum frá síðustu tónleikum Pólýfónkórsins 1988.
Geisladiskar kórsins eru sígildar tækifærisgjafir og fást aðeins þennan dag á hálfvirði í
tilefni kynningarinnar. Einnig verður hægt að kaupa alla diska Pólýfónkórsins í einum
pakka á tilboðsverði.
Aðgangur er ókeypis fyrir alla unnendur söngs og tónlistar.
M
b
l 9
48
82
6